Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 eskri stúlku sem hafði fengið að eiga bréfíð frá mér. Hún þakkaði mér sérstaklega fyrir alla miðana frá mér og við þessa stúlku skipti ég í þrjú ár. Hún vann í Moskvu, í stærstu vodkaverksmiðjunni þar. Svo var það eitt sinn að ég fékk bréf frá henni þar sem hún var í sumarfríi við Svartahafíð. Hún sendi mér utanáskrift sína þar og sagði sem svo að ef ég sendi henni svar strax þá skyldi ég skrifa henni þangað en að öðru kosti á gamla staðinn. Ég sendi bréf á báða stað- ina en fékk ekkert svar og hef aldr- ei heyrt frá henni eftir það. Ég hef hins vegar skipt við annan Rússa í fímm ár og á því mikið af miðum frá Rússlandi og öðrum austan- tjaldslöndum. . Það eru feikna margir sem safna ölflöskumiðum og ég skipti m.a.við Norðmenn, Svía, Dana, einn Belgíu- mann, Tékka, Pólveija og Rússa, en það er svo merkilegt að það vill enginn austantjaldsmiðana, sem ég á svo mikið af, þeir ganga ekki út. Daninn, Paul Sörensen, bað mig t.d. að senda sér alla aðra miða. íslensku miðamir em hins vegar þeir allra vinsælustu. Það koma öðra hvora nýir íslenskir miðar og ég sendi þá jafnóðum út. Ég verð alitaf afar ánægður þegar nýir mið- ar koma. Ölgerðin hefur t.d.nýskeð komið með nýja stóra miða og menn era gráðugir í þá. En nú era hins vegar blikur á lofti í þessum efnum. Ég er logandi hræddur um að miðamir hætti að fást því alltaf kemur meira og meira af drykkjum í dósum, og á þeim era engir mið- ar. Ég lenti illa í þessu í sambandi við strák í Svíþjóð. Eitt sinn svar- aði hann mér ekki lengi vel en svo kom svar og þá sagði hann að búið væri að ieggja niður ákveðna miða sem ég vildi fá en afí hans hafði fundið nokkra fyrir mig en meira gæti ég alls ekki fengið, drykkur- inn, sem áður var á flöskum með þessum miðum á, var þá kominn í dósir. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum, ég á í vandræðum með að fá miða þaðan, þeir era með allt í dósum þar. Ég þarf yfír- leitt að bíða lengi eftir svari frá Bandaríkjamönnunum meðan þeir era að leita uppi miða til að senda mér Menn era mjög misfljótir að svara. Ég fékk t.d. þrjú bréf um A tæplega hundrað þúsund miða af öl- og gosdrykkjaflöskum Laufeyjar Júlíusdóttur. Það sést á blómunum að húsfreyjan er stödd norður í landi, stór og myndarlegur kólus drúpir blöðum, orðinn þurr í bakandi heitri júlísólinni sem berst gegnum tvöfalt glerið í glugganum: „Ég tók á móti tómum flöskum á þeim tírna," heldur Þórður áfram. „Þá komu alls konar flöskur í köss- unum, bæði gildar og ógildar, og þær vora með alls konar miðum. Ég byijaði á að leysa miðana af í vatni en svo kom þýskur bragg- meistari, Hermann Raspe, mér í samband við þýska ölmiðasafnara og við fóram að senda hveijir öðram ónotaða miða. Ég hef alltaf getað fengið ónotaða miða hjá Ölgerðinni og einnig hjá Sanitas og Sana. Þessi fyrirtæki era þau helstu sem framleitt hafa svona drykki hér á landi. Áður en Ölgerðin tók til starfa var til fyrirtækið Þór sem framleiddi öl. Það fyrirtæki rann inn í Ölgerðina, þegar hún tók til starfa og einnig Oðinn sem sömuleiðis var með slíka framleiðslu. Það komst skriður á miðasöfnunina hjá mér fljótlega eftir að ég byijaði. Með aðstoð Hermanns komst ég í sam- band við þýskan safnaraklúbb sem ég átti skipti við í mörg ár. Meðan ég vann á Frakkastígnum komst ég í kynni við rússneska stúlku sem sendi mér miða. Það byijaði með því að það kom eitt sinn rússnesk vodkaflaska niður í Ölgerð. Ég leysti miðann af og fór með hann heim og reyndi að herma eftir rússnesku utanáskriftinni. Þú getur fmyndað þér hve merkilegt það hefur verið hjá mér, en ég fékk samt svar frá 16 ára gamalli rússn- Nokkrir af elstu miðunum í safni Þórðar. Rætt við Þórð Jónsson verkamann Sumir virðast umgangast tómar flöskur undan öli og gosdrykkjum af dæmafáu virðingarleysi. Henda þeim og grýta út um borg og bý og skeyta engu þó af þessu stafi bæði slysahætta og eignatjón, að ekki sé talað um sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Sem betur fer eru þeir þó mun fleiri sem hirða sínar flöskur og selja þær og gæta þess vandlega að fleygja ekki tómum dósum undan drykkjarvörum annars staðar en í ruslið. Vafalaust eru þó fáir sem eru eins vamm- lausir í þessum efnum og Þórður nokkur Jónsson sem býr við Hólm- garð í Reykjavík. Það er ekki einasta að hann sé hirðusamur um sínar flöskur og dósir heldur vinnur hann einnig við að losa annað fólk við rusl og siðast en ekki sist hefur hann haldið til haga miðum utan af gosdrykkjaflöskum og ölflöskum í þvi magni að tíl tíðinda verður að teljast. Ég heimsótti Þórð dagstund fyrir skömmu og fékk að skoða viðamik- ið safn hans af miðum utan af gos- drykkjaflöskum og öli héðan og þaðan úr heiminum. Safn sitt geym- ir Þórður undir súð uppá háalofti og það dylst engum sem þangað kemur hve mikil vinna hlýtur að Iiggja í sliku safni sem þessu. Möpp- ur í tugatali era _þar í hillum að öllu öðra ótöldu. Á blöðin sem era í þessum möppum hefur Þórður af mikilli natni límt alla miðana sfna og hafa farið í það ófáar vinnu- stundir. „Ég byijaði að safna þessum miðum árið 1959, þegar ég var að vinna í Ölgerðinni," segir Þórður við mig þegar við höfum klöngrast niður mjóan stigann frá háaloftinu og eram sest í rósótta stóla í vist- legri stofu Þórðar og konu hans daginn frá einum í Austurríki og var ég þó ekki búinn að svara neinu þeirra. Sá bauðst til að senda mér gosdrykkjamiða ef ég sendi honum ölmiða í staðinn. Það era fáir sem safna hvoratveggja og raunar fáir sem safna gosdrykkjamiðum. Þetta veldur því að ég fæ yfirleitt alls ekki slíka miða. Það er mesta furða hvað ég hef bjargast í þessum bréfaskriftum. Öft koma raunar ekki bréf heldur aðeins miðamir, það þarf reyndar ekki að segja neitt, miðamir tala fyrir sig. En stundum koma bréf og þá hafa krakkamir mínir hjálpað mér að þýða þau, því ég er algerlega mál- laus á erlendar tungur. Eg veit ekkert um sumt af þessu fólki sem ég skipti við, en ýmislegt um ann- að. Einn Vestur-Þjóðveiji sendi mér t.d. nýlega mynd af söfnunarher- berginu sínu. Það er stofa á að giska 20 til 30 fermetrar. Þar era hillur frá gólfí til lofts þéttsetnar af full- um ölflöskum. Sumir hafa beðið mig að senda sér út öldósir og flösk- ur en ég hef ekki gert það. En kannski sendi ég Norðmanni einum, sem nýlega hefur beðið mig að út- vega sér ölflöskur, eitthvað smá- vegis, það er hins vegar erfitt að senda svona iagað út þannig að það skemmist öragglega ekki. Sum bréf sem ég fæ era svo illa farin að þau era að heita má í tætlum. Ég hef kvartað jrfír þessu við póstþjón- ustuna en ekki fengið neitt svar. Núna á ég í safni mínu tæplega hundrað þúsund aðskiljanlega miða, einn af hverri sort. Þjóðveijamir era lang harðastir í að skipta um miða á sínum flöskum en skrautleg- ustu miðamir koma frá Noregi. Þeir nota upphleyptan silkipappír í sína miða, sem á era oft myndir af kóngum og goðum. Ég er stund- um hissa á hvað mikið er sótt eftir íslensku miðunum, af því mér fínnst þeir ekkert sérstaklega fallegir. Líklega er það af því_ hve landið fámennt og afskekkt. Ég veit ekki til að það séu fleiri en ég hér á landi sem safna miðum utan af öl- og gosdiykkjaflöskum í dag. Það var eitt sinn maður á Siglufírði sem safnaði en hann er líklega löngu hættur, hann svaraði ekki síðasta bréfínu mfnu og ég hef ekki heyrt frá honum lengi. Einn sem bjó á Bfldudal byijaði að safna svolítið fyrir mörgum áram. Ég sendi hon- um margar utanáskriftir en hef ekkert heyrt frá honum. Vinnufé- lagi minn, Dagur Daníelsson, var byijaður á svona söfnun á undan mér, en hann hætti og hefur raunar sagt að ég megi sækja safnið hans, en það hefur nú ekki orðið af því ennþá.“ Þórður Jónsson er Þingeyingur í báðar ættir, fæddur og uppalinn að Brekku í Aðaldal. Hann átti átta ’ systkini en tvö þeirra era dáin. „Þau sem era látin vora mér bæði nákomin, elsti bróðir minn og sú systir mín sem var næst mér í systk- inaröðinni, en ég var þriðji yngstur. Þessi systir mín fékk Akureyrar- veikina svokölluðu og dó á jólanótt- ina 22 ára gömul, það var árið 1951, þá var ég 24 ára gamall," segir Þórður. Hann segir mér að hann hafí unnið á heimili foreldra sinna annað slagið lengi fram eftir aldri, en verið þess á milli í síld, unnið við Laxárvirkjun og við vega- vinnu. „Sem ungling langaði mig ekki að gera nema bara tvennt," heldur Þórður áfram. „Mig langaði til að standa einhvers staðar og syngja og svo að spila á hljóðfæri. Ég fór að syngja smápatti og lærði hvert einasta lag sem ég heyrði þá syngja, Stefán á íslandi og þessa gömlu. Pabbi sálugi gaf mér grammifón með 78 snúninga plöt- um þegar ég var sex ára gamall og þetta spilaði ég allt. En ég lærði hvorki að syngja eða spila. Ég keypti mér hins vegar harmonikku til að garga heima. Stundum garg- aði ég á hana fyrir norðan á böll- um, það var notast við það frekar en ekki neitt. Ég fór í kirkjukórinn heima þegar ég var sextán ára og svo stofnuðum við nokkrir „Bíl- stjórakórinn" svokallaða. Ég lærði strax á bíl þegar ég gat og hef enn öll gömlu réttindin en má þó'ekki Þórður við skrifborð sitt á háaloftinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.