Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 64
C-. wgmiMjifetfeí Tork þurrkur. Þegar hreinlæti er nauðsyn. <ág>asiaeohF ’ Vesturaötu 2 Póstholf Vesturgötu 2 Póstholf 826 121 Reykjavík Simi (91) 26 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. TUboði í Kosta- kaup tekið Valsmenn unnu frönsku meistarana VALSMENN sigruðu frönsku meistarana Mónakó með einu marki gegn engu í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Atli Eðvaldsson skoraði á 56. mínútu með góðu skoti af 12 metra færi eftir fyrirgjöf Vals Valsson- ar. Valsmenn höfðu ástæðu til að fagna þar sem þetta reyndist eina mark leiksins. , . ... , ... __ Sjá nánar nm leikinn á Bls. 63. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra: Niðurfærsluleiðin ekki fær eftir afdráttarlaust svar ASI Lög-þvingnð verðstöðvun er næstbesti kosturinn, segir fjármálaráðherra TILBOÐI í þrotabú verslunarinn- ar Kostakaupa hefur verið tekið af hálfu skiptaréttar í Hafnar- firði. ^ Eins og sagt var frá í blaðinu í síðastliðinni viku var Kostakaupum í Hafnarfirði lokað eftir að eigendur óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum. Þá misstu 25 starfsmenn vinnu sína fyrirvaralaust. Ekki tókst að fá upp- lýsingar um kaupanda í gær. Aðalstræti 8: Ráðherra ógildir hygging- arleyfi Félagsmálaráðherra felldi I gær úr gildi byggingarleyfi fyrir "ýbyggingu á lóðinni við Aðal- stræti 8, þar sem áður stóð Fjala- kötturinn. I umsögn ráðuneytis kemur fram að það telur að sam- ^►þykktar teikningar af fyrirhug- uðu húsi á lóðinni brjóti í bága við deiliskipulag. Telur ráðuneyt- ið nýtingarhlutfall hússins of hátt, að tvö hús séu gerð að einu og landnotkun sé í ósamræmi við staðfest deiliskipulag. Níu íbúar í Gijótaþorpi kærðu samþykkt bygginganefndar Reykjavíkur frá því í maí en hún veitti byggingarleyfi á lóðinni við Aðalstræti 8. Ibúamir sögðu nýting- arhlutfall hússins of hátt, þar sem byggð væri bflageymsla undir húsið. Landnotkun væri ekki samkvæmt staðfestu deiliskipulagi, t.d. væri nú einungis gert ráð fyrir einni íbúð í húsinu. í stað íbúða væru nú komnar bflageymslur og verslunarhúsnæði. w ~ Með tengibyggingu væri verið að gera tvær byggingar, Aðalstræti 6 og 8, að einni og að fjarlægðin milli þeirra væri of lítil, þar sem nýbygg- ingin hefði verið færð um 2 metra til vesturs. í lok júlí barst félagsmálaráðu- neyti umsögn skipulagsstjómar þar sem segir að engin rök hnígi að því að veiting byggingarleyfis bijóti í bága við lög, reglugerðir eða skipu- lag. ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, segir að hið afdráttar- lausa svar sem felist í ályktun ASÍ geri það að verkum að nið- urfærsluleiðin sé ekki lengur fær. í ályktun ASÍ, sem sam- þykkt var á miðstjórnarfundi i gærdag, kemur m.a. fram að sambandið er ekki til viðræðu um lækkun launa. „Ég get ekki séð að niðurfærsluleiðin sé fær við þær aðstæður sem nú eru komnar upp,“ segir Þorsteinn. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, segir að sé niður- færsluleið ekki fær sé lögbundin verðstöðvun til áramóta eða lengur skásti kosturinn. Jón Baldvin sagði að slíkri verð- stöðvun yrði að fylgja eftir með viðurlögum, og jafnhliða verði stjómarflokkamir að ganga frá hallalausum fjárlögum og grípa til annarra aðhaldsaðgerða. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði að niður- færsluleiðin hefði ekki verið að fullu útfærð og hliðarráðstafanir hafi ekki legið fyrir. Fjármálaráð- herra tók í sama streng og sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki samþykkt lækkun vaxta og verð- lags samhliða niðurfærslu launa, en slíkt hefði verið nauðsynlegt ef samstaða um niðurfærsluleiðina hefði átt að takast. Þorsteinn Pálsson sagði að alltaf hefði legið ljóst fyrir að verðlag yrði lækkað í kjölfar lækkunar launa, eins og gert var árið 1959. Hann benti einnig á að í kjölfar bráðabirgðalaganna í síðasta mán- uði hefði orðið veruleg lækkun nafnvaxta. Sú lækkun hefði orðið meiri með niðurfærsluleiðinni. Sjá bls. 35. Ávöxtun sf.: " Tugir milljóna á innlánsreiknmgnm Talið brot á lögum um banka og sparisjóði SAMKVÆMT því sem kemur fram í skýrslu bankaeftirlitsins munu um 50 til 60 milljónir króna nú standa á innlánsreikningum á vegum Ávöxtunar sf., en slíkt er ólöglegt þar sem bankar og sparisjóðir hafa einir rétt til innlánsstarfsemi. Þetta mun vera ein höfuð- ástæða þess að öll starfsemi Ávöxtunar er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Pétur Björnsson í Ávöxtun staðfesti þetta i samtali við Morgunblaðið og sagðist telja að um 40 milljón- ir króna væru til á slíkum reikningum þjá Ávöxtun sf. isins, en nú telur bankaeftirlitið að innlánsstarfseminni hafi enn ekki verið hætt. Pétur Bjömsson sagði að meirihluti §árins sem nú væri á þessum reikningum væri eftir- stöðvar þess sem þar hefði verið er kæra bankaeftirlits barst fyrir tveimur árum. Sáralítið ef nokkuð hefði bæst þar við. „Þetta var okk- ar gamla kerfi og við ætluðum að Bankaeftirlitið kærði Ávöxtun fyrir tveimur árum fyrir að stunda ólöglega móttöku á innlánsfé, þar sem talið var að fyrirtækið væri að bijóta á einkarétti banka og annarra innlánsstofnana. Ríkissak- sóknari féll þá frá ákæru að því tilskildu að Ávöxtun hætti allri inn- lánsstarfsemi. Því mun hafa verið lofað af forsvarsmönnum fyrirtæk- láta það ganga sér til húðar með tímanum." Pétur sagði að tölvu- kerfi fyrirtækisins starfaði hins vegar þannig að þegar reiknings- eigendur hefðu tekið út hluta inni- stæðu sinnar hefðu verið útbúin ný skjöl fyrir eftirstöðvum í stað þess að sýna úttekt af reikningi. Aðspurður hvort með þessu hefði ekki verið brotið gegn tilmælum ákæruvaldsins og hvort ekki hefði verið skylt að loka þessum reikn- ingum, sagðist Pétur telja að á þessum tíma hefði verið óvissa um réttarreglur á fjármagnsmarkaði og vafi hefði leikið á um hvort með innlánsstarfseminni hefðu verið brotin lög. „Hins vegar vorum við búnir að ákveða og lofa að breyta okkar starfsemi og hófum í fram- haldi af því útgáfu á Ávöxtunar- bréfum. Ég viðurkenni að ég hugs- aði aldrei út í hvort í þessu fælist brot á samkomulaginu við saksókn- ara,“ sagði Pétur Björnsson. Rannsóknarlögregla ríkisins kannar nú gögn og skjöl hjá fyrir- tækinu til þess að komast að raun um hvort og þá með hvaða hætti rekstur Ávöxtunar hafi brotið í bága við núgildandi lög. Búist er við að þeirri rannsókn geti verið lokið eftir morgundaginn. Að sögn Þórðar Ólafssonar for- stöðumanns bankaeftirlitsins varð- ar ólögleg innlánsstarfsemi sektum eða varðhaldi, samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.