Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 32

Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Heimsókn Noregskonungs * Olafur fimmti Noregskon- ungur er aufúsugestur á Islandi. Hinn aldni og lífsreyndi þjóðhöfðingi Noregs nýtur óskoraðrar virðingar íslensku þjóðarinnar. Þess er enn minnst sem merkisatburðar í upphafí lýðveldistíma íslandssögunnar þegar Ólafur konungsefni Nor- egs kom hingað til lands fyrir 41 ári og afhjúpaði styttu af Snorra Sturlusyni í Reykholti eftir norska myndhöggvarann Gustav Vigeland, gjöf frá Norðmönnum. I þeirri Islands- för fólst ekki aðeins ræktar- semi við minningu Snorra Sturlusonar og framlag hans til heimsmenningarinnar og sögu Noregs heldur mátti einn- ig líta á hana sem virðingar- vott og viðurkenningu á hinu unga lýðveldi. íslenska þjóðin var þá að stíga sín fyrstu spor úr danska konungdæminu eftir sambandsslit sem óhjákvæmi- lega vöktu sársauka hjá ýmsum í Danmörku. Heimsókn norsks konungsefnis af ætt Danakon- unga hafði meira en táknrænt gildi á þeim árum og sýndi í senn kjark og vináttu. Síðan hefur Olafur Noregskonungur sótt okkur tvisvar heim, 1961 og 1974, og ávallt verið vel fagnað. Meðal þeirra staða sem Nor- egskonungur heimsækir eru Þingvellir, Reykholt, Viðey og Bessastaðir. Allir tengjast þeir með einum eða öðrum hætti sameiginlegri sögu Norðmanna og íslendinga. Af rausn ætla Norðmenn að leggja endurreisn í Reykholti lið. Er ekki vafi á að framkvæmdimar sem þar standa yfir eiga eftir að laða fleiri til Reykholts og gera það að kjömum áfangastað fyrir þá er ferðast vilja um landið og kynnast sögu þess og feg- urð. I Viðey sér konungur hve vel íslenskir handverksmenn standa að endurreisn gamalla húsa. Er ánægjulegt að Viðey skuli nú hafa bæst í hóp þeirra sögustaða, sem sjálfsagt þykir að sýna erlendum þjóðhöfðingj- um. Samleið Norðmanna og ís- lendinga í sögunni skilur eftir sig margar minningar. Sögum- ar geyma upphafið og verður skuldin við þá sem festu þær á blað aldrei goldin. Ræktar- semi við þann arf stangast síður en svo á við þau verkefni sem hæst ber hjá þjóðunum á líðandi stundu. í endursögn af ræðu Ólafs konungs sem hann flutti blaða- laust á Bessastöðum í fyrra- kvöld kemur fram, að hann minntist þess að Norðmenn hafí sótt styrk í sögur Snorra á erfíðum tímum, meðal annars á árum síðari heimsstyrjaldar- innar. Einmitt á þeim árum settu Norðmenn mikið traust á konung sinn Hákon sjöunda föður Ólafs og krónprinsinn sjálfan sem var skipaður yfír- maður norska heraflans 1944 og var fyrstur úr konungsfjöl- skyldunni til að stíga fæti að nýju á norska grund eftir út- legðina í Englandi á stríðsárun- um. Reynsla Norðmanna í stríðinu varð til þess að á árun- um 1948 og 1949 höfðu þeir forgöngu um að þijú Norður- landanna, Danmörk, ísland og Noregur, tengdust samstarfi Atlantshafsríkjanna í varnar- og öryggismálum. Þetta sam- starf á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins hefur tryggt frið í okkar heimshluta. Hafa Norð- menn haft forystu um að beina athygli bandalagsþjóðanna að þeirri gjörbreytingu sem orðið hefur í öryggismálum á okkar slóðum með stöðugri útþenslu sovéska heraflans frá Kóla- skaga, austan sameiginlegra landamæra Noregs og Sov- étríkjanna. Norðmenn hafa ekki gert tvíhliða varnarsamn- ing eins og við gerðum við Bandaríkjamenn 1951 og leyfa ekki erlendar herstöðvar í landi sínu á friðartímum. A hinn bóginn leggja þeir gífurlega áherslu á sameiginlegar vama- raðgerðir NATO-ríkjanna í landi sínu og einmitt þessa daga stendur yfír æfing tug- þúsunda hermanna er tengist vömum Noregs á sjó, landi og í lofti. Sjálfstæði þjóða er lítils virði ef þær em ekki sjálfar reiðu- búnar að leggja eitthvað af mörkum til að veija það og tryggja öryggi sitt. Norðmenn og Islendingar standa best vörð um sameiginlegan arf með því að veija lýðræðislega stjómar- hætti á grundvelli kristins sið- gæðis og með virðingu fyrir mannréttindum, sjálfstæðri hugsun og sköpun að leiðar- ljósi. HEIMSOKN OLAFS V. NOREGSKONUNGS Fjöldi fólks fagnað höfðingjunum í Rei Konungur afhenti menntamálaráðherra eina milljón norskra \ FJÖLDI fólks var í Reykholti er Ólafur V. Noregskonungur og Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands komu þangað ásamt fylgdarliði um klukkan 15 í gær. Hópur barna veifaði íslenskum og norskum fánum sem einnig blöktu hvarvetna við hún. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra og frú Sonja Bachmann tóku þar á móti hinum tignu gestum ásamt Steingrími Hermannssyni ut- anríkisráðherra og frú Eddu Guðmundsdóttur. Fjöldi Borgfirðinga á öllum aldri var kominn í Reykholt til að fagna konungi og forseta, þeirra á meðal allir prestar héraðsins og þingmenn Vesturlands. Tvær ungar stúlkur færðu þjóðhöfðingjunum blóm og Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akra- nesi lék. í fylgdarliði þjóðhöfðingj- anna voru meðal annarra Jón Sig- urðsson dóms- og kirkjumálaráð- herra, eiginkona hans, sendimenn ríkjanna og eiginkonur þeirra. að Norðmenn mætu mikils sameig- inlegin arf þjóðanna sem tengdist Snorra Sturlusyni. Einnig sagði ráðherra að Reykhyltingar hefðu sjálfír haft frumkvæði að bygging- unni og bæru hita og þunga verks- ins. Því væri höfðingleg gjöf Nor- egskonungs best varðveitt hjá þeim. Jónas Jónsson skólastjóri í Reyk- holti og formaður sóknamefndar Reykholtssóknar veitti gjöfinni við- töku úr hendi ráðherra og ávarpaði konung. Avarpi sínu lauk Jónas með tilvitnun í orð Gunnars á Hlíða- renda úr Njálu: „Góðar þykja mér gjafír þínar en þó meira verð vin- átta þín...“ Loks færði Jónas kon- ungi og forseta hvoru sitt eintakið af Helgastaðabók að gjöf frá Reyk- hyltingum. Að lokinni þessari athöfn var gengið til hátíðarsalar Reykholts- skóla þar sem menntamálaráðherra ávarpaði viðstadda stuttlega en síðan rakti Snorri Þorsteinsson skólastjóri sögu Reykholts og Snorra Sturlusonar. Að því loknu voru bomar fram léttar veitingar. Séra Heimir Steinsson, þjóðgarð: ungi yfir Þingvelli. Frú Vigdís vinstri. Klukkan 17 héldu svo hinir tignu gestir á brott frá Reykholti í TF— SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar og Þór Magnússon þjóðminjavörður leiddi gestina um Reykholt, sýndi þeim Snorralaug og fomleifaupp- gröft sem unnið er við á staðnum. Konungur sýndi lifandi áhuga á sögu og staðháttum og spurði fylgdarmenn sína margs. Því næst var haldið að nýbygg- ingu Snorrastofu og kirkju í Reyk- holti. Þar fór fram stutt athöfn sem hófst með kórsöng en síðan leiddi sóknarpresturinn í Reykholti séra Geir Waage viðstadda í bæn. Að því loknu flutti forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, stutt ávarp og bað þess að minning Snorra mætti lifa meðan ísland byggðist. „Með henni lifír íslensk tunga og sjálfsmynd," sagði forseti. Að ávarpi loknu lagði Vigdís Finn- bogadóttir homsjtein að Snorra- stofu. Síðan tók Ólafur V. Noregs- konungur til máls, flutti ávarp (sjá annars staðar á síðunni) og afhenti menntamálaráðherra eina milljón norskra króna að gjöf frá norsku þjóðinni til byggingar Snorrastofu. Menntamálaráðherra veitti gjöfínni viðtöku, þakkaði og sagði hana vera tákn tryggðar og vináttu Norð- manna í garð íslendinga, sem sýndi Forseti íslands og Noregskonungur ganga að Reykholtsskóla. Á mi eiginkona menntamálaráðherra. Ræða Ólafs V. í Reykholti: An Snorra væri vitneskj manna um rætur sínar fi í RÆÐU sem Ólafur V. Noregs- konungur flutti í Reykholti í gær sagði hann að það væri sér mikið ánægjuefni að koma i Reykholt að nýju. Aldagamlir þræðir tengi Noreg þessum stað. Þræðir sem ekki hafi látið á sjá kynslóð eftir kynslóð, þökk sé islenska skáldsnillingnum og höfðingjanum Snorra Sturlu- syni. Konungur sagðist ánægður með að sjá að Snorrastyttan risi hátt í umhverfi sínu. Ætlunin hefði verið að styttan minnti daglega á þá skuld sem norska þjóðin ætti Snorra ætíð að gjalda. Konungur sagði að í Reykholti hefði Snorri skrifað sögu Noregs- konunga, Heimskringlu. Það verk bæri hvað hæst í bókmenntaarfi Norðmanna. Með lestri Heims- kringlu hafí Norðmenn þróað með sér þjóðemisvitund. Heimskringla hafí kveikt í bijóstum þeirra sjálf- stæðis- og frelsisþrá á erfiðum tímum sem í góðæri. Án Snorra væri vitneskja norsku þjóðarinnar um rætur sínar fátækleg. Verk hans hafí ekki ein- göngu verið kærkomin lesning á norskum heimilum og í sérhverri skólastofu í landinu. Verk íslend- ingsins Snorra hafí veitt innblástur þeim norsku skáldum sem færðu Norðmönnum eigin þjóðlegar bók- menntir. Noregskonungur sagði að í Reykholti væri Snorri ekki vera úr fortíðinni, heldur lifandi og margir væm þeirrar skoðunar að hið sama ætti við um gjörvallt ís- land. Þá sagði Noregskonungur að spora Snorra sæi víða stað í Noregi nútímans. Endurreisn norska konungsdæmisins á þessari öld, sem hefði átt sér djúpar rætur í norskri sögu og þjóðararfi, hefði ekki orðið að veruleika án Snorra. Konungur sagði að vegna hinna sterku tauga sem enn tengdu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.