Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 63
r,jCT\/ xjgp v rxrram AITT^M MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 63 Mm FOLK ■ EINN sjónvarpsmannanna sem fylgdu liði Mónakó til landsins vegna leiksins við Val í gær hefur leikið á Laugardalsvellinum. Sá heitir Jean-Michel Larque, fyrrum fyrirliði St. Etienne, en hann var fyrirliði franska landsliðsins er það gerði 0:0 jafntefli við það íslenska í Laugardalnum 25. maí 1975. Hann lýsti leiknum beint til Frakk- iands í gærkvöldi á TF-1 stöðinni. ■ JOSE Toure, framheiji Món- akó, lék í gær þriðja leik sinn á Laugardalsvellinum, en hann get- ur vart státað af góðum árangri. Hann lék með Nantes 1985 og tap- aði 1:2. Hann kom svo með franska landsliðinu 1986 og gerði jafntefli 0:0. Nú varð hann svo að sætta sig við tap, 0:1. Eitt jafntefli ogtvö töp er því það eina sem Toure hefur haft upp úr krafsinu á Laugardals- vellinum. Honum hefur reyndar ekki gengið vel með Mónakó, en hann var keyptur frá Bordeaux í fyrra. ■ MARK Atla Eðvaldssonar gegn Mónakó í gær var 16. mark Vals í Evrópukeppninni og 9. mark Vals í Evrópukeppni meistaraliða. ■ LEIKMENN Mónakó kvört- uðu mikið yfir Laugardalsvellin- um; sögðu hann lítinn og lélagan. Jean-Luc Ettori, markvörður Mónakó sagði í gær að völlurinn í Mónakó væri ekki skárri. Hann væri að vísu stærri, en mjög illa farinn. Undir vellinum eru bflastæði og völlurinn því að miklu leiti byggður á steypu sem þykir ekki mjög gott þegar um knattspyrnu- völl er að ræða. ■ MARK Atla var annað mark hans í Evrópukeppninni með Val. Hann skoraði einnig eina mark Vals gegn Hamburger SV er Val- ur tapaði á útivelli 1:2. Þá hefur Atli einnig skorað fyrir Bayer Uerdingen í Evrópukeppni. ■ MÓNAKÓ fékk fimm hom- spymur í fyrri hálfleik, en Valur enga. í síðari hálfleik snerist dæm- ið við: Valur fékk þijár hom- spymu, en Mónakó enga. Norski dómarinn, Torbjörn As, dæmdi 31 aukaspymu í leiknum. Valur fékk 16 og Mónakó 15. Mónakó fékk hinsvegar mun fleiri innköst eða 32 en Valur aðeins 20. ■ MARK Hately' lék ekki með Mónakó í gær og leikur heldur ekki með í síðari leiknum sem verð- ur að fjórum vikum liðnum. Hann þarf að fara í uppskurð og verður líklega um tvo mánuði að jafna sig. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Valur-Mónakó 1 : O Laugardalsvöllurinn, Evrópukeppni meistaraliða, fyrri leikur, þriðjudaginn 6. september 1988. Mark Vals: Atli Eðvaldsson (56.) Gult spjald: Jean-Marc Ferratge (59.) Áhorfendur: 2.799. Dómari: Torbjöm Ás frá Noregi. Línuverðin Par Larsgárd og Knut Sydtskov. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj- ánsson, Magni Pétursson, AUi Eðvalds- son, Sœvar Jónsson, Guðni Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson og Guðmundur Baldursson. Lið Mónakó: Jean-Luc Ettori, Manuel Amoros, Claude Puel (Patrick Valery 62.), Rémy Vogel (Luc Sonor 68.), Patrick Battiston, Fabrice Poullain, Jean-Marc Ferratge, Marcel Dib, José Toure, Glenn Hoddle og Youssouf Fof- ana. Atli EAvaldsson átti frábæran leik í gær og skoraði sigurmarkið. Hér á hann i höggi við Patrick Battiston. Morgunblaðið/Einar Falur Afrekið endurtekið! Annar sigur Vals á frönsku liði í Evrópukeppni ^ MEÐ sterkri vörn og skynsam- legum leik tókst Valsmönnum þaö sem flestir höföu vonað en fœstir búist viö — aö sigra frönsku meistarana Mónakó ó Laugardalsvellinum í gœr. Annar sigur Valsmanna á frönsku liði f Evrópukeppninni, en þeir sigruðu Nantes 1985. Það sem lagði grunninn að sigri Vals var fyrst og f remst sterk og fumlaus vörn og agað- ur leikur. Reyndar hefði sigur- inn getað verið stærri. Vals- menn fengu mörg dauðafæri en eins og svo oft áður gekk þeim illa að nýta þau. En sigur- inn er engu að síður glæsilegur og gott veganesti fyrir sfðari leikinn í Mónakó. Utlitið var ekki bjart á fyrstu mínútum leiksins. Frakkamir léku skemmtilega og tókst tvívegis að opna vömina, en án þess þó að skapa verulega hættu. Valsmenn tóku þó við sér og sóttu í sig veðrið þegar líða tók á leik- inn. Siguijón Kristjánsson fékk gott færi en hitti boltann illa og Guðmundur Baldursson var of seinn að átta sig á glæsilegri sendingu frá besta manni leiksins — Atla Eðvaldssyni. Undir lok fyrri hálf- leiks kom svo besta færi Vals- manna, eftir undirbúning Atla. Hann sendi boltann á Guðmund, sem átti góða sendingu yfir til Vals Valssonar, en hann skaut framhjá í góðu færi. Hefði mátt gefa sér lengri tíma. GlæslmarkAtla Valsmenn byijuðu síðari hálfleik af krafti og Sævar Jónsson skaut framhjá af markteig á 50. mínútu. En sex mínútum síðar náðu Vals- LogiB. Eiðsson skrifar menn forystunni. Guðni Bergsson vann boltann á miðjunni og tók á sprett fram völlinn. Hann sendi boltann út á kant á Val Valsson sem lagði hann vel fyrir Atla Eð- valdsson sem kom á fullri ferð og skoraði með góðu skoti frá víta- punkti. Góð sókn og fallegt mark. Það munaði þó ekki miklum að Mónakó tækist að jafna skömmu síðar. Youssouf Fofana komst í gegnum vöm Vals og skaut föstu skoti frá markteigshomi sem Guð- mundur Baldursson varði glæsi- lega. Þetta var reyndar eina hættu- lega færi Mónakó og sýnir það best styrkleika Valsvamarinnar. Valsmenn hefðu hinsvegar átt að geta skorað fleiri mörk. Siguijón fékk gott færi á markteig, eftir að Atli hafði vaðið í gegnum vömina, en hitti ekki boltann og flórum mínútum fyrir leikslok átti Atli Eðvaldsson góðan skalla, eftir hom- spymu, en Jean-Luc Ettori varði glæsilega út við stöng. Atli Eðvaldsson var án efa besti maður vallarins og potturinn og pannan í sóknarleik Valsmanna. Hann var mjög harður og hélt bolt- anum vel. Guðni Bergsson og Sæv- ar Jónsson voru sterkir í vöminni. Guðni var mjög ömggur sem aft- asti maður og átti hættulega spretti fram völlinn. Þá var Guðmundur Baldursson mjög öruggur í mark- inu. Þetta er í annað sinn sem Valur vinnur franskt lið á heimavelli í Evrópukeppni. Liðið sigraði Nantes, 2:1 á heimavelli í UEFA-bikamum 1985, en tapaði á útivelli 3:0. Vals- menn eru án efa ákveðnir í að halda forskotinu og það mátti heyra á leikmönnum Mónakó að þeir væru hræddir við síðari leikinn — og þeir hafa kannski ástæða til þess. Hvað sögðu þeir? „Hefðum átt að tapa 3:0“ - sagði Glenn Hoddle eftir leikinn Höröur Helgason, þJáHari Vals: „Ég er mjög ánægður. Það er ekki á hveijum degi sem við vinnum Frakklandsmeistarana. Leikurinn var mjög skynsamlega spilaður og þetta gekk upp eins og við höfðum talað um fyrir leikinn. Þeir eru fljót- ir og leiknir en leikaðferð okkar hentaði vel. Atli var yfírburðamaður bæði í sókn og vöm. Annars var liðið í heild mjög gott. Við reynum að halda hreinu í síðari leiknum eins og hér heima. Við emm með sterka vöm og það getur allt gerst." Wenger, þjálfari Mónakó: „Þetta var mjög góður leikur hjá Val. Vömin var mjög góð og þeir léku af skynsemi. Þeir léku fast en ekki gróft. Ég vissi það fyrir leikinn að Valsmenn væru hættulegir og það kom á daginn. Völlurinn var ekki góður en það er engin afsökun fyrir okkur. Við megum teljast heppnir að hafa ekki fengið á okkur fleiri mörk. Ég vona að við náum að sýna betri leik á heimavelli, en það er ljóst að hann verður erfiður og ekki hægt að bóka sigur.“ Atll Eövaldsson: „Ég var búinn að ákveða það áður en ég fékk boltann frá Val Vals- syni að ég mundi skora. Þetta var svo ömggt að það er varla hægt að tala um það. Við áttum að vinna þennan leik með þriggja marka mun. Hvað síðari leikinn varðar skal ég lofa því að þeir skulu fá að hafa fyrir honum. Þegar við, með okkar jaxla, spilum vamarleik er það vamarleikur og það er erfítt að komast í gegn. Þeir þurfa jú að skora tvö mörk og það verður er- fítt fyrir þá. Við höfum engu að tapa og það á eftir að koma að því að við sláum þessi stóm lið út. Bi- lið er alltaf að minnka." Glenn Hoddle: „Við sluppum vel frá þessum leik. Við lékum illa og okkur var refsað, en við hefðum átt að tapa 3:0. Valsliðið er greinilega með sterka liðsheild og góða vöm. Ég held þó að við eigum góða möguleika ef við leikum vel. Eitt mark er ekki mikið í Evrópukeppni, en það verður þó erfitt, enda Valur með mjög gott lið.“ Guömundur Baldursson, marinröröur: „Þetta var ekki eins erfítt og ég átti von á. Ég var taugaóstyrkur fyrstu 10 mínútumar en síðan fann ég mig vel. Liðið lék vel og leik- menn gáfu sig 110 prósent í þetta. Við áttum bara að skora fleiri mörk.“ Ettori, fyririlöl Mónakó: „Þetta var erfiður leikur og við spiluðum illa en Valsmenn að sama skapi vel. Aðstæður vom slæmar en það er engin afsökun. Það verð- ur ömgglega ekki auðvelt að vinna þennan mun upp. Valur er sterkt lið með mjög góða vöm og tvo góða framheija." Þorgrfmur Þrálnsson: „Þetta var mjög góður leikur að okkar hálfu. Við áttum bara að skora fleiri mörk. Það kom mér á óvart hve sókn þeirra var bitlaus. Það er aðeins hálfleikur og seinni hálfleikur verður miklu erfíðari, en við ætlum okkur að halda þessu.“ Sævar Jónsson: „ Við spiluðum vel og áttum að vinna stærra. Við fengum færi en það þarf að nýta þau. Ef þeir hefðu fengið svona færi hefðu þeir nýtt þau - þetta er munurinn á áhuga- mennsku og atvinnumennsku. Leik- urinn ytra verður erfiður og við munum leggja áherslu á vömina þar eins og í þessum leik.“ Siguijón Kristjánsson: „Það var æðislegt að vinna þetta lið, það er nú einu sinni Frakklands- meistari. Við fómm rólega af stað en óx ásmegin þegar á leið. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Marktækifærið sem ég fékk í síðari hálfleik var kannski ekki eins gott og það leit út fyrir að vera.“ Eggert Magnússon, formaöur knattspymudeildar Vals: „Þetta var stórkostlegt. Við hefðum bara átt að vinna stærra. Það var gaman að þessu og sérstaklega fyr- ir þær sakir að leikurinn var sýndur í beinni útsendingu til Frakklands og þeir fengu þar ágætt sýnishom af íslenskri knattspymu eins og hún gerist best í dag. Seinni leikurinn verður erfíður en við emm með sterka vöm og ég treysti henni til að halda þessu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.