Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 fclk í fréttum Staðfestir sögu Alberts Goldnian um Lennon Mai Peng og John Lennon áttu í ástarsambandi um 18 mán- aða skeið, meðan hann var giftur Yoko Ono. Mai hefur nú staðfest sögur af John Lennon sem koma fram í bókinni „The Lives of John Lennon". Bókin, þar sem farið var ofan í kjölinn á einkalífi hans, hefur vakið gífurlega athygli og reiði meðal aðdáenda hans. Bókin byggir á viðtölum við 1200 manns sem þekktu til Lennon heit- ins svo erfitt hefur reynst að hrekja ógeðfelldar lýsingar á baráttu hans við eitur og aðra drauga. Mai sagði í viðtali í Lundúnaborg þar sem bókin var nýlega gefin út, að hún væri 99% sönn. Það eina sem hún ekki vissi um væri að hann hefði haft kynferðislegt samband við Brian Epstein framkvæmdastjóra Bítlanna á sjöunda áratugnum. Sögur um ráðríki og vald sem Yoko hafði yfir Lennon, óhamingju hans og einangrun, eru að hennar sögn allar á rökum reistar. Yoko hafi beinlínis haldið honum fyrir sig, og frá öðru fólki. Yoko ráð- lagði og skipulagði samband þeirra Lennons og Mai Peng, sem bjó einn- ig lengi í húsi þeirra hjóna og var það ekki það eina sem Yoko réði til um. Meðan Mai og Lennon voru sam- an hafði hann samband við vini sína í hljómsveitinni, og var hann þá allt önnur og sterkari persóna. En árið 1975 fór hann aftur til Yoko sem þá tók við stjóm. Mai sá hann síðast tveimur árum fyrir andlát hans, og höfðu þau þá enn mjög náin kynni. Ekkja Lennons, Yoko Ono, og synir Lennons heitins, heyja nú harða baráttu við að gera sögur þessar að engu og ófrægja bók Goldmans. Það hefur ekki góðan árangur, of margir hafa spumir af henni. Michael Jackson á tónleikunum í London. Plástrana hefur hann verið með á fingrunum á öllum síðustu tónleikum sínum. Michael Jackson: Jacko grét átónleikum Michael Jackson hélt sögulega tón- leika í Bretlandi nú í vikunni. Það vakti furðu meðal 90.000 áhorfenda þegar hann brotnaði saman á tón- leikunum og bað alla viðstadda að lúta höfði í fimm sekúndur, fyrir vinkonu sína Elísabetu Taylor sem væri alvarlega veik. Einhver hafði laumað því að hon- um að leikkonan og vinkona goðsins væri lífshættulega sjúk, með lifrar- bólgu og hálskrabba. Sannleikurinn er hins vegar sá að Elísabet slapp af sjúkrahúsi fyrir viku síðan, en þar hefur hún legið vegna bakveiki síðustu vikur. Fleiri hundmð aðdáenda Jack- sons misstu þó af uppákomunni, þar sem þeir sem áttu að sjá um að. sækja þessa áhangendur fyrir tónleikana, bara steingelymdu því. Michael varð þrítugur nú 30. ágúst. Elísabet er furðu jostin yfir atvik- inu og segir sjálf: „Ég er enn sprell- lifandi. Eg hef það ekki gott, en ég er langt frá því að vera alvar- lega veik.“ Læknar hafa þó enn áhyggjur af henni. „Lennon í þess- arri bók er sá Lennon sem ég þekkti" segir Mai Peng. Ekki hverja sem er, segir Stallone. I Svíþjóð þar sem hann var á ferð fyrir stuttu var einhver deyða í kvennamálunum. En þegar heim kom, til Los Angeles, lenti hann inn á dansiballi, þar sem allar vildu meyjarnar manninn. Ein kom að honum með bijóstin ber og bað um eiginhandará- ritun, á þau bæði. En hann hristi höfuðið. Þá kom önnur og I laumaði 20 þúsund ísl. krónum í lófa hans og bað um einn dans, bara stuttan. Stallone hristi höfuðið aftur. Ég sel þessa ekki dýrara en ég keypti hana. Það er margt skrýtið i kýr- hausnum. Fernando Cepada, þekktur nautabani, sem stund- ar nautaat af ólæknandi ástríðu fær hér heldur illa meðferð í viðureign við illúðugt naut á Sevilla á Spáni. Nautið fleygði honum á loft, rak hornin í gegn um mjöðm Fernandos, ogþurfti hann á sjúkrahús. Áhætturnar sem menn taka í lífinu eru af misjöfnu tagí, vægast sagt. Parið Don Jonson og Barbra Streisand sjást tíðum i hljóðver- inu. Þau eru búin að stofna dúett, og ætla að syngja jólalög inn á plötu. Þau hafa hvort sinn míkrófón- inn, og þann þriðja fær enginn annar en Stevie Wonder sem ætlar að leggja turtil- dúfunum lið. Hún Skrafhildur sagði mér um daginn að Dolly Parton væri komin með ansi rún- aðar línur á ný. Eitt- hvað höfðu vinsældir hennar dalað meðan hún var álgrönn, en nú eru sjónvarps- stöðvar aftur farnar að gera henni góð til- boð. Allt út af auk- akílóunum, þau eru boðin velkomin aftur af aðdáendum henn- COSPER ©PIB I084Z. Frænka mín? Ég hélt að þetta væri f rænka þín. 'P' Leikkonan Linda Evans er nú farin frá sterkríkum sambýlis- manni sinum, Richard Cohen. Hann er æva- reiður enda skilur hann ekki hvað er að konunni. Málið er nefnilega það að hún lætur stjórnast af 35. 000 ára gömlum anda sem ráðlagði henni að hypja sig úr húsi hans. Linda er sögð ráð- færa sig um alla skap- aða hluti við þennan afskiptasama anda, en maður hennar er fjarri því að aðhyllast andatrú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.