Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 61
61 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Nokkrir leikir fóru fram í fyrri umferði Evrópukeppni félags- liða í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslit voru sem hér segir: Evrópukeppni meistaraliða Dynamo Berlin (A-Þýskalandi)—Werder Bremen (V-Þýskal.).3:0 Tomas Doll (16.), Andreas Thom (62.) og Frank Pastor (77.). Ahorfendur: 22.000. Valur—Mónakó (Frakklandi)..............................1:0 Atli Eðvaldsson (55.). Áhorfendur: 2.795. Evrópukeppni bikarhafa Omonia Nicosia (Kýpur)—Panathinaikos (Grikklandi)...0:1 - Costas Mavrides (13. mín.) Áhorfendur: 25.000. Floriana (Möltu)—Dundee United (Skotlandi).............0:0 Grasshopper (Sviss)—Eintracht Frankfurt (V-Þýskalandi).0:0 Áhorfendur: 13.000. Evrópukeppni félagsliða (UEFA) Antwerp (Belgíu)—Köln (V-Þýskalandi)............................2:4 Frans van Rooij (33.), Dirk Goossens (43.) - Keim (3.), Thomas Allofs (47.), Povlsen (55.) og Olaf Janssen (87.). Áhorfendur: 20.000. Foto Net Vín (Austurríki)—Ikast (Danmörku)......................1:0 Gerd Steinkogler (5. mln.). Áhorfendur: 3.500. Sportive (Luxembourg) —FC Liege (Belgiu).......................1:7 Jeitz (3. mín) - Varga (7. og 33.), Emes (54. og 59.), Francois de Start (79.), Houben (80.) og Boffín (83.). Áhorfendur: 2.700. Aldridge fer ekki frá Liverpool Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur gefíð út þá yfirlýs- ingu, að John Aldridge verði áfram hjá félaginu. Áður hafði verið talið líklegt, að hann yrði seldur frá Liverpool eftir að Ian Rush var keypt- ur til liðsins. Evrópumeistarar PSV Eindhoven höfðu áhuga á Aldridge og var talan ein milljón punda nefnd sem hugsanlegt kaupverð. Dalglish hefur hins vegar tekið þá ákvörðun^ að halda í Aldridge enda hefur hann byijað keppnistímabilið vel. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI KNATTSPYRNA / ENGLAND Morgunblaðið/Sverrir Johan Cruyff var með æfingu á Framvellinum I gær. Hér leggur hann á ráðin fyrir leikinn gegn Fram í kvöld. Gary Lineker æfði með Barcelona i gær, en óvíst er hvort hann leiki með í dag. „Framarar með góða liðsheild“ -segirJohan Cruyff, þjálfari Barcelona „ÉG HEF ekki séð Framara leika en aöstoðarmaður minn hefur hins vegar séð þá leika. Fram hefur ekki reynst auð- unnið á íslandi í sumar og þvi verður erfitt að eiga við þá. Þeir hafa góða liðsheild og lið- ið er jafnt," sagði hinn heims- kunni þjálfari Barcelona, Johan Cruyff í samtali við Morgun- blaðið. í dag kl. 18:15 leikur lið hans gegn nýbökuðum íslands- meisturum Fram í Evrópu- keppni bikarhafa á Laugardals- velli. Cruyff segist aldrei hafa komið til landsins áður. Hann nefndi sérstaklega, að hann kynni vel við hið heilnæma loftslag, sem hér væri. Aðspurður um spænsku knattspymuna, sagði hann að Barc- elona hefði byrjað vel en liðið lagði um helgina Espanol að velli 2:0. „Við höfum breytt leikskipulaginu nokkuð og núna leggjum við áherzlu á hollenzka knattspymu," sagði Cruyff. Uneker æflr með Enski landsliðsframheijinn Gary Lineker var með á æfíngu Barcel- ona í gær. Talið er nær útilokað að hann muni leika í dag enda þjá- ist hann enn af veirusjúkdómi sem er þess eðlis að hann má ekki ofreyna sig. Lineker sýndi þó á æfingunni að hann er óðum að kom- ast í sitt gamla form. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur Guöný Gunnstelnsdóttlr svífur hér inn af línunni og skorar í landsleiknum gegn Frökkum í gær. íslenzku stúlkumar máttu lúta í lægra haldi fyrir þeim frönsku að þessu sinni, töpuðu 17:20. Klaufalegt tap EINBEITINGARLEYSI varð íslenzka kvennalandsliðinu í handknattleik að falli í leik liðs- ins gegn Frökkum í gærkvöldi. íslenzku stúlkurnar náðu fjög- urra marka forystu ífyrri hálf- leik en gáf u síðan eftir og töp- uðu 17:20. Eftir fremur slaka byijun kom frábær kafli hjá íslenzku stúlk- unum. Þær náðu að loka vöminni, komust í 9:5 og höfðu tækifæri til ■■■■■■ að auka forskotið. Guðmundur En færin vom ekki Jóhannsson nýtt og þær frönsku skhfar gengu á lagið, skor- uðu úr hraðaupp- hlaupum og minnkuðu muninn í 10:8. Frakkar byijuðu síðari hálfleik með miklum látum, jöfnuðu leikinn og sigu síðan hægt fram úr allt til leiksloka. Mestu munaði um að þær frönsku nýttu færi sín betur en íslenzku stúlkumar, sém létu Loa- ec, franska markvörðinn, veija allt of mörg dauðafæri. Svava Baldvinsdóttir, Inga Lára Þórisdóttir og Guðný Gunnsteins- dóttir áttu hvað beztan leik íslend- inga og Katrín Friðriksen var sterk í vöminni en hefði eins og flestar íslenzku stúlknanna mátt nýta fær- in betur. Loaec, Dugray, Marchand og Bara vom beztar í liði þeirra frönsku. Mörgmlstök „Við gerðum mörg mistök i þess- um leik, nýttum ekki færin og feng- um á okkur ódýr mörk. Við hefðum Leiftur vann minningar- bikarinn aftur Leiftur frá Ólafsfirði sigraði Þór, 2:0, á Akureyri í gær- kvöldi í árlegum minningarleik um Óskar Gunnarsson, fyrmm leik- ■■1 mann Þórs. Það Frá Reyni voru Steinar Ingi- Eiríkssym mundarson (7. mín.) áAkureyrí 0g Hafsteinn Jak- obsson (75. mín.) sem skomðu mörkin. Leiftur heldur því bikamum sem gefínn var til minningar um Óskar, því liðið sigr- aði Þór einnig í minninarleiknum i fyrra. Hveragerði sigraði BÍ, 2:1, í úrslitakeppni 4. deildar í Hveragerði í gærkvöldi. Þar með er það Ijósta að BÍ hefur tryggt sér sæti í 3. deild og mun leika til úr- slita um sigurinn í 4. deild við Austra. Island- Frakkland 17 : 20 íþróttahúsið að Varmá f Mosfellsbæ. Vináttuleikur í handknattleik kvenna, þriðjudaginn 6. september 1988. Dómaran Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson. Mörk íslands: Inga Lára Þórisdóttir 5/4, Guðríður Guðjónsdóttir 3, Svava Baldvinsdóttir 2, Margrét Theodórs- dóttir 2/2, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Eima Lúðvíksdóttir 1, Guðný Guð- jónsdóttir 1, Katrín Friðriksen 1. Mörk Frakklands: Dugray 6/2, Bara 4, Marchand 3, Roca 2, Sauval 2, Decayeux 1, Ripault 1, Bec 1. átt.að geta náð afgerandi foiystu í fyrri hálfleik. Ég er samt ekki sérlega óánægður. Við vomm að prófa ýmislegt og þær frönsku léku vel“, sagði Slavko Bambir landsliðs- þjálfari i samtali við Morgunblaðið. HANDKNATTLEIKUR Bogdan afgreið- ir bensín! BOGDAN Kowalzchyk, lands- liðsþjálfari í handknattleik og aðstoðarmaður hans, Guðjón Guðmundsson, munu af- grelða bensín á bensínstöð Skeljungs sunnan Miklu- brautar rótt við Kringluna milli kl. 14:30 og 17:30 á morgun fimmtudag. Tflgang- urinn með þessu uppátæki er að minna á handknattleiks- landsliðið sem býr sig nú af krafti undir Ólympíuleikana og keppir landsleiki við Dani í íþróttahúsi Seljaskóla á morgun og hinn daginn. Upphaflega var ætlunin, að landsliðið sjálft stæði að kynningunni og afgreiddi bensín á þessum tíma en Bogdan þvertók fyrír það og sagði að það væri of mikið álag fyrir strákana. Þeg- ar stungið var upp á því við Bogd- an, að hann tæki að sér þetta hlutverk, tók hann þvf mjög vel öllum á óvart og mun mæta galv- askur með bros á vör til af- greiðslustarfa á morgun ásamt Guðjóni aðstoðarmanni sínum. Sjálfsagt munu margir vilja láta Bogdan þjóna sér á þennan hátt enda ekki oft sem hann er ekki í hlutverki yfirmanns. Heyrzt hefur að landsliðsmenn í hand- knattleik ætli að íjölmena og njóta þess að láta Bogdan þjóna sér en þeir hafa hingað til þurft að hlýða skipunum hans í hvívetna. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA BÍ í 3. deikl HAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregið 12. september. Heildarverómœti vinninga 21,5 milljón. Jjfttfr/mark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.