Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 49 Sóley Þorsteins- dóttir — Minning Skarð er fyrir skildi. Sóley Þor- steinsdóttir er horfín á silfruðum öldum sem bera hana heim. Líkami hennar var orðinn lúinn og lasburða jafnvel þó hugur og hjarta hafi sleg- ið sem fyrr. Frændi minn, Ólafur Sigurðsson, eignaðist ekki bara sómakonuna Svölu Ágústsdóttur þegar hann gekk í það heilaga. Hann eignaðist líka tengdamóður sem kallaði ekki allt ömmu sína. Sóley axlaði tvö- falda ábyrgð þegar eiginmaður hennar dó frá fjórum ungum böm- um. Hún barðist eins og hetja til að halda flölskyldu sinni saman. Allir gamlir og grónir Reyk- víkingar þekktu kvenfatabúðina „Sóleyju" sem bar nafn eigandans Soleyjar Þorsteinsdóttur. Þar fékk athafnagleði hennar útrás og hún sparaði enga viðleitni til að koma til móts við kröfur viðskiptavina sinna. Ágúst sonur hennar lést í blóma iífsins er hann var að æfa sig fyrir landskeppni í sundi. Annað eins áfall hefði bugað sjálfhverfari manneskju en Sóleyju. Ung missti hún manninn sinn, þannig að henni var kunnugt um hverfulleika lífsins. Ákveðin frelsis- kennd fylgir þeim sem yfírbuga hræðslu við dauðann. Sóley Þor- steinsdóttir bjó yfír þessu frelsi andans, sem gerir fóik opnara fyrir óendanlegum möguleikum manns- andans. Þegar ég leyfði mér að yfírgefa það hjólfar sem flölskylda mín hafði myndað til að gera mér og systrum mínum kleift að búa við allsnægtir, þá studdi hún við bakið á mér með ráðum og dáð. Gott hjartalag og einlægur áhugi á velferð annarra einkenndi Sóleyju öll þau ár sem ég hitti hana á Hjallabrekkunni. Ég votta öllum afkomendum hennar hluttekningu í harmi og ég vona að sál hennar fæðist fljótt aftur í nýjum hraustum líkama. San Francisco, Gísli Þór Gunnarsson Guðmundur Thorsteins- son - Kveðjuorð „Guð minn almáttugur, er þessi dáinn," varð mér að orði þegar ég las andlátsfregn hans. Ekki vissi ég að hann hét Guðmundur Thor- steinsson, í mínum huga var hann bara 792. Ég er sjálfsagt ekki sú eina sem tek bíl í vinnuna á morgnana, en alveg frá okkar fyrstu ferð var hann léttur í lund og breytti skapi manns í glaðværð á stundinni. Svo eftir okkar fyrstu ferð var spjallað saman um daginn og veginn, en alltaf gat hann komið með björtu hliðamar og gert grín og látið mann hlæja, en leið okkar var stutt og alltaf var spjallið upplífgandi. Svo snemma í vor barst í tal að nú væru sumarfríin í nánd, og þá var auðvitað spurt, ætlar þú eitt- hvað, eða hvert ferð þú, þá kom í ljós að ferðinni hjá báðum var heit- ið vestur til hinnar stóru Ameríku, hann 21. maí en ég 19. maí, hann með sína fjölskyldu til Flórída en ég í heimsókn til dóttur minnar og hennar fjölskyldu í Kalifomíu, og var mikil tilhlökkun hjá báðum. Nokkm eftir heimkomu mína fékk ég svo 792 að morgni þegar ég hringdi á bíl og mikið var gam- an að hitta hann aftur. Auðvitað vom bækumar bomar saman á leið- inni í vinnuna, leiðin var stutt, en mikið hefðum við getað spjallað lengur saman og hlegið því hann sagði svo skemmtilega frá, en vinn- an kallaði á okkur bæði, og við kvöddumst að sinni. Mín orð vom „takk fyrir" en hans „sjáumst". „Vonandi" kallaði ég til baka. En engin veit hvenær það verður. Ég veit að það verður á góðum stað. Guð styrki eiginkonu og böm hans. Ánægður farþegi: M.R.G. Talaðu við ofefeur um þvottavélar SUNDABORG 1 S. 6885 88 - 688589 Talaóu við okkur á heimilis- sýningunni í Laugar- dalshöll 1.-11. sept. Itfiele - ' ‘ i SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89 15 KR.l-290-- 3 KB. 64°- 3 VCB- 665-‘ KAUPFELÓGIN UM LAND Al Bladid sem þú vaknar við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.