Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 53
rrrTrr» rryrrvTrvri ttto a nrTT\rnrrrr?f tt n a TCTTfTTn,fjr\»/r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Hjónaminning: Jóhanna ogAgústA. Siguijónsson, Seyðisfirði Jóhanna Fædd 2. maí 1920 Dáin 16. febrúar 1988 Ágúst Alexander Fæddur 27. júní 1920 Dáinn 28. febrúar 1987 Það var tilfinnanlegt fyrir Seyðis- §örð, þegar hjónin Jóhanna og Ágúst Álexander féllu bæði frá með skömmu millibili. Þó að nokkuð sé liðið síðan, þá mun ég nú minnast þessara merkishjóna, sem settu mik- inn svip á byggðarlagið. Jóhanna var frá Hvannasundi í Viðarey í Færeyjum. Foreldrar henn- ar voru merkishjónin Sunneva Pouls- en og Paul Jóhannes Jóhannesson, sem enn lifir í hárri elli, 96 ára. Hann stundaði sjóróðra og lítinn búskap og áttu þau hjónin 11 böm og eru 7 á lífi. Hafði Jóhanna heitin mikið samband við ættfólk sitt í Færeyjum. Jóhanna lauk hjúkruna- mámi árið 1944 og í maí 1945 kom hún til Reyðarfjarðar, en var ráðin sem hjúkrunarkona á Seyðisfjarð- arspítala. Allar samgönguleiðir vom ófærar og fór hún því fótgangandi, ásamt vinkonu sinni, yfir Fagradal til Egilsstaða og síðan þaðan yfír Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar. Þótti þetta vel af sér vikið, enda kom fljótt í ljós að hér var mikil atorkukona á ferðinni, sem ekki vílaði fyrir sér hlutina. Var hún einstök í öllum verkum, var mörg ár vinsæl hjúkmn- arkona á Seyðisfirði og átti veruleg- an þátt í farsælum atvinnurekstri þeirra hjóna. Árið 1946 giftist hún Ágústi Sigutjónssyni, og var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði, enda mjög farsæl í sínu lífí. Ágúst heitinn var sonur hjónanna Alexöndru Alex- andersdóttur, sem var ættuð úr Mjóafírði, og Sigurjóns Sigurðsson- ar, sem var frá Suðurlandi. Ágúst hóf ungur störf sem sjómaður og var mjög eftirsóttur vegna dugnaðar og hæfni og þá ekki síst við erfíðar aðstæður. Reyndur sjómaður, mikill vinur Ágústs, segist aldrei hafa kynnst sjómanni, sem var eins laus við alla hræðslu, hvað sem á gekk. Skal ein slík frásögn sögð. sem sýn- ir kjark hans og hreysti. Ágúst var þá ungur maður á bátnum Helga Hávarðssyni, og var þar einnig há- seti vinur hans, Röngvaldur Sigur- jónsson frá Seyðisfírði. Vélbáturinn var hætt kominn við Garðskaga, en vél hans hafði brætt úr sér. Kom þá þeim til aðstoðar vélbáturinn Trausti úr Garði, en þegar hann var að draga hann frá landi slitnaði taugin og bátinn rak að Iandi og virtust öll sund lokið. Ágústi og Rögnvaldi hugkvæmdist að hnýta fokkuna að ofan, en hún hafði slitn- að og mun það hafa verið vel af sér vikið og sýndi mikla hugkvæmni og áræði og komu þessir eiginleikar oftar í ljós á langri sjómannsævi. Áðumefndur vinur hans segir að sér detti alltaf í hug þetta erindi úr kvæðinu Stjáni blái eftir Öm Amar- son, þegar hann hugsar um Ágúst heitinn: Kæmi Stjáni í krappan dans kostir birtust fullhugans. Betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns. Ágúst átti við töluvert heilsuleysi að stríða um ævina. Hann veiktist af berklum um 1950 og var vart hugað líf, en með mikilli þraut- seigju og góðri aðstoð lækna vannst þó sigur. Einnig var hann skorinn við magasári, en náði heilsunni aft- ur. Ágúst hóf vörubílaakstur þegar hann náði sér af berklaveikinni og síðan stundaði hann sjóróðra á eig- in báti. Ágúst heitinn var einstak- lega verklaginn og vildi hafa hlutina í lagi, sem hann átti að vinna með, enda var hann mjög farsæll í eigin atvinnurekstri. Hann eignaðist þijár Auðbjargir, fyrst þriggja tonna trillu með Guðmundi Emils- syni og síðan keyptu þeir saman 5 tonna bát og gekk útgerðin vel. Árið 1962 létu þeir smíða nýtt skip á Fáskrúðsfirði, sem bar nafnið Auðbjörg og var 11 tonn að stærð og mjög vandað skip, sem enn í dag er í frábæru ástandi. Fyrstu árin með nýja skipið vom mjög erfíð og á síldarárunum veiddist lítið. Ágúst keypti bátinn af félaga sínum og hélt áfam með sjóróðra, enda var hann dyggilega studdur af fjöl- skyldu sinni. Rém synir hans með honum og beittu og Jóhanna tók virkan þátt í útgerðinni, og um tíma verkuðu þau fískinn sjálf og seldu víðsvegar um land. Gat þessi sam- henta fjölskylda haldið áfram veið- 53 um við mjög erfíð skilyrði. Þessi barátta Ágústs heitins hafði góð áhrif á byggðarlagið hér á Seyðis- fírði og em nú margir minni bátar gerðir út héðan. Kunnugir segja að Ágúst hafí oft fundið á sér, hvar fiskur var og reyndist oft berdreym- inn, en þá dreif hann sig á miðin oft frá góðri vinnu og veiðin brást ekki. Á hveiju vori sótti hann stíft á veiðar við Langanesið og var jafn- an fyrstur á miðinn og var með 25 bjóð meðferðis og veiddi vel. Ágúst kunni hvergi eins vel við sig og á sjónum og alla tíð var hann mál- svari sjómanna í þeirra kjarabar- áttu, þrátt fyrir að hann teldist útgerðarmaður hin síðari ár. Ágúst og Jóhanna áttu miklu bamaláni að fagna, en þau áttu 4 böm og 8 barnaböm. Böm þeirra em Páll, Axel og Helgi, allir kunn- ir skipstjórar og dóttirin Ásgerður, sem er í hjúkrunamámi. Þau hjón vom einstaklega gestrisin og áttu mjög fallegt heimili á Seyðisfirði. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast þeim báðum mjög vel um nokkurra ára skeið og var oft rætt saman um margvísleg mál. Bæði féllu fyrir sjúkdómi, sem við því miður emm svo vanmáttug gagnvart, en þau mættu sínum veikindum með einstökum kjarki og hugarró. Það fór ekki milli mála að þau vom fullviss um að lífíð héldi áfram eftir dauðann og að trúin væri sá gmndvöllur, sem byggja skal á. Að lokum biðjum við Guð að blessa minningu þeirra og aðstand- endur. Sigurður Helgason Minning: Astríður Guðrún Beek Fædd 18. apríl 1909 Dáin 24. ágúst 1988 Ég kynntist Ástríði Guðrúnu, eða Gunnu eins og ég kallaði hana, þeg- ar ég fluttist sex ára að Sómastaða- gerði, næsta bæ við Sómastaði. Ég var ein með foreldmm mínum og vantaði stundum félaga, þá var gott að koma að Sómastöðum til þeirra systkina Gunnu og Hans. Þó að skildu okkur að rúm 40 ár fann ég ekki fyrir því. Ég byrjaði á því að kaupa hjá þeim mjólk, áður en kýrin okkar kom. Svo sótti ég þangað póstinn. Þannig kynntumst við fljótt. Það var mikið lesið á Sómastöð- um. Gunna lánaði mér allar þær bækur sem ég vildi fá og ég minnist hennar á kafi inní bókaskáp leitandi mér að lesefni. Auðvitað endurgalt ég henni greiðann og lánaði henni allar mínar bækur, Krakkana í Ól- átagarði, og fleira þess háttar. Aldr- ei fann ég annað en það væm hinar mestu heimsbókmenntir sem hún kynni svo sannarlega að meta, það gladdi mitt hjarta. Svo saumaði hún dúkkuföt fyrir mig og kom í skímarveislu dúkk- unnar minnar. Það er hæfileiki sem alltof fáir hafa að geta verið svona á öllum aldri eftir því sem við á. Ein sterk minning er um Gunnu, hún var ansi oft við Sóló-eldavélina, annaðhvort að laga kaffí eða að út- búa mat. Það var ekkert skrítið að hún væri þar því gestkvæmara heim- ili hef ég aldrei kynnst, og segir það allt um viðmót húsráðenda. Enda var það freistandi að koma við þeg- ar komið var úr kaupstað til að drekka kaffi, skiptast á fréttum, skoðunum og til að hlæja. Alltaf fómm við fjölskyldan frá Gerði glað- ari af þeirra fundi en við komum. Gunna hafði sínar ákveðnu skoð- anir og lá ekki á þeim þó hún vissi að þær gengju þvert á skoðanir við- mælanda síns. Árið 1983 fluttu þau Guðrún og Hans frá Sómastöðum hingað til Reykjavíkur. Sómastaðir þar sem þau höfðu alist upp og búið alla sína ævi var búið að kaupa sem land undir verðandi stóriðju. Það hefur Systir okkar. KLARA MATTHÍASDÓTTIR, Barónsstíg 27, Reykjavík, verður jarðsungin fimmtudaginn 8. september kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Júlfa Matthiasdóttir, Matthildur Matthíasdóttir, Ólöf Matthíasdóttlr. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HÖLLU SOFFlU HJÁLMSDÓTTUR, Suöurgötu 27, Akranesi, fer fram fró Akraneskirkju fimmtudaginn 8. september kl. 11.30. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagiö. Torfi L. Torfason, Erna Stone, Earl Stone, Lauritz H. Jörgensen, Steina Einarsdóttir, Málfríöur Jörgensen, Anna Jörgensen, Sveinn Steinsson, Eyþór Stefánsson, Ulla Axberg, barnabörn og barnabarnabörn. verið sárt að hverfa af sínu ættaróð- ali. Gunna var sjúklingur síðustu árin sín hér í Reykjavík, það hefur verið henni þungt í skauti þar sem hún var alltaf mjög vinnusöm og mikil atorkumanneskja. Enn var bæjarleið á milli okkar þar sem við bjuggum í vesturbænum og alltaf sömu hlýju móttökumar. Þetta er aðeins brot af minningum sem hlaðast að. Ég veit að móðir mín saknar þessarar góðu vinkonu og granna og eins og hjá mér, þyrp- ast að minningar sem gera hugann dapran af því að minningamar em svo góðar að það er vont að sætta sig við að það sé liðið og komi aldr- ei aftur. Én sorgin er blómvöndur sálarinnar á leiði minninganna. Ég votta Hans og systrunum Siggu og Steinunni samúð mína. Megi hlýja og góð hugsun bera sál Gunnu á vit þess óþekkta. Guð- rún var jarðsett frá Fossvogskirkju fímmtudaginn 1. september sl. Katla Gunnarsdóttir Kveðjuorð: Jón Danielsson frá Hvallátrum Fæddur 25. mars 1904 Dáinn 20. ágúst 1988 Hann Jón (afí) er dáinn. Ekki bjóst ég við að það yrði í síðasta skiptið sem ég sæi hann, þegar við kvöddumst 4. ágúst síðast- liðinn. Ég var þá á fömm til Dan- merkur, þar sem ég stunda nám, en hann var búinn að dvelja hálfan mánuð á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði sér til hressingar og hvfldar. Ég hafði verið úti í Flatey í sumar og hafði því nóg af fréttum að segja honum, því eins og þeir sem þekktu hann vita, voru eyjamar hans líf og yndi. Á meðan við sátum og spjölluðum saman, kom læknirinn sem hafði umsjón með honum til okkar. Hann spurði um líðan hans og fékk þau svör, að hún væri góð og að sér liði alltaf ákaflega vel þama og lét það í ljósi, að sig langaði að koma aftur næsta sumar ef hægt væri og ef hann lifði. Ég man að mér þótti fráleitt annað en hann myndi lifa áfram. En tíminn leiddi annað í ljós, að enginn stendur gegn vilja Guðs. Átta ára gamall fór ég fyrst út í Hvallátur ásamt móður minni og tveimur yngri bræðmm mínum. María, dóttir Jóns og Jó- hönnu, og móðir mín em vinkonur og var Mæja, eins og hún var alltaf kölluð, ávallt úti í Látmm til að að- stoða pabba sinn og mömmu yfír sumartímann. Þennan stutta tíma sem við vorum í heimsókn, féll ég fyrir eyjunum. Ég fékk að koma næsta sumar og varð síðan kúa- smali næstu sex árin, eða þangað til að gömlu hjónin fluttu búferlum suð- ur. Ég náði sem sagt í restina á þeim tíma, þegar búið var í inneyjunUm, Hvallátrum, Svefneyjum og Skál- eyjum. Á meðan ég var í Látmm bjuggu Aðalsteinn stjúpsonur Jóns og Anna kona hans þar einnig, ásamt bömum sínum sem eftir vom heima, en þau voru fimm. Fyrir utan þau vom bamaböm sem komu yfír lengri eða skemmri tíma á sumrin. Allir þessir krakkar kölluðu Jón afa sinn eins og vera bar og það leið ekki á löngu þar til ég byijaði að kalla hann afa líka, enda var enginn munur á góðmennsku hans til mín og hinna krakkanna. Síðan þá hefur hann allt- af verið sem afí í mínum huga. Þegar hann þurfti að fara eitthvað út í eyjar eða upp á land í erinda- gjörðum, hafði hann alltaf einn eða fleiri gutta með sér. Sátum við þá yfírleitt fremst í barkanum og höguð- um framfestinni þannig að þægilegt væri að sitja. Ég man að ég og Aðal- steinn yngri Aðalsteinsson töluðum oft um það á meðan við sátum þama frammí, hvað væri gaman að horfa á afa. Þama sat hann oftast hægra megin í skutnum á henni Björgu sinni, með vel hirt síða hvita skeggið sitt, vinstri hendina yfír stýrissveif- ina, krosslagðar fætur og sixpensar- ann á höfðinu. Eftir því sem Björg renndi sér með fallegum eyjunum, var eins og gamlir tímar rynnu upp í huga hans. Hann var eins og í draumi, brosti stundum, varimar hreyfðust og andlitsdrættimir gerðu það að verkum að það var sem hann talaði. Við Steini vomm alveg vissir um það, að hann væri að riija upp gamla tíma og atvik, þegar að allar eyjar voru í byggð og blóma og gam- an var að lifa. Ég get seint þakkað þeim hjónum, Jóni og Jóhönnu það, að leyfa mér að vera þau sumur sem ég dvaldi hjá þeim. Má segja að sú lífsreynsla og sá lærdómur sem mér áskotnaðist þar, muni fylgja mér og nýtast alla mína ævi. Ég votta Jóhönnu og fjölskyldu hins látna innilega samúð mína. Megi hann hvíla í friði. Matthías Einar Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.