Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 42

Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 ~\ Fjóla ásamt Chrístiane, þýskrí vinkonu sinni. Á ítalskrí strönd. Fjóla er önnur frá hægrí. Fegin að ég fæfldist hér en ekki á Italíu Fjölmörg' íslensk ungmenni fara til útlanda á sumrín til þess að læra aðskiljanleg tungumál. Lengi var mjög vinsælt að fara til enskumælandi landa í þessu skyni og er það vafalaust enn. Eftir þvi sem árin hafa liðið hafa menn þó leitað í æ ríkari mæli til annarra landa til að vikka sjóndeildarhríng sinn og læra framandi tungur, svo sem spænsku eða ítölsku, svo eitthvað sé nefnt. En skyldu menn hafa mikið gagn af slíku námi? í hinni fornu menningar og listaborg Flórens á ítaliu eru starfræktir ýmsir tungumálaskólar fyrir útlendinga, einn af þeim heitir Dante Alighierí. Ung íslensk stúlka, Fjóla Ósk Gunnarsdóttir fór til náms í þessum skóla fyrír rúmu ári siðan og var þar i þijá mánuði. Vegna þessa gerði hún hlé á menntaskólanámi sínu allan síðastliðinn vetur en tekur til við það nám á ný í haust. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Fjólu nýlega að máli og spurði hana um gagnsemi þessararítaliudvalarf yrir- hana.„Ég tel að fólk hafi mjög gott af því að fara út og þurfa að standa þar á eigin fótum. Menn læra að hugsa um sig sjálfa þegar þeir hafa engan til að treysta á. Ég fór út í endaðan maí í fyrra og þekkti þá ekkert til skólans sem ég var að fara i. Ég hafði heyrt talað um þennan skóla þegar ég fór út sumarið 1986 í sumarfrí til Ítalíu með nokkrum skólafélögum mínum. Seinna sá ég auglýsingu frá þessum skóla hjá Útsýn og varð mjög fegin að þurfa ekki að standa í að f inna út hvernig ég næði sambandi við skólann sem ég var þá löngu ákveðin í að fara í. Egfórein út, var eina nótt í Lon- don og flaug svo til Písa og þaðan með test til Flór- ens. Égverðað viðurkenna að ég var mjög hrædd þegar ég kom til London og varð að bjarga mér að öllu leyti sjálf. Ég kom seint um kvöld og átti fullt í fangi með að komast með farangurinn inn í rútuna sem ég átti að takatil að komast á hótel- ið sem ég átti að gista á. Ég var líka taugaóstyrk daginn eftir en ég var svo heppin að komast í kynni við fullorðin ensk hjón á Heathrow-flugvelli og þau aðstoð- uðu mig við að komast í flugvélina sem ég átti að fara með til Italíu. En eftir að ég komst yfir þennan skrekk gekk allt vel. í Flórens beið mín húsnæði í stórri íbúð sem skólinn útvegaði. Með mér í íbúðinni bjuggu fjórar þýskar stelpur sem ég gat lítið sem ekkert talað við fyrstu dagana. Ekki aðeins vegna tungumálaörð- ugleika heldur líka vegna feimni. Svo rættist úr því og við reyndum að spjalla saman eftir föngum, ýmist á ensku, sem Þjóðverjar eru oft ekki sleipir í, eða á ítölsku sem við vorum allar komnar til að læra. Ég kynntist tveimur af þessum stelpum mjög vel og við urðum góðar vinkonur, ég held sambandi við þær enn. Námið í skólanum hófst þannig að mér var vísað inn í bekk þar sem fyrir var fólk á ýmsum aldri frá ótal þjóðlöndum. Margt af þessu fólki átti þó ítalskt foreldri sem hafði flutt úr landi en vildi að bömin lærðu ítölsku og kynnt- ust sínu öðru föðurlandi. Við lærð- um ítalska málfræði og vorum lát- in ræða mikið saman á ítölsku og þess var stranglega gætt að við ræddum saman á ítölsku í frímínútunum. Kennarar voru þar alls staðar á vakki og blönduðu sér í hópinn til þess að fylgjast með að við notuðum ekki enskuna í samræðum. Þetta var ferlega erfítt fyrst, ég skildi varla nokkurt orð, en smám saman fór þetta að glæðast og ég gat fylgst meira með. Það var líka hægt að taka tíma í læra að nota hendumar með sjálfu tungumálinu, Það má næstum segja má að handahreyf- ingar ítala séu sér tungumál. Einn mánuðinn fékk ég að sitja slíka tíma með vinkonum mínum, en aðallega lærði ég handahreyfíng- amar af því að fylgjast með og tala við ítalina sjálfa. Ég kynntist tveimur ítölskum stelpum þama í gegnum ástralska skólasystur mína. Ég held að slík kynni séu fremur sjaldgæf því ítalskar stelp- ur vilja sem minnst vita af útlend- ingum. Þessar stelpur voru systur og þær buðu mér heim með sér til Crotone á Calabria þar sem foreldrar þeirra búa. Það var mjög gaman að koma þangað, menning- in þar syðra er töluvert önnur en menning Norður-ítala. Á Suður- Ítalíu er fólkið miklu opnara og mjöggestrisið. Flórens er mikil ferðamannaborg og á sumrin flýja flestir íbúamir út í sveit undan öllum þessum ferðamannaskara og vilja helst blanda sem minnst geði við aðkomufólkið. Kennaram- ir voru þó öðruvísi. Þeir gerðu allt til þess að við nemendumir kynnt- umst innbyrðis og einnig ræddu þeir heilmikið við okkur og sögðu okkur frá landi og þjóð. Einn kenn- arana, maður um fímmtugt, hafði mikinn áhuga á íslandi og hvað þar væri að gerast. Sérstaklega hafði hann áhuga á kvennapólitík- inni og vildi frétta sem mest um Kvennalistann. Honum fannst þetta skrítið, ég hafði á tilfinning- unni að honum fyndist skrítið að konur kæmust upp með slíkt og þvflíkt. Meðan ég var þama úti var sýndur þáttur um ísland. Einu sinni þegar ég kveikti á sjónvarp- inu var Þórhildur Þorleifsdóttir þingkona að tala um Kvennalis- tann. Þetta vakti mikla athygli. Af kynnum mínum af kjörum ítal- skra kvenna held ég að við, is- lenskar konur, höfum það frekar gott. Ég er minnsta kosti fegin að hafa fæðst og alist upp hér en ekki á Ítalíu. Þó stúlkur þar kom- ist til náms kemur það þeim að litlum notum síðar meir. Hlutverk þeirra verður eigi að síður að mestu einskorðað við bú og börn, en kannski á þetta eftir að breyt- ast. Þetta var að minnsta kosti mín tilfínning fyrir ástandinu þar ytra. Mér fannst margt sem ég kynntist á Ítalíu vera mjög frá- brugðið því sem ég átti að venj- ast. Það er til dæmis ekki algengt að fólk búi saman fyrir hjónaband enda eru ítalir kaþólskir eins og menn vita. Trúin virtist mér þó vera mjög yfirborðskennd, menn eru sífellt að signa sig og Maríu- dýrkunin er ofboðsleg. Samt er allt vaðandi í gleðikonum og klæð- skiptingum sem selja sig. Það er ekki farið leynt með þetta, í göt- unni sem ég átti heima í bjuggu fimm gleðikonur og þær voru bestu vinkonur allra. Þær stopp- uðu ungar mæður með bama- vagna og gamlar konur á leið í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.