Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 30
► o <TfrrrT>rrTmrfr^p r» a a rrTT'STnr/TT^f mci a tcjt/ttacta** 30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Sovétríkin: Reynt að fylla í „eyður“ sögunnar Moskvu. Reuter. EFTIR áramót munu sovéskir framhaldsskólanemar fá í hend- ur viðauka við sögubækurnar og er honum ætlað að fylla upp í „eyðumar" í sögu lands og þjóð- ar. Vladimir Shadríkov, varaformað- ur í menntamálanefndinni sovésku, sagði, að í viðaukanum yrði fjallað um valdabaráttuna fyrir byltinguna 1917, um kúgunina á Stalínstíman- um og um Níkíta Khrústsjov, sem Leoníd Brezhnev steypti af stóli. „Mikil áhersla verður lögð á ein- staka byltingarmenn, á ólíkar skoð- anir þeirra á byltingunni og á þró- unina síðan," sagði Shadríkov. Sagði hann, að nú yrði loksins sagt frá þeim flokkum öðrum, sem verið hefðu keppinautar Leníns og bolsévika, frá þeim, sem flúið hefðu land á dögum borgarastyrjaldarinn- ar og frá Nýju efnahagsstefnunni (NEP), sem Lenín beitti sér fyrir, en henni er oft jafnað til þeirra umbóta, sem Míkhaíl Gobatsjov Sovétleiðtogi reynir nú að koma á. Júgóslavía: Ottast upplausn og allsheijarverkfall Belgrað. Reuter. KOMIÐ hefur til verkfalla víða í Júgóslaviu nú i vikunni og ótt- ast landsfeðurair, að vegna þess ófremdarástands, sem ríkir i efnahagsmálum, megi búast við miklum mótmælum og allsheij- arverkfalli i haust. Á mánudag gengu 500 hundruð verkamenn í vefjariðnaði fylktu liði að þinghúsinu í Belgrað og kröfð- ust þess, að launin yrðu hækkuð Bretland: Hætt við rannsókn á skaðsemi pillunnar St. Andrews, frá Guðmundi Heiðarí F rímannssyni fréttaritara Morgunblaðs- ins. Að likindum verður að hætta við viðamestu rannsókn fram að þessu á skaðsemi getnaðarvarnarpillunnar vegna þess að ekki fæst nægi- legt fé til hennar að þvi er segir i The Sunday Times sl. sunnudag. Rannsóknin hefur lengi verið í undirbúningi. I henni áttu 3 þúsund heimilislæknar í Bret- landi að taka þátt og halda skrár um heilsu 120 þúsund kvenna í 5-10 ár. Það átti að prófa hvort nýjustu gerðir pillunnar hefðu skaðvænleg áhrif. Um 60 milljónir af getnaðar- vamapillum eru notaðar í heimin- um árlega og um 3 milljónir í Bretlandi. Rannsóknaráætlunin hafði hlotið stuðning víða að í veröldinni. Bandarísk stofnun hafði lofað að greiða stóran hluta árlegs kostnaðar, sem nam um 20 milljónum króna. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hafði einnig hei- tið framlögum, en rannsóknar- ráðið í læknisvísindum í Bret- landi segist ekki geta greitt þær sex og hálfa millj. króna sem á vantar árlega. Rannsóknarráðið segir að aðr- ar og þarfari rannsóknir hafí haft forgang og auk þess greiði það nú þegar töluvert fé til langtíma rannsókna á áhrifum pillunnar á blóðstorknun hjá kon- um sem taka pilluna og reykja. Markmiðið með þessari rann- sókn átti að vera að sjá hvort lægri aldur kvenna sem taka pill- una nú, skipti máli og hvort efn- in, sem nú eru í pillunni, hefðu einhveijar langtíma aukaverkan- ir. Sérstaklega átti að rannsaka hættu á bijóstakrabbameini. um helming. Eru 'þau nú innan við 3.400 ísl. kr. á mánuði. Þá hefur verið skýrt frá verkföllum í fjórum af sex lýðveldum Júgóslavíu. Verð- bólgan er nú 200% og fyrir skömmu sagði Stefan Korosec, aðalritari stjómmálaráðsins, að ástandið í efnahags- og þjóðfélagsmálum væri á suðupunkti og gæti endað með sprengingu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til verkfalls síðar í mánuðinum og einnig kennarar í Króatíu og marg- oft hefur komið uppþota meðal fólks, sem beðið hefur klukkustund- um saman fyrir utan verslanir eftir algengustu nauðsynjum. Þá er einn- ig mikil spenna milli þjóðarbrott- anna, einkum í Kosovo þar sem Serbar og Svartfellingar saka fólk að albönsku bergi brotið um yfir- gang og kúgun. Vestur-Þýskaland: Reuter Siglt um Ameríku bikarinn Bandaríska skútan Stars and Stripes að æfingum undan San Diego, en þar hefst einvígi hennar og nýsjálenzku skútunnar New Zealand um Ameríkubikarinn í dag. Vogel óumdeildur for- ingi jafnaðarmanna TILLAGA um að konur skuli gegna 40% embætta í Jafnaðar- mannaflokki Sambandslýðveldis Þýskalands (SPD) í framtíðinni var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á landsfundi flokksins í Miinster í síðustu viku. Aðeins 54 af 440 fulltrúum greiddu atkvæði gegn tillögunni. 35% fulltrúa á landsfundinum voru konur en um 26% flokks- bundinna jafnaðarmanna eru kvenmenn. Stefnt er að því að konur skipi 40% þingsæta flokks- ins á Sambandsþinginu árið 1998. Ándstæðingar reglunnar vöruðu við að hún kynni að bijóta í bága við stjóraarskrá landsins. Gild- istími hennar var því takmarkað- ur við 25 ár, eða til ársins 2013. Konu, Hertu D&ubler-Gmelin, var bætt í leiðtogasveit flokksins og er nú varaformaður ásamt Johannesi Rau og Oskari La- fontaine. Efnahags- og vamarmál voru annars helstu umræðuefni lands- ERLENT fundarins. Lafontaine, forsætisráð- herra Saarlands, reitti marga til reiði með ræðu sinni. Hann fjallaði einkum um atvinnumál og sagði að flokkurinn yrði að fínna nýjar leiðir til að draga úr atvinnuíeysi. 2,3 milljónir manns eru atvinnulausar í Vestur-Þýskalandi. Lafontaine sagði að nauðsyn þess að skapa fleiri störf yrði að hafa í huga við samningagerð um hærri laun og styttri vinnuviku. Hann lagði til að eftir- og helgarvinna yrði aukin svo að meiri atvinna yrði í boði og benti á að störf kynnu að opnast ef vel- launaðir starfsmenn hins opinbera féllu frá kröfum um launahækkanir. Verkalýðsleiðtogar kvöddu sér hljóðs á eftir Lafontaine og gagn- rýndu hann harðlega. Franz Steinkúhler, formaður Sambands málmverkamanna, sagði hann tala máli atvinnuveitenda og varaði við klofningi milli verkalýðshreyfingar- innar og Jafnaðarmannaflokksins. Rau og Vogel reyndu að stilla til friðar og lögðu báðir áherslu á mik- ilvægi náinnar samvinnu fylking- anna í ræðum sínum. Kosið í trúnaðarstöður Óánægja með Lafontaine kom skýrt í ljós við atkvæðagreiðslu. Hann var fyrst kjörinn varaformað- ur flokksins fyrir fimmtán mánuð- um og hlaut þá 83,5%. Nú hlaut hann hins vegar aðeins 293 at- kvæði eða 68,5%. Johannes Rau, forsætisráðherra Nordrhein West- falen, hlaut 398 atkvæði og Dáubl- er-Gmelin 352. Hans-Jochen Vogel, formaður flokksins, var endurkjör- inn með 426 atkvæðum eða 98,8%. Það var stórsigur. Willy Brandt, forveri hans, hlaut aðeins einu sinni betri formannskosningu í 23ja ára valdatíð sinni. Vangaveltur um kanslaraefni flokksins í þingkosningunum 1990 hófust þegar að atkvæðagreiðslunni lokinni. Möguleikar Lafontaines hafa minnkað verulega en Vogels aukist. Hann hefur aflað sér vin- sælda með því að koma aga á flokk- inn og auka orðstír hans út á við. Setningarræða hans á flokksþing- inu þótti einkar góð. En það sópar meira að Lafontaine og hann getur huggað sig við að Helmut Schmidt hlaut aðeins 66% atkvæða í varafor- mannslg'öri 1973, ári áður en hann varð kanslari flokksins. ÁmótiNATO Vamarmálaumræða landsfund- arins fór friðsamlega fram. Flokk- urinn tók afstöðu gegn stefnu NATO og mótmælti að skamm- drægar kjarnorkueldflaugar banda- lagsins yrðu endurnýjaðar. Hann samþykkti tillögu um að hefð- bundnum vopnum í Evrópu yrði fækkað og herafli austurs og vestr urs myndi miðast við helming þess afla sem NATO ræður nú yfir. Israel: Helmingur kjós enda vill viðræð- ur við PLO Jerúsalem. Reuter. HELMINGUR ísraelskra kjós- enda vill að viðræður fari fram milli ríkisstjóraar ísraels og PLO, samkvæmt nýrri skoðana- könnun, sem gerð var fyrir stjóraarflokkana í ísrael. Sljóra- völd í ísrael hafa hingað til neit- að slíkum viðræðum á þeim grundvelli að PLO séu hryðju- verkasamtök. Leiðtogar Verkamannaflokksins hétu því í fyrradag að endi yrði bundinn á hemám Israela á Gaza- svæðinu og mestum hluta Vestur- bakkans, ynni flokkurinn kosning- amar í haust. „Hinn \. nóvember mun þjóðin velja milli ísraels, sem siglir hraðbyri í átt að stríði, og ísraels, sem siglir seglum þöndum í átt að friði," sagði Shimon Perez, formaður Verkamannaflokksins. Upp á síðkastið hafa nokkrir áhrifamenn í Verkamannaflokkn- um, sem situr í ríkisstjóm ásamt Likud-bandalaginu, sagt að viðræð- ur kæmu til greina ef PLO-samtök- in breyttu stefnuskrá sinni. Bæði Peres og Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra og formaður Likud-banda- lagsins, hafa þó margítrekað þá afstöðu sína að slíkar viðræður komi ekki til greina. Talsmaður Dahaf-stofnunarinn- ar, er framkvæmir skoðanakannan- ir fyrir Likud-bandalagið, sagði kannanir undanfarin tvö ár benda til þess að 50% ísraela vilji viðræð- ur við PLO ef samtökin viðurkenndu tilvemrétt ísraels. Tveir þriðju kjós- enda væru hins vegar vantrúaðir á að PLO myndi fallast á þá skilmála og 80% vom andvígir sjálfstæðu palestínsku ríki. Hans-Jochen Vogel, formaður jafnaðarmanna í Vestur-Þýska- landi, hlaut stuðning 98,8% í formannskjöri á flokksþingi i síðustu viku. Hann lagði til að æfíngar með lág- flugi hervéla yfír Sambandslýðveld- inu yrði bannað. NATO telur flugið nauðsynlegt til að tryggja hæfni flugmanna á hugsanlegum ófrið- artímum. Fundurinn samþykkti enn fremur að vestur-þýskir hermenn ættu ekki að taka þátt í störfum friðarsveita Sameinuðu þjóðanna. Skoðanakannanir, sem vom gerðar skömmu áður en hinn fjög- urra daga landsfundur hófst, benda til að samsteypustjórn CDU/CSU og FDP sé búin að missa meirihluta fylgis. 40% aðspurðra sögðust styðja kristilegu bræðraflokkana en 9% frjálslynda. Jafnaðarmenn hlutu hins vegar 54% í könnuninni og Græningjar 7%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.