Morgunblaðið - 07.09.1988, Side 51

Morgunblaðið - 07.09.1988, Side 51
MÖRGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Frá hleðslu fyrstu vörubílanna sem óku með biblíugjöf Norðurland- anna til Rússlands í tilefni af 1000 ára afmæli rússnesku kirkjunn- ar. Myndin er tekin í Uppsölum í Svíþjóð. bandi. Nýja testamenntið með Sálmunum er nú einnig til í tveim útgáfum í þrem stærðum og margs- konar bandi og útliti. Rúmlega 6000 Biblíum dreift á síðasta ári HÍB sér Landssambandi Gídeon- félaga á íslandi fyrir Biblíum og Nýju testamenntum með Sálmun- um til dreifíngar í hótel, sjúkrahús, fangelsi og árlega til allra tíu ára skólabama landsins. Gídeon hefur í um 40 ár verið stórvirkasti dreif- ingaraðili biblíubóka í landinu. Rúmlega 6.000 biblíubækur fóru út frá HlB á árinu 1987. Megin- verkefni biblíufélaga er, að sjá um þýðingu, útgáfu og dreifíngu ritn- ingarinnar. En félögin leitast einnig við að vinna ötullega að því að örva og hvetja til, helst daglegs, lesturs ritningarinnar. Það gera þau með ýmsum hætti, m.a. með prentuðum smáritum og leiðbeiningum. Síðan á Ári æskunnar 1985 hefur HÍB markvisst bent á og hvatt til að sjálf Biblían verði í höndum ungl- inganna á fermingarundirbúnings- tímanum, þannig að þau á þeim tíma verði læs á og handgengin þessari trúarbók okkar kristinna manna. Þeim prestum fjölgar sem taka undir f þessu efni og hafa tjáð sig um það, síðast nú eftir presta- stefnu á þessu ári. Eitt sinn var spurt: „Hvort skilur þú það sem þú ert að lesa?" Svarið var: „Hvemig ætti ég að gera það, ef enginn leið- beinir mér.“ (Post. 8:30-31.) Góður gestur á fundinum, sem sérstaklega var boðinn velkominn, var Ólafur Egilsson, sendiherra í London, f.v stjómarmaður HÍB. í lok aðalfundar biblfufélagsins sagði Pétur biskup með lifandi, litríkum og upplýsandi hætti frá því sem hann og kona hans, frú Sól- veig, sáu, heyrðu og þreifuðu á, er þau sem fulltrúar íslands tóku þátt í 1000 ára afmælishátíð Kirkju Rússlands nú í sumar. Hið íslenska biblíufélag verður 175 ára eftir tvö ár. Tengsl þess við fólkið í landinu þurfa að styrkj- ast og í hinum kristnu söfnuðum landins þarf vitundin stöðugt að vera vakandi um „að Hið íslenska biblíufélag er starfstæki kirkjunnar til útbreiðslu ritningarinnar". Og þegar sú blessaða bók og boðskapur hennar útbreiðist þá grær og sprett- ur og blómgast hagur mannanna bama. Vinnum að því, kristnir menn, og: „Áfram nú með dug og dáð...““ sagði Hermann að lokum. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Hjónin Eyrún Leifsdóttir og Skarphéðinn Gíslason, til vinstri á mynd- inni, áttu fegursta garðinn á ísafirði á þessu sumri að áliti garðaskoðun- amefndar. Nefndarmennirnir Ásthildur Þórðardóttir og María Vals- dóttir ásamt Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra í garðinum við Krók 2, þar sem þessi mynd var tekin. Alþjóðafrímerkjasýningfin Prag ’88: Islendingar unnu til verðlauna Frímerkjasýningunni Prag ’88 Hálfdan Helgason hlaut Stórt steins Silfrað brons fyrir bók sína lauk í Prag um helgina og unnu gyllt silfur fyrir bréfspjaldasafn sitt, Pósthús og bréfhirðingar á íslandi. þar nokkrir íslendingar til verð- Páll H. Ásgeirsson Gyllt silfur fyrir (Préttatíikynning frá Landssambandi launa. flugpóstsögusafn SÍtt Og Þór Þor- íslenskra frimerkjasafnara.) TILKYNNING Vegna launa- og verðstöðvunar þeirrar, sem nú hefur tekið gildi og þeirrar niðurfærslu launa- og verðlags, sem búast má við á næstunni, hefur LAUGAVEGS APÓTEK ákveðið að koma til móts við þarfir fólks nú þegar. Frá og með deginum í dag verður því verðlag á öllum almennum verslunarvörum LÆKKAÐ UM 5% I LAUGAVEGS APÓTEKI og snyrtivörudeild okkar THORELLU. Verð á öllum lyfjum verður hins vegar óbreytt áfram þar sem þau eru seld samkvæmt lögbundinni lyfjaskrá. Eftir sem áður verður þeim, sem greiða með peningum eða ávísunum, en ekki með greiðslukortum, auk þess veittur 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR af öllum viðskiptum eins og verið hefur. Munið svo, að hin vinsæla, ókeypis heimsendingarþjónusta okkar er í fullum gangi LAUGAVEGS APÓTEK LAUGAVEGI 16 SÍMI 24045

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.