Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 23 Að taka á vandanum eftirSigurð Haraldsson Alla tíð síðan ég man eftir mér hafa ríkisstjórnir á íslandi verið að taka á vandanum. Eins og allir vita nú orðið, hefur á þessu ári orðið mikið verðhrun á sjávarafurðum í Bandaríkjunum og íslenskt þjóðarbú hefur mátt kenna á æsifréttamönnum í Þýskalandi, sem komu af stað miklu ormafári í febrúar sl. þar í landi sællar minn- ingar. Markaðir fyrir fisk í Afríku eru steingeldir vegna peningaleysis þarlendra blámanna og ekki er hægt að hrósa íslenskum stjóm- völdum undanfarinna ára fyrir að örva þegna sína til nýrra markaðs- sigra fyrir íslenskar afurðir. Það er einna helst gamli góði Breta- markaðurinn sem við höldum okkar hlut á, og njótum við þar nú sigra okkar í landhelgisstríðum okkar. Þegar stjómmálamenn em að leita samráðs og ráða hjá öðram, sem þeir ekki vilja styggja, um hvort eigi að fara upp_ eða niður væri ánægjulegt, ef allir íslendingar gerðu sér grein fyrir þeim stað- reyndum sem blasa við að framan- sögðu, nefnilega að við lifum enn af framleiðslu sjávarafurða. _ Það era ótrúlega margir íslend- ingar sem halda að illa rekin fyrir- tæki í sjávarútvegi séu rót alls verð- bólguvanda. Þetta sama fólk heldur því blákalt fram að það sé ódýrara og betra að kaupa landbúnaðarvör- ur frá útlöndum og hætta þessu hokri hér upp á eyðiskerinu. Það er einkenni íslensks efna- hagslífs að gengi krónunnar er skráð að ofan, það er ríkisstjómir hafa ákveðið hvað fást margir doll- arar fyrir krónuna. Til þess að vita hversu nærri mjólkurkúnni megi ganga hafa ríkisstjómir sankað að sér liði sprenglærðra hagfræðinga, sem reikna hvemig eigi að skrá gengið þannig að útflutningsat- vinnuvegimir gangi við núllið. Und- anfarin 10 ár eða svo hafa reikni- meistaramir lagt vitlaust saman og gefið sér vitlausar forsendur fyrir lífsafkomu þjóðarinnar, þannig að útgerð og fiskvinnsla hafa komið út með 2—10% tap á ársgrandvelli. Þeir útgerðarmenn sem vora nógu miklir asnar til að halda áfram útgerð, við vonlausar aðstæður, era nú búnir að tapa öllu sínu og meira til. Sigurður Haraldsson „Það eru ótrúlega margir Islendingar sem halda að illa rekin fyr- irtæki í sjávarútvegi séu rót alls verðbólgu- vanda. Þetta sama fólk heldur því blákalt fram að það sé ódýrara og betra að kaupa land- búnaðarvörur frá út- löndum og hætta þessu hokri hér upp á eyði- skerinu.“ hann sagði í þessari ræðu hvaðan hagnaðurinn væri kominn. Skýring Braga var einfaldlega sú að sjóðurinn hafði tekið hagstæð lán erlendis, en lánað á innlendum lánamarkaði miðað við lánskjara- vísitölu og þegar búið var að leggja saman og draga frá þá fengust rúmlega 500 milljónir króna í hagn- að. Þetta þakkaði Bragi réttilega fastskráningu gengis, en gleymdi að þakka reiknimeisturam ríkis- stjómarinnar sem gengu alltaf út frá þeirri forsendu að óeðlilega hátt verð fengist fyrir afurðir okkar er- lendis, þegar þeir sköffuðu sjávar- útveginum sitt til að rétt tapa. Þama er búið að millifæra 500 milljónir frá útflutningsatvinnuveg- unum til Iðnlánasjóðs. Það er rétt sem ráðgjafamefnd ríkisstjómarinnar lagði til að það þarf að minnka báknið. Það mætti byija á því að leggja niður Þjóð- hagsstofnun og reka alla spreng- lærðu hagfræðingana sem hafa at- vinnu af því að reikna út í loftið. Síðan gæti ríkisstjómin beitt sér fyrir því að á Alþingi yrðu sett lög um afnám á lögum um skilaskildu á gjaldeyri. Ef einhver ríkisstjóm hefði kjark til að gera allt þetta er ég viss um að Byggðastofnun yrði með öllu óþörf og þar væri hægt að draga saman í ríkisgeiranum. Ég er líka viss um að niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum verði með öllu óþarfar og útflutn- ingur á ostum og kindakjöti yrði jafnvel arðbær atvinnustarfsemi. Þá kæmu nú aldeilis peningar í kratakassann. En því miður held ég að það sé borin von að nokkur ríkisstjóm beri gæfu til að bjarga efnahagsmálum Islendinga á jafn einfaldan og sjálf- sagðan hátt, því auðvitað væra stjómmálamenn að kveða upp sinn eigin dauðadóm. Steingrímur gæti ekki lofað milli- færslu þaðan og hingað, Þorsteinn gæti ekki gætt hagsmuna sinna umbjóðenda og á Jón Baldvin væri ekki hlustað frekar en ef hann væri skólameistari á ísafírði, Albert þyrfti ekki að gera neinum greiða, Ólafur Ragnar gæti ferðast til Ind- lands án þess að þurfa að hafa áhyggjur af efnahagsmálum og lág- um launum heima á íslandi og ein- stæðu mæðumar fengju líklegast mannsæmandi kjör í fiski, þannig að Kvennalistinn væri með öllu óþarfur. Ríkisstjórn Islendinga á gott, það er til einföld lausn á vanda íslensks efnahagslífs, og allir verða sælir ef sú lausn verður notuð. Höfundur er framkvæmdastjári Skuldarhf. m æ STIMPILDÆ LUR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Vöh vamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Einu sinni kallaði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra einhveija stjómvaldsaðgerð milli- færslu. Þetta er millifærsla. Með því að halda gengi krónunnar of háu miðað við dollar hafa stjómar- herramir fært peninga frá þeim sem lifa af útflutningi. En hvert hafa þeir fært þá. Flest- ir svara að þetta komi fram í lægra vöraverði. En samt er hvergi dýrara að lifa en hér. Einhveijir segja að helvítis heildsalamir græði. Ég segi „njóti þeir heilir“. Á aðalfundi Iðnlánasjóðs snemma á þessu ári flutti formaður sjóðsins, Bragi Hannesson banka- stjóri, ræðu og þar tíundaði hann mikinn gróða af starfsemi sjóðsins á áðurgengnu ári. En hann gerði meira en kætast yfir hagnaðinum, V^terkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! JOHN WEST JOHN WEST ^mémMtaamssmœmanmiaE^& —rl ÝsSflP®9 jL. Gæðaframleiðsla úr 1. flokks hráefni Sælkemvörur Áverði fyrir alla. í veisluna, hversdagsmatinn eða nestispakkann Stórar sardínur. Krabbi. Túnfískur í olíu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.