Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 33
MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEIU’EMBER 1988 _________________ Sjónvarpið: Starf frétta- manns í Kaup- mannahöfn lag^t niður ÚTVARPSRÁÐ fjallaði á fundi sínum í gær um starfsmannahald á fréttadeild Sjónvarpsins og kom þar m.a. fram að Ögmundur Jón- asson er væntanlegur heim frá Kaupmannahöfn og mun hefja störf á fréttadeildinni í stað Guðna Bergssonar. Ekki verður endurráðið i starf fréttamanns Sjónvarps i Kaupmannahöfn, a.m.k. fyrst um sinn. Samkvæmt þessu verða því ekki auglýstar lausar stöður á fréttadeild Sjónvarpsins að þessu sinni, því eins og fram hefur komið mun Ingimar Ingimarsson taka við starfi Omars Ragnarssonar, sem nú hefur hafið störf á Stöð 2. Á fundi Útvarpsráðs í gær var borin upp fyrirspum til útvarpsstjóra varðandi fjögurra ára leyfi Hrafns Gunnlaugssonar, dagskrárstjóra Sjónvarpsins, sem fyrirspyijanda mun hafa þótt óeðlilega langt. Svar- aði útvarpsstjóri því til að leyfið væri veitt samkvæmt samnorrænum reglum. Starf Hrafns verður hins vegar auglýst laust til umsóknar til fjögurra ára. Jóhann með hvítt gegn Karpov JÓHANN Hjartarson hefur hvítt gegn Anatolíj Karpov í fyrstu umferð Tilburg-skákmótsins í Hollandi, sem hefst í dag. Dregið var um töfluröð í gær að viðstödd- um borgarstjóranum i Tilburg og fleiri gestum. Töfluröðin er þessi: 1. Jóhann Hjartarson. 2. Jan Timman. 3. Lajos Portisch. 4. Predrag Nikolic. 5. John Van der Wiel. 6. Robert Húbner. 7. Nigel Short. 8. Anatolíj Karpov. Tefla þeir tvöfalda umferð. Aðrar skákir í fyrstu umferð eru Timman gegn Short, Protisch gegn Húbner og Nikolic gegn Van der Wiel. Grandi hf.: Þorskaflinn 35% minni en í fyrra ÞORSKAFLI fiskiskipa Granda hf. fyrstu 6 mánuði þessa árs var 1.463 tonn, eða 35% minni en á sama tíma í fyrra, og ufsaafli ski- panna var 1.696 tonn, eða 20% minni en í fyrra, segir í frétta- bréfi Granda. Ýsuafli Grandaskipa var hins veg- ar 30% meiri fyrstu 6 mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, eða 539 tonn, karfaaflinn var 16% meiri en í fyrra, eða 7.041 tonn, og grálúðu- aflinn var einnig 7.041 tonn en 8% meiri en í fyrra. Annar afli skipanna var 23% minni en ! fyrra og heildar- afli þeirra var 12.763 tonn, eða 0,7% minni en í fyrra. Gera má ráð fyrir að seinni hluta þessa árs verði þors- kveiðin meiri en fyrri hluta ársins og skipin nái því að veiða þorskkvóta sinn, segir í fréttabréfinu. í fyrra veiddu togarar fyrirtækis- ins samtals 26.209 tonn að verð- mæti 741,982.244 milljónir króna. Þorskur var 22% af aflanum og karfi 50%. Fjöldi sjómanna á togurunum var 113 í fyrra, þannig að ef aflaverð- mætinu er deilt niður á skipveijana koma 6,5 milljónir króna í hlut hvers og eins. Þess má geta, segir í frétta- bréfinu, að landsframleiðsla á hvern íbúa á íslandi var um 800 þúsund krónur árið 1987. : Þjóð- cróna til Snorrastofu ’orgunblaðið/Ámi Sæberg þeirra sést frú Sonja Bachmann I j a Norð- itækleg | Norðmenn íslandi og rekja mætti f til daga Snorra vildu Norðmenn f gjaman taka þátt í ráðagerðum | íslenskra stjómvalda um að sýna 1 minningu Snorra sóma. f Síðan athenti Ólafur V. Birgi f ísleifi Gunnarssyni gjöf Norð- f manna, eina milljón norskra króna, f til byggingar Snorrastofu í Reyk- | holti og sagði að með því vildu f Norðmenn enn sýna þakklæti sitt | fyrir einstætt framlag íslands til | þjóðararfs Norðmanna. Snorrastofa muni í framtíðinni l minna báðar þjóðirnar á það fram- 1: !ag. Ólafur V. Noregskonungur afhendir Birgi ísleifi Gunnarssyni menntamálaráðherra þjóðargjöf Norð- manna til byggingar Snorrastofu. Að Mógilsá voru Ólafi konungi afhentar Iitmyndir af staðnum, eins og hann var áður en uppbygging hófst þar og eins og hann er nú. Talin frá vinstri Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri landbúnaðar- ráðneytisins, Sigurður Blöndal skógræktarsljóri, Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags ís- lands, norsku sendiherrahjónin Per og Liv Aasen, Ólafur konungur og frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands. Veðurguðirnir brostu við Noregskonungfi gjá. Séra Heimir Steinsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, sagði í nokkrum orðum frá sögu staðarins og sameiginlegum arfi Norðmanna og Islendinga. Frá útsýnisskífunni var haldið að Þingvallabænum og Þingvalla- kirkja skoðuð og að því loknu snæddur hádegisverður í Valhöll í boði forsætisráðherrahjónanna. Á boðstólum voru sjávarréttir með ijómasósu í forrétt, glóðaður Þing- vallasilungur með ristuðum hnet- um og drottningarsósu í aðalrétt og pönnukökur með ijóma og krækibeijalíkjör í eftirétt. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra rifjaði meðal annars upp í ávarpi sínu við hádegisverðinn að á Þingvöllum hefðu menn beitt og þróað þau lög sem landnámsmenn- irnir komu með frá Noregi og minntist heimsóknar Ólafs, sern þá var krónprins, þegar styttan af Snorra Sturlusyni var afhent og afhjúpuð fáum árum eftir seinni heimsstyijöldina. Þrátt fyrir ólíka reynslu af styijöldinni hafi báðar þjóðirnar dregið þá ályktun af henni að það væri brýn þörf fyrir þær að taka höndum saman til að tryggja sameiginlegt öryggi land- anna. Vegna legu sinnar væru löndin háð hvort öðru í öryggis- málum og þar til viðbótar kæmu tengsl vegna sögu og menningar. Áð loknum hádegisverðinum flugu þjóðhöfðingjamir og fylgd- arlið til Reykholts í Borgarfirði með þyrlum Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ og TF-SIF. í gærkvöldi var engin dagskrá en í dag verða meðal annars Árnasafn, Norræna húsið og Listasafnið skoðuð og farið til Viðeyjar. í kvöld býður Ólafur konungur til kvöldverðar til heiðurs forseta Islands á Hótel Holti. Morgunblaðið/Sverrir svörður, sýnir Ólafi V. Noregskon- |Finnbogadóttir, forseti íslands, til \ fylgdust hinir fjölmörgu gestir með brottförinni og veifuðu öll í kveðju- skyni. VEÐURGUÐIRNIR sýndu sínar bestu hliðar á öðrum degi heim- sóknar Ólafs V. Noregskonungs til landsins. Konungurinn heim- sótti í gær skógræktarstöð ríkisins að Mógilsá í Kollafirði, Þingvelli og Reykholt í Borgar- firði í blíðskaparveðri, glamp- andi sól og léttri norðangolu og landið skartaði litum haustsins. Dagurinn hófst með heimsókn Ólafs konungs og Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, ásamt fylgdarliði í rannsóknarstöð Skóg- ræktar ríkisins að Mógilsá í Kolla- firði, sem reist var fyrir þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga, og var stöðin skoðuð í fylgd Sigurðar Blöndal, skógræktarstjóra. Frá Mógilsá var haldið til Þingvalla, þar sem Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra og frú Ingibjörg Rafnar kona hans tóku á móti konungi við útsýnisskífuna við Almanna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.