Morgunblaðið - 03.09.1988, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
„ ýii lítur ekk\ út fyrir db 'jenz,
ne.itt £>ér£t&kh gá.Pnaljo% jóurirm.
HvaePinn ég bók um íjúlfótrauSt ?"
TMReg. U.S. PatOff.—allrightsreserved
° 1988LosAngelesTimesSyndicate
um að matartíminn verði
framvegis 20 mín. í stað
klukkutíma...?
„Bjartar nætur“- HeíUandi heimur
Til Velvakanda.
í Reykjavík hefur um margra ára
skeið verið haldið uppi kynningu á
Íslandi og íslenskri þjóðmenningu,
með sýningum á kvöldvökunum
„Bjartar nætur“ (Light Nights).
Sýningar þessar hafa einkum verið
ætlaðar útlendingum þeim, sem til
landsins koma á sumrin, en ekki
eru þær síður athyglisverðar fyrir
íslendinga sjálfa.
A „Björtum nóttum" opnast gest-
um heillandi heimur, þar sem saman
fara minnisverð atriði úr sögu þjóð-
ar okkar, dulúðugur andblær þjóð-
trúar og þjóðlegra sagna horfins
tíma, og auk þess hrífandi frásagn-
arlist og sviðsframkoma Kristínar
G. Magnús, sem hlýtur að heilla
hvern þann, sem á horfír og hlýðir
opnum huga.
Ég hef átt þess kost, að koma á
sýningar þessar á hverju sumri um
langt árabil og tala því af eigin
reynslu. Aðstandendur þeirra
breyta þeim að nokkru frá einu
sumri til annars, svo hér er ávallt
eitthvað nýtt að sjá og heyra, þótt
meginstofninn sé hinn sami frá ári
til árs.
Það mun vera nær einsdæmi, að
einstaklingar haldi uppi slíku menn-
ingarafreki, sem sýningar á „Björt-
um nóttum" vissulega eru. ísland
væri fátækara, menningarléga séð,
ef þeirra nyti ekki við.
„Bjartar nætur“, sem fram fara
í Tjarnarbíói, eru einhver besta og
áhrifaríkasta kynning á landi okkar
og þjóðmenningu, sem völ er á.
Hjónin Kristín G. Magnús og Hall-
dór Snorrason eiga með réttu
óskipta aðdáun og þakklæti fyrir
hið sérstæða framtak sitt, að halda
uppi þessum fögru, þjóðlegu sýn-
ingum, sem birtast í „Björtum nótt-
um“, og enginn getur sér að skað-
lausu látið óséðar.
Ingvar Agnarsson.
Sumarauki fyrir þá sem
ekki komust til útlanda
Kona frá Húsavík hringdi:
Eg er fullorðin kona úr þjónustu-
stétt og ég þarfnast hvíldar. Flestir
íslendingar fara til útlanda til afs-
löppunar en ég hef uppgötvað góða
hvíld og afslöppun á Islandi. Þú
ferð í frí á september eða október.
Þá er sumarið liðið með öllu sínu
stressi og langur vetur framundan.
Öll hótel bjóða upp á lágt verð á
gistingu og þú velur þér hótel í
sveit eða þorpi, hótel sem starfar
allt árið. Þangað ferðu með því
hugarfari að þú sért að fara til út-
landa, skoðar staðinn með augum
útlendings og hagar þér eins. Skrif-
ar kort til vina og lýsir staðnum,
sefur mikið, ferð í sund, gufubað,
ljósalampa og gönguferðir. Skiptir
um föt tvisvar á dag og færð þér
vín með matnum. Þú getur lesið
eða ráðið krossgátur og dagurinn
líður hraðar en þig grunar.
Ekkert stress í fríhöfninni, engin
gjaldeyriseyðsla, engir tungumála-
erfiðleikar og engin magaveiki.
Ekki hringja heim. Mundu að þú
ert í útlöndum og kemst ekki heim.
Reykjahlíð í Myvatnssveit er mitt
uppáhald, fólkið indælt, maturinn
frábær og landslagið - ja, það þætti
fallegt í Grikklandi.
Það liggur við að bóka megi góð-
viðrisdaga í september og október
og þá er Snæfellsnesið, Hvolsvöllur
og Húsavík tilvaldir staðir að dvelj-
ast á. Best er að fara nokkur sam-
an til að hringja og semja um verð.
Með ósk um ánægjulega hvíld,
Karítas Hermannsdóttir.
Hugmynd til Dýraspítalans
Til Velvakanda.
Mig langar til að koma á fram-
færi hugmynd til Dýraspítalans og
þeirra sem hafa með týnd gæludýr
að gera. Hún er, hvort ekki væri
hægt að hafa daga, með vissu milli-
bili, þar sem allir þeir sem hafa dýr
í óskilum gætu komið með dýrin,
og þeir sem hafa týnt gæludýri
gætu svipast um eftir sínu. Þetta
væri vel þegið af öllum þeim, sem
á annað borð finna ekki dýrin sín
þrátt fyrir mikla ieit.
Og svona í lokin: Bröndóttur
köttur, tveggja ára fress, hvarf frá
Hraunbæ snemma í ágúst. Hann
heitir Depill og er vel merktur, með
bláa hálsól og eymamerkingu. Þeir
sem vita eitthvað um ferðir Depils
geta haft samband í síma 73977,
annars er símanúmerið á ólinni.
Síðan er hérna hálfstálpaður
kettlingur í óskilum, líklega læða.
Hún er grábröndótt og með bláa
hálsól. Kisan fannst í Fellunum en
er núna í Seljahverfinu. Hún er al-
veg ómerkt, en þeir sem kannast
við lýsinguna geta haft samband í
síma 73977. Hún fannst um miðjan
ágúst.
Með þökk fýrir birtinguna,
Lilja Björk Einarsdóttir.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ ÁHA, E6 STENP ÞlGAp UFRKI,
/VtEP KKU/VlLURNAf? KÖKU0ÖXINU- "
9-7
Víkverji skrifar
að er makalaust hversu al-
gengt er að menn aki yfir á
rauðu ljósi, og sennilega er það allt-
af að aukast með auknu stressi
þjóðfélágsþegna. Athygli vekja sér-
staklega gatnamótin Kringlumýrar-
braut/Miklabraut. Tvisvar sama
daginn sá Víkverji að ekið var yfir
á rauðu ljósi. í bæði skiptin var
lögreglubíll á beygjuljósunum að
koma vestur Miklubraut og beygja
yfír á Kringlumýrarbraut. I annað
skiptið létu verðir laganna sig engu
skipta, þótt þó nokkrir bifreiðastjór-
ar ækju yfír á rauðu ljósi, en í hitt
skiptið ók „aðeins" einn yfír og þá
létu þeir til skarar skríða og stöðv-
uðu bílinn. Eftir aðeins örfáa daga
byijar skólinn og þá fer fjöldinn
allur af börnum út í umferðina.
Þeim er kennt að þau megi treysta
því að ef grænt ljós logar þá megi
þau ganga yfír gangbrautina.
Reyndar er börnunum kennt að þau
skuli líta eftir því hvort bílar eru
að koma, en sá sem er að stelast
yfir á rauðu ljósi, hann er yfirleitt
að flýta sér og þá er skaðinn skeður.
Rætt er um að kreppa sé að
skella yfír okkur, sem þýðir
meðal annars að heimilin verða að
halda að sér höndum. Umhugsunar-
efni er hvernig þetta kemur til með
að bitna á unglingunum. Undanfar-
in ár hafa þeir ekki misst af góðær-
inu fremur en aðrir. Þeir hafa jafn-
vel unnið með skóla til að hafa
eyðslufé milli handanna, sem flest-
um finnst alveg makalaust, hversu
mikið þeir telja sig þurfa. Hvað
gerist svo þegar unglingarnir fá
ekki vinnu eins og undanfarin ár
vegna samdráttar atvinnurekenda,
heimilin eru aðkreppt með peninga
og lítið aflögufær? Sætta þau sig
við að geta ekki gert helminginn
af því sem þau áður hafa gert eða
eykst hópur afbrotaunglinga?
Víkveija fyndist ekki úr vegi að
þjóðfélagsástandið væri rætt í ungl-
ingadeildum og framhaldsskólum
til að mynda samstöðu meðal ungl-
inganna um að draga úr eyðslu.
Og þá kemur enn í hugann skortur
á skemmtistöðum fyrir þann aldurs-
hóp sem má ekki fara inn á vínveit-
ingastaði en er vaxinn upp úr félag-
smiðstöðvunum. Er ekki orðið tíma-
bært að sveitarfélögin komi til móts
við þetta unga fólk? Þetta er sá
aldurshópur sem hefur mesta þörf-
ina fyrir að sýna sig og sjá aðra
og vera í hóp að skemmta sér. —
0g fyrir valinu verður Hallærispla-
nið!
xxx
n
IVelvakanda fyrir nokkru var
verið að kvarta yfir því að túnið
í „litlu Öskjuhlíð“, þ.e. fyrir neðan
Skógarhlíðina, hafi ekkert verið
slegið í sumar. Og enn hefur ekki
verið bætt úr því. En athygli vekur
að það eru fleiri staðir í borginni,
sem hafá verið sérstaklega illa hirt-
ir í sumar, m.a. meðfram Miklu-
brautinni allri, þar hefur að vísu
verið slegið, en illgresið meðfram
tijánum fær óáreitt að vaxa. Hing-
að til hefur unglingavinnan séð um
þessa hreinsun, en hvers vegna
ekki nú?