Morgunblaðið - 07.09.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 07.09.1988, Síða 9
oQor «,3<u.*raT'cr39 r qtrr>/otT'M'TTríttm nrn a Tiii/TTr*cimx MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 9 Ég er Fiskur. ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ VERA MEÐ ÞER Persónukort: Hver er ég? Hvaða hæfileika hef ég? Hvað veikleika? Get ég skilið mig betur? Framtíðarkort: Hvaða sjó sigli ég þetta árið? Hvarermeðbyr, mótbyr, blindskerog öruggar siglingaleiðir? Samskiptakort: Ég elska maka minn, en getum við skilið hvort annað betur? Sjálfsþekking er forsenda framfara. Hringdu og pantaðu kort STJ0RNUS1ÍEKI •STÖDIN 1UJ// I LAUGAVEGI 66 SiMI 103771 Gunnlaugur Guðmundsson GEYSíRf Ný sending 10 gerðir af vinsælu tréklossunum með teygjan- legum sóla. Dömu- ogherrastærðir. Aldrei glæsilegra úrval. UMBERTO GINOCCHIETTI PELSEMN Kirkjuhvoli, simi 20160. Að kjósa frelsið í síðustu viku tók austur-þýsk stúlka, sem stödd var hér á landi, þá ákvörðun, að hverfa ekki aftur til heimalands síns. í staðinn kaus hún frelsið í Vestur-Þýska- landi. Ákvörðun þessarar ungu stúlku aetti að vekja okkur til umhugsunar um ástaeður þess, að fjöldi fólks yfirgefur fjölskyldur sínar og leggur jafnvel líf sitt í hættu til þess að flýja ánauðina fyrir austan járntjald. í Staksteinum í dag er hugað að þessu en einnig litið á kosn- ingabaráttuna í Svíþjóð. Djajrfar flótta- tilraunir Þrátt fyrir allt talið um „umbótastef nuna“ fyrir austan járntjald hefur lítíð raunverulega breyst. Þó að athygli fjöl- miðla beinist þessa stund- ina að öðrum hlutum er kúgunin þar enn söm við sig. Fjöldi fólks leggur enn líf sitt í hættu í ^jörf- um flóttatilraunurn vest- ur yfir landamærin. 1 Austur-Þýskalandi er tal- ið að nokkur hundruð manna sitji i fangelsi fyr- ir að reyna að flýja land. Hvergi er munurinn á austri og vestri jafn skýr og í Þýskalandi og þá sér i lagi í fyrrverandi höf- uðborg landsins Berlin. Múrinn grái sem liggur þvert í gegniun borgina gegnir ekki þvi hlutverki að meina mönnum inn- göngu í Austur-Þýska- land heldur koma í veg fyrir að fólk flýi land. í Morgunblaðinu i gær er skýrt frá því að sex Austur-Þjóðveijum hafí um helgina tekist að leika á hina þungvopn- uðu verði við landamæri Austur og Vestur-Þýska- lands. Landamæravörð- um tókst hins vegar að stöðva þrjá aðra Austur- Þjóðveija með skothrið. Atburðir af þessu tagi færðust í síðustu viku nær okkur en við eigum að venjast. Tvitug aust- ur-þýsk stúlka, Heidi Schlossen, ákvað i síðustu viku að snúa ekki til baka til Austur-Þýska- lands frá íslandi. Heidi Schlossen var hér stödd ásamt tíu öðr- um Austur-Þjóðveijum sem dvalist höfðu á ís- landi í nokkurn tíma í boði Sambands ungra framsóknarmanna. Ell- efu ungir framsóknar- menn héldu siðan utan tíl Austur-Þýskalands á mánudag í boði Austur- Þjóðveija. Það vekur furðu við hvaða erlendu aðila Framsóknarflokkurinn og ungir framsóknar- menn kjósa helst að eiga samskiptí. Fræg eru tengsl fíokksins við búlg- arska Bændaflokkinn, Bulgarzky Zemedelsky Naroden Soyuz, og tíðar ferðir forystumanna í Framsóknarflokknum til Búlgariu í boði hans. Akvörðun Heidi Schlossen, um að snúa ekki aftur til sins heima, vekur vonandi framsókn- armenn til umhugsunar um það, hvort eitthvað sé kannski bogið við þjóð- félagsskipulagið þjá vin- um þeirra í austri, fyrst þeir þurfa að byggja múra til að halda þegn- unum í landinu. Jafnaðar- menn í klípu Umræðan fyrir þing- kosningarnar í Sviþjóð hefur tekið á sig nokkuð skondna mynd. í raun hefur hin hefðbundna kosningabarátta algjör- legra fallið í skuggann af hinum ýmsu hneykslis- málum er snerta fíokk jafnaðarmanna. Hæst ber þar Ebbe Carlsson-málið svokall- aða sem varð þess vald- andi að Anna Greta Lejj- on þurftí að segja af sér sem dómsmálaráðherra fyrr i sumar. Lejjon hafði orðið uppvís að þvi að heimila bókaútgefandan- um Ebbe Carlsson að framkvæma einkarann- sókn á morðinu á Olof Palme. Þetta komst upp þegar aðstoðarmaður Carlssons var gripinn f tollhliði þegar hann reyndi að smygla ólög- legum hlustunarbúnaði til Svíþjóðar. Stjómarskrárnefnd sænska þingsins komst i síðustu viku að þeirri nið- urstöðu að með þvi að gefa Ebbe Carlsson bréf upp á vasann um að hann starfaði með umboði hennar hefði hún gerst brotleg gegn sænsku stjómarskránni. Allir stjórnmálaflokkar vom sammála um þennan úr- skurð stjómarskrár- nefndarinnar. En þetta er ekki eina hneykslismálið sem hef- ur hrellt jafnaðarmenn i kosningabaráttunni. Fyr- ir skömmu varð Stig Malm forsetí sænska Al- þýðusambandsins uppvis að þvi að hafa notað áhrif sin til þess að út- vega 22 ára dóttur sinni ibúð i Stokkhólmi. Var hún tekin fram yfír 100.000 önnur ungmenni sem em á biðlista eftir ibúð. Þetta atvik hefur ekki mælsf allt of vel fyrir i Sviþjóð, sérstak- lega ekki meðal þeirra sem em á fyrmefndum biðlista. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum um fylgi stjómmálafíokk- anna i Svíþjóð virðast þessi hneykslismál, sem og önnur, ekki hafa haft nein teljandi áhrif á fylgi jafnaðarmanna — enn sem komið er. Fylgi þeirra helst stöðugt um 45%. Vinsældir formanns Jafnaðarmannaflokks- ins, Ingvars Carlssons forsætisráðherra, virðast hins vegar hafa dalað verulega. í skoðanakönn- un sem birtíst i Svenska Dagbladet á mánudag kemur fram að 32% kjós- enda bera fullt traust til Ingvars Carlssons en þegar spurt var sömu spumingar nm mánaða- mótin maí-júni sögðust 43% bera fullt traust tíl forsætisráðherrans. Óþekkta stærðin í sænskum stjómmálum i dag er hins vegar Um- hverfisflokkurinn. Hann hefur aldrei fengið mann á þing en skoðanakann- anir benda nú til þess að hann gætí fengið allt að 8% atkvæða i kosningun- um! Samtímis bendir margt til þess að komm- únistar muni ekki ná 4% atkvæða og detta þar með út af þingi. Óvissan hefur sjaldan verið meiri fyrir þing- kosningar i Svíþjóð. Hvorki jafnaðarmenn og kommúnistar né borg- aralegu flokkamir þrfr fá hreinan meirihluta i skoðanakönnunum og gætí nsesta ríkisstjóm þurft að treysta á stuðn- ing Umhverfisflokksins. Talsmenn fíokksins hafa gefíð i skyn að þeir myndu frekar halla sér að jafnaðarmönnum en borgaralegu flokkunum. Það gætí reynst jafnað- armönnum dýrkeyptur stuðningur. Er húsið of stórt? Hvers vegna ekki að njóta eignanna! Ef t.d. hús er selt og íbúð, sem er 3 milljón krónum ódýrari er keypt, er hægt að hafa 25 þúsund krónur skattlausar tekjur á mánuði án þess að skerða höfuðstólinn. Kynnið ykkur kosti Sjóðsbréfa 2 hjá starfsfólki VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavik. S(mi68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.