Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 43 búðina, enda vissu þær allt sem gerðist í nágrenninu þvi þær sátu alltaf úti á stólum fyrir utan dym- ar hjá sér og fylgdust með öllu. Við stelpumar gerðum oft grín að því að viðskiptin gengju varla mjög velþjá þeim með þessu háttalagi. Ég kynntist nokkmm ítölskum karlmönnum, m.a. bræðmm ítölsku vinkvenna minna sem ég fyrr sagði frá. Ég verð að segja að ítalskir karlmenn era yfírleitt mjög sér á parti. Þeir em aldir • upp við það að eiga ekki að gera neitt nema að vera fyrirvinna. Þegar móðirin sleppir af þeim hendinni teknr eiginkonan við. Þegar hún fer að lýjast taka dæ- tumar við. T.d. náði pabbi vin- kvenna minna sér aldrei í kaffí sjálfur, allt slíkt var rétt upp í hendumar á honum. Ég reyndi að skipta mér af þessu en menn tóku mig ekki alvarlega fyrst og hlógu að mér. En þegar ég hélt áfram að segja frá þeirri hugarfarsbreyt- ingu sem orðið hefði hér á landi hættu systumar að hlægja og fannstþetta mjög athyglisvert. Ég gætti mín þó á að láta pab- bann ekki heyra neitt af þessu svo mér yrði ekki fleygt á dyr fyrir áróður. Þó ég væri nú að þessu múðri verður það að segjast eins og er að éghafði ekki yfir neinu að kvarta. Öll ijölskyldan lagðist á eitt við að gera mér lífíð sem þægilegast. Ég átti helst alltaf að vera að borða eða leggja mig þær þijár vikur sem ég dvaldi hjá þeim. Þettavarð til þess að ég hljóp í spik. Ég hafði verið mjög neyslu- grönn um sumarið því ég kunni lítið að versla og annaðist matseld fyrir mig sjálf í íbúðinni. Maður þarf að venjast því að versla þama, maturinn er svo ókunnuglegur að maður veit ekki hvað kaupa skal. Mest keypti ég af ávöxtum, brauði ■og svolítið af kjöti. Matur er ekki dýr á Ítalíu. Gagnið af þessari Ítalíudvöl var því margvíslegt fyrir mig. Ég lærði að vera ein, sem var nokkuð sem ég þurfti að læra. Ég hafði aldrei á ævinni verið ein fyrr og ég komst að því þama að það er ekki ég sem er háð mömmu, heldur mamma sem er háð mér, ég hef strítt henni mikið á þessu eftir að ég kom heim. Ég Iærði þama að dunda ein útaf fyrir mig og er ekki eins háð því að hafa vinkonur mínar hjá mér og ég var. Ég lærði líka að matbúa eins og fyrr greindi. Ég kunni smávegis fyrir en þama lærði ég heilmikið af þýsku vin- konum mínum í þessum efnum og svolítið gat ég kennt þeim. Þær þýsku vom þó mun meira fyrir mat en ég. Eg hafði safnað mér peningum fyrir skóladvölinni heima en ég eyddi meira en því sem ég hafði safnað og hef verið að vinna fyrir skuldum fram undir þetta. Mamma og pabbi hjálpuðu mér líka en ég er yfirleitt frekar eyðslusöm svo það þurfti töluvert til. Hvað skólanáminu sjálfu við- vék hafði ég það út úr ítölskunám- inu að ég skil talsvert talað mál en get minna talað sjálf. Ég fór í ítölskunám í Málaskólann Mími núna eftir jól til að tapa ekki nið- ur því sem ég hafði lært. Þar lærði ég meira í málfræðinni en ég gerði úti, því þar fór öll kennsla fram á ítölsku. í vetur ætla ég að halda áfram að læra ítölsku í málaskóla en mig langar að fara aftur til Ítalíu og læra meira. Ég gæti vel hugsað mér að búa á Ítalíu um tíma. Eitt er víst, dvölin í ítalska málaskólanum hefur haft þau áhrif á mig að ég er alls ekki hrædd við að fara og kynnast ein- hveiju nýju og vil raunar gjaman breyta til og reyna eitthvað nýtt. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir „Heitin þín eru betri en handsöl annarra manna“ eftír Hrafnkel A. Jónsson Um aldaraðir hefur íslensku þjóð- inni verið það í blóð borið að orð- heldni og heiðarleiki til orðs og æðis væri ein af höfuðdyggðum hvers manns. Mér hefur orðið hugsað til þess á síðustu vikum hvort þessi viðhorf væra á undanhaldi með þjóðinni. Ég vinn dags daglega við úrlausn vandamála sem upp koma á vinnu- stöðum og lúta að túlkun og fram- kvæmd kjarasamninga, þar reynir oft á að hægt sé að ná munnlegu samkomulagi sem síðan er handsal- að, þar em hin fomu gildi um orð- heldnina höfð í heiðri og handsalið ígildi margra vottaðra undirskrifta. Þennan vitnisburð hygg ég að starfsmenn verkalýðshreyfingar- innar víða um land geti borið í sam- skiptum sínum við vinnuveitendur. Én hver er þá ástæðan fyrir því að ég efast um að orðheldnin sé lengur ein af höfuðdyggðum þjóðar- innar? íslenska þjóðin hefur glímt við efnahagsvanda um áratugabil, við gemm oft mikið úr þessum v'anda, teljum hann einstæðan og óviðun- andi. Þessar fullyrðingar eiga sér oft- ast þá rót að sá sem hefur þær uppi vill breyta ástandi mála sér í vil og persónugerir oft þröng sér- hagsmunamál sem þjóðarvanda. A Akureyri vom í marslok undir- ritaðir kjarasamningar sem tóku mið af versnandi afkomu í útflutn- ingsatvinnuvegunum og vom óra- langt frá kröfum hins almenna launþega sem eðlilega setti fram kröfur um lífvænleg laun fyrir 8 klst. vinnudag. Það var hins vegar sjónarmið meirihluta samningamanna verka- lýðsfélaganna á Akureyri að treysta bæri ríkisstjóm og fulltrúum vinnu- veitenda með að þessir kjarasamn- ingar væm þess eðlis að þeir fengju að standa, á þeim forsendum vom þeir kynntir í verkalýðsfélögum og á þeim forsendum samþykkti verka- fólk kjarasamning sem fól í sér kjör sem vora víðs fjarri þörfum fjölda launþega. Einn af arkitektum Akureyrar- samninganna var Víglundur Þor- steinsson iðnrekandi, það var mál margra samningamanna verkafólks sem kynntust Víglundi í þessari samningalotu að þar færi maður sem að vísu héldi fast fram sínum hlut, en væri hinsvegar traustur og orðheldinn, um hann mætti segja að „heitin hans væra betri en hand- söl annarra manna“ hvað þá þegar undirskrift hans væri til staðfest- ingar. Það var þess vegna mörgum traust í því þegar það fréttist að Víglundur Þorsteinsson hefði ásamt nokkmm öðmm valinkunnum mönnum verið til þess valinn af forsætisráðherra að gera tillögur um efnahagsúrræði. Tillögur hinna valinkunnu hafa nú séð dagsins ljós og ríkisstjómin hefur hafíð framkvæmd þeirra. Þama gaf á að líta, helsta bjarg- ráðið var að ómerkja kjarasamning- ana frá í vetur, undirskriftir vinnu- veitenda reyndust ekki pappírsins virði, og það sem alvarlegast er, það em þeir sem sjálfír stóðu að gerð samninganna sem telja sjálf- gefið að þeir séu ómerktir, er nema von að launþegar spyrji, var það ef til vill ákveðið strax við undirrit- un samninganna að þeim skyldi rift? Ég hlýt að spyija þá vinnuveit- endur sem sátu í ráðgjafamefnd forsætisráðherra, hvers vegna teljið þið sjálfgefíð að undirskriftir ykkar undir kjarasamningum séu einskis virði? Með þessum vinnubrögðum er verið að gera vinnuveitendur að ómerkingum og til að kóróna skömmina kemur síðan Víglundur Þorsteinsson fram í fjölmiðlum til að veija brigðin og gerir forseta ASÍ, Ásmundi Stefánssyni, upp skoðanir og reynir að koma sök á hann og verkalýðshreyfinguna, það er lítilmannleg framkoma. Ég tel óhjákvæmilegt að vekja upp umræður í þjóðfélaginu um þá ábyrgð sem aðilar vinnumarkaðar- ins taka á gerðum sínum þegar þeir staðfesta kjarasamning með undirskrift sinni. Verkamannafélagið Árvakur á Eskifirði hefur ekki ályktað um bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar og riftun Akureyrarsamningsins, en sem starfsmaður félagsins og fulltrúi þess við undirritun samn- ingsins þá sendi ég vinnuveitendum á Eskifirði kauptaxta eins og þeir em samkvæmt okkar kjarasamingi með umsaminni hækkun 1. septem- ber. Svohljóðandi bréf fylgdi kaup- töxtunum: „Þann 25. mars 1988 undirrituðu fulltrúar Alþýðusambands Austur- lands og Vinnuveitendasambands Islands kjarasamning sem þér emð aðilar að. Nú hefur það gerst að ríkisstjóm íslands hefur með bráðabirgðalög- um ómerkt undirskriftir vinnuveit- enda og afnumið umsamda launa- hækkun sem koma átti til fram- kvæmda þann 1. september 1988. Þetta gerist eftir að ýmsir af aðalsamningamönnum Vinnuveit- endasambands íslands á Akureyri, fulltrúar ykkar, gera um það tillög- ur til ríkisstjómarinnar. Því verður ekki trúað að vinnu- veitendur á Eskifirði séu þeir ómerkingar og lítilmenni að þeir hlaupi á þennan hátt frá undir- skriftum sínum, og það skal ítrekað að félagar í VSI em samábyrgir Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson Grunnur og sökkull nýja félagsheimilisins á Hólmavik. Félagsheimili í bygg- Hrafnkell A. Jónsson „Eg hlýt að spyija þá vinnuveitendur sem sátu í ráðgjafarnefnd f orsætisráðherra, hvers vegna teljið þið sjálfgefið að undir- skriftir ykkar undir kjarasamningum séu einskis virði?“ fyrir undirskriftum fulltrúa þess í kjarasamningum. Hér með er skorað á vinnuveit- endur á Eskifirði að þeir greiði laun frá 1. september 1988 í samræmi við undirritaðan kjarasamning frá 25. mars 1988.“ Það mun ýmsum þykja óviður- kvæmilega til orða tekið í þessu bréfi og saklausir sæmdarmenn fái þama orðaleppa sem þeir eigi ekki skilið. Ég lít þó þannig á að svíði mönn- um það að vera kallaðir „ómerking- ar og lítilmenni" af þessum sökum þá sé vel, ég vonast þá jaftiframt til þess að þeir og reyndar þjóðin öll, ekki eingöngu vinnuveitendur, leiði hugann að því hvað felst í rift- un Iqarasamnings, og þá bið ég fólk að líta á málið frá því sjónar- homi sem feist í því að gefa loforö, að staðfesta geming með handsali, að undirrita samkomulag. Geta í siðuðu þjóðfélagi ríkt mis- munandi reglur um skyldur þess að standa við samning, era sum loforð þess eðlis að þau beri að svíkja? Em sumir samningar þess eðlis að við þá eigi ekki að standa? Hefur íslenska þjóðin tileinkað sér ný gildi? Heyrir það til fortíð- inni að eftirsóknarverðasti dómur sem hægt sé að fá hjá náunga 1 sínum, sé að „heitin hans séu betri en handsöl manna"? Höfundur er formaður Verka- mannafélasrsins Árvakurs á Eski- firði. ingu á Hólmavík Hólmavík. BYGGING nýs félagsheimilis á Hólmavík er hafin. Félagsheimil- ið, sem fyrir er, er orðið of lítið og þarf mikils viðhalds við. Salur þess er braggi frá stríðsárunum en snyrtiaðstaðan og anddyri steinsteypt. Bragginn var keypt- ur frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1946 og þaðan fluttur til Hólmavíkur. Hann var síðan tek- inn í notkun sem félagsheimili og hefur margs konar starfsemi verið þar innan dyra. Arviss þorrablót og góufagnaðir hafa vakið mesta eftirvæntingfu þjá fólki. Þegar leikfélagið á Hólmavik starfaði af fullum krafti æfði það og sýndi í félags- heimilinu. Það eru því mjög margir sem eiga góðar minning- ar úr félagsheimilinu gamla. í upphafi reyndist félagsheimilið vera nógu stórt, en íbúum Hólmavíkurhepps hefur fjölgað nokkuð frá því það var byggt. Mið- að við fólksfjölda í dag er gamla félagsheimilið orðið of lítið. Þegar margir hafa mætt á mannfagnaði þar, hefur orðið mikil kös og erfitt hefur verið að ganga um. Nýja félagsheimilið rís gegnt söluskála Kaupfélags Steingríms- flarðar við endann á knattspymu- velli staðarins. Búið er að steypa plötu, sökkul og kjallara undir leik- svið. Þorvaldur Gíslason trésmíða- meistari sá um þann þátt verksins, en á næsta ári er áætlað að húsið verði fokhelt. Að sögn Stefáns Gíslasonar sveitarstjóra á Hólmavík er áætlað að nýja félagsheimilið muni kosta á núvirði nærri 50 milljónir króna. Eigendur hússins em Hólmavíkur- hreppur með 60% eignaraðild og ýmis félagasamtök á Hólmavík með 40% eignaraðild. Húsið á að hýsa hluta íþrótta- og félagsaðstöðu Gmnnskóla Hólmavíkur og greiðir ríkisvaldið því 22% af heildarkostn- aði samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið. Mjög góð aðstaða mun verða til margs konar félagsstarfsemi í nýja félags- heimilinu þegar það kemst í notk- un, en íþróttaaðstaðan verður í íþróttahúsi, sem áætlað er að rísi í náinni framtíð við hlið félagsheimil- isins. - BRS Sudurlandsbraut 10. S 686499. NITCHI KRAFTTALIUR OG KEÐJU TALÍUR Einnig rafmagnstaliur 0,3—3 tonn i Mjög hagstætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.