Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 9
oQor «,3<u.*raT'cr39 r qtrr>/otT'M'TTríttm nrn a Tiii/TTr*cimx MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 9 Ég er Fiskur. ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ VERA MEÐ ÞER Persónukort: Hver er ég? Hvaða hæfileika hef ég? Hvað veikleika? Get ég skilið mig betur? Framtíðarkort: Hvaða sjó sigli ég þetta árið? Hvarermeðbyr, mótbyr, blindskerog öruggar siglingaleiðir? Samskiptakort: Ég elska maka minn, en getum við skilið hvort annað betur? Sjálfsþekking er forsenda framfara. Hringdu og pantaðu kort STJ0RNUS1ÍEKI •STÖDIN 1UJ// I LAUGAVEGI 66 SiMI 103771 Gunnlaugur Guðmundsson GEYSíRf Ný sending 10 gerðir af vinsælu tréklossunum með teygjan- legum sóla. Dömu- ogherrastærðir. Aldrei glæsilegra úrval. UMBERTO GINOCCHIETTI PELSEMN Kirkjuhvoli, simi 20160. Að kjósa frelsið í síðustu viku tók austur-þýsk stúlka, sem stödd var hér á landi, þá ákvörðun, að hverfa ekki aftur til heimalands síns. í staðinn kaus hún frelsið í Vestur-Þýska- landi. Ákvörðun þessarar ungu stúlku aetti að vekja okkur til umhugsunar um ástaeður þess, að fjöldi fólks yfirgefur fjölskyldur sínar og leggur jafnvel líf sitt í hættu til þess að flýja ánauðina fyrir austan járntjald. í Staksteinum í dag er hugað að þessu en einnig litið á kosn- ingabaráttuna í Svíþjóð. Djajrfar flótta- tilraunir Þrátt fyrir allt talið um „umbótastef nuna“ fyrir austan járntjald hefur lítíð raunverulega breyst. Þó að athygli fjöl- miðla beinist þessa stund- ina að öðrum hlutum er kúgunin þar enn söm við sig. Fjöldi fólks leggur enn líf sitt í hættu í ^jörf- um flóttatilraunurn vest- ur yfir landamærin. 1 Austur-Þýskalandi er tal- ið að nokkur hundruð manna sitji i fangelsi fyr- ir að reyna að flýja land. Hvergi er munurinn á austri og vestri jafn skýr og í Þýskalandi og þá sér i lagi í fyrrverandi höf- uðborg landsins Berlin. Múrinn grái sem liggur þvert í gegniun borgina gegnir ekki þvi hlutverki að meina mönnum inn- göngu í Austur-Þýska- land heldur koma í veg fyrir að fólk flýi land. í Morgunblaðinu i gær er skýrt frá því að sex Austur-Þjóðveijum hafí um helgina tekist að leika á hina þungvopn- uðu verði við landamæri Austur og Vestur-Þýska- lands. Landamæravörð- um tókst hins vegar að stöðva þrjá aðra Austur- Þjóðveija með skothrið. Atburðir af þessu tagi færðust í síðustu viku nær okkur en við eigum að venjast. Tvitug aust- ur-þýsk stúlka, Heidi Schlossen, ákvað i síðustu viku að snúa ekki til baka til Austur-Þýska- lands frá íslandi. Heidi Schlossen var hér stödd ásamt tíu öðr- um Austur-Þjóðveijum sem dvalist höfðu á ís- landi í nokkurn tíma í boði Sambands ungra framsóknarmanna. Ell- efu ungir framsóknar- menn héldu siðan utan tíl Austur-Þýskalands á mánudag í boði Austur- Þjóðveija. Það vekur furðu við hvaða erlendu aðila Framsóknarflokkurinn og ungir framsóknar- menn kjósa helst að eiga samskiptí. Fræg eru tengsl fíokksins við búlg- arska Bændaflokkinn, Bulgarzky Zemedelsky Naroden Soyuz, og tíðar ferðir forystumanna í Framsóknarflokknum til Búlgariu í boði hans. Akvörðun Heidi Schlossen, um að snúa ekki aftur til sins heima, vekur vonandi framsókn- armenn til umhugsunar um það, hvort eitthvað sé kannski bogið við þjóð- félagsskipulagið þjá vin- um þeirra í austri, fyrst þeir þurfa að byggja múra til að halda þegn- unum í landinu. Jafnaðar- menn í klípu Umræðan fyrir þing- kosningarnar í Sviþjóð hefur tekið á sig nokkuð skondna mynd. í raun hefur hin hefðbundna kosningabarátta algjör- legra fallið í skuggann af hinum ýmsu hneykslis- málum er snerta fíokk jafnaðarmanna. Hæst ber þar Ebbe Carlsson-málið svokall- aða sem varð þess vald- andi að Anna Greta Lejj- on þurftí að segja af sér sem dómsmálaráðherra fyrr i sumar. Lejjon hafði orðið uppvís að þvi að heimila bókaútgefandan- um Ebbe Carlsson að framkvæma einkarann- sókn á morðinu á Olof Palme. Þetta komst upp þegar aðstoðarmaður Carlssons var gripinn f tollhliði þegar hann reyndi að smygla ólög- legum hlustunarbúnaði til Svíþjóðar. Stjómarskrárnefnd sænska þingsins komst i síðustu viku að þeirri nið- urstöðu að með þvi að gefa Ebbe Carlsson bréf upp á vasann um að hann starfaði með umboði hennar hefði hún gerst brotleg gegn sænsku stjómarskránni. Allir stjórnmálaflokkar vom sammála um þennan úr- skurð stjómarskrár- nefndarinnar. En þetta er ekki eina hneykslismálið sem hef- ur hrellt jafnaðarmenn i kosningabaráttunni. Fyr- ir skömmu varð Stig Malm forsetí sænska Al- þýðusambandsins uppvis að þvi að hafa notað áhrif sin til þess að út- vega 22 ára dóttur sinni ibúð i Stokkhólmi. Var hún tekin fram yfír 100.000 önnur ungmenni sem em á biðlista eftir ibúð. Þetta atvik hefur ekki mælsf allt of vel fyrir i Sviþjóð, sérstak- lega ekki meðal þeirra sem em á fyrmefndum biðlista. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum um fylgi stjómmálafíokk- anna i Svíþjóð virðast þessi hneykslismál, sem og önnur, ekki hafa haft nein teljandi áhrif á fylgi jafnaðarmanna — enn sem komið er. Fylgi þeirra helst stöðugt um 45%. Vinsældir formanns Jafnaðarmannaflokks- ins, Ingvars Carlssons forsætisráðherra, virðast hins vegar hafa dalað verulega. í skoðanakönn- un sem birtíst i Svenska Dagbladet á mánudag kemur fram að 32% kjós- enda bera fullt traust til Ingvars Carlssons en þegar spurt var sömu spumingar nm mánaða- mótin maí-júni sögðust 43% bera fullt traust tíl forsætisráðherrans. Óþekkta stærðin í sænskum stjómmálum i dag er hins vegar Um- hverfisflokkurinn. Hann hefur aldrei fengið mann á þing en skoðanakann- anir benda nú til þess að hann gætí fengið allt að 8% atkvæða i kosningun- um! Samtímis bendir margt til þess að komm- únistar muni ekki ná 4% atkvæða og detta þar með út af þingi. Óvissan hefur sjaldan verið meiri fyrir þing- kosningar i Svíþjóð. Hvorki jafnaðarmenn og kommúnistar né borg- aralegu flokkamir þrfr fá hreinan meirihluta i skoðanakönnunum og gætí nsesta ríkisstjóm þurft að treysta á stuðn- ing Umhverfisflokksins. Talsmenn fíokksins hafa gefíð i skyn að þeir myndu frekar halla sér að jafnaðarmönnum en borgaralegu flokkunum. Það gætí reynst jafnað- armönnum dýrkeyptur stuðningur. Er húsið of stórt? Hvers vegna ekki að njóta eignanna! Ef t.d. hús er selt og íbúð, sem er 3 milljón krónum ódýrari er keypt, er hægt að hafa 25 þúsund krónur skattlausar tekjur á mánuði án þess að skerða höfuðstólinn. Kynnið ykkur kosti Sjóðsbréfa 2 hjá starfsfólki VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavik. S(mi68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.