Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 37 un almennt og sagði þar meðal annars, að rannsóknir í Banda- ríkjunum sýndu að jafnvel 15% þjóðarinnar væru ekki læs. Menn segja að upplýsingaöld sé upp- runnin og að tölvuvæddir gagna- bankar geymi allan fróðleikinn og ávaxti hann jafnvel með vissum hætti. En eigi menn að geta fært sér þekkingarforðann í nyt þurfa þeir að búa yfir þeirri grunnþekk- ingu að hægt sé að spyija réttra spurninga. Þekkingin er lykilorð okkar tíma. Ef menn vilja búa vel í hag- inn fyrir sig verða þeir að afla sér mikilla og staðgóðrar þekkingar. Heimurinn okkar er reikistjaman Jörð. Við verðum að þekkja helstu lögmál hennar, jarðfræði, lífríkið og fólkið og tungumál þess og sögu.“ Skólameistari taldi að um of hefði dregið úr markvissri og al- mennri landafræðikennslu í grunnskólum. Og víðar virðist hafa dregið úr markvissri kennslu því að þegar Bjöm Teitsson skólameistari bað viðstadda sem vom milli tvö og þijúhundmð að rísa úr sætum og syngja saman „ísland ögmm skorið" við undirleik Beata Joó var salurinn að mestu hljóður. - Úlfar Isafjörður: Sameiginlegt framhaldsnám í Skóla Jóns Sigurðssonar? ísafirði. „JÓN Sigurðsson, forseti Al- þingis og þingmaður ísf irðinga, iagði til í merkri ritgerð 1842 að skóli handa kaupmannsefn- um, stýrimannsefnum og þeim er læra vildu handiðnir yrði sameinaður Latínuskólanum. Þar sem nú er í hyggju að sam- eina Menntaskólann á ísafirði og Iðnskólann í einn skóla er ekki úr vegi að gefa honum nafn þessa merka ísfirðings. Ég hygg að í umróti okkar daga sé skólum okkar hollt að hafa augljós og nafnræn tengsl við fortíð og sögu þjóðarinnar, sem okkur hefur alið.“ Þetta sagði Björn Teitsson skóla- meistari í setningarræðu sinni þegar hann setti skólann síðast- liðinn sunnudag. Alþingi samþykkti á liðnu vori lög um framhaldsskóla. Á gmnd- velli þeirra em þessir tveir skólar nú reknir undir einum hatti en Bjöm og Snorri Hermannsson kennslustjóri við iðnsvið hafa ritað menntamálaráðherra bréf þar sem þeir fara fram á að skólamir verði formlega sameinaðir um áramót þegar nýju lögin taka gildi og að skólanum verði þá gefið nafn Jóns Sigurðssonar. Þetta er annar veturinn sem menntaskólinn rekur Iðnskólann og munu 240 nemendur verða í Við lok setningar menntaskólans söng fyrrverandi nemandi skól- ans, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, við undirleik Jónasar Tómassonar og Beata Joó sem lék á orgel. þessum sameinaða skóla sem er örlítið færra en í fyrra. 122 nem- endur em nú að hefja nám í fyrsta sinn og em það um 25 fleiri en á síðasta hausti. Fella varð niður nám á 1. ári á skipstjórnarbraut vegna ónógrar þátttöku, en áætl- að er að innan skamms hefjist nám til 30 tonna skipstjómarrétt- inda. Menntaskólinn á ísafirði er eini skólinn á landinu sem er með skíðabraut og er nú skíðaþjálfari í fullu starfi í fyrsta sinn ráðinn að skólanum. Nemendur í öld- ungadeild verða 25 í vetur en vegna lélegrar þátttöku var hætt við að helja kennslu á 1. ári öld- ungadeildar í haust. Nokkur kennaraskipti urðu við skólann, en búið er að ráða í allar stöður í vetur. 38 nemendur verða í heimavist og em þeir örlítið fleiri en í fyrra. Enn vantar nokkuð á að bygg- ingu skólahússins sé fulllokið. Þó hefur verið unnið fyrir nokkrar milljónir að verkinu í sumar auk þess sem hafist er handa við frá- gang lóðar. Skólameistari lagði áherslu á að haldið yrði áfram við lóðina á næsta ári og bílastæði yrðu lögð bundnu slitlagi. Skólameistari fór í lok ræðu sinnar nokkmm orðum um mennt- Morgunblaðið/Olfar Ágústsson Björn Teitsson skólameistari flytur skólasetningarræðu sína, en skólinn er nú settur i 19. sinn. Líkindi eru til að skólanum verði breytt formlega um áramót þegar ný lög um framhaldsskóla taka gildi. Við það myndi menntaskóla- og iðnnám sameinast í einum skóla og hefur Björn ásamt Snorra Hermannssyni, námstjóra iðnnáms, sent menntamálaráðherra bréf og gert að tillögu sinni að ef af yrði fengi skólinn nafn Jóns Sigurðssonar forseta og þingmanns Isfirðinga. Það nýjasta í flugvélahönnun Úr fhigstjómarklefa Avanti. Morgunbiaðið/PPJ íslenskir áhugamenn um þró- un í hönnun og smíði flugvéla fengu tækifæri til að líta eigin augum það nýjasta í greininni þegar ný flugvéi af gerðinni Piaggio P.180 Avanti lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis fimmtudaginn 1. september. Flugvélin hafði hér viðkomu á leið sinni til Kaliforníu í Banda- rikjunum þar sem framkvæmdir verða ýmsar lokatilraunir i reynsluflugsáætlun vélarinnar. Avanti vekur strax athygli manna vegna sérkennilegs útlits, en vélin er talsvert öðruvísi í lag- inu, en þau flygildi sem í dag telj- ast vera „venjulegar" flugvélar. Nafnið Avanti þýðir áfram á ítölsku og er það nafn mjög viðeigandi þar sem þessi flugvél er hraðfleygur fulltrúi framtíðarinnar í flugvéla- smíði. Skrokkur Avanti er eins og teygður regndropi í laginu, en lögun skrokksins er höfð þannig til þess að loftmótstaðan verði sem minnst. Aðalvængurinn er hafður aftarlega á skrokknum en við það skapast aukið rými fyrir farþega auk þess sem hreyflar vélarinnar eru langt fyrir aftan og hávaði og titringur í farþegarýminu verður minni en gengur og gerist. Til að minnka álagið á lárétta stélfletinum og skapa meiri lyftikraft að framan hafa hönnuðir Piaggio valið þann kostinn að setja lítinn væng, eða vængling, fremst á skrokknum. Aðferðimar sem Piaggio notar við smíði Avanti eru langt frá því að vera hefðbundnar en fyrirtækið hefur að mestu haldið sig við hefð- bundin smíðaefni, ál og aðra málma, til þess að vélin verði sem léttust. „Plast“, eða kol- og gler- trefjaefni eru notuð í minna mæli við smíði Avanti en búast mætti við, eða aðeins um tuttugu af hundraði af þyngd vélarinnar án hreyflana. Avanti er kraftmikil flugvél, knú- in tveimur 850 ha. Pratt & Whitney skrúfuhverflum sem knýja fimm blaða ýtiskrúfur af nýjustu gerð. Farflugshraði Avanti er um 400 sjómflur á klst. og er hann svipaður því sem gerist hjá hægfleygum þot- um, en eldsneytiseyðsla þotnanna er mun meiri. Ákjósanlegasta far- flugshæð Avanti er 41.000 fet sem er há miðað við flestar skrúfuþot- ur, en þetta mun eflaust breytast á komandi árum. Þróuninni í smíði flugvélahreyfla og loftskrúfa hefur fleygt ört fram á síðustu árum og stefnir allt í þá átt að skrúfuhverfl- ar verði mun afkastameiri og spar- neytnari en hefðbundnir þotuhreyfl- ar sem eru í notkun í dag. Með markaðssetningu Avanti hyggst Piaggio reyna að ná hluta af sölu sk. einkaþotna, eða fyrir- tækisflugvéla, en vélin mun hafa víðtækara notagildi, m.a. við flug- prófanir aðflugsbúnaðar flugum- ferðarstjómarmiðstöðva, sjúkra- flug, landmælingaflug o.m.fl. í far- þegaútgáfu mun Avanti hafa rými fyrir sex til tíu farþega, eða svipað því sem var í Cessna Citation II þotunni sem Þotuflug hf. gerði út á sínum tíma. Áætlað verð Avanti er um þijár milljónir og sjöhundruð þúsund dalir eða um eitt hundrað sjötíu og fjórar milljónir króna. Mikill áhugi er ríkjandi fyrir Avanti-vélinni í flugheiminum og bíða menn spenntir eftir því að reynsluflugsáætlun hennar ljúki. Þegar eru fyrstu tólf Avanti vélar langt komnar á framleiðslulínu Piaggio og ætti fyrsta vélin að verða afhent snemma á næsta ári. Vegna viðkomu Avanti á íslandi notaði einn af ritstjómm hins þekkta bandaríska flugtímarits Fly- ing, Russell Munson, tækifærið til að ljósmynda vélina á flugi yfir Reykjavík. Munson kom hingað gagngert til þess að taka þessar myndir og fór aftur til síns heima síðdegis á föstudag með fulla tösku af áteknum fílmum. — PPJ Piaggio Avanti er knúin tveimur 850 ha. skrúfuhverflum með fimm blaða ýtiskrúfum. Flugvél framtíðarinnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.