Morgunblaðið - 07.09.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 07.09.1988, Síða 60
60 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MBDVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 FRJALSAR ÍÞRÓTTIR / LÚXEMBURG y I pollaleik! Morgunblaöið/Einar Falur Daníel Guðmundsson hleypur hér aleinn í 1.500 metra hlaupi og öslar pollana. Fyrir miðri mynd má greina Ágúst Ásgeirsson, formann FRÍ, sem gægist undan svartri regnhlíf. Á neðri myndinni koma þeir í mark í 200 metra hlaupi, Oddur Sigurðsson, sem sigraði, og Egill Eiðsson sem hafnaði í 3. sæti, en hann ákvað að keppa í þessari grein á sfðustu stundu. Hlaupið eftir spjótinu Morgunblaðið/Einar Falur Einar Vilhjálmsson hafði mikla yfirburði í spjótkasti og kastaði rúmum 20 metrum lengra en heimamenn. En það var kannski fullmikið þvi kepp- ■endur þurftu sjálfír að sælq'a spjótin. Einar fékk því góðar gönguferðir. Morgunblaðið/Einar Falur Áfram með þig! Vésteinn Hafsteinsson hefur sleppt kringlunni og hrópar á eftir henni. Hann tók vel á í kringlukastinu og sigraði með yfírburðum. töm FOLK ■ UNNAR Garðarsson, Andr- és Guðmundsson og Gisli Sig- urðsson eru menn rammir að afli og þurfa sitt af næringu til að ná árangri í kastgrein- KristinnJens unum. Fyrsta dag- Sigurþórsson inn hér í Lúxemb- skrifarfrá urg fóru þeir á uxem urg steikhús og fengu sér vínarsnitzel. Síðan fóru þeir á Kastalakrána, hótelið þar sem keppnisliðið dvaldi, og borðuðu þann mat, sem þar var á borðum. Það reyndist þó engan veginn nóg, svo strax á eftir fóru þeir aftur á steikhúsið og luku máltíðinni með því að panta sér piparsteik. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum tók máltíðin ekki skemur en þrjár klukkustundir. ■ FYRIR utan þá Egil og Sig- urð bættu þrír íslensku keppend- anna sig: Bessi Jóhannsson hljóp 1500 metrana á 3:57.90, Daníel Guðmundsson bætti sig einnig í sömu grein; hljóp á 4:02.41, og þá hljóp Gunnar Guðmundsson 400 m á 49.0, sem er taisverð bæting. Þá jafnaði Jón A. Magnússon, hinn efnilegi tugþrautarmaður, sinn besta árangur í 100 m; hljóp á 10.93 sek. I AÐSTÆÐUR allar á vellinum í Diekirch, þar sem keppnin fer fram, eru mjög góðar, og fram- kvæmd keppninnar til mikillar fyr- irmyndar. Keppendur í kastgreinum voru hins vegar óhressir með að þeir þurftu sjálfír að ná í áhöld sín eftir að hafa þeytt þeim óravegu frá sér. Þá bætti það ekki heldur úr skák, að forin á sleggjukastvell- inum var gífurleg, og hefðu kepp- endur þurft að vera í klofháum stígvélum, til að vemda sig gegn drullunni. ■ GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari, varð fyrir því óhappi að handfangið á sleggjunni brotnaði í höndunum á honum þeg- ar hann var að hita upp fyrir keppn- ina. Fékk hann slink á bakið, og eftir þetta var hann svolítið hrædd- ur við að kasta. Hann stóð sig samt sæmilega, kastaði tæpa 57 metra og varð í öðru sæti. ■ ÓLAFUR Þórarinsson, þrístökkvari, var í Qórða sæti i sinni grein; stökk 14.19 m. Ifyrir keppn- ina gantaðist hann með það, að líklega myndi atrennan hjá honum ekki passa, því það vantaði allar holur og hæðir í brautina héma ytra, en þeim er hann vanur frá Valbjarnarvelli. Það þarf hins veg- ar ekki að tíunda ástand þess vall- ar, fyrir þeim sem til fíjálsíþrótta- mála þekkja. ■ GAMLA kempan Friðrik Þór Óskarsson stökk 14.16 m í þrístökkinu og er það íslandsmet öldunga í greininni. Þessi árangur hans fleytti honum í fímmta sæti. Fyrsta landsliðskeppnin sem hann tók þátt var árið 1970 og hefur hann því verið viðloðandi landsliðið í 18 ár. ■ VESTEINN Hafsteinsson keppti ekki í kúluvarpi fyrri daginn vegna meiðsla í fingri, sem hann fékk við það að spila körfubolta. Hann lét sér því nægja að kasta kringlunni daginn eftir. ■ SEINNI dag keppninnar bættu flórir keppendur árangur sinn. Jón A. Magnússon stökk 7.37 í langstökki og syndi mikið öryggi. í 3000 metra hindrunarhlaupi lenti Jóhann Ingibergsson I þriðja sæti; hljóp á 9:21.60, sem er 7 sek. betri tími en hann átti fyrir. Daníel Guðmundsson bætti sig einnig ( þeirri grein; hljóp á 9:31.31 sek. í 5000 metra hlaupi lenti Már Her- mannsson í þríðja sæti; hljóp á 14:44.98 sek, sem er bæting um 14 sekúndur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.