Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Ingibjörg Georgs- dóttir - Minning Veislunni er lokið,- hún Inga Georgsdóttir er farin í sólarferðina miklu. í húsi þessarar konu var sífelld veisla frá morgni til kvölds. Hún var ein af þessum alþýðukonum sem fæðast stórefnaðar og eru alla ævina að veita öðrum af ríkidæmi sínu. Fyrir þessar konur er eigin hagur og jarðnesk verðmæti hé- góminn einn, hlutverk þeirra og eðli er að rækta, fága og hjálpa samferðafólki. Svo mikil er list og galdur þessara kvenna að þær geta gefið aleigu sína margoft á hvetjum degi án þess að nokkur taki eftir. Um þessar konur eru ekki skrif- aðar þykkar bækur, því síður er klínt á þær orðum enda er smekk- leysi að hengja slíkt pjátur á svo heilagt fólk. Inga Georgsdóttir átti margar náðargáfur, ein þeirra var tak- markalaus vandvirkni og næm til- finning fyrir fegurð hinna einföldu hluta. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var leyst af slíkri alúð, hugvitssemi og listrænni nákvæmni að unun var á að horfa. Einfaldar athafnir eins og upp- þvottur á leirtaui og niðurröðun á matborð urðu að hátíðlegri athöfn. Soðin ýsa, nokkrar kartöflur, ögn af tómat, ásamt sýru í glærri könnu, sem hún meðhöndlaði á sérstakan hátt, varð að stórhátíð og gleðistund undir hennar stjóm. Að lokinni veislunni fengu gestir oft í veganesti part úr vísu eða sögubrot frá honum frænda mínum. Á þessu ári veiktist Inga af ólæknandi krabbameini. Hún umgekkst dauðann af sömu óttalausu virðingu og kurteisi og aðra, því fyrir þessari konu voru allir jafnir. Þegar ljóst var hvert stefndi sagði hún ósköp látlaust: „Það er best að þú eigir þessa strætómiða, ég þarf víst ekki meira á þeim að halda." Á lokastigi sjúkdómsins, þegar líkaminn var orðinn ijúkandi rúst og kvalimar óbærilegar, þá sagði hún með æskublik í augum og þeirri mannlegu hlýju sem henni var svo eiginleg: „Nú ligg ég lágt, nú er það bara höfuðið sem er nokkum veginn í lagi.“ Nokkmm dögum síðar kvaddi þessa göfuga kona þennan heim. Ellert Ólafsson Kveðja. Okkur langar til að þakka Ingi- björgu elsku systir minni og mág- konu fyrir samfylgdina allan tímann sem aldrei bar skugga á, sérstak- lega langar okkur til að þakka henni fyrir alla þá hjálp sem hún veitti okkur á meðan við vorum með bamahópinn lítinn, það var ómetan- legt þegar hún tók upp saumavélina og saumaði á bömin okkar flíkur úr bæði gömlum fötum og litlu efni, allt varð að fallegum fötum í hönd- unum á henni. Þetta og svo ótal margt fleira sem hún gerði fyrir okkur með sinni fómarlund, sem henni var sérstaklega áskapað. Guð blessi minningu hennar. Vottum við þeim Þorvaldi eftirlif- andi eiginmanni, bömum og tengdabömum, bamabömum og öðrum ættingjum samúð okkar og biðjum þess að Guð styrki ykkur í gegnum þennan mikla missi. Fríða og Nonni Kom huggari mig hugga þú kom hönd og bind um sárin Kom dögg og svala sálu nú kom sól og þerra tárin. Kom hjartans heilsulind kom heilög fyrirmynd kom ljós og lýstu mér kom líf er ævin þver kom eilífið bak við árin. G.W. Sacer - Vald. Briem.) Enn ein hvunndagshetjan er fall- in frá, gengin á fund guðs síns. Kona sem vann verk sín í hljóði og aldrei lét á sér bera. Kona sem fyrst og fremst hugsaði um hag heimilis barna og bamabama. Kona sem átti stórt hjarta og var í senn góð og gjafmild. Ingibjörg Sólveig Georgsdóttir fæddist 5. febrúar 1917 í Ytri- Njarðvík og ólst þar upp. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur og Georgs Péturssonar frá Brekku, Ytri-Njarðvík. Eftirlifandi eiginmaður Ingibjargar er Þorvald- ur Valdimarsson frá Súgandafirði. Sem ung stúlka tengdist ég Ingu fjölskylduböndum sem aldrei hafa rofnað og bar þar aldrei skugga á þrátt fyrir ýmsar aðrar breytingar. Inga amma, eins og hún var kölluð, var amma drengjanna minna og hafa hún og Valdi afi átt stóran þátt í uppeldi þeirra. Þangað gátum við alltaf leitað, hvort sem var til huggunar eða góðra ráða og eitt er víst að enginn getur gefið meira en þau hafa gefíð okkur. Á jólum og oft um aðrar stórhá- tíðar áttum við saman yndislegar stundir sem aldrei gleymast. Jafn- vel eftir að Inga amma var orðin fársjúk fylgdist hún með drengjun- um sínum og gaf þeim holl ráð, sem sýnir best að hún hugsaði fyrst og fremst um aðra, hversu veik sem hún var. Ég og synir mínir þökkum af alhug fyrir að hafa átt hana að og sendum elsku Valda afa og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ragna Magnúsdóttir Sýning á högg- myndnm Brynhildar Þorgeirsdóttur —■1GALLERÍ Svart á hvítu hefur haustdagskrá sína föstudaginn 9. september kl. 20, með sýningu á höggmyndum Brynhildar Þor- Leiðrétting: Rangt farið með nöfn hluthafa í Af innlendum vettvangi í blaðinu í gær um málefni Ávöxtunar sf. og undirsjóða fyrirtækisins er rangt farið með nöfn tveggja manna sem sagðir eru vera hluthafar í einu fyrirtækjanna sem tengist Ávöxtun Swrf. Þar er sagt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Reynir Ragnarsson eigi hvoru um sig 10 þúsund króna hlut í Hersi hf. Hið rétta er, sam- kvæmt upplýsingum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er að bæði hann og Reynir Ragnarsson seldu sinn hlut í fyrirtækinu á miðju ári 1986. Er þessu hér með komið á framfæri og beðist velvirðingar á þessum mistökum. geirsdóttur. í október og nóvem- ber verða síðan sýningar á högg- myndum Rósu Gísladóttur, Sól- eyjar Eiríksdóttur og málverkum Jóns Óskars. Brjmhildur Þorgeirsdóttir er fædd 1958. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974 — 1979, Gerrit Rietveld Aca- demie í Hollandi veturinn 79 — 80 og Orrefors Glass School í Orrefors í Svíþjóð 1980.. Hún var við nám Califomia College of Arts and Crafts frá 1980 til 1982 og við Pilchuck Glass School í Stanwood í Bandaríkjunum 1982. Brjmhildur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Síðast hélt hún einkasýn- ingu hér á landi árið 1983, en 1986 sýndi hún í New York Experimen- tal Glass Workshop í New York. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvftu verða höggmyndir unnar úr gleri, jámi og steinsteypu. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Síðasti sýningar- dagur er 25. september. (Úr fréttatilkynningu) Grillskálinn á Hellu og nýja viðbyggingin. Hella: Nýr veitmgasalur opnaður Selfossi. NÝR veitingasalur var opnaður laugardaginn 3. september við Grillskálann á Hellu. Salurinn er 100 fermetrar og bætir alla að- stöðu til veitingarekstrar á Hellu. Nýi salurínn sem er við vestur- enda Gríllskálans er byggður af hreppnum sem síðan leigir hann út til Guðmundar Vignis Sigurbjamar- sonar veitingamanns og konu hans, Aðalbjargar Jónsdóttur. Þau hafa rekið Grillskálann í 9 ár. í salnum er hægt að taka á móti 120 manns í mat og fyrir- hugað er að hann verði opinn gest- um sem vilja njóta þeirra veitinga sem þar verða í boði. Lítið dans- gólf er í salnum sem nýtast mun í samkvæmum sem haldin verða í salnum. Fyrirhugað er að gefa salnum nafn og sagði Fannar Jónasson oddviti að veitt yrðu 10 þúsund króna verðlaun fyrir þá uppástungu sem valin yrði. Hann sagði að sveit- arfélagið hefði ráðist í byggingu salarins til þess að á Hellu mætti veita enn betri þjónustu við sívax- andi umferð ferðamanna þar. Nú stendur yfir málverkasýning Jóhönnu Wathne sem opnuð var í nýja salnum á opnunardaginn. — Sig. Jóns. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar í til d/Vl_ sölu i Sumarbústaðaeigendur National olíuofnar og gasvélar m/grilli. Rafborg sf., Rauöarárstíg 1, s. 11141. y | iipji j ; félagslff { -jÁJA-jlA... *] IfcH Útivist Simj/símsvarí: 14606 Helgarferftir 9.-11. sept. a. Þórsmörk, haustlitaferö. Nú fer Mörkin brátt að skarta sínum fegurstu haustlitum, ekki síst í Básum. Gist i góöum skála. Skipulagðar gönguferöir við allra hæfi. b. Löðmundur - Landmanna- laugar. Gengiö m.a. um Rauð- fossafjöllin og á Krakatind aust- an Heklu. Uppl. og farm. á skrífst., Grófinni 1, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumstl. Útivist. mf útivist Sími/símsvari: 14606 Haustlita- og grillveislu- ferð í Þórsmörk helgina 16.-18. sept. Gisting í Útivistarskálunum Bás- um meðan pláss leyfir, annars tjöld. Fjölbreyttar gönguferðir. Grillveisla og kvöldvaka á laugar- dagskvöldinu. Pantið tímanlega. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, sima 14606 og 23732. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnudaginn 11. sept.: 1) Kl. 08.00 - Þórsmörk/dags- ferð. Dvaliö verður 4 klst. í Þórsmörk. Verð kr. 1.200,- 2) Kl. 10.00 - Ólafsskarð - Gehafell - Þrengslavegur. Gengið inn Jósepsdal, yfir Ólafs- skarð, á Geitafell að Þrengsla- vegi. Verð kr. 600,- 3) Kl. 13.00 Nýja brúln yfir Ölf- usárósa/ökuferð. Ekið um Þrengslaveg, Hafnar- skeiö og Hraunskeiö og yfir nýju brúna við Óseyrartanga. Ekið verður um Eyrarbakka og komið við i verksmiöjunni Alpan, síöan Stokkseyri, Selfoss og Hvera- gerði og til Reykjavíkur um Hell- isheiði. Kynnist nýrri ökuleið með Ferðafólaginu. Verð kr. 1.000,- Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austan megin. Farmiðar við bíl. Frftt fyrir böm í fylgd fullorðinna Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferftafélags- ins 9.-11. sept. 1) Landmannalaugar - Jökulgil. Jökulgil er fremur grunnur dalur sem liggur upp undir Torfajökul til suðausturs frá Landmanna- laugum. Jökulgil er rómað fyrir litfegurð fjalla sem að þvi liggja, eru þau úr lípariti og soðin sund- ur af brennisteinsgufum. Jökul- giliö er einungis ökufært á haustin, þegar vatn hefur minnk- að i Jökulgilskvíslinni. Ekiö meö- fram og eftir árfarvegi. Gist í sæluhúsi Fl í Landmannalaug- um. Einstakt tækifæri, missið ekki af þessari ferð. 2) Þórsmörk - Langidalur Sórhver árstiö hefur sín áhrif á svipmót landsins, og er Þórs- mörk engin undantekning þvi kjöriö að leggja leið sína þangað á þessum árstima. Notaleg glsti- aðstaða I Skagfjörðs- skála/Langadal, gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Njótið hvíldar með Ferðafélaginu i Þórsmörk. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Brott- för i feröirnar er kl. 20 föstudag. Ferðafélag Islands. Valabólsferð eldri farfugla verður laugardag- inn 10. september. Lagt af stað frá Kaldárseli kl. 13.00. Mætum öll yngri sem eldri. Kakó á staðnum. Farfuglar. Skipholti 50b, 2. h. til h. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Bengt Sundberg predikar. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.