Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 54

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Guðjón áfram hjá KA STJÓRN knattspyrnudeildar KA hefur gengið frá munn- legu samkomulagi við Guðjón Þórðarson um að þjálfa liðið næsta keppnistímabil. Guð- jón hefur náð góðum árangri með KA, liðið er í 5. sæti, en KA hefur aldrei náð ofar en í 6. sæti í 1. deild. Við höfum gengið frá munn- legu samkomulagi og ég reikna með að gengið verði frá samningum strax að loknum aðal- Guðjón Þórðarson. fundi í október," sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður knatt- spymudeildar KA. „Við erum mjög ánægðir með störf Guðjóns og teljum eðlilegt að hann haldi áfram þjálfun liðsins," sagði Stef- án. Guðjón er nú fluttur til Akur- eyrar og mun búa þar í vetur. Hann er nú byijaður að vinna sem lögregluþjónn og hefur tekið við af Jóni Kristjánssyni. Jón var í lögreglunni í sumar en er nú far- inn til náms í Reykjavík. SPJOTKAST Einar Vilhjálmsson leiðbeinir þeim ynqstu ' , , , Morgunblaðið/Björn Sveinsson Einar Vllhjálmaaon leiðbeinir ungum og upprennandi spjótkastara á Sumar- hátíð UÍA á Eiðum. FOLK ■ BONIPERTI forseti Juvent- us kallaðj Rui Barros, hinn nýja portúgalska leikmann, á fund sinn um daginn. Þótti forsetanum Bar- ros vera of tung- ulipur við blaða- menn um innan- hússmál Juve. Blaðamenn höfðu hvað eftir annað „platað" Barros til að segja álit sitt á kaupum og _sölum á leikmönnum, en yfirmenn ‘knattspymufélaga kunna ekki vel að meta að leikmenn opinberi per- sónulegar skoðanir á slíkum málum. Varla hefur verið hægt að draga orð upp úr Barros eftir fundinn með Boniperti. Enda hefur Port- úgalinn smávaxni (hann ertæplega 160 sm. hár) orð á sér fyrir að vera með eindæmum stilltur og Srúður drengur. I ROBERTO Cravero, fyrirliði Tórínó og ítalska ólympíulandsliðs- ins hefur endumýjað samninginn við Tórínó til þriggja ára. Samning- urinn hljóðar uppá 1,5 milljarða líra sem samsvarar um 50 milljónum íslenskra króna (og 1,5 milljón á rnánuði). Ofan á þessa upphæð bætast svo laun fyrir leiki með ólympíulandsliðinu, og bónus fyrir unna leiki, auk ýmiskonar hlunn- inda sem fylgja því að vera þekktur knattspymumaður (t.d. fríar veit- ingar á mörgum stöðum, verulegur afsláttur í búðum o.s.frv.) EINAR Vilhjálmsson spjótkast- ari hefur verið ráðinn til út- breiðslustarfa fyrir Frjálsí- þróttasambandið og hefur hann starf að loknum Ólympíu- leikunum í Seoul. Hugmyndin er sú að Einar fari meðal annars í skólana og fyalli þar um frjálsíþróttir til þess Rul Barros er full málglaður. að mati forseta Juventus. ■ VESALINGS ZAVAROV sem er nýkominn til Juventus fær hins vegar ekki nema um 60 þús- und íslenskar krónur í laun á mán- uði sem em meðaldaglaun annarra leikmanna 1. deildarinnar. Það voru Sovétmenn sem fóru fram á að Zavarov fengi ekki hærri laun, en Juve segist reiðubúið að greiða honum sömu laun og öðrum leik- mönnum félagsins. Juve mun út- vega sovéska leikmanninum bíl og íbúð, en mönnum finnst það óneit- anlega niðurlægjandi fyrir leik- mann á heimsmælikvarða að hann hafí ekki efni á að leigja sér sjálfur íbúð og kaupa bíl. En svona er nú litíkin stundum skrítin. ANNAR Sovétmaður Igo Belanov, sem var félagi Zavarovs í Dynamo Kiev, fær ekki leyfí til að leika með Atalanta. Lobanow- ski hefur endanlega sagt „njet“ við ítalska félagið sem í staðinn mun sennilega kaupa belgíska leik- manninn Ohana. að kveikja áhuga unglinga á íþrótt- inni. Það er liður í þeim áformum, sem við höfum um að stórauka þátttöku unglinga í fijálsum. Það er mikils virði að mestu afreks- mennimir eru tilbúnir að taka þátt í því starfí. Er stjóm FRÍ mjög ánægð með að Einar skuli fást til þessa starfs," sagði Ágúst Ásgeirs- son, formaður FRÍ. Á SUM ARHÁTIÐ ÚÍA var Einar Vilhjálmsson spjótkastari sér- stakur gestur á hátíðadagskrá og sýndi viðstöddum hvernig kunnáttumaður handfjatlar þetta íþróttatæki og tók nokkur létt köst, eins og hann orðaði það, fyrir áhorfendur. Einar brást ekki vonum manna og kastaði spjótinu 65,36 m án atrennu. Þar sem völlurinn á Eiðum er ekki eins og ólympíufarar eiga að venjast vildi Einar ekki taka neina áhættu með meiðsli og sýna alvöruköst með atrennu. Hann gat þó ekki stillt sig og með 5 skrefa atrennu kastaði Einar spjótinu 78 m. Er það lengsta kast sem sést hefur á íþróttavelli UÍA og yfír ólympíulágmarki. Hámarki náði þó hrifningin yfír heimsókn Einars þegar hann fór með unga spjótkastara út á völl að móti loknu og veitti þeim leiðsögn og góð ráð. Fengu allir að taka nokkur köst undir leiðsögn Einars sem var einkar jákvæður og örv- andi þegar hann var að leiðbeina þessum spjótkösturum framtíðar- innar. Öll sýndu þau mikinn áhuga og einbeitni við að tileinka sér tækni snillingsins, enda ákveðin í að feta í fótspor hans. Það má því búast við að félagar í UÍA láti kveða að sér í kastíþrótt- um í framtíðinni því fréttaritari Morgunblaðsins gat ekki annað heyrt en að Hreinn Halldórsson gæfí ungum kúluvörpurum góð ráð samhliða því sem hann stjómaði keppni í kúluvarpi á Sumarhátíð UIA. TENNIS GOLF / SVEITAKEPPNI GSI Frá Brynju Tomer á ftallu FRJÁLSAR FRÍ ræður Einar til útbreiðslustarfa Húsvíkingar M.deild UM SÍÐUSTU helgi fórfram keppni í 2. deild karla og kvenna í sveitakeppni GSÍ. Keppnin fór fram á Húsavík og sigruðu heimamenn íkarla- flokki en sveit Golfklúbbs Akur- eyringa í kvennaflokki. Hvassviðri og rigning settu svip sinn á keppnina en hún var mjög spennandi í karlaflokki. Leiknar voru 72 holur og þegar upp var staðið munaði aðeins fjórum höggum á sveit Golfklúbbs Húsavíkur, sem lék á 978 höggum og B-sveit Golfklúbbsins Keilis, sem lék á 982 höggum. B-sveit Golf- klúbbs Vestmannaeyja kom síðan í þriðja sæti á 988 höggum. Aðrar sveitir, sem tóku þátt í 2. deild karla, voru A- og B-sveit Golfklúbbs Akureyrar, og sveitir Leynis, Nesklúbbsins, Selfoss og Grindavíkur. GA vann kvennaflokkinn Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð öruggur sigurvegari í 2. deild kvenna og lék á 378 höggum. Sveit Golfklúbbs Suðumesja varð önnur á 423 höggum og sveit Nesklúbbs- ins þriðja á 427 höggum. Aðrar sveitir, sem tóku þátt í 2. deild kvenna, voru sveitir Golfklúbbs Húsavíkur og Golfklúbbs Grindavíkur. Svelt Golfklúbbs Húsavlkur sigraði í 2. deild karla í sveitakeppni GSÍ. Frá vinstri: Kristján Hjálmarsson, Ólafur Ingimarsson, Axel Reynisson, Kristj- án Hjálmarsson og Kristinn Lúðvigsson, liðstjóri. HANDKNATTLEIKUR Handboltagetraunaseðlar Itilefni þátttöku handknattleiks- landsliðsins á Ólympíuleikunum, munu HSÍ og íslenskar getraunir standa saman að útgáfu sérstakra getraunaseðla. Þar er hægt að veðja um úrslit leikja á Ólympíuleikunum. Á miðunum eru aðeins leikir frá 26. september. Þá verða tvær um- ferðir búnar, þannig að allir spá- dómar ættu að verða auðveldari. Þessir miðar verða seldir á hefð- bundinn hátt í gegnum íþróttafélög- in, en einnig mun HSÍ standa beint að sölu þeirra. Ikvöld fslendingar og Danir leika vináttuiandsleik í handknatt- leik f kvöld í Seljaskóla. Leik- urinn hefst kl. 20.15. Þjóðim- ar mættust á -eama stað í gærkvöldi, en leikurinn í kvöld verður sá síðasti hjá íslenska liðinu áður en það heldur áleiðis til Seoul um helgina. Einar og Margrét eru stigahæst Einar Ásgeirsson er stigahæstur íslenzkra tennisleikara í karla- flokki og Margrét Svavarsdóttir í kvennaflokki samkvæmt nýlegum TRÓPÍ-lista sem miðaður er við árangur í tennismótum ársins. Þess má geta að íslandsmeistarinn í karlaflokki, Úlfur Þorbjömsson, hefur lítið keppt hérlendis og er ekki með á listanum. Samkvæmt listanum eru eftirtaldir efstir á blaði: Karlaflokkur: 1. Einar Ásgeirsson..................114 2. Kjartan Oskarsson..................91 3. Atli Þorbjömsson...................71 4. -5. Amar Arinbjamar................65 4.-5. Jón Páll Gestsson................65 6. Christian Staub....................64 7. Alexander Þórisson.................60 8. Kristján Baldvinsson...............43 9. Ingvar Guðjónsson..................39 10. -11. Stefán Bjömsson..............33 10.-11. Reynir Óskarsson...............33 12. Einar Thoroddsen...................12 Kvennaflokkur: 1. Margrét Svavarsdóttir.............102 2. Dröfn Guðmundsdóttir...............75 3. Oddný Guðmundsdóttir...............37 4. -6. Guðný Eiríksdóttir.............31 4.-5. Ingveldur Bragadóttir............31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.