Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 31 Pósturinn hleðst upp Reuter Póstmannaverkfallið í Bretlandi nær nú til um 60 af 80 flokkunarstöðvum póstþjónustunnar þar í landi og bréf og bögglar hlaðast upp. Aðeins um, ein af hverjum þremur póstsendingum fær eðlilega afgreiðslu. Deila póstmanna og húsbænda þeirra hefur staðið í heila viku eða frá því að póstmenn efndu til sólar- hrings verkfalls til að mótmæla aukagreiðslum til nýliða í Suðaustur-Englandi, þar sem erfíðlega hefur gengið að fá fólk til starfa. Þegar ákveðið var að ráða viðbótarstarfskraft til að flýta fyrir afgreiðslu á þeim pósti, sem safnaðist fyrir í verkfallinu, gengu póstmenn út af vinnustöðum sínum tugþúsundum sam- an. Myndin er tekin í Mount Pleasant-flokkunarstöðinni í miðborg Lundúna. Sovétríkin; Bein útsend- ing frá flokks- fundi í Gorkíj Moskvu. Reuter. FUNDI flokksráðs kommúnista- flokksins í Gorkjj var sjónvarpað á laugardag og áhorfendum gafst færi á að bera fram spurn- ingar í sima, að sögn sovéska dagbiaðsins Izvestiu á sunnudag. Blaðið greindi frá því að fundin- um, sem stóð í sjö klukkustundir, hefði verið sjónvarpað beint í heild. Um 50 manns hefðu hringt, borið fram spumingar og lagt fram til- lögur fyrir fundinn. „Við vonum að umræða um að- steðjandi vandamál með þátttöku almennings, ásamt sjónvarpsút- sendingum, verði að venju í flokks- starfínu," sagði I. Tsjapanov, hátt- settur embættismaður flokksins í Gorkíj, í samtali við Izvestiu. Blað- ið greindi ekki frá því hvort áform væm um að hefja útsendingar frá flokksfundum í Kreml, sem eru venjulega haldnir fyrir luktum dyr- um. Hluta ráðstefnu sovéska kommúnistaflokksins í júní síðast- liðnum var reyndar sjónvarpað, en sú útsending var klippL * Ovæntur guUfundur í Noregi Ósló, frá Helge Serensen fréttaritara Morgunblaðains. RUNE Thorbergsen hefur fundið næstum eitt kíló af hreinu gulli undir gólfi í sumar- húsi fjölskyjdu sinnar aðeins fáeina kílómetra frá miðbæ Harstad í Norður-Noregi. Sér- fræðingar segja um þennan gullfund, að hann sé hreint ótrúlegur og óskiljanlegur í senn. Thorbergsen, sem er 21 árs gamall, segir að fyrir nær sex árum hafí hann fundið fyrsta gull- molann. Hann hafí verið um einn sentimetri á stærð. Ifyrst hélt hann, að þetta væri brennisteinn. Við nánari athugun kom í ljós að auðvelt var að rispa molann og þá grunaði hann, að þetta kynni að vera gull. Gullsmiður staðfesti síðar að grunurinn væri á rökum reistur. Sérfræðingar í Björgvin komust að sömu niðurstöðu. í sex ár hefur sem sé verið graf- ið eftir gulli undir sumarbústaðnu- mog hefur nærri eitt kíló af eðal- málminum nú verið hreinsað. Thorbergsen, sem er áhuga- maður um jarðfræði og steinasafn- ari, er ekki í minnsta vafa um að hann eigi eftir að fínna meira. Hann vill auðskiljanlega ekki skýra frá því, hvar hann stundar gröftinn. Ottast hann gullæði og umsátur um sumarbústaðinn segi hann frá því hvar hann er. Hefur ungi gullgrafarinn tryggt sér vinnsluréttindi á öllu svæðinu. Sérfræðingar segja, að gullkíló- ið sé um 100.000 norskra króna virði (670 þús. ísl. kr.). Thorbergs- en segir að hann sé ekki rekinn áfram af gróðasjónarmiðum: — Spennan er fyrir öllu, segir hann. ERLENT Par sm vMism Haustnámskeið hefst 12. september Síðast komust færri að en vildu. Jazz, modern, ballett og nýjasta nýtt, Jazz-funk. Námskeiðin eru fyrir byrjendur jafnt sem fram- haldsnema frá 5 ára aldri. Kennarar: Tracy Jackson frá N.Y. Bryndís Einarsdóttir Guðrún Helga Arnarsdóttir Sóley Jóhannsdóttir. S Innritun er hafin í sfmum: 687701 og 687801 Pantaðu strax. HREYFING SF. ENGJATEIGI 1, SPECIAL“ Ódýrt en best Kjúklinga - hnetusúpa Kr.225,- Rjómahumarsúpa Kr. 395,- Ferskt salat , 'r með rækjum og núðlum Kr. 295,- Grafinn regnbogasilungur með sinnepssósu Kr.395,- Smjördeigsbakaður saltfiskur með rjómasósu Kr. 750,- Skötuselur og ferskt grænmeti á teini með kryddgrjónum Kr. 810,- Steikt hámeri með gráðostasósu Kr.695,- Kjúklingabringa fyllt með hvítlaukssmjöri Kr. 840,- Smokkfiskur og pasta í chili-kryddsósu Kr. 795,- Léttsteiktar lundabringur með ferskum kryddjurtum í njólablaðasósu Kr. 695,- Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá okkar rómaða „a la carte“. ARNARHÓLL RESTAURANT eropinn á kvöldin frá kl. 18:00 þriðjud. til laugard. Hverfísgötu 8-10 pantanasimi 18833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.