Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 25 Þórður með nokkra gamla miða af gosdrykkja- og ölflöskum. Kennarar mótmæla frestun launahækkunar aka leigubíl. Ég keyrði svolítið vöru- bíla í vegavinnu í gamla daga en gerði þó ekki mikið af því. Bíl eign- aðist ég ekki fyrr en eftir að ég flutti til Reykjavíkur. Mér þótti gaman í vegavinnu. Ég var með í að leggja veg hérum- •bil alla leið austur Mývatnsöræfin, hjá Pétri heitnum Jónssyni í Reynihlíð, hann var minn verkstjóri manna lengst. Við vorum rétt hjá Kröflu og við strákamir gengum á hana og Hrafntinnuhrygg eina helgina og skoðuðum litla og stóra Víti þar sem menn eru að djöflast núna. Seinna komum við brúnni neðan við Grímsstaði í vegasam- band. Við það tækifæri var ég á frægu balli í bragga á Grímsstöð- um. Jón heitinn í Möðrudal var lát- inn syngja fyrir dansi alla nóttina. Bragginn var alveg troðfullur af fólki og Jón gerði þetta vel og kunni feikna mikið af lögum. Þama var mikið af ungu fólki, ég gleymi þessu balli seint. Ég flutti til Reykjavíkur árið 1958 og var þó búinn að heita því að hingað skyldi ég aldrei flytja. Ég var þá búinn að vera við vinnu á ýmsum stöðum hér í kring, t.d. var ég ársmaður uppí Hvalfirði hjá Jóni heitnum Ólafssyni í Katanesi og svo var ég kaupamaður í Auðs- holti í Ölfusi. Þaðan fór ég niður í Saltvík og var þar tæpt ár fjósa- maður hjá Stefáni heitnum Thorar- ensen. Mér líkaði vel að vinna við kýmar, mér líkaði alltaf betur við kýr en kindur, þær em rólegri. Kýmar hans Stefáns urðu mér tryggir vinir. Ég fór venjulega snemma á fætur til að vera búinn að mjólka kýmar, sem voru 40, áður en mjólkurbfllinn kæmi. Við Stefán höfðum samið um að ég mætti leggja mig eftir hádegi á daginn. Einn daginn vakna ég við að það er komið vonskuveður, rign- ingarkrapi og hvassviðri. Kýrnar stóðu við fjósið, en það var lokað. Ég snara mér á fætur og út. Um leið og þær sjá mig koma út þá koma þær allar öskrandi á móti mér og vom greinilega að skamma mig fyrir að loka sig úti. Ég suss- aði á þær og opnaði fjósið og það breyttist heldur en ekki í þeim hljóð- ið þegar þær vom komnar inn og ég farinn að kemba þeim og þurrka. Ég held að þeim hafí ábyggilega þótt vænt um mig. Eitt sinn var ég á Möðmvöllum í Hörgárdal hjá Eggerti Davíðs- syni. Ein kýrin var þannig að hún hafði klippt framan af spena og því var erfítt að mjólka hana. Hún var iíka viðkvæm og taugaspennt. Stuttu eftir að sú kýr bar átti ég eitt sinn fríhelgi og fór til systra minna á Akureyri. Eggert heitinn mjólkaði þá sjálfur. Þegar hann kemur að þessari umræddu kú þá selur hún ekki einum einasta dropa og það er alveg sama hvað Eggert gerir. Hann sagði mér seinna að hann hefði verið að því kominn að hringja í mig og biðja mig að koma, en áður fer hann þó fram og fer í sloppinn minn. Þegar kýrin finnur lyktina af sloppnum þá voru ekki vandræði að mjólka hana. í myrkri dugði mér oft að kalla á kýmar í Saltvík, þá önsuðu þær og ég gat gengið að þeim. Þegar ég kom til Reykjavíkur þá ætlaði ég í fyrstu að ganga í lög- regluna. Ég mætti niður frá og lét mæla mig og þess háttar og átti svo að koma morguninn eftir og ganga frá ráðningunni. En ég var að mörgu leyti ekki sáttur við þessa ákvörðun svo að á leiðinni upp Laugaveginn datt mér í hug að reyna fyrir mér hjá Olgerðinni. Þar fékk ég vinnu og var vel ánægður með það. Ég var þar hátt í sex ár í það heila en fór þó um tíma að vinna niðri við höfn. Þá var ég orð- inn þreyttur á að standa við álím- ingarvélina. Ég sótti mikið böll eft- ir að ég kom suður, sérstaklega gömlu dansana. Gömul fóstra mín kenndi mér gömlu dansana þegar ég var sex eða sjö ára. Hún spilaði plötumar sem pabbi hafði gefið mér og ég man enn hvað mig svimaði mikið eftir dansinn. Ég lærði hjá henni skottís, marsúrka, ræl og fleira. Þetta reyndist mér gott vega- nesti. Ég kynntist konunni minni á gömlu dönsunum í gamla Þórscafé. Við giftum okkur árið 1958 og fljót- lega komu bömin svo það varð erf- iðara um vik að sækja gömlu dans- ana. Við leigðum fyrsta búskapar- árið húsnæði á Lokastígnum en mér fannst ekki gott að leigja lengi svo við keyptum lítið hús inni í Blesugróf. Húsið kostaði 170 þús- und og þar bjuggum við á ellefta ár. Þetta var ágætt hús þá og þætti líklega sæmilegt enn í dag. Ég sé alltaf eftir þessu húsi en það var orðið of lítið og við vomm líka rétt- indalaus þarna, fengum t.d. ekki hitaveitu. í Blesugrófinni hrúgaði hver upp sínu húsi úr kassafjölum og svo var sett vímet yfír og dreg- ið uppí. En þar var gott mannlíf og við eigum trygga vini enn þarna innfrá eftir öll þessi ár. Ur Blesu- grófinni fluttum við á Bústaðaveg- inn og þaðan í Hólmgarðinn í þriggja herbergja íbúð, og nú emm við orðin tvö héma, börnin þijú farin að búa og bamabörnin orðin sex. En héðan fer ég ekki, það er alveg á hreinu. Bæði líkar okkur vel hér og svo er stutt í vinnuna fyrir okkur bæði.“ Laufey, kona Þórðar, vinnur við ræstingar á Borgarspítalanum en Þórður vinnur í öskunni, einsog hann kallar það. „Ætli þetta sé ekki sjötta árið sem ég er í ösk- unni,“ segir hann. „Áður vann ég fímm ár í Hagkaup sem lagermaður og nokkur ár var ég í garðyrkj- unni. Stjómaði unglingahópum á sumrin og vann mest við að laga til í kringum Borgarspítalann, gekk frá túninu kringum spítalann. í öskunni þykir mér ágætt að vera. Við byijum klukkan sjö en þá er ég búinn að bera út Morgunblaðið, það höfum við hjónin gert í mörg ár. Kunningjastelpa okkar héma í nágrenninu hætti að bera út fyrir mörgum ámm og krakkamir okkar tóku við. Svo fóm þau og þá tókum við Laufey við. Við vomm hátt í klukkutíma að bera út hvern morg- un en höfum nú minnkað við okkur og höfum þetta tæp 80 blöð. Oft fer ég á fætur klukkan fjögur þeg- ar Mogginn kemur, hendi honum út og legg mig svo aftur. Ég hef aldrei þurft að sofa mikið og vand- ist því snemma að vakna fyrir allar aldir. Við í öskunni komumst ekki hjá því að kynnast þeim sem við losum mslið hjá. Konurnar koma til okkar og biðja okkur að taka fyrir sig eitt og annað. Fólk hendir ótrúleg- ustu hlutum og sumu alveg heilu einsog t.d. fatnaði. Við íslendingar emm líklega svona ríkir. Maður veit minna um þá sem búa í blokk- unum, því þar hafa menn sameigin- legt mslagat. En það verð ég að segja að þó ég sé enginn stúkumað- ur þá fínnst mér oft einum of mik- ið af vínflöskum í ruslinu. Það er þó mjög misjafnt, hjá sumum sést aldrei neitt slíkt.“ Fyrr í þessu samtali kom fram söngáhugi Þórðar og það með að hann söng í kirkjukór sem ungling- ur fyrir norðan. „Ég var líka einn af þeim sem stofnuðu kirkjukórkm í Brautarholti og einnig söng ég í kirkjukór á Kjalarnesi," segir Þórð- ur og bætir við að hann hafí sungið í kirkjukór Bústaðasóknar í 23 ár. Ég spyr hvort hann kunni þá ekki alla sálma sem sungnir em hér í kirkjum. Þórður hlær við og segir mér að organistinn í Bústaðkirkju, Guðni Guuðmundsson, hafí eitt sinn sagt að það væri ekki til sá bassi sem Þórður ekki kynni, „en það held ég sé nú ofsagt,“ segir Þórður og kímir. „Það hefur margt breyst í kirkjusöng síðan ég fór að syngja fyrst. Mesta og versta breytingin fínnst mér þó þessi einraddaði sálmasöngur, hann fer ömurlega í taugamar á mér,“ segir Þórður og kveður sterkt að orðunum. „Mér fínnst þetta mikil afturför. Ég syng minn bassa svo framarlega sem ég kann hann. Annað er það sem ég hef orðið var við, margt af unga fólkinu kann ekki þjóðlögin okkar. Við vomm einu sinni beðin að syngja fyrir gamalt fólk í Kópa- vogi. Fólkið bað um að sungiðværi: „Hvað er svo glatt.“ „Hvaða lag er það?“ sögðu stelpurnar. Þetta stafar af því að þessi lög em aldrei flutt. Allar þessar útvarpsstöðvar eiga það sammerkt að flytja aldrei þessi lög. Á rás eitt er þó flutt eitt íslenskt lag fyrir fréttir en annars heyrist slík tónlist sjaldan þar líka. Þetta verður til þess að enginn syngur þessi lög og unga fólkið lærir þau ekki. Mér fannst alveg stórkostlegt þegar Haukur Guð- laugsson söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar lét nýlega kórinn sinn syngja íslensk þjóðlög inn á plötu, það var þarft verk.“ Áður en við Þórður hættum spjallinu spyr ég hann hvað af öllu þessu sem hann hefur fengist við sé honum mest virði. Hann hikar ekki lengi með svarið: „Ég á yndis- leg böm og bamaböm og samvera okkar hjónanna með þeim er mér dýrmætust af öllu. Ég hef það yfír- leitt gott og hef ekki yfír nokkram sköpuðum hlut að kvarta," segir Þórður og með þeirri yfírlýsingu er eðlilegt að ljúka þessum skrifum. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir BANDALAG kennarafélaga mót- mælir þeirri ákvörðun rikissljórn- arinnar að fresta launahækkun- inni, sem átti að eiga sér stað þann 1. september. Bandalagið telur, að efnahagsvandinn sé ekki til kominn vegna launa venjulegra launþega, heldur stafi af röngum fjárfestingum fjármagnseigenda. Þessi sjónarmið koma fram í fréttatilkynningu frá Bandalagi kennarafélaga. I fréttatilkyningunni segir: „Bandalag kennarafélaga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjóm- arinnar, að taka af kennuram og öðmm launþegum þá 2,5% launa- hækkun, sem átti að koma til fram- kvæmda nú hinn 1. september. „Efnahagsvandi" forstjóranefnd- arinnar er ekki til kominn vegna launa almenns launafólks, sem vinn- .ur lengri vinnudag en annars staðar þekkist og ber minna úr býtum. Hins vegar er ljóst, að það hefur valdið þjóðfélaginu þungum búsifl- um, að þeir sem ráða yfír íjármagni hafa varið því hörmulega og fjárfest langt um efni frarn." I fréttatilkynningunni er enn fremur sagt, að sú aðför að kjömm launafólks sem nú sé boðuð komi ekki á óvart. „Sama er hvar borið er niður: Matarskatturinn, tvær gengisfellingar og þvingunarlög um afnám samningsréttar. Allt em þetta beinar árásir á lífskjör og mannrétt- indi.“ Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Blaðböar Súnar 35408 og 83033 KOPAVOGUR Kársnesbraut 7-71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.