Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON HUN GURPÓLITÍK Þegar sljórnvöld valda hungursneyð GRÓÐURVISNUN, engisprettuplágur, veðurfar og fleiri þættir hafa haldið mannskepnunni í hendi sér frá örófi alda. Sumir sérfræðing- ar telja að alls hafi um 750 víðtækar hungursneyðir geysað frá upphafi siðmenningar fyrir 6.000 árum. Það þýðir að á átta ára fresti hefur umtalsverður fjöldi manna látið lífið af völdum uppskeru- brests. Nú á dögum skyldi maður ætla að tekist hefði að snúa tafl- inu við. Vísindaframfarir hafa gert það að verkum að umhverfis- þættir eiga ekki að ógna lífi sem fyrr. Það sem þó er mest um vert er sú staðreynd að þessa þekkingu má nýta sér án mikils tilkostnað- ar. Af þessum völdum ætti meirihluti mannkyns að eiga sitt daglega brauð næsta tryggt. Ekki þó allir — og hin sorglega staðreynd er sú að í nær öllum tilvikum má rekja hungrið til stjórnvalda viðkom- andi landa. Þegar litið er til síðustu 50 ára — þess tima, sem stórstígastar framfarir hafa orðið í landbúnaði — bera stjórnvöld ábyrgð á flestum þeim hungursneyðum, sem hrjáð hafa mannkyn þann tima. Isumum tilvikum beita harð stjómir hungursvopninu beint til þess að klekkja á andstæðingum sínum. í öðrum tilvikum er sú frum- skylda stjómvalda, að gera þegnum sínum kleift að brauðfæða sig, látin víkja fyrir pólitískum markmiðum. í enn öðrum tilvikum valda miðstýr- ing, skrifræði og heimskulegar efnahagsráðstafanir því að smám saman dregur úr matvælafram- leiðslu þar til hungrið sverfur að. Verstu hungursneyðir undanfar- inna ára sameina allt þetta og á meðfylgjandi korti má glögglega sjá hvílíkur fjöldi mannslífa hefur látið lífíð í þessum hörmungum. Það sem er óhugnanlegast er þó fyrst og síðast sú staðreynd að allt þetta fólk lést gersamlega að óþörfu vegna duttlunga stjómvalda. Til þess að auka enn á ömurleika ofangreinds er eins og Vestur- landabúar hafí enn ekki öðlast skilning á pólitískum orsökum hungursneyða, þrátt fyrir að sama sagan endurtaki sig hvað eftir ann- að. Fyrir nokkmm ámm átti síðasta alvarlega hungursneyðin sér stað þegar meira en milljón Afríkubúar — flestir þeirra Eþíópíumenn — dóu úr hungri, þrátt fyrir gífurlega að- stoð frá Vesturlöndum. Nú — að- eins þremur ámm síðar — ríkir á ný hungursneyð í Eþíópíu og em sex milljónir manna taldar í hættu. Enn sem fyrr koma Vesturlönd til hjálpar. Spyiji menn sig hvemig hungursneyðin gat átt sér stað svo skjótt aftur svara menn því að líkindum umhugsunarlaust og kenna um þurrkum án þess að velta málum frekar fyrir sér. Svarsins er hins vegar að leita í stjómar- háttum harðstjómarinnar í Addis Abeba. Mengistu og hyski hans í júní 1974 gerði hópur yfír- manna í eþíópíska hernum, sem kallaðist Dergue (þýðir „nefndin" eða ,,skugginn“), uppreisn og steypti Haile Selassie keisara. Hinir hófsömu í hópnum vom fljótlega sendir á vit feðra sinna og eftir byssubardaga í aðalstöðvum herfor- ingjastjómarinnar stóð Mengistu Haile Mariam undirofursti uppi sem sigurvegarinn og úm leið einræðis- herra landsins. Hans fyrsta verk var að fara á fund hins afsetta keisara og kæfa hann með kodda. Arið 1975 vom allar jarðir þjóð- nýttar, en í stað þess að þeim væri skipt upp milli smábændanna, eins og til stóð, stofnaði ríkið sa- myrkjubú um ræktun þeirra. Þetta olli vitaskuld mikilli óánægju bænda, um svipað leyti hófust mót- mælaaðgerðir stúdenta og fjör færðist í gamlar aðskilnaðarhreyf- ingar. Þegar við bættist að Sómalía gerði innrás í landið var ljóst að stjóm Mengistus myndi brátt riða til falls. Sovétmenn grípa í taumana Árið 1977 fékk Mengistu hemað- araðstoð frá Sovétríkjunum að jafn- virði einum milljarði Bandaríkjadala (um 46 milljarðar ísl. kr.). Mengistu gat þar með sigrast á Sómalíu- mönnum, ráðist gegn stjómarand- stæðingum og styrkt stöðu sína til muna. Síðan hafa Sovétmenn dælt vopnum í Mengistu sem nemur um hálfum milljarði dala á ári. í Eþíópíuher eru nú yfír 300.000 manns og honum til aðstoðar eru 2.000 sovéskir hemaðarráðgjafar og 7.000 hermenn frá Kúbu. Hann er stærsti og best búni her í svörtu Afríku. Eftir því sem Sovétmenn tryggðu áhrif sín betur gerðist Mengistu æ marxískari. Með aðstoð austur- þýsku leyniþjónustunnar gekk hann (í orðsins fyllstu merkingu) milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum og hófust þær hreinsanir á því að 3.500 stúdentar í háskólan- um í Addis Abeba voru drepnir, en alls voru stúdentamir um 5.000. Þegar hungursneyðin gekk yfir sendu Sovétmenn jafíit og þétt vopn til Eþíópíu, en á sama tíma voru það Vesturlönd, sem brauðfæddu þessa nánu bandamenn Sovét- manna. Árið 1985 tóku Sovétmenn Fómarlömb hungurpólitíkur Mengistus í Eþíópíu. Mestu hungurs- neyöir 20. aldar 30.000.000r 25.000.000 ■ að bæjamyndum. Til þess að svo mættí vera fóru hermenn þorp úr þorpi og smöluðu saman íbúunum. Þorpin voru jöfnuð við jörðu og fólkið síðan rekið til fyrirhugaðs bæjarstæðis þar sem það skyldi reisa hinn nýja bæ. Tilgangurinn með þessu var sá að sameina mörg þorp í eitt og auðvelda þannig fram- kvæmd samyrkjubúskaparins. Af- leiðingin var sú að gífurlegt ræktað land var skilið eftir í reiðileysi, en þeir sem streyttust á móti flutning- unum sættu hinni hrottalegustu meðferð. Alls voru 4 milljónir manna neyddar til þess að yfirgefa heimili sín á þennan hátt. Í öðru lagi var Mengistu þeirrar skoðunar að 600.000 manns byggju í vitlausum landshluta. Til þess að leiðrétta þann misskilning var sá (jöldi fluttur með herflutningavél- um frá norðurhluta landsins til suð- urhlutans, en uppreisnarmenn hafa sterk ítök nyrðra og hafa notið aðstoðar almennra borgara þar. Þjóðflutningar þessir áttu sér stað árin 1984-1985 og var haldið leynd- um, en vestrænir blaðamenn kom- ust að þeim fyrir tilviljun. Að mati frönsku hjálparstofnunarinnar Médicins sans Frontiéres (Læknar án landamæra) lést um '/6 fólksins í flutningum þessum. Eftir áköf mótmæli á alþjóðavett- vangi hætti Mengistu við hinn síðar- nefnda lið byggðastefnu sinnar snemma árs 1986, en í nóvember síðastliðnum bárust af því fregnir að þjóðflutningamir væru hafnir að nýju og Eþíópíustjóm tilkynnti að fyrirhugað væri að flytja 300.000 manns um set i ár. Um- heimurinn virðist hins vegar hafa misst áhugann og þessum fregnum hefur lítið sem ekkert verið andæft. 20.000.000 • 15.000.000-■ 10.000.000- Morgunblaöiö / AM 5.000.000 0 loks við sér hvað matvælaaðstoð áhrærði, en hún nam þó einungis 3.500 tonnum af hrísgijónum (sem sýnir reyndar ljóslega sinnuleysi þeirra um hungurseyðina, því um tvo bolla af vatni þarf til þess að sjóða einn bolla af hrísgijónum, en þetta var í miðjum mannfellis- þurrki). Byggðastefna Mengistus Mengistu stuðlaði þó ekki að hungursneyð með þeim hætti einum að þjóðnýta allar jarðir, sölsa þær undir ríkið og gera úr samyrkjubú. Sérstaklega var byggðastefna hans „árangursrík". í fyrsta lagi vildi Mengistu stuðla Sovétríkin Kína Nígería Kambódía Eþíópía 1930-1933 1960-1961 (Bíafrá) 1975-1980 1984-1985 1967-1969 Mengistu nýtti sér greinilega hungursneyðina 1984-1985 — hafí hann ekki beinlínis hrundið henni af stað — og notaði sem vopn til fjöldamorða. Að minnsta kosti helmingur fómarlamba hungurs- neyðarinnar bjó á svæðum sem skæruliðar Erítreu eða Tígra höfðu undirtökin, enda kom Mengistu í veg fyrir nær alla aðstoð við þau svæði. Fyrirmyndin sótt til fyrirmyndarríkisins Sagt er að sagan endurtaki sig og í þessu tilviki gerði hún það svo sannarlega, þvi sá frumstæði stalín- ismi, sem lá að baki aðgerðum Mengistus, og afleiðingar hans minna um ótrúlega margt á hryll- ingsverk Stalíns gegn þegnum sínum á þriðja og ijórða áratug þessarar aldar. Árið 1929 var sovéska byltingin rétt rúmlega 12 ára gömul, vofa Leníns og hinnar „nýju efnahags- stefnu" hans var enn nálæg. Þrátt fyrir að Stalín hefði náð óskoruðum völdum innan kommúnistaflokksins 1927, var vald Kremlarherranna í raun býsna takmarkað. Úti á landi fóru menn sér í engu óðslega við að uppfylla lögmál Marx og lítið hafði í raun breyst utan það að nýr keisari var tekinn við völdum ( Moskvu. Síðla árs 1929 lét Stalín til skar- ar skríða. Samyrkjubúskapur var fyrirskipaður og bændaánauðin, sem lokið hafði 1861, hófst að nýju. Landeigendumir voru að vísu úr sögunni, en við höfðu tekið kom- missaramir, sem sóttu vald sitt til Stalíns eins, í stað keisarans og Guðs. Landbúnaðurinn lagður í rúst Afleiðingin lét ekki á sér standa og innan tíðar var landbúnaður Ukraínu, sem nefnd hafði verið brauðkarfa Rússlands, í rústum og áður en yfír lauk urðu 10-15 millj- ónir manna hungurvofunni eða þrælkunarvinnu að bráð. Landbúnaður í Sovétríkjunum var í marga áratugi að ná sér eftir þetta áfall og hefur í raun ekki komist yfír það enn að því leyti, að samyrkjubúin em enn burðarás landbúnaðaríns og em jafnótrúlega óhagkvæm. Athyglisvert er að á meðan þess- um hörmungum stóð fluttu Sov- étríkin kom út, bæði til þess að afla gjaldeyris og sannfæra um- heiminn um ágæti fyrirmyndarrík- isins. Sýnt hefur verið fram á að næringargildi matvælaútflutnings Sovétríkjanna á þessu tímabili hefði auðveldlega getað bjargað fóm- arlömbum Stalíns frá hungurdauða og vel það. Fregnum um hungurs- neyð var ávallt neitað í Moskvu og boði erlendra ríkja um matvælaað- stoð jafnvel hafnað. Hungursneyðin var margþætt. Að hluta til var hér ekkert annað á ferðinni en skipulögð fjöldamorð kommúnista, að hluta til ranghug- myndir um gangverk efnahagslífs- ins og að hluta til hrein miðstýring- ar-mannheimska. (í miðjum mann- fellinum vom allir starfsmenn veð- urstofunnar handteknir og ákærðir fyrir skemmdarverk gegn kommún- ismanum. Hin meintu skemmdar- verk voru sögð felast í veðurspár- fölsun.) Heimsmethafinn í fjöldamorðum Hafí verið hægt að draga ein- hvem lærdóm af reynslu Sovét- manna af samyrkjubúskap fór hann gersamlega framhjá trúbræðrum þeirra í Kína 30 áram síðar. Þar ---------------------------------f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.