Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Ófriður í miðbænum um helgar
Ég bý í miðbæ Reykjavíkur. Það
er þægilegt, maður hefur allt við
hendina. En það sem gerir þetta
bölvað eru föstudags— og Iaugar-
dagsnætumar. Þá fer allt á annan
endann: Öskur, akstur og langvar-
andi flaut í bílum.
Þá em nætumar svefnlitlar og
það liggur við að við séum tilneydd
til að yfirgefa heimili okkar um
helgar til að fá eðlilega næturhvfld.
Nú er í umferðarlögunum að það
sé skylt að ökumaður vélknúins
ökutækis skuli haga meðferð þess
og akstri þannig að það valdi ekki
hávaða. Þessi lög em þverbrotin í
miðbænum, mótorhjól bmna fram-
hjá með slíkum gný að rúður titra
og þótt komið sé yfir miðnætti
liggja sjálfumglaðir ökumenn á
flautunum. Er ekki kominn tími til
að reyna að draga úr þessari hávað-
amengun með því að loka mið-
bænum fyrir þessum rúntakstri og
reyna að gera eitthvað til að þessar
hræður sem vilja að miðbærinn
haldist lifandi, haldist sjálfar við í
honum. Það er meira en nóg að
gatan fyrir framan svefnherbergis-
gluggann er sneisafull af dmkknu
og hávæm fólki þó ekki bætist við
þessi skelfilegi gnýr af hávaðasöm-
um ökutækjum.
Hvað um 8. grein lögreglusam-
þykktarinnar þar sem fram kemur
að lögreglan getur vísað þeim
mönnum í burtu af almannafæri
sem með háttemi sínu valda íbúum
verulegu ónæði? Er ekki kominn
tími til að reyna á þessa samþykkt?
íbúi við Lækjargötuna, 2665—
3673.
Tillaga um nýjan flugvöll
Til Velvakanda.
Eftir að hafa hlustað upp á
síðkastið á stanslausar fréttir af
flugslysum austanhafs og vestan,
til viðbótar við hörmulegt slys á
flugbrautarendanum hér í
Reykjavík, blöskrar manni hve hin
„mannlegu mistök" færast í auk-
ana. Engir viðvaningar eru við
stjómvöl á flugsýningum, en þó
getur þeim líka orðið á mistök.
Það vekur því undmn að nokkur
ábyrgur aðili skuli mæla því bót að
nota Reykjavíkurflugvöll um alla
framtíð, þar sem í algengustu vind-
átt er flogið lágt með ægilegum
gný yfir miðborg Reykjavíkur og
þéttbýlinu í KÓpavogskaupstað. Það
má kallast slembilukka að ekki hef-
ur ennþá hlotist af stórslys.
Erlendis þykir ekki tiltökumál þó
20—30 mínútna akstur sé til flug-
vallar. Má þar nefna Kaupmanna-
höfn, Stokkhólm, Osló, Malaga,
Þessir hringdu . .
Reiðhjól tekið traustataki
16 tommu drengjahjól var tekið
frá Grýtubakka fyrir 3—4 vikum.
Hjólið er blátt með gráum lás og
sást það síðast í Efra—Breiðholti.
Foreldrar em beðnir að líta í hjóla-
geymslur í húsum sínum. Upplýs-
ingar í síma 78910.
Palma og Tenerife þar sem lengst
þarf að aka.
Þó það sé þannig engin frágangs-
Gleraugu fundust á
hárgreiðslustofu
Kvenmannsgleraugu með lituðu
gleri fundust á hárgreiðslustof-
unni Spörtu. Eigandinn getur vitj-
að þeirra þar.
Gerir við sokkabuxur
Unnur Jóhannsdóttir, Akureyri
hringdi:
Vegna fyrirspumar í Velvak-
andi fyrir nokkm um hvort nokk-
ur tæki að sér að gera við nælon-
sokka og sokkabuxur, vil ég að
fram komi að ég tek að mér að
gera við sokka. Öllum er fijálst
að senda til mín sokka til viðgerð-
ar en ég bý á Jarðabyggð 4 Akur-
eyri og síminn er 96—21269.
sök að nota Keflavíkurflugvöll sem
eina flugvöll höfuðstaðarins og með
bættum og breykkuðum vegi til
Keflavíkur yrði fjarlægðin frá
Reykjavík ekki umtalsverð. Með því
móti fæst allt núverandi flugvallar-
svæði fyrir byggingarlóðir í stað
þess að dreyfa byggðinni upp um
holt og hæðir.
Samt sem áður er sjálfsagt að
líta í kringum sig og athuga möu-
leika til flugvallargerðar til
kennslu— og innanlandsflugs á að-
gengilegum stað og hefur mér kom-
ið tiul hugar að slíkan flugvöll
mætti gera á ysta tanga Seltjarnar-
ness. Með því að fylla upp í Selt-
jörn mætti fá 1000—1300 metra
langar flugbrautir sem strax nægja
vegna kennslu og að fáum árum
liðnum fyrir innanlandsflug. Á
hveiju ári koma fram flugvélar sem
nota styttri og styttri flugbrautir.
Ég álít að þessi möguleiki sé athug-
unarverður og komi vel til greina,
nema framtíðardraumur Seltirn-
inga sé að byggja sitt ráðhús í Selt-
jöminni.
Siguijón Sigurbjörnsson.
Postulínsmálun!
Allt það nýjasta í
postulínsskreytingum.
Kennsla er að hefjast.
Innritun í síma 46436.
Jónína Magnúsdóttir,
Ninný,
mynd- og handmenntakennarí.
TILSOLU
Vél 1600, Twin Cam 16 ventla, 5 gíra, veltistýri,
snúningshraðamælir, Toyota útvarp, klukka. Litur grænsanseraður.
Ekinn 4000 km. Sá eini á landinu. Verð kr. 720 þús. Bein sala eða
skuldabréf. Upplýsingar í síma 91 -671339.
/------------------------------------------------------\
Norrænn styrkur til bókmennta
nágrannalandanna
Ráðherranefnd Norðurlanda hefur skipað sérlega
nefnd til að ráðstafa fé því, sem árlega er veitt, til
að styrkja útgáfu á norrænum bókmenntum í þýðing-
um á Norðurlöndum. Önnur úthlutun nefndarinnar
á styrkjum í þessu skyni fer fram í nóvember 1988.
Umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá
menntamálaráðuneytinu í Reykjavík (sími 25000),
eða á skrifstofu Ráðherranefndar Norðurlanda í
Kaupmannahöfn (sími + 45 I 11 47 11)..
Umsóknarfrestur fyrir styrkinn rennur út 1. október
1988.
Umsóknirsendist til:
Nordisk Ministerrád
Store strandstræde 18
DK-1255 Kobenhavn K, Danmark
V______________________________________________________4