Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 22
22 íííi < nji/.tuTiioi ct(Ujíii:;»:i:h MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: Síðasta bindi Jarða- bókar komið út í ljós- prentaðri útgáfu ELLEFTA bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalins er komið út hjá Hinu fslenska frœðafélagi i Kaupmannaböfn og er þá lokið ljósprentun Jarðabókarinnar sem hófst árið 1980. Um þessar mundir er einnig unnið að útgáfu viðbótarefnis og atriðis- orðaskráar fyrir verkið f heild. Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns var upphaflega prent- uð f Kaupmannahöfn á árunum 1913-1943. Upplag þeirrar útgáfu var lílið og varð hún fljótt ófáan- leg. Vegna þessa réðst Hið fslenska frseðafélag f Kaupmannahöfn f það árið 1980 að láta ljósprenta alla Jarðabókina og gefa út að nýju. Jafnframt var Gunnari Guðmunds- syni sagnfrseðingi falið að vinna úr viðbótarefni því sem Ámi og Páll söfnuðu á ferð sinni um landið. Gunnar sér enn fremur um samn- ingu atriðisorðaskráar fyrir öll bindin. Jarðabókin hefur að geyma ná- kvæmar lýsingar á jörðum landsins á árunum 1702-1714. Tvö hefti Jarðabókar eru löngu glötuð, þau er fjallá um Múlasýslur og Skafta- fellssýslur. Eitthvert efni hefur þó varðveist um þessar sýslur og mun það 'birt f viðbótarbindi þvf sem Gunnar Guðmundsson vinnur að . Sögufélagið sér um dreiftngu Jarðabókar hér á landi fyrir hönd Hins fslenska fræðafélags f Kaup- mannahöfn. Vesturbæjarskólinn tilbúinn: Rými skólans tvöfald- ast með byggingimni NÝBYGGING Vesturbæjarskól- ans á horni Sólvallagötu og Pranmesvegar i Reykjavík var afhent skólastjóra hans, Kristínu Andrésdóttur í gær. Byggingin er 2.629 fermetrar á þremur hæðum og lóðin rfflega hálfu stærri. Að sögn Kristínar tvö- faldast það rými, sem skólinn hefur yfir að ráða, með bygging- unni. Hann var áður til húsa f gamla Stýrimannaskólanum við Oldugötu og hluti af kennslunni fór einnig fram f Miðbæjarskó- lanum. Skólinn verður starfrækt- ur sem hálfopinn skóli og var tekið mið af þvf við hönnun bygg- ingarinnar. Skólinn var byggður fyrir tilstuðlan skólamálaráðs og samkvæmt ákvörðun þess og borgarráðs. Heildarkostnaður við bygginguna með lóð og bún- aði er áætlaður 150 miljjónir króna, en kostnaður þess áfanga sem nú er lokið hfjóðar upp á 115 milljónir króna. í skólanum verða f vetur 310 börn á aldrinum 6—12 ára. Við afhendingu byggingarinnar sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, meðal annars að lengi hafí staðið til að bæta aðstöðu skólans enda hefði ekki verið vanþörf á því. Hús- ið væri þó aðeins rammi utan um skólastarfíð, en hann vonaðist til að það yrði til þess að bæta skóla- starfið enn frekar. Hann þakkaði að lokum öllum þeim, sem að bygg- ingunni unnu á einn eða annan hátt og óskaði nemendum, kennur- um og íbúum Vesturbæjar til ham- ingju. Kristín Andrésdóttir, skólastjóri sagði f meðal annars f ávarpi sfnu, að bömunum væri mikil virðing sýnd með svo vandaðri byggingu. Hún þakkaði öllum, sem bygging- unni tengdust, fyrir hönd nemenda og kennara skólans. Aðspurð sagði Kristín að með hálfopnum skóla væri átt við sam- starf og sveigjanleika í skólastarfi. Skóladagurinn væri skipulagður í samvinnu nemenda og kennara og aðeins væri notast við lauslega stundaskrá. „Það er einkenni á okk- ar starfsháttum, að við skiptum kennslustofunum upp, þannig að ekki er allur bekkurinn að vinna að þvf sama í einu. Sumir geta ver- ið að fást við stærðfræði á meðan aðrir glfma við móðurmálið. Þá geta nemendur að nokkru leyti ráð- ið því hversu hratt þeir fara yfir einstakar námsgreinar. Við byrjuð- um með þetta fyrirkomulag árið 1980 og höfum verið að víkka það út Reynslan af því hefur verið sér- staklega góð,“ sagði Kristín. Á neðstu hæð eru almennar kennslustofur, tónmenntastofa, skrifstofa og aðstaða fyrir kennara ásamt tannlækna- og heilsugæslu- stofu. Auk þess er á neðstu hæð gert ráð fyrir kennslueldhúsi, sam- komusal, matsal og leikfimisal með tilheyrandi búningsaðstöðu. En frá- gangur þessa hluta tilheyrir 2. áfanga, sem ráðgert er að ljúki á næsta ári. Á miðhæð eru 6 almenn- ar kennslustofur, handmenntastofa, smíðastofa, náttúrufræðistofa og rnjmdmenntastofa. Miðrými á að nýta fyrir hópvinnu og skólasafn. Á efstu hæð er svo bókasafn, lesstofa og tæknirými. Hönnun skólans hófst á miðju ári 1986, en skólabyggingin boðin út í apríl í fyrra. Teiknistofa Ingi- mundar Sveinssonar teiknaði skól- ann, Verkfræðistofan Forsjá sá um burðarþol og lagnir og Tómas Kaa- ber um raflagnir. Jarðvinnu sá Uppfylling sf. um, en Öm Felixson, byggingameistari, sá um sjálfa bygginguna. Byggingastjóm er í höndum byggingadeildar borgar- verkfræðings. Eftirlit með bygg- ingu skólans höfðu starfsmenn byggingadeildar, Jóhannes Bene- diktsson, tæknifræðingur, og Ást- ráður Þórðarson, múrarameistari. Andarnefja er al- geng hér við land EKKI er vitað hver urðu afdrif andamefjunnar sem var á sveimi við Akranes og Reykjavík fyrr i vikunni, en ekki hefur sést tii hennar síðan á þriðjudagskvöldið er henni var stjakað út úr Reykjavíkurhöfn og var þá nokkuð áf henni dregið. Að sögn Jó- hanns Siguijónssonar sjávarliffræðings berast alltaf annað slagið upplýsingar um einstaka andamefjur sem rekur hér á land, og siðast nú f vor rak eitt dýr á land á Snæfellsnesi. „Það er mjög sennilegt að eitt- hvað sé að þessum dýrum sem haga sér á þennan hátt, eða þá að þau ruglast hreinlega í rýminu þegar þau koma inn á landgrun- nið, en það er mjög algengt með andaraefjuna að hún leitar alltaf aftur upp í fjömna þegar búið er að reyna að toga hana út, á sama hátt og þetta tiltekna dýr gerði," sagði Jóhann Sigurjónsson 5 sam- tali við Morgunblaðið. Andameflan (Hyperoodon amp- ullatus) er önnur af tveimur teg- undum af sömu ættkvísl, en hin tegundin er borðnefja, sem á heim- kynni í suðurhöfum. Andamefjan er meðalstór tannhvalur, venjulega um 7 metrar að lengd og 3 tonn að þyngd, en stærstu tarfamir geta orðið um 10 metrar að lengd. Bakið er blásvart, en kviðurinn ljósgrár og lýsist með aldrinum. Hún er nokkuð algeng í hafinu kringum ísland, en hún heldur sig helst vestan og og norðaustan við landið á landgrannsbrúninni eða þar fyrir utan. Dýrið fer niður á allt að 1500 metra dýpi í leit að fæðu, sem aðallega er smokkfisk- ur, en sfld og annan uppsjávarfisk étur það líka. Andarnefja. Skoskir hvalveiðarar hófu mikl- ar andamefjuveiðar á hafinu milli íslands og Noregs á seinni hluta 19. aldar, og Norðmenn hófu síðan veiðar á eftir þeim og gerðu þeir á tímabili út mikinn flota á andar- nefjuveiðar. Hátt á þriðja þúsund dýr vora veidd á ári þar til stofn- inn var talinn að mestu uppurinn um aldamótin, en Norðmenn hættu þó ekki andamefjuveiðum alveg fyrr en upp úr 1970, en þá hafði dregið veralega úr þeim eftir því sem á öldina leið. í andamefjunni er fljótandi fita sem storknar ekki og kallast hún andamefjulýsi. Það var mjög eftir- sótt og verðmætt sem sérstaklega fituríkur áburður og olía, en einnig sem hægðalyf og er þess eiginleika lýsisins getið I hinni fomu Kon- ungsskuggsjá. Norðmenn nýttu þó andamefjuna fyrst og fremst í dýrafóður. f talningum sem Hafrannsókna- stofnun framkvæmdi á síðastliðnu ári varð vart við veralega andar- nefjugengd, sérstaklega við aust- anvert og norðaustánvert landið, og er talið að stofninn hér við land skipti nú nokkram þúsundum dýra. % Morgunblaðið/RAX Heímir Þorleifsson, forseti Sögufélagsins, Jakob Benediktsson, frá Hinn islenska fræðafélagi i Kaupmannahöfn, Pétur M. Jónasson, prófessor og formaður'Hins islenska fræðafélags, og Gunnar Guðmundsson, sagnfræðingur. Jakob og Gunnar halda á ellefta bindj Jarðabókarinnar. Kristín Andrésdótdr, skólastjóri, flutti stutt ávarp. Aðrir á mynd- inni eru frá vinstri talið: Guð- mundur Pálmi Kristinsson, for- stöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings, Ólafur Jónsson, upplýsingafuUtrúi Reykjavikurborgar, Davið Odds- son, borgarstjóri, og Ragnar Jú- liusson, formaður skólamála- ráðs. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýbygging Vesturbæjarskólans stendur á horni Framnesvegar og Sólvallagötu. abændur mót- a verðlækkun Á FUNDI eggjaframleiðenda i gær, 8. september, var samþykkt „að mótmæla harðlega þeirri að- för að atvinnugreininni sem birtist í ákvörðun Verðlagsstofnunar um lækkun á eggjaverði". í fréttatilkynningu frá eggjabænd- um segir ennfremur. „Eggjaverð hefur nú lækkað um 14,6% með opin- berri ákvörðun. Eggjaframleiðendur benda á, að laun eru talin nema um 13% af framleiðslukostnaði eggja. Hefur þvi með ákvörðun Verðlags- stofhunar verið numinn brott allur launaliður bænda og gott betur. Undanfarin ár hafa egg verið seld langt undir kostnaðarverði hérlendis. Eggjabændum þykir ekkert hafa verið tekið tillit til þess, að eftir ha- græðingar og skipulagsbreytingu hafa þeir nú loks verið að nálgast kostnaðarverð fyrir framleiðslu sína. Atvinnugreinin má því alls ekki við áföllum af þvl tagi sem nú hafa du- nið yfir með ákvörðun Verðlagsstofn- unar um lækkun á eggjaverðinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.