Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 21 Ávöxtun í hálfa öld eftirJónÁ. Gissurarson Á miðöldum réðst kaþólsk kirkja gegn vaxtatöku á þeim forsendum að peningar tímguðust ekki svo sem búfé. Fyrir svo sem einni öld sneru íslenskir klerkar þessu blaði við og hvöttu landsmenn að leggja fé sitt á vöxtu, enda Landsbanki Islands — traustur banki, banki allra lands- manna — risinn af grunni og því ekki þörf á meðalgöngu okrara á borð við „Kaupmanninn í Feneyj- um“. Prófessor Eiríkur Briem sannaði með talnaspeki að allir íslendingar gætu lifað kóngalífi af vöxtum ein- „Vegna áhrifa þessara merku klerka lagði ég árið 1936 þrjátíu krón- ur inn á slíka bók. í amstri daganna gleymdist hún en kom svo óvænt í leitir eftir rúma hálfa öld.“ um, hefði einhver forfeðra þeirra lagt á vöxtu svo sem eina krónu á dögum Krists. Séra Halldór Jónsson á Reynivöllum tók upp merki Eiríks Briems. Menn skyldu binda sparifé sitt í einn áratug og ættu að honum loknum dijúgan sjóð. Landsbanki íslands greip hug- mynd séra Halldórs opnum örmum og stofnaði deild í þessu skyni. Vextir skyldu nokkru hærri en af öðru sparifé. Slíkt var þá nýlunda. Umsvif jukust og deildarstjóri var skipaður. Böm lögðu aura sína í bók Halldórs en fækkuðu bíóferð- um og minnkuðu sælglætiskaup. Vegna áhrifa þessara merku klerka lagði ég árið 1936 þijátíu krónur inn á slíka bók. í amstri daganna gleymdist hún en kom svo óvænt í leitir eftir rúma hálfa öld. Ég fór að rifja upp kaupgjald og vöruverð 1936. Þetta mundi ég: Kennarar í mínum launaflokki fengu þijátíu krónur fyrir tíu stunda kennslu. Flaska af Svartadauða kostaði sjö krónur og fimmtíu aura og hefði því dugað fyrir fjórum slíkum. Hins vegar hefði það ekki nægt fyrir fjórum dilkum, enda meðalverð þeirra átta krónur. Tvær krónur hefði því skort á til jafn- Jón Á. Gissurarson virðis. Þótt fé mitt hefði legið skemur á vöxtum en séra Eiríkur ráðgerði og því engan veginn til framfærslu öllum íslendingum, enda þeir nú meir en helmingi fleiri en á hans dögum, þá hafði það þó legið fimm- faldan tíma sér Halldórs. Mín biði því gildur sjóður í hinum trausta banka. Ástúðleg ung bankakona sinnti erindum mínum með bros á vör. Undrafljótt fann hún plögg mín og tók að reikna til núvirðist inneign mína. Gekk það snarlega, enda tól hennar hraðvirk og nákvæm svo engu skeikaði. Næsti féhirðir galt mér svo að fullu. Sjóður minn reyndist fjörutíu aurar. „Þú illi þjónn" hreytti húsbóndinn í þann sem láðst hafði að ávaxta talentu þá sem honum var falin á hendur en skilaði henni þó sjálfri í fullu gildi. Mér er sem ég sjái hann í mínum sporum í Landsbanka ís- lands með þessa fjörutíu aura. Höfundur er fyrrverandi skóla■ stjóri. 5. I s i x/CDrii niM'QQ V£RCLD!N ’SS INNAN VEGGJA OG UTAN LAUGARDALSHÖLL Komiö í Laugardalshöll, sjáið líflega sýningu. Fjölbreyttar sýningardeildir, allskonartilboð í gangi. Sjáið söngleikinn „Kötturinn sem fer sínar eigin leíðir", -sýndur alla daga. Heimsækið litlu gæludýra- sýningunaog Dvalarheimili Ragnhildar og Jakobs. Sjáið „Amerískadrauminn", heimsækið Skemmtiland í baksal. Þetta er sýningar- viðburður ársins. Opið virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22. 1 lUlJC Ijí icj u tué
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.