Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 33 Skemmdarverk ríkisútvarpsins á fj ölmiðlakönnun Háskólans eftir Ólaf Hauksson Ríkisútvarpið birti nýlega hlust- unarkönnun Skáíss á útvarpi, sem er svo gölluð að hún gefur ná- kvæmlega er.gar áreiðanlegar upplýsingar um útvarpshlustun. Samt hefur ríkisútvarpið kosið að auglýsa þessa könnun sem nýjan stórasannleik um skiptingu hlust- unar milli útvarpsstöðva. Ríkisútvarpið hefur meira að segja gengið svo langt að bera þessa ófullkomnu könnun saman við þá könnun sem Félagsvísinda- stofiiun Háskólans gerir reglulega fyrir útvarps og sjónvarpsstöðv- amar, og er talin mjög áreiðanleg. Þessar aðfarir ríkisútvarpsins eru hreint og klárt skemmdarverk. Þetta minnkar trú manna á slíkar kannanir almennt, og veldur óvissu hjá auglýsendum og öðmm sem nota fjölmiðlana. Ekki bætir úr skák að ríkisút- varpið kynnir þessa göiluðu könn- un aðeins nokkrum dögum áður en regluleg könnun Félagsvísinda- stofnunar á að fara fram. En hveijir em þá gallar þeirrar könnunar eða mælingar sem ríkisútvarpið lét Skáís framkvæma fyrir sig, í samanburði við könnun Félagsvísindastofnunar? Svarendur í könnun Skáíss em á milli 190 og 290 talsins hverju sinni, valið eftir handahófi úr símaskránni. Svarendur í könnun Félagsví- sindastofnunar em um 800 talsins. Ekkert er vitað hvaða fólk svar- aði spumingum í könnun Skáíss. Hver er aldur þess? Hvar á landinu býr það? í könnun Félagsvísindastofnun- ar er fundið eitt þúsund manna úrtak úr þjóðskrá, sem gefur rétta mynd af þjóðinni eftir aldri, kyni og búsetu. Niðurstöður em settar fram eftir skiptingu í aldurshópa, kyn og heimkynni. Fjölmiðlakönnun Félagsvísinda- stofiiunar hefur verið að þróast undanfarin ár, og em útvarps- og sjónvarpsstöðvar, og Samband íslenskra auglýsingastofa, aðilar að henni. Meðal þessara aðila hef- ur verið ánægja með vinnubrögð Félagsvísindastofnunar, og er könnun hennar talin gefa góða mynd af hlustun og horfun þjóðar- innar. Könnun ríkisútvarpsins og Skáíss er hins vegar ekkert annað en ónákvæmt fálm. Hún segir aðeins hvað einhver hópur sem svaraði í símann var að hlusta á í það og það skiptið. Undirritaður hefur beðið ríkisútvarpið um nánari upplýsing- ar úr könnuninni, en stofnunin hefiir ekki sinnt þeirri ósk. Á meðan §ölmiðlakönnun Fé- lagsvísindastofnunar byggir á svömm frá 800 manns, þá em svör um hlustun í könnun Skáíss byggð á allt niður í 190 manns. Mesti munur á hlustun á Stjömuna og Bylgjuna byggist til dæmis á svömm 15 hlustenda. Hér er kastað til höndunum, og ósvífíð af ríkisútvarpinu að nota þetta plagg í áróðursskyni. Frétta- menn ríkisútvarpsins hafa lapið upp tölur úr könnun eigin stofnun- ar án þess að geta vankantanna, og þeir hafa ekki hirt um að birta athugasemdir undirritaðs. Markús Öm Aotonsson útvarps- stjóri tjáði Morgunblaðinu í viðtali að ríkisútvarpið hefði ákveðið að gera þessa könnun á undan Qöl- miðlakönnun Félagsvísindastofn- unar til að fá mælingu áður en aðrar útvarpsstöðvar hæfu „aug- lýsingaskrum“ vegna þeirrar könnunar. En til að baktryggja sig hefur ríkisútvarpið auglýst rásir hljóðvarpsins í sjónvarpinu vikum saman á undan þessari könnun. Hér er komið aftan að samkeppn- isaðilum, því ekki tilkynnti ríkisút- varpið ætlun sína fyrirfram. Þess í stað stóð það eitt að sínu auglýs- ingaskmmi. Ef ríkisútvarpið hefði staðið heiðarlega að þessum málum, þá hefði það til að byrja með ekki auglýst rásir sínar í gríð og erg fyrir eigin könnun, og í öðm lagi hefði það látið gera almennilega, marktæka könnun. En þess í stað kusu stjómendur þessarar ríkis- stofiiunar undirferli og lágkúm með þvf að kaupa ódýra og algjör- lega marklausa könnun. Höfundur er útvarpsstjóri Stjörn- unnar. Ólafur Hauksson „Könnun ríkisútvarps- ins og Skáíss er hins vegur ekkert annað en ónákvæmt fálm. Hún segir aðeins hvað ein- hver hópur sem svaraði í símann var að hlusta á í það og það skiptið.“ Yfirlýsing Borgaraflokksins um efnahagsmál; Lánskjaravísitala verði afnumin Sjálfvirk tenging verðlags við vísitölur verði ekki heimil Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing, sem sam- þykkt var á fundi Borgaraflokks- ins þann 1. september síðastlið- inn. Þar eru aðgerðir og bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar átalin og bent á aðrar leiðir til lausnar vandanum. Yfirlýsingin fer hér á eftír í heild: Eftirfarandi yfirlýsing var sam- þykkt á fundi Borgaraflokksins 1. september 1988. í baráttu sinni fyrir betra þjóð- félagi leggur Borgaraflokkurinn áherzlu á heiðarlegan málflutning og bendir á raunhæfar leiðir. Þjóðfélagið hefur í tíð þessarar ríkisstjómar orðið flóknara og ómanneskjulegra en nokkm sinni fyrr, þvert ofan í fyrirheit um hið gagnstæða. Ríkisstjómin hefur frá upphafi verið sjálfri sér sundurþykk og margklofin, ekki aðeins á milli flokka heldur einnig innan flokk- anna, sem að henni standa. Fálm- kenndar eftiahagsaðgerðir á þriggja til ljögurra mánaða fresti hafa allar mnnið út f sandinn, og staða ein- staklinga, fyrirtækja og þjóðarbús- ins f heild versnar í hvert skipti, þrátt fyrir góðæri að öðm leyti til lands og sjávar. Ákvörðun ríkisstjómarinnar um verðstöðvun og nýsett bráðabirgða- lög um frestun hækkunar á launum og búvöruverði í einn mánuð, án þess að fyrir liggi samkomulag um nauðsynlegar frekari aðgerðir í efnahagsmálum, er opinber viður- kenning ríkisstjómarinnar á því, að hún ræður ekki við verkefni sitt. Stefhir í 2 milljarða halla ríkissjóðs 1988, þar sem 1,2 milljarða hækkun er vegna vanáætlaðra vaxtaút- gjalda. Henging í eigin snöm virð- ist ætla að verða hlutskipti ríkis- stjómarinnar. Borgaraflokkurinn er sammála því að leita verður allra leiða til þess að lækka verðlag í landinu og hemja verðbólguna. Það verður hins vegar ekki gert með því að færa niður laun allra launþega með vald- boði. Öllum má vera ljóst, að niður- færsla launa mun aðeins snerta takmarkaðan hóp launþega. Allar líkur benda til þess, að þessi hópur verði mun minni en Þjóðhagsstofn- un gerir ráð fyrir. Hinir tekjuhærri sleppa. Samfara niðurfærslu verð- lags mun sá hópur auka kaupmátt sinn vemlega. Þannig mun misrétt- ið milli launahópa f landinu aukast. Undir þetta getur Borgaraflokkur- inn ekki skrífað. Hins vegar er ljóst, að nú þegar verður að grípa til markvissra ráð- stafana til þess að rétta við hluta atvinnuveganna, sem ráðleysi og stefnuleysi ríkisstjómarinnar hefur komið á vonarvöl. Hætta er á, að heilu byggðarlögin leggist í eyði vegna yfirvofandi hmns atvinnufyr- irtækja og heimilin .f landinu em að verða gjaldþrota. Efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í voða. Borgaraflokkurinn varar við Grensássókn: Nýr prest- urtekurtil starfa SÓKNARNEFND Grensáskirkju hefur ráðið séra Gylfa Jonsson í fullt starf safnaðarprests frá og með 1. september. Er það gert til að bæta þjónustuna við söfnuðinn og mun Gylfi skipu- leggja og hafa umsjón með þjón- ustustarfi fyrir aldraða auk al- mennra prestsstarfa. Gylfi pred- ikar við guðsþjónustu í Grensás- kirkju sunnudaginn 4. september kl. 11.00. Sóknamefnd Grenássafnaðar og sóknarpresturinn, séra Halldór Gröndal, hafa að undanfömu unnið að undirbúningi aukins og öflugs safnaðarstarfs að því er segir í fréttatilkynningu frá Grensássókn. Fjölgun hefur orðið í söfnuðinum á undanförnum ámm og til að mæta aukinni þörf_ fyrir þjónustu hefur séra Gylfi Jonsson verið ráðinn í fullt starf safnaðarprests. Grensássókn er 25 ára um þessar mundir og af því tilefni verður sett upp nýtt orgel í krikjunni safnaðar- ins. Stefnt er að vígslu þess við hátíðarguðsþjónustu síðar í haust. Fyrirlestur í Lögbergi Séra Gylfi Jónsson FÉLAG áhugamanna um heim- speki heldur sinn fyrsta fund veturinn 1988—89 nk. sunnudag, 4. september, kl. 14.30 i stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari á þessum fyrsta fundi verður Agúst Hjörtur og nefnir hann erindi sitt „Til vamar lýðræð- inu“. í fyrirlestrinum Qallar Ágúst Hjörtur um tvær meginröksemda- færslur til réttlætingar lýðræðinu, svokölluð vamarrök annars vegar og þroskarök hins vegar. Kunnustu fulltrúar hvorrar um sig em þeir John Locke og Jean-Jacques Rouss- eau. Ágúst mun leitast við að sýna fram á galla hvors sjónarmiðs og benda á leiðir til úrlausnar. Ágúst Hjörtur lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla íslands 1986 og MÁ-prófi í sömu grein frá há- skólanum í Ottawa í Kanada sl. vor. Hann stundar nú doktorsnám við sama skóla. Djass í Heita pottinum Djasstónleikar verða í Heita pottinum í Duus-húsi við Fischer- sund sunnudagskvöldið 4. sept- ember. Að þessu sinni leika þar Kjartan Valdimarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur. Þeir félagar hafa leikið dijúgt saman á þessu ári og fóm ásamt Sigurði Flosasyni í velheppnaða tónleikaferð til Svíþjóðar í júlí sl. Nú er píanóleikarinn Kjartan Valdimarsson á fömm til náms i Berklee College of Music í Boston og verður þetta í síðasta sinn sem hann spilar í Heita pottinum fyrir utanför. Þeir félagar munu spila eigin lög og annarra. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. (Fréttatilkynning) Heimshlaup ’88: Líka hægt að ganga HEIMSHLAUP ’88, sem gengist verður fyrir 11. september í þágu bágstaddra barna, verður með öðru sniði en títt er um götu- hlaup hérlendis. Þáttakendum gefst kostur á að skrá sig tíl göngu í stað hlaups. Farinn verður þriggja km hringur og geta menn gengið, skokkað eða hlaupið, einn, tvo eða þijá hringi. Ákveðið var að gefa kost á göngu eftir að skoðanakönnun sem RKÍ gerði meðal 200 manna sýndi að helmningur þeirra sem ekki hafa tekið þátt í lamennum hlaupum áhuga á að ganga stutta vega- lengd. Nefndu flestir 3-5 km. Þegar hafa 20 staðir á lands- byggðinni tilkynnt þátttöku í Heimshlaupi ’88, sem hefst á sama tíma í öllum þátttökulöndum, klukkan 15 hinn 11. september. Þáttakendur geta skráð sig að Rauðarárstíg 18 í síma 623170 eða 26722. þeim hugmyndum bjargræðisnefnd- ar ríkisstjómarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, þar sem hags- munir hinna mörgu víkja fyrir hags- munum hinna fáu. Borgaraflokkurinn leggur til, að kjami þeirra efnahagsráðstafana, sem gera þarf nú þegar, verði eftir- farandi: 1. Matarskatturinn verði felldur niður. 2. Lánskjaravísitala verði afnum- in og vextir lagaðir að því, sem gerist í helztu viðskiptalöndum okk- ar. 3. Sjálfvirk tenging verðlags við vísitölur verði ekki heimil. 4. Gripið verði til tafarlausra aðgerða til að treysta rekstrar- gmndvöll undirstöðuatvinnuveg- anna í landinu, svo komið verði í veg fyrir atvinnubrest. í þvi sam- bandi verði peningastofnunum gert kleift að beita víðtækum skuld- breytingum vegna þess neyðar- ástands, sem nú ríkir sökum óstjómar i efnahagsmálum og stór- aukinnar skattheimtu hins opin- bera. 5. Stórátak verði gert til þess að efla íslenzkan samkeppnisiðnað og útflutning á íslenzku hugviti og tækniþekkingu, m.a. með því að tryggja þessum aðilum eðlilega samkeppnisaðstöðu. 6. Fólki verði gefinn kostur á víðtækum skuldbreytingarlánum til þess að koma í veg fyrir fjöldagjald- þrot ijölskyldna og einstaklinga. 7. Dregið verði úr ríkisútgjöldum með samræmdum aðgerðum í sam- starfí við forsvarsmenn og annað starfsfólk ríkisstofnana. 8. Skattlagningu á fyrirtæki og einstaklinga verði stillt í hóf, þann- ig að þeir hafi sem mest af sjálfs- aflafé til ráðstöfunar. 9. Samskipti hins opinbera við einstaklinga og fyrirtæki verði ein- földuð með það í huga að draga úr óþarfa afskiptum ríkisvaldsins. Traust undirstaða þjóðfélagsins byggist á sjálfstaeði einstaklinga og félaga þeirra. 10. Dregið verði úr miðstýring- unni og völd og verkefni færð til landshlutanna. Borgaraflokkurinn er þess full-' viss, að dugnaður, ráðdeild og þrautseigja islenzku þjóðarinnar muni enn sem fyrr reynast henni bezta leiðarljósið út úr þeim ógöngum, sem stefnuleysi ríkis- stjómarinnar hefur leitt hana í. Borgaraflokkurinn leggur því áherzlu á, að þessir eiginleikar þjóð- arinnar fái að njóta sín sem bezt í friði fyrir ofstjórn og ofsköttun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.