Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MBDVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 FRJALSAR ÍÞRÓTTIR / LÚXEMBURG y I pollaleik! Morgunblaöið/Einar Falur Daníel Guðmundsson hleypur hér aleinn í 1.500 metra hlaupi og öslar pollana. Fyrir miðri mynd má greina Ágúst Ásgeirsson, formann FRÍ, sem gægist undan svartri regnhlíf. Á neðri myndinni koma þeir í mark í 200 metra hlaupi, Oddur Sigurðsson, sem sigraði, og Egill Eiðsson sem hafnaði í 3. sæti, en hann ákvað að keppa í þessari grein á sfðustu stundu. Hlaupið eftir spjótinu Morgunblaðið/Einar Falur Einar Vilhjálmsson hafði mikla yfirburði í spjótkasti og kastaði rúmum 20 metrum lengra en heimamenn. En það var kannski fullmikið þvi kepp- ■endur þurftu sjálfír að sælq'a spjótin. Einar fékk því góðar gönguferðir. Morgunblaðið/Einar Falur Áfram með þig! Vésteinn Hafsteinsson hefur sleppt kringlunni og hrópar á eftir henni. Hann tók vel á í kringlukastinu og sigraði með yfírburðum. töm FOLK ■ UNNAR Garðarsson, Andr- és Guðmundsson og Gisli Sig- urðsson eru menn rammir að afli og þurfa sitt af næringu til að ná árangri í kastgrein- KristinnJens unum. Fyrsta dag- Sigurþórsson inn hér í Lúxemb- skrifarfrá urg fóru þeir á uxem urg steikhús og fengu sér vínarsnitzel. Síðan fóru þeir á Kastalakrána, hótelið þar sem keppnisliðið dvaldi, og borðuðu þann mat, sem þar var á borðum. Það reyndist þó engan veginn nóg, svo strax á eftir fóru þeir aftur á steikhúsið og luku máltíðinni með því að panta sér piparsteik. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum tók máltíðin ekki skemur en þrjár klukkustundir. ■ FYRIR utan þá Egil og Sig- urð bættu þrír íslensku keppend- anna sig: Bessi Jóhannsson hljóp 1500 metrana á 3:57.90, Daníel Guðmundsson bætti sig einnig í sömu grein; hljóp á 4:02.41, og þá hljóp Gunnar Guðmundsson 400 m á 49.0, sem er taisverð bæting. Þá jafnaði Jón A. Magnússon, hinn efnilegi tugþrautarmaður, sinn besta árangur í 100 m; hljóp á 10.93 sek. I AÐSTÆÐUR allar á vellinum í Diekirch, þar sem keppnin fer fram, eru mjög góðar, og fram- kvæmd keppninnar til mikillar fyr- irmyndar. Keppendur í kastgreinum voru hins vegar óhressir með að þeir þurftu sjálfír að ná í áhöld sín eftir að hafa þeytt þeim óravegu frá sér. Þá bætti það ekki heldur úr skák, að forin á sleggjukastvell- inum var gífurleg, og hefðu kepp- endur þurft að vera í klofháum stígvélum, til að vemda sig gegn drullunni. ■ GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari, varð fyrir því óhappi að handfangið á sleggjunni brotnaði í höndunum á honum þeg- ar hann var að hita upp fyrir keppn- ina. Fékk hann slink á bakið, og eftir þetta var hann svolítið hrædd- ur við að kasta. Hann stóð sig samt sæmilega, kastaði tæpa 57 metra og varð í öðru sæti. ■ ÓLAFUR Þórarinsson, þrístökkvari, var í Qórða sæti i sinni grein; stökk 14.19 m. Ifyrir keppn- ina gantaðist hann með það, að líklega myndi atrennan hjá honum ekki passa, því það vantaði allar holur og hæðir í brautina héma ytra, en þeim er hann vanur frá Valbjarnarvelli. Það þarf hins veg- ar ekki að tíunda ástand þess vall- ar, fyrir þeim sem til fíjálsíþrótta- mála þekkja. ■ GAMLA kempan Friðrik Þór Óskarsson stökk 14.16 m í þrístökkinu og er það íslandsmet öldunga í greininni. Þessi árangur hans fleytti honum í fímmta sæti. Fyrsta landsliðskeppnin sem hann tók þátt var árið 1970 og hefur hann því verið viðloðandi landsliðið í 18 ár. ■ VESTEINN Hafsteinsson keppti ekki í kúluvarpi fyrri daginn vegna meiðsla í fingri, sem hann fékk við það að spila körfubolta. Hann lét sér því nægja að kasta kringlunni daginn eftir. ■ SEINNI dag keppninnar bættu flórir keppendur árangur sinn. Jón A. Magnússon stökk 7.37 í langstökki og syndi mikið öryggi. í 3000 metra hindrunarhlaupi lenti Jóhann Ingibergsson I þriðja sæti; hljóp á 9:21.60, sem er 7 sek. betri tími en hann átti fyrir. Daníel Guðmundsson bætti sig einnig ( þeirri grein; hljóp á 9:31.31 sek. í 5000 metra hlaupi lenti Már Her- mannsson í þríðja sæti; hljóp á 14:44.98 sek, sem er bæting um 14 sekúndur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.