Morgunblaðið - 07.09.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.09.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Kveðjuorð: ÓskarÁ. Þorkels- son gjaldkeri Fæddur 23. febrúar 1906 Dáinn 22. ágúst 1988 Fjórtán ára að aldri, hinn 20. október 1920, hóf Óskar Ástmund- ur Þorkelsson störf hjá Slippfélag- inu í Reykjavík hf. Alla tíð síðan helgaði Oskar félaginu starfskrafta sína og lét ekki af störfum fyrr en á miðju ári 1986. Fátítt mun að maður hafí starfað svo lengi af trú- mennsku og dyggð, í rösk 65 ár, hjá einu og sama félagi, líklega er þetta met, sem seint verður slegið. í fyrstu vann Óskar sem sendill og við innheimtu og fljótlega margvísleg önnur störf á skrifstof- unni. Um árabil vann hann við bók- hald og sem gjaldkeri. í fjörutíu ár var hann aðalgjaldkeri félagsins. Óskar var hamhleypa til starfa, dagsverkinu var ekki lokið fyrr en aðkallandi verkefni voru leyst og oft var seint komið heim að kvöldi. Handskrifað bókhald Slippfé- lagsins var frá upphafí fært af mik- illi vandvirkni og handbragðinu hef- ur verið lýst sem snilldarverki. Slippfélagið, sem stofnað var árið 1902, var eitt af fyrstu fyrirtækjum hér á landi, sem tók upp tvöfalt bókhald, og hafa bækur þess og skjöl varðveist vel frá upphafí. Af starfí sfnu var Óskar málefnum félagsins gjörkunnugur. Eitt af mörgum áhugamálum Óskars var að bækur og skjöl Slippfélagsins varðveittust áfram, því honum var ljóst að hér var um að ræða fróð- leik, sem ekki mætti fara forgörð- um, hér væri í raun um að ræða mikilvægan þátt í atvinnusögu landsmanna. Eitt af síðustu verkum Óskars var að skrá, raða og skipu- leggja skjalasafn Slippfélagsins og verður honum seint þakkað það björgunarstarf. Óskar hlaut í vöggugjöf marga góða eiginleika, hann var hagleiks- smiður, íþróttamaður og hljómlist- armaður af lífí og sál og vinnuþjark- ur til allra verka. Þessa eiginleika ræktaði óskar með sér vel og hlaut að launum lífsfyllingu ríka. Sumar- ið, sem nú er að kveðja, var Oskari gott. Hann hafði ferðast um landið og notið ánægjulegra samvista við ástvinina og kvöldið áður en kallið kom var hann hrókur alls fagnaðar í góðum vinahópi. Um leið og þakk- að er ævistarfíð og samfylgdin, biðj- um við Óskari brautargengis á leið- inni, sem nú er hafín. Eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Ingunni Ólafsdóttur, bömum og ástvinum öllum færum við innilegar samúðarkveðjur. Gunnar H. Bjamason Að morgni mánudagsins 22. ágúst sl. hringdi síminn á skrifstofu minni hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Ólafur, sonur Óskars, sagði mér lát föður síns. Hann hafði látist í svefni þá um nóttina. Ég varð hljóður við. Það voru aðeins örfáir dagar síðan óskar hafði komið í heimsókn í . Slippfélagið, þá glaður og hress að vanda. Óskar Á. Þorkelsson var liðlega 82 ára er hann lést, fæddur í Reykjavík 23. febrúar 1906. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sigríður Ingunn Olafsdóttir frá Flatey á Breiðafirði. Þau gengu í hjónaband árið 1930 og frá 1954 var heimili þeirra í Rauðagerði 65 hér í bæ. Þau hjónin eignuðust fímm mann- vænleg böm, níu bamaböm og einn langafason. Hugur minn reikar aftur í tímann til ársins 1955, þegar ég hóf starf hjá Slippfélaginu og kynntist fyrst þeim mönnum, sem áttu eftir að verða húsbændur mínir og vinir í mörg ár. Ég minnist Sigurðar Jónssonar forsljóra, Magnúsar G. Kristjáns- sonar, skrifstofustjóra, Þórarins Sveinssonar fylltrúa, síðar forstjóra og Óskars Á. Þorkelssonar gjald- kera. Þetta vom mikilhæfír menn, sem áttu það sameiginlegt að bera hag Slippfélagsins fyrir brjósti fyrst og síðast. Þeir trúðu á þetta gamla og gróna fyrirtæki og trúmennska þeirra var einstök. Óskar átti lengstan starfsferil að baki og hafði þá þegar unnið hjá Slippfélaginu í 35 ár, en var þó aðeins 49 ára gamall. Hann hafði 14 ára ráðist til starfa sem sendill, síðan varð hann bókari liðlega tvítugur og loks gjaldkeri. Hann lét af störfum árið 1986 og hafði þá unnið hjá Slippfélaginu í 65 ár. En þó hann væri hættur tók hann að sér heimaverkefni endurgjaldslaust og vann við það þar til yfír lauk. Þetta er óvenjuiegur starfsferill og segir meira en mörg orð um trygglyndi Óskars gjaldkera við þetta gamla fyrirtæki. Óskar var ákaflega vinnusamur maður, störf hans hnitmiðuð og allur frágangur frábær. Hann hafði mjög góða rithönd, þróttmikla og læsilega. Samviskusemi hans og nákvæmni í störfum var einstök, enda varð vinnudagurinn oft ærið langur, en það taldi Óskar aldrei eftir sér. Allt það sem hann taldi að bæri að varðveita, lét hann binda í varanlegt band og reyndi í öllum þrengslunum að koma því svo fyrir að aðgengilegt væri. Ef upplýsingar vantaði, var gjaman leitað til Óskars. Hann hafð ávailt svör við öllu. En ef minnið brást, sem sjald- an kom fyrir, þá var skipulagið slíkt á öllum gögnum, að hann var undrafljótur að fínna jafnvel margra ára gamlar upplýsingar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda öll þau störf t Móðir okkar, SNÆBORQ ÞORSTEINSDÓTTIR, Hátúni 12, lést í Landakotsspítafa 4. september. Börnln. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ELÍN HAFSTEIN, Fjölnlsvegl 12, Reykjavlk, andaðist aö kvöldi sunnudagsins 4. september sl. Sigriður Ásgeirsdóttir, Hafstelnn Baldvinsson, Ragnheiöur G. Ásgelrsdóttir, Guömundur H. Garöarsson, Þorsteinn A. Ásgeirsson, Vllhelmína Svelnsdóttir og fjölskyldur. t Eiginkona mín, móöir okkar og amma, RÓSA PÁLSDÓTTIR frá Gelrlandl á Slöu, er andaðist 21. ógúst sl. veröur jarösett fró Prestsbakkakirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður I Fossvogskirkju föstudaginn 9. september kl. 13.30. Slgfús H. Vlgfússon, Þóröur Slgfússon, Dfsa Sigfúsdóttlr, Inga Jóna Slgfúsdóttir og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN ÞÓRARINSSON, Langeyri, Hafnarfiröi, lést ó Hrafnistu í Hafnarfiröi 3. september sl. Útför hans veröur gerö fró Víöistaöakirkju fimmtudaginn 8. sept- ember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent ó líknarstofnanir. Engilráö Óskarsdóttir, Sigrföur Guöbjörnsdóttir, Anna Björk Guðbjörnsdóttir, Almar Grfmsson, Þórunn Guöbjörnsdóttir, Einar Runólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Erla D. Magnús- dóttir — Minning Fædd 20. maí 1936 Dáin 25. ágúst 1988 Með fáeinum orðum langar mig að minnast ástkærrar systur minnar, Erlu Dórotheu Magnús- dóttur, sem andaðist 25. ágúst síðastliðinn. Hún var elst af okkur fímm systkinum og er stórt skarð komið f hópinn við fráfall hennar. Hún var ekki einungis systir mín, heldur einnig mikil vinkona, stoð og stytta, sem ég gat örugg- lega leitað til ef dimmdi yfír. Ald- ursmunur okkar skipti ekki máli, við nutum þess að vera saman og áttum margar góðar stundir sem ég mun geyma í hjarta mínu. Veikindi hennar komu eins og reiðarslag fyrir rúmum þremur árum. Ég vildi ekki trúa því að stóra systir væri svo mikið veik. Hún fékk okkur lfka til að gleyma því, reis hvað eftir annað upp úr veikind- unum og reyndi að njóta lífsins með ástvinum sínum fram á síðasta dag. Mikið er ég stolt j’fír að hafa átt svo sterka og duglega systur, svo lífsglaða og góða. Megi Guð blessa minningu henn- ar og hugga okkur sem eftir sitjum með söknuð í hjarta. Ninný t Móöir mín, tengdamóðir og amma, JÓHANNA BÖÐVARSDÓTTIR HÁKANSSON, lést ó Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 1. septem- ber sl. Útförin fer fram fró nýju Fossvogskapellunni fimmtudaginn 8. september kl. 13.30. Erik Hókansson, Margrót H. Krlstinsdóttir, Bryndfs H. Eriksdóttlr, Kristlnn Fr. Erlksson. Útför EINARS VILHELMS SKÚLASONAR bryta, Álftamýri 18, Raykjavfk, fer fram fró Bústaöakirkju þann 8. september kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Erla Þóröar. Óskars, sem hann leysti af hendi á skrifstofu Slippfélagsins. Til þess eru þau of mörg og margvísleg. En það sem skiptir mestu máli er hvemig hann vann þau, af alúð og einlægi. Síðustu starfsár sín tók Óskar til við það verk, sem lengi mun í minnum haft. Hann fómaði miklum tíma við að forða gömlum bókhalds- gögnum Siippfélagsins frá glötun. Þeim hafði verið komið fyrir uppi á háalofti við ákaflega lélegar að- stæður. Hann hafði glöggt auga fyrir verðmætum og sá hvílíkur feikna fróðleikur var fólginn í þess- um gömlu bókum. Að þessu vann hann eins og honum var svo eðlis- lægt af frábærri snyrtimennsku og samviskusemi. Það var draumur Óskars, að þessu gagnmerka safni heimilda yrði búinn varanlegur samastaður á skrifstofunni, svo að Slippfélaginu yrði sem mestur sómi að. Sá draumur hans rættist ekki, en ég treysti því að sljómendur Slippfélagsins beri gæfu til þess að hrinda þessum draumi Óskars í framkvæmd hið allra fyrsta. Það yrði fagur minnisvarði um manninn, sem helgaði Slippfélaginu alla starfsævi sína í meira en hálfa öld. Óskar gjaldkeri var maður skap- mikill og tilfinningaríkur. Ef honum mislíkaði eitthvað, talaði hann tæpi- tungulaust. En ekkert olli honum meira hugarangri en það, ef hann taldi sig hafa beitt einhvem órétti. Þá var Óskar, þessi stórbrotni skap- maður, fljótur að biðjast fyrirgefn- ingar. Kannski mat ég þetta mest i fari Óskars. Stundum hvessti milli þeirra félaga, Magnúsar skrifstofu- sljóra og Óskars gjaldkera, en þau hvassviðri stóðu ekki lengi. Hvemig átti missætti að ríkja lengi milli þessara manna, Magnúsar, sem aldrei erfði neitt við neinn og Óskars með útrétta sáttahönd. Þeir voru nánir vinir og bám virðingu hvor fyrir öðmm og virtu hina miklu mannkosti hvors annars. Ef eitt- hvað angraði Óskar, gekk hann gjaman á fund Þórarins Sveinsson- ar forstjóra. Ávallt kom hann glað- ari í bragði af þeirra fundi. Þórar- inn Sveinsson var líka einstakur mannkostamaður, vinur í raun og drengur góður. Það var mikið áfall, þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram og hans var sárt saknað af okkur vinnufélögum hans. Hann var ekki aðeins húsbóndi okkar, heldur fyrst og fremst vinur okkar og fé- lagi. Óskar, eins og allir aðrir, mat Þórarin mikils, enda ef til vill öðram mönnum fremur þeklct mannkosti hans. Óskar var maður félagslyndur. Minnist ég þess frá mörgum ferða- lögum starfsfólks og árshátíðum Slippfélagsins. Hann naut þess að skemmta sér með vinnufélögunum. í einkalífinu var óskar hamingju- samur maður. Sigríður, kona hans, er sterkur persónuleiki og hefur verið stoð hans og stytta í lífinu. Óskar mat líka konu sína og fjöl- skyldu umfram allt annað. Fjöl- skylda hans var alltaf efst í huga hans. Velferð ástvina hans var hon- um fyrir öllu. Óskar var einstaklega bamgóður. Það var unun á að horfa þeg^ar eitthvert af bamabömum hans kom í heimsókn á skrifstof- una. Það var alveg sama hve yfír- hlaðinn hann var störfum, hann vék öllu frá sér til að segja eitthvað fallegt og faðma að sér lítinn dreng, eða litla stúlku. Litlu saklausu bamsaugun sýndu líka trúnaðar- traustið, sem þau bám til þessa góða afa síns. Minn gamli, góði húsbóndi, Magnús G. Kristjánsson, er nú einn eftir af þessum víkingum á skrif- stofu Slippfélagsins í Reykjavík, 86 ára að aldri. Þetta harðduglega, síkáta ljúfmenni hefur margs að minnast frá löngu samstarfí við þessa vini sína. Ég sendi honum og konu hans, Svövu, kveðju mína og bið hann að hafa í huga þá ör- uggu vissu, að við eigum allir eftir að hittast aftur og njóta samver- unnar. Við fráfall Óskars gjaldkera votta ég Sigríði, konu hans, bömum þeirra, tengdabömum og bama- bömum einlæga samúð mína. Blessuð sé minning hans. Jón ölver Pétursson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.