Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 MAZDA3231.5 Árgerö '87. Grár. Ekinn 29þ/km. MAZDA 626 2.0 Árgerö’87. Blár. MAZDA 626 2.0 Árgcrð’85. Grár. Ekinn 80þ/km. Ný haqstæð greióslukjör: Helmingur lánaöur í 1 ár meö 8% ársvöxtum - ÁN VERÐ- TRYGGINGAR!! MAZDA929 HT2.0 Árgcrð ’83. Sjálfskiptur. Gracnn. Ekinn 90 þ/km. NISSAN SUNNY STATION Árgcró ’84. Rauður. Ekinn 70 þ/km. DAIHATSU CHARADE Árgerö’88. Blár. NÝR-ÓEKINN. Úrval l.flokks notaöra bíla íokkareigu.Allir skoðaöirog yfirfarnir. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Ljósvíkinga ljósvíkingur MAZDA E2200 sendibíll Árgerð ’85. Bcige. Ekinn 85þ/km. SUZUKISWIFT GTi Árgcrð’87. Svartur. Ekinn 8 þ/km. MAZDA626 Árgerð’87. Hvítur. NÝR ÓEKINN. SUBARU STATION Árgeró’82. Hvftur. Ekinn 90þ/km. LADA1200 Árgerð’85. Hvítur. Ekinn 42 þ/km. DAIHATSU BITABOX Árgerö ’84. Gulur. Ekinn 90þ/km. Fjöldi annarra bíla á staónum. Opió laugardaga frá kl. 1-5 BÍLABORG H.F. FOSSHÁLSI 1. SÍMI 68 12 99 Morgunblaðið/PPJ Hundraðasta flugvélin af gerðinni ATR-42 hafði viðkomu á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömrnu á leið- inni til Bandaríkjanna. FRANSK-ítalska farþegaflugvél- in ATR-42 er ein þeirra þriggja flugvélategunda sem koma helst til álita sem arftaki Fokker F.27 Friendship á innanlandsleiðum Flugleiða. Þessa flugvél, sem tekur um 46 farþega í sæti, hafa m.a. flugfélögin American Air- lines, Eastern, Continental, Pan American og Northwest, tekið í Sú hundraðasta notkun á styttri innanlandsleið- um. Nú hefur flugfélagið Trans World bæst í hóp þeirra bandarísku flugfé- laga sem nota þessa flugvélateg- und, en fyrsta vél þess félags átti leið um Reykjavík miðvikudaginn 31. ágúst. Þessi vél var jafnframt hundraðasta ATR-42-vélin sem hef- ur verið afhent kaupanda frá verk- smiðjunni frá því fyrsta vélin var tekin í notkun í desember 1985. Alls hafa yfir 260 vélar af gerðun- um ATR-42 og ATR-72 verið seld- ar, en síðamefnda vélin er lengri útgáfa sem tekur 74 farþega. ATR-flugvélarnar eru smíðaðar í sameiningu af franska fyrirtækinu Aérospatiale og ítalska fýrirtækinu Aeritalia. - PPJ SUBARU TURBO STATION Sjálfskiptur. Árgerö '87. Beigc. Ekinn 29 þ/km. HONDA PRELUDE Árgcrö '87. Sjálfskiplur. Grár. Ekinn I5þ/km. MAZDA 3231.5 Árgcrö’87. Hvítur. Ekinn 22 þ/km. Finnar, lík og falar konur ... KVIKMYMDIR Sæbjöm Valdimarsson Regnboginn: Helsinki — Napólí Leikstjóri Mika Kaurismaki. Handrit Richard Reitinger. Kvik- myndatökustjóri Helge Weindl- er. Tónlist Jacques Zwart. Aðal- leikendur Kari Vaananen, Ro- berta Manfredi, Jean-Pierre Cat- aldi. Margi Clarke, Nino Man- fredi, Melanie Roberson, Sam Fuller, Eddie Constatntine, Wim Wenders, Jim Jarmusch. Finnsk/þýsk. 1987. Það er mikill göslaragangur á kunningja vorum af síðustu kvik- myndahátíð, Finnanum Mika, í nýj- ustu mynd hans, Helsinki — Nap- ólí. Hann kann sér tæpast læti á refílstigum Berlínarborgar, innan- um dreggjar þjóðfélagsins. Sögu- hetjumar eru skransalar, mellur, brennivínsberserkir, morðhundar, eiturlyfjasalar og lík. Drykkfelldur, ítalskur afí, dóttir hans, bamaböm og tengdasonurinn, aðalsöguhetja myndarinnar; fínnskættaður, þjóf- óttur leigubílstjóri og svartamark- aðsbraskari. Dálaglegt kompaní, atama. Athafnir þessara viðsjáls- gripa þann sólarhring sem atburða- rásin stendur yfír eru ærið skraut- legar líkt og persónurnar og álíka glómlausar og myndin sjálf að leggja útí þá tvísýnu að lýsa þeim náið. Helsinki — Napólí er á mörkum sakamálamyndar og farsa, þó skyldari farsanum. Mörg atriðin eru bráðfyndnar, absúrd uppákomur, líkt og flækingurinn á líkunum, önnur missa gjörsamlega marks. Einn er sá sem stendur uppúr rugl- inu, sá gamli, góði, (og fáséði hér- lendis), Nino Manfredi, einn lang- vinsælasti gamanleikari á meginl- andinu um langt árabil. Hann stelur senunni sem afínn. Annars er þess lítill kostur að fara náið ofaní saum- ana á þessum spaugilega glundroða Mika hins makalausa, og ekki er fritt við að andi Finlandia svífí yfír malbikinu í Berlín. Sjón er sögu ríkari. Siglt í strand Laugarásbíó: Strönduð - „Stranded“ Leikstjóri Michele Burke. Aðal- leikendur Ione Skye, Joe Morton, Brendan Hughes, Maureen O’Sullivan. Bandarísk. New Line Cinema 1988. Fleira býr á kvöldhimninum en stjömur, er fullyrt á auglýsinga- plakati myndarinnar, sem býður áhorfendum sínum uppá gestagang utanúr geimnum. Strönduð gerist í smáþorpi í Suð- urríkjunum, sem fær heimsókn af geimverum. Þeim slær niður, líkt og eldingu, í hús þeirra Skye og O’Sullivan. Reynast þessir utan- sveitarmenn á flótta undan mann- drápurum í fjarlægu sólkerfí. Fá þeir og uppá móti sér jarðnesk yfír- völd, eftir morð í sjálfsvöm. Hug- prúður, hörundsdökkur fógeti og kvenpeningurinn á bænum reyna að greiða götu hinna langtað- komnu. Eftir bærilegt upphaf sigla kvik- myndagerðarmennimir í strand með prýðisvel farðaða leikara og góða leikmuni og brellur. Það er uppgjafartónn í handritinu sem lognast hægt útaf. Hér hefur verið haldið ágætlega á litlu fjármagni, með meiri snerpu hefði Strönduð hæglega getað orðið umtalsverð, tímadrepandi smámjmd. Hér kemur fátt á óvart annað en nærvera Maureen O’Sullivan, sem var stjama í aldarfjórðung, á árunum 1930-55. Tengdasonur hennar, Woody Allen, dustaði rykið af gömlu konunni í Hanna og systur hennar, og eftir þessu.framtaki að dæma ætti hún að halda sig við fjölskyldumyndimar. MAZDA 3231.3 Árgerö ’87. Rauóur. Ekinn 21 þ/km. MAZDA 3231.5 Árgeró’88. Brúnn. Ekinn 5 þ/km. MAZDA 626 2.0 Árgerð ’83. Grár. Ekinn 70þ/km. BMW520Í Sjálfskiptur. Árgeró ’84. Blágrár. Ekinn 70 þ/km. Whitaker og Walsh, sem forheimsk herremban uppmáluð. Og plötu- snúðamir em góðir. En hin hlið Góðan daginn, Viet- nam, sú sem snýr að samskiptum Williams við þá innfæddu, er ekki síðri og gefur mjmdinni óvænta dýpt í sinni miklu, manneskjulegu fegurð. Ekki síst hennar vegna vil ég hvetja alla sem gaman hafa að góðum mjmdum, að láta Góðan daginn, Víetnam, ekki framhjá sér fara. Levinson hefur nú sýnt að hann er leikstjóri með meistara- takta. Hann á að baki sterkar myndir, en Góðan daginn, Víetnam, tekur öllu öðm fram sem hann hef- ur áður gert. Hann skejdir saman fyrirhafnarlaust hinum tveim, ólíku hliðum myndarinnar, gamninu og alvömnni og fellir inní frásögnina innskot úr lífí og störfum hinna innfæddu og stríðsreksturinn á áhrifaríkan hátt sem rís hæst í blóð- ugum inniskó meðan Satchmo kyij- ar af alkunnri snilld hve við lifíim í yndislegri veröld. Það er spurning hvort Góðan daginn, Víetnam, hefði nokkurntíma orðið svipur hjá sjón ef ekki kæmu til hinir einstöku hæfileikar WiIIiams. Góðan daginn, Víetnam — Good Morning, Vietnam Leikstjóri Barry Levinson. Hand- rit Mitch Markowitz. Kvik- mjnodatökustjóri Peter Sova. Tónlist Alex North. Aðalleikend- ur Robin Williams, Forest Whit- aker, Tung Thanh Tran, Chint- ara Sukapatana, Bruno Kirby, J.T. Walsh, Noble Willingham. Bandarísk. Touchstone 1987. I þessari stórvel heppnuðu blöndu drama og gamanmyndar og, það sem kemur kannski hvað mest á óvart, einni manneskjulegustu myndinni um hið guðsvolaða Víet- namstríð, fer Robin Williams á kost- um í hlutverki plötusnúðs sem skjmdilega er kallaður í ólgandi, grafalvarlegan stríðsreksturinn í Víetnam, úr sældarlífí á herstöð í Miðjarðarhafínu. Náunginn hefur getið sér gott orð fyrir hressilegar kynningar, nú á hann að púrra upp sálarástand bandaríska hermanns- ins í Víetnam; árið er 1965, vendi- punkturinn þegar baráttan brej/ttist úr skæruhemaði í blóðuga stjnjöld MYNDAMÓT HF og Johnson hóf kjötflutninga sína fyrir alvöm. Og Williams hressir svo sannar- lega uppá móralinn. Hann er tak- markalaus, lætur vaða á súðum, kemur sér í ónáð hjá yfírmönnun- um, sérstaklega Whitaker og orðu- apanum Walsh, fyrir of mikið rokk og sóltónlist, pólitíska brandara og fíjálsræði. En hinn bandaríski her- maður er alsæll og þáttur Williams verður hinn langvinsælasti í útvarp- inu. Lífíð verður meira og minna árekstrar við þumbara þar sem gengur á ýmsu, ljósi punkturinn í tilvemnni verða samskipti við víetnömsk systkin (Tran, Sukapat- ana) sem þó verða til þess að hann verður að yfirgefa landið. Hér gefur að líta nýja hlið á hin- um seinþrejrttu Víetnam-stríðs- mjmdum. Fyrir utan það að Góðan daginn, Víetnam gerist utan vígstöðvanna að mestu lejrti — Saig- on var ekki komin inní stjnjaldará- tökin að neinu marki ’65 —, þá fjall- ar hún mikið til um jákvæð sam- skipti Bandaríkjamanns og Víet- nama og er mjmdin af þeim sökum óvenju mannúðleg, vinin í eyði- mörkinni. Sú afstaða Johnson- stjómarinnar, að keppast við að grafa höfuð Bandarísku þjóðarinn- ar, og þá ekki síst hins stríðandi hermanns, ofaní sandinn með því að mála stríðsreksturinn í felulitum með tregu upplýsingastrej/mi og ritskoðun, er gagmýnd kaldhæðnis- lega í stirðum samskiptum plötu- snúðanna, einkum Wiiliams, við rit- skoðarana og valdsmennina í hem- um. Sá hluti mjmdarinnar er feikna- góður, hér fara saman vel skrifað og safaríkt handrit og afburðaleikur Williams, sem spinnur listavel texta sinn í hinum hálfgeggjuðu útsend- ingum. Líklega hefði myndin aldrei orðið til ef ekki njrti einstakra hæfí- leika Wiiliams, en hér fær taum- laust, tvírætt og léttbilað skopskyn hans að njóta sín í fyrsta sinn á tjaldinu. Þeir em einnig óborgan- legir, sá gjörsamlega húmorslausi LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN LEITIN ENDAR HiÁ OKKUR! í 11T $1*1 **** l’í *4-f W’l SXM'l-ff-t.fW i-'ii--#;?- Ullkii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.