Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 VEÐUR Tap sjúkrahúsanna 700 milljónir árið 1987; Heimild: Veðurslofa islands (Byggt á veðúrspá kl. 16.15 i gær) Iðnaðarráðuneytið: Frekari álvinnsla könnuð í TENGSLUM við undirbúning nýs álvers við Straumsvik hefur iðnað- arráðherra óskað eftir því að mögulegir kostir til frekari úr- vinnslu áls hér á landi verði kann- aðir. í því skyni'fól Iðnaðarráðuneytið svissneska ráðgjafarfyrirtækinu PROFTLEX að gera könnun á því máli og lá frumathugun fyrir s.l. vor. Jafnframt óskaði Iðnaðarráðu- neytið eftir' því við Iðntæknistofnun að hún kannaði þetta málefni frekar. Dagana 1.-2. september var full- trúi PROFILEX hér á landi til við- ræðna við Iðnaðarráðuneytið, starfs- hóp um stækkun álvers og Iðntækni- stofnun til að yfirfara þessa mögu- leika nánar. í framhaldi af þessu verður skipu- lögð frekari vinna þessara aðila til að greiða fyrir aukinni úrvinnslu áls hér á landi, m.a. í samstarfi við starf- andi fyrirtæki hérlendis og erlenda samstarfsaðila. (Fréttatilkynning) Nær hallalaus rekstur Ríkis- spítala þrátt fyrir mesta veltu HALLI á rekstri sjúkrastofnanna á síðasta ári nam 700 milljónum króna eða 7% af tekjum og skammtímaskuldir námu tæpum 950 milljón- iim króna í árslok. Þetta kemur meðal annars fram í nýbirtri skýrslu RBdsendurskoðunar. Þar kemur fram að einungis fjórar sjúkrastofnan- ir af 55 voru reknar með lítilsháttar rekstrarafgangi á árinu 1987. Þessar stofnanir eru allar reknar samkvæmt daggjaldakerfi og eru elliheimilið Grund, dvalarheimilið Ás, þjúkrunarheimilið Kumbaravogi og M.S félag íslands. Rikisspitalamir koma best út þeirra stofnanna, sem eru á föstum fjárlögum. Tap þeira var rúm 1,8 mil(jónir á árinu 1987 eða 0,0% af tekjum, sem námu tæpiun 3,8 miUjörðum. Tap sjúkrahúsa á daggjöldum árið 1987 var rúmar 320 milljónir. Tap sjúkrahúsa á föstum fjárlögum var samtals 392 milljónir. Þar af var tapið á Landakoti 121 milljón og á Borgarspítalanum 71 milljón. Edda Hermannsdóttir, skrifstofustjóri fjár- málaskrifsstofu heilbrigðiráðuneytis- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að undanfarin ár hefði halli sjúkra- húsa á daggjöldum verið gerður upp árið eftir með sérstökum halladag- gjöldum. Varðandi Borgarspítalann, sem er nú í fyrsta sinn á fostum fjár- lögum sagði hún að vegna mismunar á greiðslu- og rekstraruppgjöri væri greiðslutap Borgarspítalans ekki 71 milljón heldur innan við 20 milljónir. Flest þeirra átján sjúkrahúsa sem eru á föstum fjárlögum eru það nú í fyrsta skipti og er halli þeirra mjög mismunandi í hlutfalli af tekjum, allt frá því að vera 0,0% samanber Ríkisspítalanna og upp í það að vera rúm 30%, en algengastur er halli á bilinu 5 til 15%. Hins vegar hafa Ríkisspítalar verið lengst á föstum flárlögum eða f tíu ár. Stjómir sjúkrahúsanna eru skipaðar þremur fiilltrúum sveitarfélagsins ogtveimur fulltrúum starfsmanna. Að sögn Eddu hafa stjómir sjúkrahúsanna verið mismunandi ábyrgar. Hallinn hafi lítið komið við sveitarfélögin, þar sem hann hafí að mestu leyti verið greiddur af ríkissjóði. „Ef ríkis- sjóður sér ástæðu til þess að gera athugasemdir við reksturinn, þá það alveg ljóst að hann mun neita að greiða allan hallann," sagði Edda og gat þess að oft væru þó eðlilegar skýringar á hallarekstri sem taka þyrfti tillit til. Varðandi skammtímaskuldir sjúkrahúsanna sagði Edda að þær væru hæstar í lok árs og ef skulda- staðan væri skoðuð á öðrum tímum árs þá væri hún ekki svona slæm. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði að aðalástæð- an fyrir nær hallalausum rekstri Ríkisspítalanna á síðasta ári væri mikið aðhald á öllum sviðum. Þrátt fyrir að launaáætlanir hefðu farið úr böndunum, hefði með samdrætti á öðrum sviðum og aðhaldi að vinnu tekist að láta enda ná saman í rekstr- inum. Ein ástæðan fyrir því að launa- greiðslur á síðasta ári og reyndar einnig þessu hefðu farið úr böndun- um sagði hann vera miklu meiri yfir- vinnu en áætlanir gerðu ráð fyrir, þar sem fólk fengist ekki í fullt starf. „Við erum að borga fólki í hlutastörfum miklu meiri yfirvinnu en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir, þar sem við höfum átt í erfiðleikum með að ráða í fullar stöður. Það sem á vantar leysum við með yfírvinnu og það er ekki gott til lengdar. Reynslan sýnir að til þess að fá fólk í fullt starf eru launin einfaldlega of lág og það er hluti af vandan- um,“ sagði Davíð. Hann sagði að Ríkisspítalamir hefðu verið komnir 26 milljónir umfram fjárlög á miðju þessu ári. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, sem rekur sjúkrastöðina Vog og endurhæfíngarstöðvamar Sogn og Staðarfell á daggjaldakerfinu, sagði þá skýringu á hallrekstrinum að daggjöldin væm einfaldlega ákveðin alltof lág. Daggjöldin væm nú 3.800 krónur en þyrftu að vera 5.400 krónur til þess að endar næðu saman. Suðurlandsbraut breikkuð BREIKKUN Suðurlandsbrautar í fjórar akreinar, frá Reykjavegi til Grensásvegar, hefur staðið yfir frá þvi í byrjun ágúst. Hefur umferð um Suðurlandsbraut raskast nokkuð vegna gatnagerða- framkvæmda og verður svo þar tíl í byijun október er malbikun vegarkaflans lýkur, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðar- gatnamálastjóra. Lokafrágangi lýkur hins vegar ekki fyrr en um mitt næsta ár. Breikkunin er til að greiða fyrir umferð um Suður- landsbrautina en ekki er talin þörf á að breikka hana frá gatna- mótunum við Grensásveg að Elliðavogi, þar sem umferðarþung- inn er að miklu leyti inn á Grensásveg og Alfheima. v *v V, V 1DAG U .12.00:' VEÐUfíHORFUR íDAG, 9. SEPTEMBER YFIRLIT (GÆR: Um 200 km austsuöaustur af Hornafirði er minnk- andi 1.002 mblægð sem þokast norðaustur en 1.012 mb hæð er yfir Grænlandi. Á suðvestanverðu Grænlandshafi er 1.000 mb lægð sem hreyfist hægt austnorðaustur. Á morgun hlýnar heldur í veðri norðaustantil á landinu en annars staðar breytist hiti lítið. SPÁ: Austan- og suðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi við suðvest- urströndina, en heldur hægara annars staðar. Dálítil rigning suð- vestanlands, en að mestu þurrt annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Hægviðri - sméskúrir við norður- og austurströndina, og einnig suðaustanlands. Hiti 8—12 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðan- og norðaustanátt, kaldi eöa stinningskaldi, skúrir norðan- og austanlands, en þurrt og bjart um sunnanvert landið. Hiti 8-14- stig. ■j o Hitastig: .10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka =: Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r / r r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 9 alskýjað Reykjavík 12 léttskýjað Bergen 18 skýjað Helslnkl 20 hálfskýjað Kaupmannah. 21 léttskýjað Narasarssueq 9 rlgning Nuuk 7 skýjað Osló 17 skýjað Stokkhólmur 21 lóttskýjað Þórshöfn 12alský)að Algarve 33 léttskýjað Amsterdam 21 mlstur Barcelona 26 mistur Chlcago 14 heiðskfrt Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 20 skýjað Qlasgow 16 rigning Hamborg 18 hálfskýjað Las Palmas 26 skýjað London 24 léttskýjað Los Angeles 20 alskýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Madrfd 36 háffskýjað Malaga 30 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal 14 heiðskfrt New York 17helðskírt Parfs 23 helðskfrt Róm 27 iéttskýjað San Dlego 19 alskýjað Wlnnlpeg 12 skýjað Verðlagsstofnun: Yfir 100 fyrirspurn- ir berast daglega GREITT hefur verið úr máltim fimm líkamsræktarstöðva á höf- uðborgarsvæðinu sem verð hefur hækkað hjá að undanfömu. Verð á brauðum og kökum hækkaði eftir miðjan ágúst í nokkrum Ávöxtun: Starfsemi háir ekki rannsókn - segir rannsókn- arlögreglustj óri BOGI Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri segir að það hái á eng- an hátt opinberri rannsókn á fjár- reiðum Ávöxtunarsjóðanna að Ávöxtun sf. sé starfrækt áfram undir fyrri stjóra. öll nauðsynleg gögn séu tiltæk f þágu rannsókn- arinnar. 2-3 starfsmenn RLR vinna að jafn- aði að rannsókninni. Að sögn Boga er undirbúningi lokið og fundinn sá farvegur sem rannsókninni verður beint í. Bogi Nilsson varðist allra nánari frétta af rannsókninni. bakaríum úti á landi en verður lækkað aftur. Verðlagsstofnun hefur htekkanir hjá einu bakarii í Reykjavík enn til skoðunar. Jafn- framt er nú verið að afla gagna um millilandafargjöld auk ýmis- konar þjónustu, svo sem snyrti- stofa og (jósastillingafyrirtækja. Verðlagsstofnun berast daglega milli 100 og 120 fyrirspurair og ábendingar vegna verðstöðvunar- innar að sögn Guðmundar Sig- urðssonar hagfræðings á stofnun- inni. Nú færist í vöxt að neytendur hringi í Verðlagsstofnun en áður var mest hringt frá verslunum og fyrir- tælqum. Engar undanþágur hafa verið veittar en helst hefur verið beðið um slfkt fyrir ýmiskonar nám- skeið og einkaskóla. Frostlögur hækkaði mikið í verði um það leyti sem verðstöðvunin tók gildi, um miðjan ágúst, en olíufélög- in hafa dregið þá hækkun til baka. Verðgæslumenn fóru milli sólbaðs- stofa í vikunni en þar virtist verðlag ekki hafa hækkað eftir 15. ágúst. Ein líkamsræktarstöðvanna sem hækkuðu verð eftir gildistöku verð- stöðvunarinnar mun lækka það aftur en ekki var gerð athugasemd við verðhækkanir hinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.