Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Ungmennabúð-
ir í Reykjaskóla
Hólmavík.
Ungmennabúðir voru starfræktar í sumar í Reykjaskóla í
þriðja skipti. Ungmennasamböndin í Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslum, Ungmennasamband Dalamanna og Héraðs-
samband Dalamanna stóðu að ungmennabúðunum. Baldur
R. Sigurðsson sóknarprestur á Hólmavík var ráðinn sumar-
búðastjóri og fékk hann til liðs við sig starfsfólk úr öllum
ungmennasamböndunum. Mjög mikill áhugi var hjá yngri
kynslóðinni fyrir ungmennabúðunum og sóttu nærri 2.000
böm á aldrinum 9—13 ára þau þijú námskeið er haldin vom.
Dagskrá ungmennabúðanna
var í nokkuð föstum skorðum á
morgnana. Bömin voru vakin
klukkan níu, þau tóku til í vistar-
verum sínum og skömmu fyrir
morgunverð var fánahylling. Að
loknum morgunverði klukkan tíu
var bömum skipt niður í þijá hópa
og fór einn hópurinn í sund, ann-
ar í knattspymu og sá þriðji í
leiki. Ef vont veður var fóm böm-
in í leiki í leikfímisal.
Að loknum hádegisverði var
ýmislegt gert. T.a.m. var farið í
sveitaferð og dýrin skoðuð, rat-
leiki, fijálsar íþróttir, mini-golf
o.fl. Einnig vom fengnir gestir til
að skemmta bömunum. Þorgils
Óttar Mathiesen, landsliðsfyrirliði
í handknattleik, kom tvisvar og
kenndi bömunum hinar ýmsu
kúnstir með handboltann. Hann
gaf þeim einnig eiginhandaráritun
og mynd af landsliðinu. Bömin
vom ánægð með að fá hann í
heimsókn og sögðust ætla að
fylgjast með honum í leikjum með
landsliðinu. Forráðamenn ung-
mennabúðanna sögðust vilja
koma á framfæri þakklæti til HSI
fyrir veitta aðstpð við búðimar.
Jón Ólafsson, kattavinur,
hljómsveitar- og útvarpsmaður,
kom í heimsókn einu sinni og söng
fyrir bömin og tóku þau vel und-
ir með honum. Brandara sagði
hann nokkra og var mikið hlegið.
Einnig litu inn tveir sóknarprest-
ar, þeir sr. Róbert Jack á Tjöm á
Vatnsnesi og sr. Jens H. Nielsen,
Búðardal, og töluðu við þau.
Síðasti gesturinn og jafnframt sá
sterkasti sem mætti á staðinn var
Jón Páll en hann sýndi nokkrar
aflraunir og fór í reiptog við böm-
in. Jón Páll var einn á móti 14
bömum og stóðu þau á móti Jóni
á laugarbarmi. Jón Páll dró þau
öll út í laugina.
Að loknu miðdegiskaffí var
skipt niður í fímm klúbba. Þeir
voru hesta-, báta-, kvöldvöku-,
tölvu- og blaðaklúbbur. Allir
fengu að fara einu sinni í hvem
klúbb. Hesta- og tölvuklúbbar
vom vinsælastir. Þegar lokið var
við kvöldverð var það kvöldvöku-
klúbbur sem réð ferðinni fram til
kl. 22.00 en þá var bænastund.
Síðan var kvöldkaffí.
Allir áttu að vera komnir í hátt-
inn kl. 22.30 og gekk ágætlega
að fá bömin til að hlýða þeirri
reglu. En einu sinni voru það leið-
beinendur, sem brutu þessa reglu
og vöktu öll bömin á seinasta
námskeiðinu eina nóttina. Þeir
sögðu bömunum að flýta sér í föt
og mæta í grillveislu. Mörg bam-
anna urðu mjög hvumsa og vildu
halda áfram að sofa, en þá var
tekin mynd af viðkomandi og
vaknaði sá hinn sami við aðfarim-
ar. Það var síðan frekar syQuleg-
ur hópur er borðaði pylsur og
söng við varðeld um miðja nótt.
Bömin sem dvöldu í Reykja-
skóla gáfu út blað og kom þar
margt skemmtilegt fram. Þau
ortu vísur, skrifuðu sögur og
brandara. Þegar haldið var heim
á leið fengu allir blað og viður-
kenningarskjal.
Forráðamenn ungmennabúð-
anna vildu taka það fram að búð-
imar hefðu ekki starfað með leyfí
Bamavemdarráðs íslands. í bréfí
er sent var frá Bamavemdarráði
Farið var í sveitaferð og skoðuð voru svín, kindur og beljur. Morgunbiaðið/Baidur Rafn Sigurðsson
Jón Páll Sigmarsson kom í heimsókn og sést hann hér með hópn-
um er sótti seinasta námskeiðið.
Þorgils Óttar, landsliðsfyrirliði
í handknattleik, kom og leið-
beindi börnunum í handknatt-
leik.
Jón Ólafsson, útvarps- og
hljómlistarmaður, mætti í ung-
mennabúðirnar og skemmti
börnunum.
sagði m.a. „samkvæmt upplýsing-
um í brunavamarskýrslum Bruna-
málastofnunar ríkisins . .. kemur
fram að ástand brunavama í
gamla skólahúsinu að Reykjum
er lélegt og í nemendaíbúðum að
Reykjum er ástand brunavama
ófullnægjandi". Forráðamönnum
ungmennabúðanna þótti þetta
harður dómur, því húsnæði
Reykjaskóla hefur verið notað allt
árið, sem skóli á vetmm, en hótel
á sumrin. Hvers vegna var skóli
starfræktur átta mánuði'á ári í
þeim húsakynnum, sem ekki mátti
nota undir sumarbúðastarfsemi?
A næsta skólaári verða starf-
ræktar skólabúðir í Reykjaskóla
og er þá áætlað að nemendur úr
hinum ýmsu grunnskólum lands-
ins komi og dvelji fímm daga í
skólanum ásamt kennurum
sínum. Þá hlýtur sú spuming að
vakna hvort skólabúðimar sem
slíkar megi starfa í húsnæði sem
ekki hefur fullkominn eldvamar-
búnað og er ekki leyfður til notk-
unar undir sumarbúðastarfsemi.
Barnavemdarráð íslands ætlar
ekki að leyfa rekstur ungmenna-
búða í Reykjaskóla sumarið 1989,
verði ekki bætt úr brunavömum
og mun láta loka á starfsemina
ef hún færi af stað, þó slíkt hafí
ekki verið gert í sumar.
- BRS
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
t
Hjartanlegustu þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur
hluttekningu og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar og
móður okkar,
KRISTÍNAR HALLGRÍMSDÓTTUR
frá Vinaminni í Borgarfirði.
Einnig innilegustu þakkir til sveitunga okkar og vina, Borgfirðinga-
félagsins í Reykjavík, Leikfélags Fljótsdalshéraös o.fl. er styrktu
okkur með fjárhagsaðstoö og veittu ómetanlega hjálp og aðstoö
þegar við misstum húsið okkar og aðrar eigur í brunanum í vor.
Vigfús Helgason og börnin.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HILDEGARD GUÐLEIFSSON,
Lynghelði 15,
Selfossi,
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Guðleifsson,
Sigurður Guðmundsson,
Ingibjörg Helena Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Sonja Guðmundsdóttir
og barnabörn.
1 " 1 " " mmiwnmm'i ■ ■■■ , i i ■ i , , 1 1111 i i w,
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
f dag kl. 14.00-17.00 er opiö hús
í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Lítið
inn og rabbiö um daginn og veg-
inn. Heitt kaffi á könnunni. Kl.
15.30 tökum viö lagið saman og
syngjum kóra. Takiö með ykkur
gesti. Allir velkomnír.
Samhjálp.
Systir Phanuela
úr hópi Hinna evangelisku
Mariusystra heldur tvær sam-
komur í Grensáskirkju laugardag
kl. 20.30 og sunnudag kl. 17.00.
Næsta laugardag
Þann 10. sept. byrjar laugar-
dagsbibliuskólinn. Kennari þann
dag verður Bengt Sundberg frá
Livets Ord, Svíþjóð.
Skráið ykkur sem. fyrst í síma
656797.
Krossinn
Auðbrekku 2, 200 Kópavogur
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Samkoma á morgun á gamla,
góða tímanum kl. 16.30.
Útivist
Sími/símsvari: 14606
Sunnudagsferðir 4. sept.
1. Kl. 8.00 Þórsmörk - Goða-
land. Nú er haustlitatiminn að
byrja. Ferð vlð allra hæfl. Verð
1.200,- kr.
2. KL 10.30 Hrómundartindur -
Ölfusvatnsárgljúfur. Gengið frá
Hellisheiði á Hrómundartind og
þaðan niður með ölfusvatnsár-
gljúfrum i Grafning. Verð 900,- kr.
3. Kl. 13.00 Sporhelludalur -
Nesjavellir. Létt ganga í Grafn-
ingnum. Skemmtilegt göngu-
land. Verð kr. 900,- kr., frítt f.
börn m. fullorðnum. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu. Sjáumstl
Útivist, ferðafélag.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafólagsins
sunnudaginn 4. sept.:
1. Kl. 10.00 ÖHusvatnsárgljufur
- Grafnlngur.
Ekið austur á Hellisheiði, gengið
um gamla þjóðleið í Grafning.
Leiðin liggur fyrst milli hrauns
og hliða, yfir Fremstadal um
Brúnkollubletti I Þverárdal, milli
Krossfjalla og Hrómundartinds,
aö Ölfusárvatnsgljúfrum. Ekið
um Grafning til baka. Verð kr.
1000.
2. Kl. 13.00 Grafnlngur - Ölfus-
vatnsá.
Ekið I Grafning aö ölfusvatnsá,
gengið upp með hennl að ölfus-
vatnsárglúfri, Verð kr. 1000.
Brottför frá Umferðarmiðstöö-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bfl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorð-
inna.
Næstu dagsferðir til Þórsmerk-
un
Kl. 08 sunnudaglnnn 11. sept.
og sunnudaplnn 18. sept.
Dvaliö verður um 4 klst. i Þórs-
mörk. Timi gefst til gönguferða.
Á þessum tíma eru komnir
haustlitlr f Þórsmörk. Verð kr.
1200.
Ferðafélag fslands.
Höföar til
„fólks í öllum
starfsgreinum!