Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 16
Ví 16 88€i flaaMa-nag .v auoAauxfvaiM .aiaAjavíuuflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Blomberq Þvottavélar 6 gerðir Verð við allra hæfi _________________________ Einar Farestveit &Co.hf. ■OMCARTUN 29, SIMAR: (•«) 1«*«S OC 922*00 - W«0 9ILA»T*ÐI Leið 4 stoppar við dyrnar. BV Rafmngns oghand- tyftarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiöir. Veitum fúslega j| allar upplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN rmsA BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML6724 44 _Dale . Cameaie þjálfuri RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. september kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri Iffskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. 82411 Innritun og upplýsingar í síma Q STJÓRIMUIMARSKÓLINN Vo Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin' Ballett — Þróun í málefn- um fatlaðra eftir Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur Þeir trúa því að til sé fleira en takaþeir á, sjá og heyra ... sagði áttræður Þingeyingur í mín eyru um daginn og mér fannst hann segja að svo margslungið væri lífið að á því fyndist engin lausn eða endanlegur skilningur. Hver maður fæðist inn í atburðarás sem á sér langa sögu og hefír og tekur þátt í mótun hennar á sinn máta. Sumir leggja hart að sér að boða nýja sýn og breytingar, aðrir láta sér fátt um finnast og líða gegnum lífíð án teljandi árangurs og enn aðrir eyða af orku sinni við að spyma gegn breytingum. Breyt- ingar er ekki hægt að meta fýrr en að fenginni reynslu og oft sjá menn eftir á að betur eða öðruvísi hefði mátt gera, látið ógert ellegar þá að menn lýsa furðu sinni yfír að ekki skuli hafa verið gert ein- mitt svo jafnvel mörgum öldum fyrr. Öllu nýju fylgir óvissa og þeir sem vilja sjá alla hluti fyrir troða ógjaman nýjar slóðir. Reyndar heit- ir það hjá mörgum fyrirhyggja sem hjá öðrum nefnist dugleysi eða hræðsla. Hugmyndir um stöðu og þýðingu fatlaðra hafa fylgt öðru í tímans rás og tekið breytingum í takt við þá heimsmynd og viðhorf manna gagnvart þjóðfélagslegri stöðu og ábyrgð þegnanna hveiju sinni. I grein Margrétar Margeirsdótt- ur, „Þróun í málefnum þroska- heftra", sem birtist í safnabókinni „Athöfn og orð“ segir meðal ann- ars: „Frá upphafí vega hafa verið til einstaklingar, er sökum andlegr- ar eða líkamlegrar vanhæfni voru háðir náð og miskunn annarra. Meðal fjölmargra þjóða var algengt og víðtekin venja að einangra og jafnvel útskúfa afbrigðilegum ein- staklingum og koma þannig í veg fyrir eðlileg samskipti þeirra við aðra.“ Síðar í greininni segir: „Með- al Spartveija, þar sem dýrkun á hreysti og hemaðarlist var í háveg- um höfð áttu vanheilir lítilli mis- kunn að mæta. Sagan greinir frá því að vanheil böm voru borin út til að samfélagið hefði ekki byrði af þeim. í fom-kínverskri menningu gætti öllu mannúðlegri viðhorfa. Sagt er að Konfúsíus hafí litið svo á að vangefíð fólk og vanheilir væm menn á æðri stigum sem eins- konar guðlegar vemr og því bæri að annast og umgangast þær með hliðsjón þar af.“ Og enn síðar segir Margrét: „Á síðari öldum vom van- gefnir vistaðir með öðmm afbrigði- legum einstaklingum á svonefndum þurfamannahælum eða geðveikra- hælum. Á þeim tímum gerðu menn lítinn greinarmun á geðveikum og vangefnum." Það er í raun ekki fyrr en um það leyti sem iðnbyltingin á sér stað með tilheyrandi breytingum á lifnaðarháttum manna að málefni þroskaheftra komast í annan farveg en þann einan að losa samfélagið undan þeim og koma þeim frá. Uppeldis- og skólamál voru verk- eftii sem margir létu sér annt um og jafnframt því sem lögð var auk- in áhersla á alþýðumenntun og al- menna fræðslu komu fram á sjónar- sviðið karlar og konur með faglegan áhuga á málefnum þroskaheftra. Farið var að aðgreina geðveika frá þroskaheftum og gerðar tilraunir til að flokka þroskahefta eftir getu. Þá var komið á fót ýmsum sérskól- um, heilsu- eða lækningaheimilum og vistheimilum. Árangur varð þó ekki sem skyldi og er tímar liðu fram og þegar enn flóknara varð að lifa í þéttbýlinu óx aðskilnaðar- eða einangrunarstefnan ótrauð. Á fyrri hluta þessarar aldar voru byggðar æ fleiri og æ stærri stofn- anir víða um heim oftast í skjóli frá þéttbýli þar sem þroskaheftir lifðu og dóu án vitundar flestra annarra sem uppi voru á sama tíma. Mark- mið þessara stofnana var helst það að vemda þá þroskaheftu fyrir sam- félaginu og öfugt. Án þess að hallað sé á mikilvægi framfara á sviði læknis-, uppeldis- og sálarfræði, hvað þá í tækni og vísindum er óhætt að segja að til- koma félagsfræðinga og rannsókna þeirra á umhverfí manna hafí haft afgerandi og afdrifarík áhrif á þró- un og aukið þekkingu á því um- hverfí sem meðal annars þroska- heftum var boðið upp á. Um og eftir miðja þessa öld fara að birtast rit þeirra sem skoða stofnanir og áhrif þeirra á tilfínningalíf, sjálfs- vitund og persónuleika þeirra sem þar búa og er vægast sagt ófögur mynd dregin þar upp fyrir sjónir almennings — sem álitið höfðu sól- arhringsstofnanir af hinu góða ef þeir þá hugsuðu eitthvað um þá hluti yfirleitt. Einn félagsfræðinganna var doktor Erving Goffman prófessor í Bandaríkjunum. Hann lést árið 1983 en lét eftir sig fjölda bóka og rita um niðurstöður rannsókna á þeim áhrifum sem maður verður fyrir þar sem forræðið er tekið af, hann sviptur frelsi til samfélags- legrar þátttöku og daglegt líf meira eða minna fært undir forræði ann- arra. Þá á Goffman við alla sem búa á stofnunum óháð því hver frá- vik einstaklingsins eru. Ekki nefni ég Goffmann vegna þess að hann einn hafí leitt þetta í ljós, þvert á móti, fjöldi manna í Evrópu og Bandaríkjunum fékkst við þessi við- fangsefni á svipuðum tíma og átti dijúgan þátt í því að ný viðhorf til meðal annars þroskaheftra sem kennd hafa verið við mannúð og jafnrétti tóku að ryðja sér til rúms. Goffmann gerir vel grein fyrir því á hvem hátt stofnanalífíð tak- markar þroskamöguleika og lífsfyll- ingu þeirra sem þar búa. Þeir sem vinna með íbúunum hafa oft án þess að gera sér grein fyrir því það viðhorf að tæpast séu íbúamir alveg mannlegir, að minnsta kosti vildu Sigrún Sveinbjörnsdóttir „Sá sem fer á mis við þá svörun sem fæst með eðiilegnm samskiptum í eðlilegu umhverfi ein- angrast, verður gjarn- an tortrygginn, þung- lyndur, kvíðinn eða óstýrilátur. Sá sem lok- aður er af með sínum líkum verður öryggis- laus í samskiptum við aðra og heimur hans, heimsmynd og sjálfs- mynd, verður brenglað- ur.“ þeir sjálfír ekki hafa við þá vista- skipti. Oft var ranglega litið á afbrigði- lega hegðun sem skapaðist af dvöl- inni sem anga af fötlun viðkomandi og ekki séð að sjálfsvitund íbúans varð fyrir alvarlegum áföllum og beið hnekki vegna forræðissvipting- arinnar. Sjálfsákvörðun eykur frumkvæði sem aftur hefur áhrif á vöxt og þroska og opið samfélag gerir hvem þegna sinna ábyrgan. Þar njóta sín eiginleikar sem rúm- ast illa eða ekki í lokuðu samfélagi. Þótt félagslegt aðhald sé vissu- lega ástundað í siðmenntuðum sam- félögum manna þá er það annað en hið félagslega aðhald sem ríkir á stofnunum þar sem allt eftirlit er mun nákvæmara. Reglur em gefnar út sem heilir hópar skulu fylgja og starfsmenn hafa augu í hnakkanum, sjá við öllu, og gleyma oft eða átta sig ekki á mikilvægi friðhelginnar. Sá sem fer á mis við þá svömn sem fæst með eðlilegum samskipt- um í eðlilegu umhverfí einangrast, Ballett — Ballett Ballettskóli Eddu Scheving, sími 38360 Innritun stendur yfir Ballettskóli Sigríðar Armann, sími 72154 Ballettskóli Guðbjargar Björgvins, sími 611459 Meðlimir í Félagi íslenskra listdansara k ----------------------------------------------------s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.