Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 11 Glæsflegt debut Tónllst Gunnar Gunnarsson Tónleikar i Norræna húsinu laugardaginn 3. september 1988. Flytjendur Sigurður Hall- dórsson seilóleikari og Dagný Björgvinsdóttir pianóleikari. Efnisskrá: J.S. Bach, einleiks- svita no. 5 í c-moll. L.V. Bethov- en, Sonata no. 3 í A-dúr op 69. B. Martinú, Tilbrigði við slavn- eskt stef. D. Shostakovitsch, Sonata op. 40. Það er langur vegur, sem tón- listarmaður fetar, frá þvf hann fyrst sem bam fer að kljást við hljóðfærið og þar til hann heldur sitt fyrsta debut. Sjaldan er leiðin bein og breið heldur miklu oftar grýtt og þymum stráð. Aðeins fáeinir komast leiðina á enda. Sig- urður og Dagný era tvö þeirra. Tónleikamir hófust á sellósvítu no. 5 í c-moll, einni af perlum tónlistarinnar, sem Bach samdi á áranum í Cöthen. Sigurður hefur fallegan sellótón og lék margt fallega í svítunni. Mér fannst hon- um takast betur upp I hröðu köfl- unum en þeim hægu, rétt eins og það vantaði örlítið meiri spennu í tóninn í hægu köflunum. í sónötu Beethovens léku þau Sigurður og Dagný mjög vel sam- an og greinilegt að það hefur ver- ið æft vel og lengi fyrir þessa tónleika. Dagný er mjög góður píanóleikari, sem hlustar vel eftir samspilara sínum, án þess að vera um of passiv. Tilbrigði B. Martinú er skemmtilegt verk samið við slavneskt stef, þar sem skiptast á hægir blíðlegir kaflar yfir í eld- fjöraga slavneska dansa. Hér fóra Sigurður og Dagný á kostum og náðu að skapa rétta heildar- stemmningu í verkið, létu hrein- lega gamminn geisa án þess nokk- urn tímann að fatast flugið. Lokaverk tónleikanna var svo sónata D. Shostakovitsch op. 40 sem er glæsilegt verk og gerir miklar kröfúr til flytjenda. Bæði Sigurður og Dagný vora sannfær- andi í túlkun sinni og sýndu að þau era bæði mjög góðir hljóð- færaleikarar. Þetta vora skemmtilegir tón- leikar þar sem flytjendur höfðu þor og áræði til að takast á við erfíð verkefni og neistann, sem er ofy svo fölskvalaus hjá ungu tónlistarfólki. Til hamingju Sigurður og Dagný. Tveir hlutu starfs- laun ríkisútvarpsins GYLFI Gislason myndlistarmað- ur og Úlfur Hjörvar rithöfundur hafa hlotið starfslaun rfldsút- varpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis. Gylfa Gfslasyni era veitt starfs- laun til þriggja mánaða og mun hann á þeim tíma teikna og mála myndraðir við íslenskar þjóðsögur tál sýningar í sjónvarpinu. Myndrað- imar verða færðar á myndbönd og tal- og tónsettar. Úlfur Hjörvar hlaut einnig starfs- laun f þrjá mánuði. Hann hyggst skrifa leikrit fyrir útvarpið og vinna að öðram verkefnum til frumflutn- ings í ríkisútvarpinu. Þetta er í annað skiptið, sem starfslaunum ríkisútvarpsins er út- hlutað. Umsækjendur um starfs- launin vora sex að þessu sinni. Framkvæmdastjóm ríkisútvarpsins úthlutaði starfslaununum að fengn- um umsögnum dagskrárdeilda ríkisútvarpsins segir í fréttatilkynn- ingu frá ríkisútvarpinu. Mikið unrnð að vegagerð í A-Barða strandarsýslu Miðhúsum. NOKKUÐ hefur verið unnið að vegagerð hér f sumar og lagt bundið slitlag hér og þar. Þó að umferð sé frekar lítfl, þá er það mikill galli hve slitiagið er mjótt og verða menn að fara út fyrir slitlagið þegar bílar þeirra mætast og getur það verið slysagildra. Vegalengdir era hér miklar og hámarkshraði nýttur eins og kostur er. Ástæða er til að vara bílstjóra við, og sérstaklega þá sem ekki þekkja til, að hægja mjög ferð sína á meðan bílar þeirra mætast. Veg- kantar eru oft lausir og geta menn auðveldlega misst stjóm á bílum sínum ef hraðinn er mikill. Yfir Bæjará er verið að reisa 57 m langt ræsi sem er hálfkúla með radfusinn 2,7 m og hafa farið 200 rúmmetrar af steypu f verkið. Því verður lokið á næstu dögum en vegna ijárskorts verður ekki ýttur vegur að ræsinu fyrr en á næsta ári svo gamli farartálminn yfir Bæjará verð- ur á sfnum stað í vetur a.m.k. — Sveinn Fyrirlestur um jákvæð- an lífskraft NÁMSKEIÐ með Lenu Tuulse sem fyrirhugað var helgina 10.—11. september á vegum Nuddmiðstöðvarinnar hefur ver- ið fellt niður. í staðinn mun Jana Haddleston halda kynningarfyrirlestur um já- kvæðan lífskraft á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, föstudag 9. sept- ember kl. 20. Þú hefur stórkostlegt tækifæri á að fá ódýrar og góðarvörur á HINUMEINAOGSANNA STÓRÚTSÖLUMARKAÐI ÁDRAGHÁLS114-16 OPNUNARTÍMI: Laugardaga:.........10-16 Aðra daga:..........13-19 Sími: 671296 Lökuhlaðborð ogfríttkaffi. Vídeóhorn fyrir börnin. Gæsla Fjöldi fyrirtækja: Karnabær-Steinar - Hummel-Gefjun - Radíóbúðin - Bónaparte -MÍIanó-Skóglugginn -Theódóra- Mæra -Nafnlausa Búðin- - Kári- Blómalist - Ánar o.fl. Leið 15B ogieiðlO á 30 mín. fresti. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.