Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 2
2
í>Pr ÍT'íHM'TT'ía?! .V HnOAQlIMIVQíM (IIQAJSVUJOíIOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988
Jón Baldvin um fjárlagagerðina:
Samdráttur en ekki
„blóðugur niðurskurður“
„ÞAÐ ER misskilningur að þessar
tillögur séu blóðugar niðurskurð-
artíllögur. Þaer fela í sér að stöðva
útgjaldaþensluna og um 1,5%
samdrátt I viðbót,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármála-
ráðherra aðspurður um gang
fjárlagagerðar fyrir næsta ár.
Hann var spurður að því hvort líf
ríkisstjórnarinnar ylti á því að
samkomulag tækist um fram-
kvæmd hallalausra fjárlaga. „Já,“
svaraði Jón Baldvin.
„Að óbreyttu verður halli á ríkis-
búskap næsta árs á bilinu 3-3 V2
milljarður, en af minni hálfu hafa
verið lagðar fram tillögur um það
hvemig þeim hallarekstri megi snúa
upp í jöfnuð. Það yrði gert að litlu
leyti með aukinni tekjuöflun, en að
stærstum hluta með lækkun út-
gjalda. Þetta er vel innan marka
þess sem er framkvæmanlegt og það
er algjör forsenda fyrir því að aðrar
efnahagsaðgerðir skili árangri.
Sá tími sem menn hafa til þess
að ná samstöðu um fjáriög er út af
fyrir sig til þingsetningar. En vegna
þess að tíminn knýr á um að ná
samstöðu um efnahagsaðgerðir
þurfa þessar tillögur að liggja fyrir
fyrr, vegna þess að þær eru kjami
þeirra tillagna." Fjármálaráðherra
sagðist ekki vilja tjá sig um einstak-
ar tillögur til að rétta hallann af.
Coldwater:
Hallarekstur á fyrstu
sex mánuðum þessa árs
HALLI var á rekstri Coldwater
Seafood Corporation, dótturfyr-
irtækis Sölumiðstöðvar hrað
frystihúsanna í Bandarikjunum
á fyrstu sex mánuðum þessa árs,
Sala fyrirtækisins dróst saman
auk þess sem verðfall varð á fisk-
afurðum á Bandaríkjamarkaði
Á siðustu fjórum árum hefur
rekstur Coldwater skilað hagn-
aði.
„Við höfum ekki farið varhluta
af þeim erfíðleikum, sem öll fyrir-
tæki í sjávarútvegi eiga við að
stríða," sagði Magnús Gústafsson,
forstjóri Coldwater, í samtali við
Morgunblaðið. „Á fyrstu sex mán-
uðum þessa árs var halli á rekstri
fyrirtækísins. Til þess að tryggja
viðskiptavinum okkar örugga af-
greiðslu erum við með vömr í birgð-
um, en það hefur hins vegar í för
með sér tap fyrir fyrirtækið þegar
verð fellur eins og nú. Sambærilegt
verðfall átti sér síðast stað 1984,
en síðan á öðmm fjórðungi þess árs
Útlendingnr
veltir bíl
ERLENDUR ferðamaður velti
bílaleigubíl sem hann ók austan
Úlfljótsvatns seinnipartinn í gær.
Hann var einn í bílnum og skrám-
aðist litillega.
Maðurinn var að koma frá Þing-
völlum er hann lénti í lausamöl.
Valt bíllinn eina og hálfa veltu og
hafnaði ofan í skurði. Ekki var tal-
ið að maðurinn hefði verið á mikilli
ferð.
hefur fyrirtækið verið rekið með
hagnaði."
Verðlagsstofnun:
vy,xx-,Sftívt'
•' Wx-y ■ V- J
. ria^***- ,."w
^ íL -
• WWh' *’ * * -
■-■*>■• -í* .■•■ ■>•■ ■" '' ,.vx..v,. xv— . Xfr, 'V, . ;
-- ^ . . - _ ~ ......................................................................................................................................................... , .
•• ••><,.,&«
Andarnefjan íSundahöfn
Morgunblaðið/KGA
ANDARNEFJAN, sem villtist að landi í Króka-
lóni við Akranes á sunnudag, sást í sjónum við
Sundahöfn, fyrir neðan Holtagarða, í gærdag.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær
gerðu menn frá Slysavarnadeildinni á Akranesi
tilraunir til að koma dýrinu út úr lóninu á dýpri
sjó, en án árangurs. Svo virðist sem skepnan
hafi komist út af sjálfsdáðum í nótt en í stað
þess að synda á haf út hefur hún villst inn Kolla-
fjörð. Að sögn sérfræðinga þjá Hafrannsókna-
stofnun er slikt háttarlag afar óeðlilegt og hall-
ast menn helst að þvi að andamefjan sé sjúk.
Hún vár þó á leið út Kollafjörð þegar síðast
spurðist til hennar.
Gerir ekki athugasemdir við
verðhækkanir á námsbókum
Verðstöðvunin nær ekki til skólagjalda vegna fullorðinsfræðslu
Verðlagsstofnun mun ekki gera athugasemdir við verðhækkun á
námsbókum enda er litið svo á, að hækkunin hafi verið ákveðin
áður en verðstöðvunin kom tíl. Þetta var niðurstaða fundar sem
fulltrúar Verðlagsstofnunar og þriggja bókaforlaga héldu með sér
í gær að því er Guðmundur Sigurðsson, hagfræðingur hjá Verðlags-
stofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði ennfremur
að könnun á innritunargjöldum skóla, sem reknir eru lögum sam-
kvæmt, hefði leitt í Jjós að slík skólagjöld falli ekki undir verðlags-
lög og því nái verðstöðvunin ekki til skólagjalda í öldungadeildum
framhaldsskólanna.
ur skuli greiða fyrir slíkt nám með
ákveðnum hætti, samkvæmt
ákvörðun menntamálaráðuneytis-
ins. Ráðuneytið hefði sent fram-
haldsskólunum bréf um það síðast-
liðið vor, hversu hátt þetta gjald
skyldi vera fyrir það námsár sem
nú er að hefjast. Samkvæmt því
næði verðstöðvunin ekki til skóla-
gjalda í öldungadeildum. Hins vegar
lægi ljóst fyrir að verðstöðvunin
næði til skólagjalda ýmissa annarra
sérskóla, svo sem dansskóla og tón-
listarskóla, sem ekki hefðu ákveðið
skólagjöld sín fyrir miðjan ágúst
síðastliðinn.
Guðmundur sagði að í máli full-
trúa bókaforlaganna þriggja, Ið-
unnar, Máls og menningar og Al-
menna bókafélagsins, hefði m.a.
komið fram að forlögin hefðu verð-
Iagt námsbækumar í júní og júlí
síðastliðnum og hefði verðlisti legið
fyrir í byijun ágústmánaðar, eins
og undanfarin ár, enda fæm pant-
anir frá bókabúðum að berast strax
í byrjun ágúst. Afgreiðsla forlag-
anna á bókunum hófst um miðjan
ágúst og var að mestu lokið fyrir
24. ágúst. Guðmundur sagði að
Verðlagsstofnun hefði ekki séð
ástæðu til að vefengja þetta og nið-
urstaða fundarins því orðið sú að
Verðlagsstofnun gerir ekki athuga-
semdir við þessa verðlagningu enda
gengið út frá, að bækumar hafí
verið komnar I flestar bókaverslanir
á þessu hækkaða verði áður en
verðstöðvun var ákveðin.
Guðmundur sagði jafnframt að
nú væri orðið ljóst, að skólagjöld
vegna fullorðinsfræðslu og endur-
menntunar féllu ekki undir Verð-
lagslög þannig að verðstöðvunin
næði ekki til þeirra. Þau féllu hins
vegar undir lög um framhaldsskóla
þar sem kveðið er á um að nemend-
„ENGAR líkur eru á að sama
magn verði veitt af þorski á
þessu ári og i fyrra,“ sagði Krist-
ján Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna, í samtali við Morg-
unblaðið. „Skip á aflamarki
fengu 6% minni kvóta á þessu
Iceland Seafood Corporation:
Salan að meðaltali 20% minni en í fyrra
Dágóð sala í ágúst, að sögn Sigurðar Markússonar hjá Sambandinu
ICELAND Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sambandsins,
hefur selt 20% minna á Bandaríkjamarkaði í ár en í fyrra, miðað
við meðaltal fyrstu 8 mánaða þessa árs. Dágóð sala var í síðasta
mánuði, en samt sem áður telur Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, að of snemmt sé
að fullyrða að staðan fari batnandi.
Að sögn Sigurðar Markússonar ágúst 11 prósentum minna en I
var sala Iceland Seafood í Banda-
ríkjunum meiri í ágúst síðastliðn-
um en búist hafði verið við. Sala
fyrirtækisins á fyrstu 8 mánuðum
þessa árs var 20% minni að meðal-
tali en á síðasta ári. Hins vegar
var söluverðmæti afurðanna í
sama mánuði í fyrra og hvað
magn varðar var samdrátturinn
einungis 5%. Sigurður benti á, að
salan á siðasta ári hefði verið góð
og ágúst þá hefði verið sérlega
hagstæður.
Sá samdráttur, sem átt hefur
sér stað á þessu ári, kemur einkum
fram í mun minni sölu á fískflök-
um, en sala á fiskréttum er ein-
ungis 1% minni en í fyrra. Sigurð-
ur sagði að skýringin á þessu
væri meðal annars sú, að mikil
aukning hefði orðið á sölu bol-
fískafurða til Evrópu og Austur-
Asíu. Samdrátturinn hefur ekki
haft í för með sér breytingar á
starfsmannahaldi í fískréttaverk-
smiðju fyrirtækisins, enda hefur
sala fískrétta minnkað óverulega.
Þess má geta, að meðaltal sölu-
Engar líkur á jafnmiklum
þorskafla í ár og í fyrra
- segir Kristján Ragnarsson
ári en í fyrra og skip á sóknar-
marki máttu veiða 10 dögum
skemur í sumar en í fyrrasum-
ar,“ sagði Kristján.
„Skipin mega í ár veiða 5% af
kvóta þeirra á næsta ári en ég held
að þau geri lítið af því þar sem það
myndi einungis koma niður á þeim
á næsta ári,“ sagði Kristján. „Það
hefur einnig verið opnaður mögu-
leiki á að geyma 10% af aflanum
til næsta árs en um síðustu áramót
voru allar geymslur hreinsaðar upp.
Ég hef hins vegar heyrt að ver-
tíðarbátar ætli að geyma 10% af
kvótanum til næsta árs en það gátu
þeir ekki gert í fyrra. Bátamir
veiddu um 19 þúsund tonnum
minna af þorski fyrstu sjö mánuði
ársins en á sama tíma í fyrra og
það em engar líkur á að þeir nái
því upp í haust.
Mörg skipanna em langt komin
með kvótann og ef til vill verða
frystihús í einhveijum mæli hráefn-
islaus í haust vegna þess að leggja
þarf skipum þegar þau em búin
með kvóta sinn. Það hefur hins
vegar aldrei komið til vemlegrar
atvinnuröskunar slðan kvótinn var
settur á árið 1984, enda þótt menn
hafí oft spáð því,“ sagði Kristján
Ragnarsson.
verðmætisins var 11,7 milljónir
dollara á mánuði á tímabiiinu frá
janúar og fram I ágúst, en í ágúst-
mánuði seldi Iceland Seafood vör-
ur fyrir 12,9 milljónir dollara. Sig-
urður Markússon telur að of
snemmt sé að fullyrða, að staðan
á mörkuðum vestra sé að batna
eftir verðfall og sölutregðu á fyrra
hluta þessa árs. Hann sagði, að
ekki væri búist við neinum vem-
legum sveiflum, heldur væri frekar
gert ráð fyrir hægum bata.