Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Þjónusta við þjóðina Ur setningarræðu Jóns Sigurðssonar skólastjóra Samvinnuskólans Fyrsta ár Samvinnuskólans sem „sérskóla á háskólastigi“ Hér sé Guð og veri með okkur. Ég býð ykkur öll velkomin til erfíðis. Nú hefst 71. skólaár Samvinnu- skólans og 34. starfsárið hér á Bif- röst. Árið verður jafnframt 12. ár starfsfræðslu Samvinnuskólans og 16. ár Framhaldsdeildarinnar í Reykjavík. Reyndar verður starfsárið 1988—1989 ekki aðeins síðasta ár Framhaldsdeildarinnar heldur jafn- framt fyrsta ár Samvinnuskólans sem háskóla eða „sérskóla á há- skólastigi" eins og það formlega heitir. Nýr Samvinnuskóli tekur til starfa Samvinnuskólinn hefur tekið al- gerum stakkaskiptum á síðustu árum. Vorið 1986 var Samvinnu- skólaprófinu í síðasta sinn lokið eftir tveggja vetra nám á fram- haldsskólastigi eftir grunnskóla- próf, en þá um haustið 1986 tók skólinn til starfa í gerbreyttri mynd á tveimur síðari árum framhalds- skólastigsins, á lokaáföngum þess í stað upphafsáfanganna áður, með Samvinnuskólaprófi sem um leið er stúdentspróf. Þessi breyting hafði verið undirbúin- frá árinu 1984 og olli algerum umskiptum á ailri starfsemi skólans. 11. desember 1987 samþykkti skólaneftid aftur gjörtæka umbylt- ingu Samvinnuskólans og í þeirri mynd tekur hann nú til starfa. í vetur verðum við enn á ný með blandað kerfi að því leyti, í fyrsta lagi, að síðasti hópurinn stundar nám í vetur við Framhaldsdeildina í Reylq'avík og lýkur þaðan stúd- entsprófi næsta vor, og í öðru lagi, að annar og síðari 2. bekkur Rekstr- armenntadeildar verður hér á setri við nám í vetur og lýkur Samvinnu- skólaprófi sem er stúdentspróf héð- an að vori og verður það einnig í síðasta sinn. Ég tel ekki ofmælt að segja nú að Samvinnuskólanum, eins og hann hefur starfað hingað til, hefur verið lokað og nýr Samvinnuskóli hefur tekið til starfa í staðinn. Við stöndum á tímamótum. Við erum öll að hefja nýtt starf, nýja mótun og sköpun. Slíkt er erfitt og það raskar högum allra, en það er ekki síður skemmtileg, freistandi og eft- irsóknarvert hlutskipti. Ótroðnar brautir 27. apríl 1988 veitti menntamála- ráðherra Samvinnuskólanum form- legt leyfi og viðurkenningu til þess að, hefja starfsemi á háskólastigi. Áður höfðu farið fram mjög vand- aðar umræður um þessa miklu breytingu í nefnd ráðherrans undir forsæti rektors Háskóla íslands. Málaleitan Samvinnuskólans hlaut góðar undirtektir stjómvalda og Lánasjóðs ísienskra námsmanna og ég vek athygli á því að gagniýni hefur ekki verið beint að þessum fyrirætlunum Samvinnuskóla- manna í þeim opinberu umræðum sem orðið hafa um þessi mál. Þvert á móti hafa talsmenn t.d. Viðskipta- deildar Háskóla íslands bent á fyrir- ætlanir Samvinnuskólans sem at- hyglisverða leið í uppbyggingu nýs háskólastigs á íslandi. Þegar við tökum nú til starfa á háskólastiginu er ekki nóg með það að við víkjum fyrri námstilhögun Samvinnuskólans, sem þó er aðeins tveggja ára gömul, til hliðar held- utr stefnum við inn á braut sem ekki hefur áður verið farin hérlend- is. Svipað námsfyrirkomulag þekk- ist að vísu í nokkrum verkgreina- skólum landsins en þó ekki í sömu mynd. Aftur á móti eru margar erlendar fyrirmyndir til enda þótt hér verði ekki um beinan innflutn- ing heldur að ræða. Allt um það er okkur hollt að minnast þess að fátt er með öllu frumlegt í þessum efnum. Ákaflega mikil undirbúnings- vinna hefur átt sér stað meðal kenn- ara við skólann frá því á sl. vori og veit ég að hún mun skila sér í störfúnum nú á næstunni. Þetta viðfangsefni hefur mætt einlægum áhuga kennaranna og það hefur aukist og vaxið við verksvilja og framtak þeirra. Sama get ég einnig sagt um þá nemendur sem nú koma til náms í 2. bekk Rekstrarmenntadeildar. Við gerum okkur öll grein fyrir því að þeir fá allt þetta rask yfir sig eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Nem- endur í 2. bekk eiga því skilið að nokkurt tillit verði tekið til aðstöðu þeirra. Um leið minni ég á hlutverk þeirra, eins og fyrra 2. árgangs 1986—1987 þegar fyrr var breytt hér á setri, að viðhalda arfí skólans og þeim hefðum hans sem lífvæn- legar verða taldar til þess að þær megi berast til nýrra árganga nem- enda. í því efni er þess t.d. að minn- ast að Samvinnuskólinn er áfram ekki aðeins viðskipta-, rekstrar- og stjómunarskóli heldur og félags- Jón Sigurðsson „27. apríl 1988 veitti menntamálaráðherra Samvinnuskólanum formlegt leyfi og viður- kenningu til þess að hefja starfsemi á há- skólastigi. Áður höfðu farið fram mjög vand- aðar umræður um þessa miklu breytingu í nefnd ráðherrans und- ir forsæti rektors Há- skóla íslands. málaskóli. Hlutverk ykkar á tíma- mótunum er mjög mikilvægt. Sérstök rækt við hagnýt viðfangsefni Nú tekur algerlega nýr Sam- vinnuskóli til starfa. Hann samrým- ist alþjóðlegri skilgreiningu um æðra nám eða háskólastig m.a. að því leyti að hann er efnislegt fram- hald fyrri skólagöngu umsækjenda sem er a.m.k. 12—13 ára formleg skólavist bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi og inntökuskiL yrði skólans miðast við þetta. í öðru lagi einkennist skólinn sem háskólastofnun af verulegri sér- hæfingu á því sviði eða þeim sviðum sem stund verður lögð á, og í þriðja lagi veður það á sama hátt ein- kenni skólans að meginábyrgð á framvindu námsins og árangri er lögð á nemandann sjálfan með tals- verðu eigin sjálfræði hans og frelsi við námið. Sérstaða Samvinnuskólans með- al íslenskra skóla verður í því fólg- in m.a. að lögð er sérstök rækt við hagnýt og raunhlít viðfangsefni sem valin verða í tengslum við at- vinnulífið, að miklu meira fer fyrir sjálfstæðri verkefnavinnu nemenda en fyrirlestraröðum og að efnissvið námsins verða í samræmi við þetta fremur en samkvæmt hreinum fræðilegum eða kenningabundnum sjónarmiðum. í sama anda er sú sérstaða að þeir umsækjendur hafa forgang sem eru orðnir eldri en tuttugu ára og hafa öðlast eigin starfsreynslu í atvinnulífínu. Samvinnuskólinn á háskólastigi verður fyrst og fremst fræðslu- stofnun. Við gerum okkur grein fyrir því að þessari fræðslu verður ekki haldið uppi án margvíslegra rannsókna og könnunarverkefna. Ég bendi á að vitanlega er ókleift að aðgreina með öllu fræðsluhlut- verk og rannsóknir í skóla sem legg- ur þyngsta áherslu á sjálfstæð verk- efni, athuganir og könnun nemend- anna á vettvangi fræðanna sem i okkar tilfelli er atvinnulífið sjálft. Með þetta í huga hafa starfsskyldur kennara m.a. verið mótaðar en þó höfum við tekið þá ákvörðun að fræðsluhlutverkið er mikilvægast, a.m.k. að sinni. Þjónustustofnun á sviði fræðsiumála Nú hefur Samvinnuskólinn einn- ig þá sérstöðu að hann er hluti sam- vinnuhreyfingarinnar á Islandi og í eigu hennar. Til þess er ætlast að hann veiti fræðslu og þjálfun sem nýtist meðal annars og ekki síst á vettvangi samvinnustarfsins. Hér verður því mjög sinnt um málefni samvinnumanna og það sem lýtur að fyrirtækjum þeirra. Slíkt á ekki að takmarka tilvísun til annarra aðila eða málefna eða hindra sann- gjarna efnismeðferð, skoðanaskipti eða önnur viðfangsefni nema síður væri. Hér verður engin einstefna Bandarískur kvenskörungur eftir Ásmund Stefánsson Á undanfömum árum hefur bandarísk verkalýðshreyfíng átt undir högg að sækja. í dag er svo komið, að innan við fimmtungur starfandi manna er félagi í verka- lýðsfélögum. Það fer hinsvegar ekki á milli mála, að bandarísk verkalýðshreyfíng skiptir máli í bandarísku þjóðfélagi. Samninga- gerð er í höndum hinna einstöku verkalýðsfélaga og samningagerð er ekki síður flókin þar en hér, því ýmis sú þjónusta, sem hið opinbera veitir hér á landi, er bit- bein í samningum. Það á t.d. við um greiðslu fyrir læknishjálp og vist á sjúkrahúsi. Bandaríska alþýðusambandið fer ekki með samningagerð, en á þess vettvangi er steftian mótuð og félögin bera saman bækur sínar. Samskiptin við stjómvöld eru stór þáttur í starfi samtak- anna. Samtökin beita áhrifum sínum við forsetakjör og verka- lýðsfélögin veita þeim frambjóð- endum sem þau styðja, fjárhags- legan stuðning. Þetta á ekki að- eins við um forsetakosningar, heldur bæði um þingkosningar og kosningar í hveiju sveitarfélagi. Eitt af þjónustuhlutverkum bandaríska alþýðusambandsins er þannig að halda afrekaskrá um framgöngu einstakra þingmanna til að auðvelda verkalýðsfélaginu á hveiju svæði að fylgjast með sínum þingmanni. Joyce Miller Bandarísk verkalýðshreyfing knýr á um úrbætur í félagsmálum, þó hún hafi oftast reynst ærið (haldssöm í utanríkismálum. Fé- lögin í samskiptum við atvinnu- rekendur og alþýðusambandið í samskiptum við stjómvöld. Nú á laugardaginn verður hér i heim- sókn Joyce Miller, sem er formað- ur félagsmálanefndar sambands- ins. Joyce Miller á sæti í fram- kvæmdastjóm bandaríska alþýðu- sambandsins sem einn varafor- seta þess, og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Síðustu árin hefur mikið kveðið að samtökum kvenna sem em virkar í starfi innan bandarísku verkalýðshreyfingarinnar. Þessi samtök hafa unnið ötuliega að því að koma konum á framfæri og hvetja konur til að yfirstiga það þrefalda álag, sem því fylgir að vinna utan heimilis, hafa ábyrgð á heimili og vera virkar í erfiðu félagsstarfi. Líklega er Joyce Mill- er þekktust í hlutverki sínu sem formaður þessara samtaka. Umbrotatímar Samskiptin milli íslenskrar og bandarískrar verkalýðshreyfingar hafa verið mjög takmörkuð og þó stór hluti frétta sé af bandarískum viðburðum, em þær fréttir ákaf- lega afmarkaðar við stórvelda- samskipti og einstaka atburði, en gefa litla innsýn í bandarískt þjóð- félag og líf fólks og starf. Það gengur yfir mikið umbrota- tímabil í bandarísku þjóðlífi. Þjóð- félagið er að snúast gegn niður- skurðarsjónarmiðum Reagans og það gerir tilkall til aukins félags- legs öiyggis og úrbóta á ófull- komnu félagsmálakerfí. Fundur laugardaginn 10. september Ekki síst þess vegna er forvitni- legt að fá tækifæri til þess að hlýða á Joyce Miller, sem stendur fremst í flokki í þessari baráttu. Ég skora því á alla, sem tækifæri hafa til, að mæta á opinn fund í Ársal Hótels Sögu, 2. hæð, kl. 13.30 á laugardaginn. Höfundur er forseti ASÍ. enda er slíkt alls ekki í samræmi við þarfir eða vilja samvinnumanna; þvert á móti verður ýtt undir mál- efnalega og akademíska umræðu eins og vera ber. í námsgrein sem heitir Samvinnufræði verður sam- vinnuhreyfingin kynnt sem þáttur samfélagsins við hlið annarra mikil- vægra þátta en ekki á kostnað þeirra, en þessi námsgrein tilheyrir Frumgreinadeildinni og eiga nem- endur Rekstrarfræðadeildar einnig að stunda hana ef þeir hafa ekki lokið henni áður. í Málstofu, sem er gestafyrirlestrar o.þ.h., má gera ráð fyrir að málefni samvinnu- manna beri á góma ekki síður en önnur mál. Loks er þess að vænta að ýmis dæmi og verkefni í skólan- um muni tekin af samvinnuvett- vanginum ekki síður en úr öðrum áttum. Ekkert af þessu á að verða nein einstefna heldur frekar efnis- leg kynning og akademisk umræða. Samvinnuskólinn nýtur íjárveit- inga af fjárlögum íslenska ríkisins svo að nemur 65% rekstrarkostnað- ar í heild, nemendur greiða sjálfír u.þ.b. 5% en samvinnuhreyfíngin kostar um 30% af kostnaði skólans. Á næstunni stendur fyrir dyrum að styrkja íjárhag skólans með endur- skipulagningu og hagræðingu og með eigin tekjuöflun svo að hann geti sem mest staðið á eigin fótum með ríkisframlagi og nemenda- gjöldum. í þessu efni ber að hafa í huga að skólinn er ákaflega óhag- kvæm rekstrareining rétt á meðan skipulag hans er í endurmótun og er ljóst að reksturinn verður hlut- fallslega miklu hagkvæmari þegar er endurskipulagningunni verður lokið á siðari hluta næsta árs. Þessi skóli er og verður eftir sem áður hluti af samvinnuhreyfíngunni en hann er um leið þjónustustofnun á sviði fræðslumála við alla þjóðina og allt samfélagið og hann er ekki síður þjónustustofnun við þá ein- staklinga sem til hans leita sem nemendur eftir fræðslu og þjálfun. í þessu má ekkert rekast á og ekk- ert þarf heldur að rekast á í þessu efni. Þjónustuhlutverkið við þjóðina og við einstaklinginn er í fyllsta samræmi við eðli og viðleitni sam- vinnustarfeins í réttum skilningi þess orðs. Fjölgnn nemenda Nemendum á Bifröst fjölgar nú mjög frá því sem var í fyrra. í 2. árgangi Rekstrarmenntadeildar verða nú 29 nemendur og hafa 2 bæst við í þann hóp. í Frumgreina- deild verða 20 nemendur og í Rekstrarfræðadeild verða 34 nem- endur. Aðsókn að skólanum sl. vor var mjög mikil og enda þótt nú verði fjölgun um u.þ.b. 45% í nem- endahópi hér urðum við að vísa næstum því þriðju hverri umsókn frá vegna húsnæðisleysis. Ekki er því að leyna að óvissa var um aðsókn að þessum nýja skóla nú i vor, og því er ekki að leyna heldur að það var ánægjulegt að verða vitni að því hve mikla at- hygli þessi nýi sérskóli á háskóla- stigi vakti þegar i byijun. Skólinn gefur nemendum sínum skýlaust fyrirheit um það að hér verður starfað af festu og alvöru enda þótt mikið muni fara fyrir tilraunum og nýbreytni. Ég leyfi mér að vona að skólinn verði aldrei svo fastmót- aður og margprófaður að það komi niður á viljanum til nýbreytni og tilraunagleðinni. Enda þótt hart sverfi að sam- vinnufélögunum og fyrirtækjum samvinnumanna um þessar mundir mun Samvinnuskólinn halda uppi starfsfræðslu fyrir starfsmenn og félagsmenn eins og hingað til. Ég vænti þess að þátttakendur á nám- skeiðum og námsbrautum sem hingað koma verði nemendunum aufúsugestir og verði til þess að auka §ölbreytni og umsvif í fé- lagslífí og á skólaheimilinu yfirleitt. Þjónustuhlutverkið við þjóðina Ég hef sagt það oftar en einu sinni í þessu ávarpi að enn stöndum við á tímamótum. Umbreyting Sam- vinnuskólans er þó ekki sérstök heldur er hún vitni um umbreyting-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.