Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 29 Reuter Sjö þeirra níu fyrrum yfirmanna sovésku lögTeglunnar, sem nú eru ákærðir fyrir stórfellda spillingu, sjást hér dylja andlit sín þegar annar dagur réttarhaldanna var að hefjast. Júrí Tsjúrbanov, tengdason- ur Brezhnevs, er lengst til vinstri. Réttarhöldin yfir tengdasyni Brezhnevs: Sjolokov sakaður um geypilega mútuþægni PÖNTUNARLISTINN Yfir 1000 síður kr. 190,- (án bgj). Moskvu. Reuter. NIKOLAJ Sjolokov, fyrrum inn- anríkisráðherra, sem framdi sjálfsmorð árið 1984, var i gær borinn þungum sökum á öðrum degi réttarhaldanna yfir níu fyrr- um yfirmönnum sovésku lögregl- unnar. Sjolokov var yfirmaður Júrí Tsjúrbanovs, tengdasonar Brezhnevs, sem er einn níumenn- inganna. í gær var haldið áfram að lesa upp ákæruatriðin en gert er ráð fyrir að öll vikan fari i það. Einn hinna ákærðu gat ekki verið viðstaddur réttarhöldin þar sem hann var slæmur fyrir hjarta en slæm heilsa hinna ákærðu hef- ur tafið réttarhöldin nokkuð. Búist er við að þau muni vara i um tvo mánuði. Nikolaj Sjolokov, fyrrum utanrík- isráðherra, var náin vinur Brez- hnevs, fyrrum Sovétleiðtoga, og komst til æðstu metorða fyrir hans tilstilli og gegndi stöðu irinanríkis- ráðherra á árunum 1966-82. Hann var rekinn af Júrí Andropov í nóvem- ber 1982, einum mánuði eftir andlát Brezhnevs. Sjolokov framdi sjálfs- morð tveimur árum síðar í kjölfar rannsóknar á spillingu þeirri er viðg- ekkst í embættistíð hans. Hann er nú sakaður um að hafa þegið sem mútur, skartgripi, fatnað, matvörur og háar fjárhæðir í peningum. Einn af þekktustu blaðamönnum Sov- étríkjanna, Arkadí Vaksberg, hefur haldið því fram að Sjolokbv hafi safnað saman jafnvirði um 55 millj- írakar veita Kúrdum sakaruppgjöf Baghdad. Reutcr STJORNIN í írak bauð Kúrdum nær og fjær almenna sakarupp- gjöf í gær eftir sex vikna stórsókn gegn kúrdískum uppreisnarmönn- um. í yfirlýsingu írösku herstjórn- arinnar voru Kúrdar, sem flúið hafa Iand að undanförnu, hvattir til að snúa aftur. í yfirlýsingunni var þó tekið fram að einn Kúrdi fengi ekki gefnar eftir sakir; Jalal Talbani, leiðtogi upp- reisnarmanna Kúrda (PUK). Stjómin sagði að liður í sakarupp- gjöfinni væri náðun allra Kúrda sem hnepptir höfðu verið í fangelsi af pólitískum ástæðum. írakar hófu stórsókn gegn upp- reisnarmönnum Kúrda um miðjan júlí, þegar lyktir Persaflóastríðsins blöstu við. Talið er að um 100.000 Kúrdar hafi flúið undan ofsóknum þeirra til Tyrklands í millitíðinni. ónum króna áður en hann var leyst- ur frá störfum. TASS-fréttastofan sagði, þegar hún skýrði frá ákæruatriðunum, að Sjolokov hefði án efa verið meðal hinna ákærðu væri hann á lífí í dag. Því er haldið fram í ákæruskjalinu að Sjolokov hafi fengið heilu kassana af peningum inn á skrifborð til sín og notað sovétlýðveldið Úzbekistan sem sína persónulegu matvöru- og skartgripaverslun. A „innkaupalist- anum“ voru m.a. skartgripir úr gulli, eðalsteinar, bindi, melónur, apríkósur, jarðhnetur og úrvalsvín. Sex sinnum árlega á hann að hafa fengið sendingar af ferskum ávöxtum, grænmeti og koníaki frá Úzbekistan, sem flogið var með beint til sumarbústaðar hans í Zjúkovka, þar sem æðstu menn í Kreriil hafa sumaraðsetur sitt. Við umritun á nafni Júrí Tsjúr- banovs í Morgunblaðinu i gær var sú villa gerð að nafnið var ritað Khúrbanov í stað Tsjúrbanov. Vetrartískan frá Roland Klein - Kit - Burberrys - Mary Quant - YSL o.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti — jólavörur o.fl. RM B. MAGNUSSON il HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI Kominn er út nýr flokkur verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Hægt er að velja um: 3ja ára bréf með ársávöxtun 8,0%, 5 ára bréf með árs ávöxtun 7,5% og 8 ára bréf með ársávöxtun 7,0%. Spariskírteini eru í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Þau eru ríkistryggð og fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar eru þau tekju- og eignarskattsfrjáls og því bæði örugg og arðbær fjárfesting. Spariskírteini ríkissjóðs fást á afgreiðslustöðum Landsbanka íslands og þar er jafnframt séð um innlausn eldri spariskírteina. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. .jr ._ #> tk Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.