Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 17 verður gjaman tortrygginn, þung- lyndur, kvíðinn eða óstýrilátur. Sá sem lokaður er af með sínum líkum verður öryggislaus { samskiptum við aðra og heimur hans, heims- mynd og sjálfsmynd, verður brengl- aður. Það hindrar þó ekki að sá sem einungis lifír með sínum líkum geti lært að láta sér það vel Kka, en hann veit þá aldrei hvers hann fór á mis og enginn veit af hvaða þroskamöguleikum hann missti — og hver er sá sem tekur á sig slíka ábyrgð. Það var gjaman svo að því meir sem bamið var fatlað þeim mun betur var það vemdað og því þyngra varð áfall þess þegar það kom út meðal annarra manna. Það er sem sé upp úr 1950 sem ný viðhorf tóku að ryðja sér til rúms, samskipan, blöndun, normun („in- tegrering") voru hugtök sem svifu yfir heimsbyggðina. Foreldrar tóku víða höndum saman og óskuðu eft- ir stuðningi til þess að geta haft fötluð böm sín heima. Samtök að- standenda, áhugamanna, fag- manna og leikmanna þinguðu og ræddu og síðast en ekki síst fór að bera á því að fatlaðir sjálfír létu frá sér heyra — fyrst þeir sem gátu komið hugsunum sínum hjálpar- laust frá sér, svo sem lamaðir, blind- ir og heymarlausir en síðar einnig þeir alvarlega hreyfihömluðu og/eða þroskaheftu sem með aðstoð eftir áralanga þjálfun gátu miðlað hugsunum sínum til umheimsins. Þau skilaboð sem komu frá fötl- uðum vom og eru ótvíræð, ég nefni hér nokkur þeirra sem látið hafa frá sér heyra meira af handahófí en að um skipulagða upptalningu sér að ræða, en þó til sérstakrar undirstrikunar. Fyrst nefni ég ungu, íslensku stúlkumar Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur og Sigríði Ósk Jónsdóttur, báðar alvarlega hreyfí- og málhamlaðar sem talað hafa til okkar með ljóðum sínum. Christopher Nolen, írskur ungl- ingur með sömu fötlun og stúlkum- ar sem ég nefndi áðan, gaf út sjálfsævisögu stna, „Under the Eye of the Clock", og vann með henni til verðlauna í Bretlandi fyrir bestu ævisöguna árið 1987. Hann lýsir lífi sinu og segir m.a: „Taktu mark á mér eins og ég er og ég skal taka mark á þér eins og tekið er mark á þér“. Suður-afrfski-breski rithöfundur- inn David Wright varð heymarlaus sjö ára gamall. Hann gaf út bókina „Defness a Personal Account" árið 1969, þá tæplega fímmtugur, en þar lýsir hann hve erfítt það er fyrir heymarlausan að nálgast heim hinna heyrandi en jafnframt hve mikilvægt og lífsnauðsynlegt það er. Sænski rithöfundurinn Gunnel Enby lamaðist upp að mitti á ungl- ingsaldri. Hún gaf út bókina „Vi máste fá falska" árið 1972, þá 31 árs að aldri þar sem hún, fyrir hönd allra fatlaðra spyr m.a. hveijum eigi að auðnast ást. Sænski lýðháskólaneminn Elisa- beth Broberg, sem fædd er mongo- liti (down-syndrome) og hreyfí- og málhömluð, hélt ræðu.á þingi nor- rænu samtakanna um málefni þroskaheftra, NFPU, í Uppsölum í ágúst sl. Ég hef áður vitnað ( hana og geri það enn, en hún sagði með- al annars: „Ég veit að ég er þroska- heft og get ekki talað eins og þið og gert alía sömu hluti og þið en ég veit að ég er samt alveg jafn mikilvæg. Á alþjóðlegri ráðstefnu (Jerúsal- em 1968 sem alþjóðasamtök for- eldra og styrktarfélaga þroska- heftra stóðu að, var gefin út yfirlýs- ing þess eðlis að stefna bæri að fullu jafnrétti á öllum sviðum og hæfíngu að samfélaginu. Allir þroskaheftir ættu rétt á fíillkominni þjónustu sem gengi út frá hug- myndum samskipunar, þ.e. að þroskaheftir skulu búa við eðlilega lifshætti og axla ábyrgð (samræmi við getu við svipuð skilyrði og aðrir í samfélaginu. Yfírlýsingin gekk þvert á þá stefnu sem vlðast var fylgt og búseta á stofnun er ( al- gerri andstöðu við hana. Yfírlýsing samtakanna var birt ( skýrslu sem gefin var út á vegum Sameinuðu þjóðanna 1976. Fleiri félagasamtök hafa gefið út sambærilega stefnuyfírlýsingu og er nærtækast að nefíia Lands- samtökin Þroskahjálp og norrænu samtökin NFPU sem Þroskahjálp á aðijd að. í greinargerð sem fýlgir lögum um málefni fatlaðra segir orðrétt: „Á þrítugasta og fyrsta allsheij- arþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1976 var samþykkt að lýsa því yfír að árið 1981 skyldi vera alþjóðlegt ár fatlaðra. Með þessari samþykkt ákvað þingið að það ár skyldi helg- að þeim markmiðum að bæta hag fatlaðra á ýmsum sviðum sem nán- ar greindi í ályktun þingsins undir kjörorðinu „Full þátttaka og jafn- rétti“. í ályktun allsheijarþingsins var langt til að sú grundvallarregla ætti að gilda að fyrirbyggjandi að- gerðir, úrbætur á kjörum fatlaðra og félagsleg og starfsleg endur- hæfíng ættu að verða mikilvægir þættir f félagslegri áætlunargerð í hveiju landi og að hinar sérstöku þarfír fatlaðra bæri að virða á öllum stigum efnahagslegrar og félags- legrar áætlunargerðar. Af þeim sökum var talið að alþjóðaár fatl- aðra gæti gegnt mikilsverðu hlut- verki sem hvati á ríkissijómir til að gefa nægilegan gaum að bættum kjömm þessa þjóðfélagshóps og virkjuðu hann í félagslegri og efna- hagslegri þróun landa sinna. Enn- fremur var lagt til að athyglinni yrði beint að hinum sérstöku vanda- málum sem ýmsir einstaklingar eiga við að stríða til að tryggja þeim öllum viðeigandi meðferð án þess þó að það leiddi til einang- mnar viðkomandi." Síðar í sömu greinargerð segir: „Meðal þeirra aðgerða sem lagð- ar vom til var að endurskoðuð yrði gildandi löggjöf er snertir málefni fatlaðra og gerðar tillögur um ný ákvæði varðandi þá, sérstaklega þau sem fjalla um vemd gmndvall- arréttinda fatlaðra, t.d. menntun, endurhæfíngu, atvinnu og fram- kvæmd á markmiðum alþjóðaárs- ins.“ Og þá höfum við aðdragandann að setningu laga um málefni fatl- aðra sem undirrituð vom árið 1983 og að þeirri hugmyndafræði sem höfð var til viðmiðunar. Þótt fínna megi ýmsa hnökra á þessum lögum, þá á andi þeirra samhljóm með þeim viðhorfum til fatlaðra sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenn- ingu, þ.e. að fatlaðir skuli búa við sömu skilyrði og aðrir ( þvf sam- félagi sem þeir lifa (. Við trúum því að einhver tilgang- ur sé með lffí okkar þótt við sjáum hann misvel. Margir sjá ekki að um sumt hefur fatlaður stærra hlutverk en hinn sem ófatlaður er. Það er mikilvægt fyrir hveija þjóð að gagn- kvæmur skilningur rfki meðal þegn- anna innbyrðis þvf sá skilningur eykur líkur á gagnkvæmum skiln- ingi þjóða ( milli og þar með frið- samlegu lífí. Þann skilning upp- skerum við betur ef við sameigin- lega, svo ól(k sem við erum, tökum þátt f daglegu lffí. Gamli maðurinn leit ströngum augum á dóttur sfna og sagði: „Skildu drenginn eftir hjá mér þegar þú ferð í heimsókn á þetta heimili. Hann getur skaðast á sál- inni við að fara til þeirra." „Mamma, af hveiju er afi svona hræddur við þroskahefta? Veit hann ekki að við erum öll einhvem veg- inn öðruvísi og að það er ekkert hættulegt?" spurði sjö ára drengur- inn skömmu sfðar, en hann hafði verið þijú ár á leikskóla með tveim- ur fötluðum bömum, hreyfihaml- aðri stúlku og mongolita, auk þess sem hann var á öðra ári í grann- skóla og sat við hlið þroskaheftrar stúlku. Snáðinn hefði sjálfsagt tekið undir málsháttinn sem stóð f dag- bókinni minni 24. ágúst sl., en þann dag skrifaði ég þessar Ifnur. Ég geri þennan málshátt að lokaorðum mfnum, en hann er svona: „Notaðu alla hæfíleika þína. Skógurinn væri þögull ef þar syngi enginn fugl nema sá sem best syngur.“ Höfundur er sálfræðingur hjif Svæðisstfóm Norðurlands eystra. Grein þessi var upphaflega flutt sem erindi A aukkþingi Þroska- hjÁlpjir og öryrkjabsndslsgsins hinn 27. Agúst sl. Opnum í dag hina árlegu haustútsölu okkar, á veiðifatnaði, þar á meðal jökkum, vestum, kuldafatnaði, regnfatnaði, peysum og o.m.fl. 20-40% afsláttur Hausttilboð Bjóðum viðskiptavinum vorum afslátt af öllum öðrum vörum meðan útsölunni stendui Langholtsvegi 111 104 Reykjavik i 6870'90 .. 'W —...-.---.. Þegar þú innleysir spariskírteini í Búnaðarbankanum færðu trausta leiðsögn í peningamálum Búnaðarbankinn veitir alla þjónustu við innlausn á spari- skírteinum ríkissjóðs, kaup á nýjum spariskírteinum eða val á öðrum spamaðarleiðum. Bankinn annast innlausn spariskírteina í öllum afgreiðslustöðum sínum, en nú í september eiga margir eigendur spariskírteina kost á að innleysa þau. Sérfmðingar bankans veita góð ráð í peningamálum. í mörgum tilvikum er tvímœlalaust rétt að innleysa spariskírteini og huga að kaupum nýrra skírteina eða öðrum spamaðarkostum. í öðrum kemur til álita að fresta innlausn. Við bendum þeim sem innleysa spariskírteini sín á eftirfarandi spamaðarkosti. 1. Gullbók og Metbók sem báðar gáfu mjög góða raunávöxtun á fyrra árshelmingi. 2. Bankabréf Búnaðarbankans til 2-5 ára með 9,25% raunávöxtun á ári. 3. Ný spariskírteini rikissjóðs sem fást í Búnaðarbankanum. Pau eru til 3-8 ára og gefa 7-8% raunávöxtun. Bankinn hefur opnað nýja afgreiðslu í Hafnarstmti 8, 1. hœð, sem annast viðskipti með Bankabréf Búnaðarbankans og spari- skírteini. Leitaðu ráðgjafar í traustum banka. BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Frumkvæði - Traust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.