Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 50
,50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags: Hatt í tveimur milljónum var ið til útbreiðslu Biblíunnar AÐALFUNDUR Hins íslenska biblíufélags, fyrir 173. starfsár félagsins, sem er elst starfandi félaga á landinu, var haldinn I Guðbrandsstofu, aðsetri bibliufélagsins í Hallgrímskirkju, þann 13. ágúst sl. Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félagsins, var af því tilefni inntur eftir þvi hvað fram hefði komið á fundin- um og hvað væri helst á döfinni hjá Hinu islenska biblíufélagi. Málverk í Guðbrandsstofu af brautryðjendum íslenskrar biblíuútgáfu: Oddur Gottskálks- son í fjósinu í Skálholti, Guð- brandur biskup, með fyrstu Bibl- íuna á íslensku 1584 og Ebenezer Henderson, hvatamaður að stofnun Hins íslenska biblíufé- lags 1815. „Förseti félagsins, herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, setti fundinn og stýrði honum. Varaforseti HÍB, sr. Jónas Gíslason, prófessor, flutti að þessu sinni, að beiðni biskups, stutta skýrslu um helstu mál sem komið hefðu til umræðu á fundum stjómarinnar á liðnu starfsári." Framkvæmdastjóri félagsins, Hermann Þorsteinsson, flutti starfsskýrslu og gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum HÍB fyrir árið 1987. Hann gat þess í upphafí að „frá síðasta aðalfundi hefði orðið sýnilegur þarna í Guð- brandsstofii, félagi HÍB nr. 1, Ebenezer Henderson, hvatamaður að stofnun biblíufélagsins árið 1815, þ.e. málverk af honum, gert af Bjama Jónssyni listmálara, væri nú komið upp á vegg þama í bæki- stöð biblíufélagsins, við hlið mál- verka af Guðbrandi biskupi og Oddi Gottskálkssyni. Hér væru því komnir þrír brautryðjendur fslenskrar biblíuútgáfu í samhljóm- an við orð ritningarinnar: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvemig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra." (Hebr. 13:17).“ Biblíusending til Sovétríkjanna „Reikningar báru með sér að framlag HÍB til sameiginlegs sjóðs Sameinuðu biblíufélaganna (United Bible Societies) , til hjálpar út- breiðslu ritningarinnar í löndum þriðja heimsins og víðar nam á liðnu ári 15 þúsund Bandaríkjadölum, eða 563 þúsund krónum, en heildar- upphæð þessa hjálparsjóðs 1987- 88 em 33,2 milljónir Bandaríkja- dala. í skýrslum kom einnig fram að á þessu ári hefði safnast og verið send ein milljón króna til að kosta 1% hluta íslands í hinni norrænu biblíugjöf til Kirkju Rússlands í til- efni af 1000 ára afmæli kirkju þeirra á þessu ári. Samtals er um að ræða 450 þúsund bækur, eða 150 þúsund sett, af Tolokovaja Biblija, þ.e. Biblían á rússnesku með skýringum. Öllum, sem hlut áttu í þessari góðu söftiun, er hófst á Biblíudaginn í ár, vom á fundinum tjáðar þakkir fyrir framlögin sem gerðu þessa einstæðu gjöf mögu- lega. Framlag var veitt á árinu, krónur 100 þúsund, í sérstakan hjálparsjóð til að leysa úr banni stjómvalda í Eþíópíu Biblíur sem kyrrsettar höfðu verið í Addis Abeba í 1-2 ár. Annað tilsvarandi framlag var veitt til samstarfsnefndar um orð- stöðulykil Biblíunnar 1981. Sá lyk- ill á að gera allan texta Biblíunnar aðgengilegan á tölvuskjám og skapa möguleika á útgáfu Orðalyk- ils Biblíunnar, handhægum og að- gengilegum fyrir almenning. Undanfarin fímm ár hefur HÍB í ársbyijun dreift í stómm upplög- um biblíulestrarskrám, sem mætt hafa greinilegri þörf og hafa fengið góðar viðtökur. Slík skrá fyrir 1989 er nú í undirbúningi og verður væntanlega send út um n.k. áramót. Unnið að þýðingn Apókrýfu-bókanna Á vegum HÍB hefur undanfarin ár verið unnið að nýþýðingu hinna svonefndu Apókrýfu-bóka Gamla KEINN ÞEIM UPiGA þann vrg sem hann á ad ganga og þcgar hann cldist mun hann ei vikja þar frá (Blblun IMI. OtMi. 32.61 GERUM IflNA UPIGU LÆSA A OG HANPGENGNA BIBLÍUNINI -Með hverju geiur ungur nuður haMið vcg/ sutum hrcinum f Með þvi ad geta gaum að ORDIOUDS. * aeskuna tU þroska_ SAUPI SÆÐI OUÐS OKOS I LlF HEHPtAR! Jtvort skllur þú það. sem þu ert að lesa?~ -llvemig ætti cg að geta það. ef enginn leiðbeinir métr ifúsl. &30 JI) Hveijir leiðbeina íslensku æskufólki iraunárið 1988 við lestur BIBLÍUnHAR? _____Foreldrar? Kennarar? Prp.slar?__________ testamentisins, sem vom hluti íslensku Bibiíunnar allt frá 1584 til 1866. Ritin vom á þessarí öld gefín út í sérstakri bók, sem nú er löngu uppseld. Einnig hefur á undanföm- um missemm verið unnið að nýþýð- ingum tveggja rita Gamla testa- menntisins, í athugunarskyni fyrir stóm HÍB í samvinnu og samráði við ráðunauta Sameinuðu biblíufé- laganna. Biblían 1981 er nú fáanleg í tveim stærðum og margskonar bandi. Nýkomin er til landsins send- ing af vasabiblíunni í mjög vönduðu skinnbandi, einnig með rennilás, svo og í góðu, en ódým skivertex- Birna Bragadóttir starfsmaður Orkubús Vestfjarða vann í samkeppni meðal starfsmanna um hönnun lóðarinnar umhverfis aðalstöðvar Orkubúsins á Stakkanesi 1. Hér tekur hún við viðurkenningu fyrir bestu lóðina við atvinnuhúsnæði ásamt orkubússtjóranum, Kristjáni Haraldssyni. Frá vinstri eru Kristj- án, Ásthildur, María, Bima og Haraldur. GARÐRÆKTIBLOMA tsafirði. Frumlegasti garðurinn fékk nú í fyrsta sinn verðlaun í árlegri úthlut- un garðskoðunamefndar IsaQarðar. Með því vildi nefndin undirstrika nauðsyn þess að fólk bryti upp á einhveiju nýju í garðrækt en áber- andi er að sögn nefndarinnar hvað garðar á Ísafírði em keimlíkir. Það vom hjónin Anna Ragna Gunnarsdóttir og Rögnvaldur Óskarsson, Seljalandsvegi 14, sem fengu verðlaunin fyrir hugmynda- auðgi og hugrekki sem fylgt er eft- ir með framkvæmdagleði. Hjónin Eyrún Leifsdóttir og Skarphéðinn Gfslason, Króki 2, fengu verðlaun fyrir fegursta garðinn sem nefndin sagði bera af vegna fegurðar og sýnilegrar eljusemi við hirðingu erf- iðrar lóðar. Þá fékk Orkubú Vestfjarða viður- kenningu fyrir fallegustu lóðina við hús fyrirtækisins. En lóðin við aðal- stöðvar Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, var að mestu unnin í sumar eftir að farið hafði fram samkeppni um hönnun lóðarinnar meðal starfsmanna fyrirtækisins. Sigurvegari varð Bima Bragadóttir og hefur verið unnið samkvæmt til- Garðurinn við húsið á Seljalandsvegi 14 er unninn af hugmyndaauðgi og hugrekki að sögn garðaskoðunarnefndar. Hjónin Anna Ragna og Rögnvaldur sitja við garðborðið en bakvið eru gular og rauðar rósir og gróskumikill vínviður. lögu hennar í sumar. Þetta er í annað sinn sem Orkubúið fær verð- laun nefndarinnar en í fyrra skiptið var það vegna varaaflsstöðvarhúss félagsins í Mjóusundum. Að sögn nefndarinnar hefur frá- gangur lóða tekið stórstígum fram- fíimm á ísafírði á undanfömum ámm og er nú viðast kominn í gott horf, en umgangur um opin svæði og ýmis vinnusvæði em bæjarbúum til vansa. Formaður nefndarinnar er Ásthildur Þórðardóttir skrúð- garðafræðingur, en bæjarstjórinn á Isafírði, Haraldur L. Haraldsson, afhenti viðurkenningamar. - Úlfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.