Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖST.UDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 32 Sport Aid *88; Heimshlaupið á Akureyrarvelli Rauði kross íslands stendur fyrir svoköiluðu „Heimshlaupi ’88“ næstkomandi sunnudag, 11. september. Heimshlaupið ’88 er liður í einni mestu fjár- söfnun, sem fram hefur farið, það er Sport Aid ’88. Búist er við að á bilinu 20 til 30 milljón- ir manna um heim allan muni leggja hjálparvana börnum um allan heim lið með þvi að hlaupa. Eins og áðúr sagði nefnist §ár- söfnun þessi Heimshlaupið ’88 hér á landi. Fjölmörg hlaup verða hald- in um allt ísland. Öll munu hlaup- in hefjast á sama tíma, klukkan 15.00. Hlaupin eru ekki keppni milli einstaklinga heldur er hinn eini sanni sigur fólginn í því að sem flestir taki þátt. Á Akureyri hefur hlaupið verið undirbúið í samvinnu Akureyrar- deildar RKÍ, Ungmennafélags Akureyrar og æskulýðsfulltrúa Akureyrar. Ungmennafélagið mun hafa með höndum framkvæmd hlaupsins þann 11. september nk. Hlaupið hefst á Áþureyrarvelli. Þátttökunúmer verða seld á sama stað frá kl. 14.00 og er verðið á þeim 200 krónur. Forsala þátt- tökunúmera verður hjá Akur- eyrardeild RKÍ á Kaupangi við Mýrarveg milli kl. 14.00 og 16.30 í dag. Samheiji kaupir bát til að auka kvótann Eykur kvota smn um 300 þorskígildi Samherji hf. hefur keypt 56 tonna trébát frá Grindavik, Hraunsvík GK 68, sem var i eigu útgerðarfélagsins Víkurhrauns. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samheija hf. vildi ekki gefa upp kaupverð, en með bátnum fær Samherji kvóta af ýmsum fisktegundum, sem að verðmæti svara til um 300 tonna af þorski. Það mun þó ekki vera aUur kvóti bátsins. Þorsteinn Már sagðist vonast til þess að báturinn yrði bundinn við bryggju sem lengst enda kaupin til J Laugardagskvöld Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikurfyrirdansi. Hótel KEA. komin eingöngú með það markmið í huga að afla Samheija aukins kvóta. „Við eigum sæmilegan kvóta eftir handa skipum fyrirtækisins og erum þokkalega settir hvað það varðar. Hinsvegar má það ljóst vera að skipin stöðvast um leið og kvóta þrýtur og sá tími fer vissulega eftir aflabrögðum. Við höfum reynt tölu- vert að kaupa kvóta, en það hefur gengið afar illa. Það virðist ekkert liggja á lausu. Fyrst og fremst var minni kvóta úthlutað í ár en í fyrra og í öðru lagi má nú flytja kvóta á milli ára sem ekki var hægt í fyrra." Þorsteinn sagði að Samheiji hf. væri fyrst og fremst að huga að framtíðinni með bátakaupunum nú. „Fiskifræðingar og stjómmála- menn hafa rætt um það að skipin séu of mörg og í öllum tillögum fræðinga kemur það fram að reynt verði að fækka skipum og sameina kvóta. Stjómmálamenn eru að vísu óútreiknanlegir, en við verðum að geta tekið eitthvert mark á þeim og því erum við að búa okkur und- ir það sem koma skal,“ sagði fram- kvæmdastjóri Samheija hf. Afhending hefur þegar farið fram og er báturinn nú í slipp í Njarðvíkum. Þorsteinn sagði að frekari skipa- eða bátakaup væru ekki á döfínni hjá fyrirtækinu að svo stöddu. Blaðberar óskast Nú, þegar skólarnir eru að byija, vantar okkur blaðbera sem geta borið út fyrir hádegi. Starfið hentar vel húsmæðrum sem eldri bæjarbúum. í boði er hressandi morgunganga, sem borgar sig. fltargttiiHiifcifr Akureyri, sími 23905. Ráðstefna norrænna iðnráðgjafa á Akureyri; Norðurlöndin verða að samræma aðgerðir — segir Gunnar Guttormsson hjá iðnaðarráðuneytinu NORRÆNIR iðnráðgjafar í strjálbýli héldu árlega ráðstefnu á Akur- eyri síðastliðna helgi og sóttu hana 45 manns. Fjögur ár eru nú liðin frá því að fyrsta sameiginlega ráðstefnan var haldin og er þetta í fyrsta sinn sem hún er haldin hérlendis. Helsta viðfangsefni ráðstefn- unnar var samstarf fyrirtækja, einkum á sviði sölu, útflutnings, vöru- þróunar og framleiðslu. Fluttir voru fjórir fyrirlestrar um þessi efni. Hérlendis eru sjö iðnráðgjafar starfandi sem njóta stuðnings ríkis. Ríkið greiðir sem svarar 20-30% af heildarlaunum ráðgjafanna, en ann- an kostnað greiða svæðisbundin iðn- þróunarfélög, samtök sveitarfélaga í viðkomandi landshlutum og hin ýmsu fyrirtæki. í nágrannalöndun- um er það algengast að þrír ráðgjaf- ar séu starfandi á hverri skrifstofu, einn með tæknilegan bakgrunn, annar með fjárhagslegán bakgrunn og sá þriðji sér um skrifstofuhald. í Danmörku miðast staðsetning iðnráðgjafa við gamla amtskerfíð og í Svíþjóð og Finnlandi eru iðnráð- gjafar tengdir byggðasjóðum, sem starfa í hveiju fylki og sjá um að fjármagna ráðgjöfína. „Það myndi samsvara því að Byggðastofnun yrði skipt upp á milli landshluta og stofnaðir yrðu svæðisbundnir byggðasjóðir til aðstoðar atvinnulíf- inu. Eftir því sem norðar dregur, eru meiri vandamál í uppbyggingu öflugs atvinnuiífs því þegar afli dregst saman standa menn ’ráð- þrota. Þá er fólksflótti frá stijál- býlli svæðum landanna til borga jafnalgengur og hjá okkur. Menntað fólk flýr stijálbýlar heimabyggðir sínar og það fólk, sem eftir situr, fínnur sig vanmáttugt í að taka á vandamálunum," sagði Gunnar Guttormsson hjá iðnaðarráðuneyt- inu, en hann er fulltrúi íslands í sjö manna nefnd norrænna iðnráðgjafa. Hópnum var komið á laggimar 1984 og var fyrsta ráðstefnan haldin ári síðar í Svíþjóð þar sem fjallað var um nýstofnun fyrirtækja. Til við- bótar hafa kviknað hugmyndir um samstarf milli tveggja eða fleiri landa og hefur Norræni iðnaðarsjóð- urinn veitt stuðning til þeirra verk- efna. Eitt þeirra verkefna er notið hef- ur stuðnings frá norrænum sjóðum í gegnum iðnráðgjafasamstarfíð er- „Bijótum múrana" sem Valgerður Bjamadóttir sér um á Akureyri. Gunnar sagði að aðdragandi þess næði aftur um ein þijú ár þegar hann ásamt fleiri fulltrúum komust í kynni við konur á Norðurlöndum er stóðu fyrir verkefni fyrir konur sem vildu stofna fyrirtæki, og hefðu þær gjaman viljað miðla íslending- um af reynslu sinni. Bryt-verkefnið er samnorrænt og er því ætlað að treysta stöðu kvenna í atvinnulífínu. Gunnar sagði að menn litu nú mjög til þeirra breytinga, sem em að verða á innri markaði Evrópu- bandalagsins. Samræming á innri markaði þess ætti að vera lokið árið 1992 og þá myndu vissulega skap- ast ný viðhorf á meðal þeirra ríkja, sem standa fyrir utan bandalagið, þar á meðal er ísland. „Ljóst er að mikil breyting á eftir að eiga sér stað á stöðu fyrirtækja á Norðurl- öndum og samkeppnisstöðu þeirra út á við og má búast við að þessar breytingar kalli á mun víðtækara samstarf norrænna fyrirtækja og í því sambandi er hægt að hugsa sér samvinnu á sviði markaðsmála, vömþróunar og markaðssetningar svo eitthvað sé nefnt," sagði Gunn- ar. _ Árið 1985 ákváðu forystumenn Evrópubandalagsins að innan sjö ára verði bandalagið einn sam- ræmdur innri markaður tólf ríkja, þar sem búa yfír 320 millj. manna. Gert er m.a. ráð fyrir að aflétta hömlum af viðskiptum, Qárfestingu og fjármagnshreyfíngum svo og flutningum fólks innan ríkja banda- lagsins. Haldin var ráðstefna um þetta efni á vegum iðnaðarráðuneyt- isins fyrr í vor. Þar kom fram í máli iðnaðarráðherra að viðskipti innan bandalagsins myndu aukast og samkeppnisaðstaða fyrirtækja innan og utan bandalagsins raskast vemlega. Mun auðveldara yrði t.d. fyrir belgískt fyrirtæki að versla við ítalskt fyrirtæki fremur en íslenskt þó hið íslenska sé að öðm leyti sam- keppnisfært. „Á hinn bóginn mun breytingin án efa verða til þess að íslensk fyrirtæki munu í vaxandi mæli kaupa hlut í eða stofna sölu- og dreifingarfyrirtæki f Evrópu. Markaðssvæði slíks fyrirtækis tak- markaðist þá ekki við landið, sem það er í, heldur næði það til allra EB-ríkjanna. Kostimir fyrir íslensk- an iðnað em því þeir að þegar hann er einu sinni kominn inn á svæði bandalagsins em frekari tálmanir ekki til staðar," sagði ráðherra." Þegar samræmdur innri markað- ur 12 ríkja verður að vemleika árið 1992 má gera ráð fyrir að viðskipti milli ríkja innan EB verði jafn ein- föld og viðskipti em í dag milli Reykjavíkur og Akureyrar. Ráð- herra sagði að breytingin yrði ekki minni fyrir fólkið því að dæmigerð fjölskylda í Danmörku gæti þá átt bankareikning í Luxemborg, verið með heimilistryggingu hjá bresku tryggingafélagi, fengið lán út á húsið sitt hjá belgískum banka og keypt sér sumarbústað á Spáni með jaftiauðveldum hætti og hún gerir slík kaup á Sjálandi í dag. Fjölskyld- an getur ferðast um Evrópu með Evrópupassa án þess að fara í vega- bréfa- eða tollskóðun líkt og þegar Reykvíkingar skreppa austur fyrir fiall. Evrópubandalagið hefur reynt að meta áhrif hins sameiginlega mark- aðar á efnahagsþróun í Evrópu og samkvæmt þeirri áætlun er gert ráð fyrir að framleiðsla innan EB aukist um 4,5% næstu 5-6 ár eftir 1992 og á sama tíma á verðlag að lækka um 6% og störfum að fjölga um 1,8 milljónir. Lækkun verðlags orsakast af því að flutningskostnaður lækkar þar sem auðveldara verður að flytja vörur frá einu landi til annars, pappírsvinna minnkar og samkeppni eykst, sagði ráðherra meðal annars í ræðu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.