Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR Alfreð Gíslason: Þeim finnst ég ógurlegur lestrarhestur Fimmtán ár eru nú liðin frá því að Alfreð Gíslason landsliðs- maður í handknattleik kastaði fyrsta boltanum. Síðan þá hefur ýmislegt drifið á daga hans. Síðastliðin fimm ár hefur hann leikið með handknattleiksliðinu Tusem-Essen í samnefndri borg og jafnframt lagt stund á kerfis- fræði. í sumar flutti hann heim frá Þýskalandi til að æfa fyrir Ólympíuleikana. Hann kveðst kominn til að vera. „Það voru viðbrigði að koma aft- ur heim þó ég sé fullkomlega sáttur við það,“ segir Alfreð. „Það má þó finna að ýmsu hér eins og annars staðar. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk þarf að leggja hart að sér til að geta haft það gott hér heima. Verðlag er hrikalegt og stressið mikið. Svo er nú umferðarmenning- in ævintýri útaf fyrir sig. Menn gefa ekki stefnuljós nema þegar þeim hentar og ökulag sumra er afar varhugavert. En hér er líka margt annað sem ekkert í útlöndum getur komið í staðinn fyrir, s.s. náttúran sem ég ann mjög. Svo eru Islendingar mun skemmtilegri en Þjóðveijar svo ég er meira en sátt- ur við að vera kominn aftur heim.“ Alfreð sótti tíma í kerfisfræði ásamt handknattleiknum í Essen og lauk þaðan prófi, enda þótt það væri fremur illa séð meðal yfir- manna handknattleiksliðsins að menn gerðu annað en einbeita sér að boltanum. „Auk þess vann ég í þrjú ár hjá tölvufyrirtæki með hand- boltanum og það var fremur illa séð þar sem álitið var að eg væri að leggja of hart að mér. Ég gat bara ekki hugsað mér að sitja aðgerðar- laus og bíða þess að næsta æfíng hæfíst. Frekar vildi ég vinna þó að stundum hefði ég mikið að gera og væri oft þreyttur." — Hvað með áhugamál? „Þau eru nú ekki svo ýkja mörg. Ég tók sagnfræði hér heima áður en ég fór út og á aðeins eftir að taka aukagreinina til að fá BA- gráðuna. Eg hef enn mikinn áhuga á sögu og les hvenær sem tækifæri gefst. Strákamir í landsliðinu kvarta undan því að það sé óspenn- andi að vera með mér á hótelher- bergi í keppnisferðum því ég sé alltaf lesandi. Þeim finnst ég ógur- legur lestrarhestur! Einnig hef ég áhuga á tónlist, helst léttum djassi. Svo reyni ég að veija öllum þeim tíma sem ég get með konu minni, Köru Guðrúnu Melstað, og fimm ára syni okkar, Elvari Alfreð. Und- anfarið hefur tíminn reyndar verið lítill en það er nú ekki alltaf þann- ig, sem betur fer.“ — Framtíðaráform? „Ég hef nýhafið störf sem kerfis- fræðingur hjá Tryggingamiðstöð- inni og ætla að einbeita mér að því að komast þar vel inn í hlutina. Það blundar alltaf í mér að fara meira út í sagnfræði en ég held að ég verði að reyna að vera raunsær. Hvað fengi ég annars að gera hér sem sagnfræðingur? Allir þeir kenn- arar sem ég þekki hafa ráðið mér frá því að fara út í kennslu þar sem lítið sé upp úr henni að hafa. Því held ég að ég geri sagnfræðina að áhugamáli og einbeiti mér að kerfis- fræði, enda er hún áhugaverð og nýja starfið spennandi. Annars get ég nú stundum sameinað það og söguáhugann og lesið bækur um kerfisfræði auk annarra ritverka. Síðustu ár hef ég lesið minna vegna anna en ég er staðráðinn í að bæta úr þvi. Svo er ég farinn að hlakka til að taka almennilegt sumarfrí sem ég hef ekki gert ansi lengi. Við fjöl- skyldan erum ákveðin í að fara til Kúbu næsta sumar og þó að enn Morgunblaðið/Logi Bergmann. Dæmigerð mynd af Alfreð Gíslasyni innan um töskurnar, en stóran hluta þessa árs hafa landsliðsmennimir i handknattleik verið á far- aldsfæti. sé nú dálítið í það get ég varla beðið eftir að komast þangað og slappa af. Við völdum Kúbu í von um að losna að mestu við ferða- menn og einnig höfum við heyrt að þar sé margt markvert að sjá. Ég vona a.m.k. að svo sé því ég get ekki hugsað mér að liggja stjarfur og löðrandi í olíu á sólar- strönd allt fn'ið. Hvað handboltann varðar er ég alltaf að hugsa um að hætta og reyndar er nú smávegis þrýstingur frá konunni minni sem er skiljan- legt eftir öll þessi ár í handboltan- um. En það er svo skrítið að það er alltaf eitthvað sem togar á móti og aftrar mér frá því að hætta. Þó er alveg öruggt að ég ætla ekki að vera í þessu fram á elliárin. En ég verð eitthvað í þessu áfram. Tek svo fímm til sex ár í að hætta keppni með því að minnka hægt og rólega við mig, en öllu keppnis- fólki er ráðlagt að hafa þann hátt- inn á í stað þess að hætta snögg- lega í íþróttum eftir að hafa kannski æft í mörg ár. í vetur byija ég að þjálfa yngri flokka í KR og líkleg- ast mun ég vinna eitthvað við þjálf- un í framtíðinni. Ég lít eiginlega á það sem skyldu mína að miðla reynslu minni í handboltanum. Ann- ars fyndist mér einhvem veginn eins og ég hefði verið að þessu öllu til einskis." - BF A LEIÐ TIL SEOUL KULUVARP Pétur Guðmundsson: Kemur sér oft vel að hafa krafta í kögglum Pétur Guðmundsson kúluvarp- ari er trésmiður að mennt og hefur lengst af starfað sem slikur. Fyrir tveimur árum söðl- aði hann þó um og hóf störf sem einn af vörðum laganna. Hann tekur sig vel út í einkennisbún- ingnum, stór og stæðilegur og greinilega við öllu búinn. Eflaust eru þó einhverjir sem kunna bet- ur við hann i æfingabúningnum með kúlu í hendi. „Ég hef nú æft hinar og þessar íþróttir í gegnum árin en leiddist út í kúluvarp fyrir um tíu árum,“ seg- ir Pétur. „Síðustu þijú árin hef ég svo æft stíft og náð ágætum árangri. Þegar mér varð ijóst fyrir um ári að ég gæti átt möguleika á að komast á Ólympíuleikana þá færðist mikið kapp í mig og ég lagði enn harðar að mér við æfingamar." Pétur segir trésmíðastarfið hafa stangast mjög á við æfíngarnar og því hafi hann ákveðið að gerast lögregluþjónn þar sem hann taldi að vaktavinna myndi henta sér bet- ur. Það hafí þó ekki orðið raunin. Eftir því sem nær dró Ólympíuleik- unum hafi æfingamar skiljanlega aukist og því hafí hann fengið tveggja mánaða frí frá störfum framyfir leikana. „Það tók mig dá- góðan tíma að venjast því að vinna ekkert og hugsa eingöngu um æf- ingamar. Æfi nú sex daga í viku og fimm þeirra tvisvar á dag. Þann- ig að ég hef svo sem nóg að gera og veitir reyndar ekki af tímanum." — Á lögreglustarfið vel við þig? „Mér líkar ljómandi vel í lögregl- unni, þetta er viðburðaríkt og þroskandi starf. Og það kemur sér oft ansi vel að hafa krafta í köggl- um, þá eru menn aldrei með neitt múður. Reyndar mætti vera meira um sterka menn innan lögreglunn- ar, þá væri kannski minna um vand- ræði!“ Hann segir ýmsar góðar hliðar á Morgunblaðið/Sverrir Pétur Guðmundsson ásamt börnunum sínum tveimur, Karenu Ósk, þriggja ára og Pálma, tveggja ára. starfinu en það hafi þó vissulega sínar vondu eins og flest annað. „Þæð er oft ömurleg aðkoman þeg- ar átök hafa átt sér stað á heimili eða þegar koma þarf dauðadrukknu fólki í hús. Og það er stundum nið- urdrepandi að þurfa að hlusta á það sí og æ frá þeim, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af, hve mikil dusilmenni við í lögreglunni séum.“ Hann kímir. „Og að sjálfsögðu finnst þeim við alltaf vera að gera þeim rangt til. En það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, þetta er leiðinlega hliðin á annars fjölbreyttu og skemmtilegu starfí og maður tekur þessu þegjandi og hljóða- laust. Það er ekki hægt annað.“ Pétur er fjölskyldumaður, kvænt- ur Elísabetu Helgu Pálmadóttur, og eiga þau tvö böm, tveggja og þriggja ára að aldri. „Við hjónin erum að byggja og stöndum því í miklum fjárútlátum. Ég neyðist til að snúa mér aftur að trésmíðinni fljótlega því upp úr henni er miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.