Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBkAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9, SEPTEMBER 1988 Sojuz-geimfarið: Fólst bilunin í röng- um boðum frá jörðu? Moskvu. Reuter. BILUNIN, sem varð í Sojuz TM-5-geimfarinu sovéska, get- ur hafa stafað af röngum boð- um frá jörðu. Vladimír Lyakhov Ieiðangursstjóri lét svo ummælt á fréttamannafundi í gær en Norður-Kórea: Kim vill auk- in tengsl við auðvaldsríki Tokyo. Reuter. KIM D-sung, forseti Norður- Kóreu, sagðist í gær vilja auka tengsl lands sins við auðvaldsríki á sviði viðskipta og tækni, án þess að koma á stjóramálatengsl- um. „Við eigum að efla vináttutengsl- in við þau auðvaldsríki sem virða sjálfstæði okkar," sagði Kim II- sung á fundi í Pyongyang, þar sem minnst var 40 ára afmælis komm- únistastjómarinnar. Norður-Kórea er eitt af einangruðustu ríkjum heims, hefur næstum engin við- skiptatengsl við önnur ríki en kommúnistaríkin og hefur lent í vanskilum með skuldir við marga vestræna banka. Fulltrúar kommúnistaríkja og annarra vinveittra rílq'a komu til Pyongyang í gær til að vera við- staddir hátíðahöld, sem verða í dag í tilefni afmælis Norður-Kóreu- stjómar. vegna bilunarinnar urðu hann og félagi hans, Afganinn Abdul Mohmand, að vera deginum lengur á braut um jörðu en fyr- irhugað var. Fréttamannafundurinn var haldinn í Baikonur, sovéskú geim- ferðamiðstöðinni, og kvaðst Lyak- hov telja, að röng boð frá jörðu til vélarinnar hefðu valdið vand- ræðunum. Hann sagðist þó ávallt hafa haft fulla stjóm á geimfarinu og getað lent þyí deginum áður ef nauðsynlegt hefði þótt. Ekki er búist við, að þessi atburður breyti neinu um geimferðaáætlanir Sov- étmanna en þær hafa gengið vel lengi á sama tíma og Bandaríkja- menn hafa orðið fyrir hveiju áfall- inu á fætur öðm. Enn em þrír sovéskir geimfarar á braut um jörðu í Mir-geimstöð og munu snúa aftur til jarðar í Sojuz-geimfari. ísrael: Reuter Eldurí Yellowstone-þjóðgarðinum Á myndinni, sem tekin var í gær, sést reykur rísa tíl himins af eldi sem nálgast bílastæði við Yellowstone-þjóðgarðinn, sem liggur að mestu í Wyomingríki í Bandaríkjunum. Síðar um daginn barst eldurinn umhverfis bilastæðið. Úlfaþytur í Likud-bandalag- inu vegna fundarboðs Beagans Er tímasetningin tílviljun eða vill Reagan að Verkamannaflokkurinn sigri í kosningunum? Bandaríkin: Ríkissljóri eltir þjóf New York. Reuter. RÍKISSTJÓRI New York- fylkis elti upp þjóf sem hafði stolið veskjum af fólki, í Harl- em í New York-borg á mið- vikudag. Ríkisstjórinn, Mario Cuomo sem er 56 ára gamall, var á leið á fund þegar hann kom auga á þjófinn sem lögreglan elti. Hann skipaði bflstjóra sínum, Mary Ellen Fitzpatrick, að stöðva bflinn og saman eltu þau manninn uppi, hún berfætt og með byssu í hendi. Eltingarleikurinn endaði inni í skóverslun þar sem lögreglan handtók manninn. Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefur boðið utanríkisráð- herrum ísraels og Egyptalands tíl fundar við sig síðar í mánuðin- um til að ræða um horfur á friði í Miðausturlöndum og deilurnar nm Taba á Sinaiskaga. í ísrael hefur þetta boð vakið mikinn uppn- ám í Likud-bandalaginu en bandarískir embættismenn segja, að með þvi sé ekki verið að sýna Yitzhak Shamir forsætisráðherra neina óvirðingu. Hann hefur þó reynt að gera Iftið úr þessum fyrirhugaða fundi. „Við ætlum ekki að hafa nein afskipti af ísraelskum innanríkis- málum," sagði embættismaður í Hvíta húsinu. „George Shultz ut- anríkísráðherra hefur nú í nokkra mánuði kannað hvaða leiðir eru færar til að koma á friði í Miðaust- urlöndum og nú var einfaldlega komið að því, að utanríkisráð- herramir ræddust við og hittu Reagan að máli." Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, og Verkamanna- flokkurinn eru hlynntir tillögum Bandaríkjastjómar um frið í Mið- austurlöndum en Shamir forsætis- ráðherra og Likud-bandalagið eru andvíg þeim. Shamir reyndi í gær að gera lítið úr boði Reagans og sagði, að fundur, sem haldinn væri í skugga komandi kosninga í Bandarflq'unum og ísrael, myndi ekki neinu breyta. Hann og sam- heijar hans hafa einnig sakað Peres um að hafa komið fundar- boðinu um kring vegna kosning- anna 1. nóvember og einnig sakað Bandaríkjastjóm um afskipti af israelskum innanríkismálum. Boðið til Peresar kemur auk þess í kjölfar orðsendingar frá Bandaríkjastjóm til Shamirs þar sem ísraelsstjóm er ávituð fyrir að reka suma Palestínumenn nauðuga úr landi. Innihaldi orð- sendingarinnar var lekið til blaða í fyrra mánuði en þar sagði meðal annars, að „æ fleiri Bandarflqa- menn fiirðuðu sig á framferði ísra- ela“. Á fundinum með Reagan 26. september nk. munu utanríkisráð- herramir ræða um þá ákvörðun Jórdana að sleppa höndunum af Vesturbakkanum, hugsanlegar breytingar á stefnu PLO, Frelsis- fylkingar Palestínumanna, og deilu Israela og Egypta um Taba. Alþjóðlegur gerðardómur kveður upp úrskurð um það efni um mán- aðamótin og er talið fullvíst, að Egyptar fái kröfu sinni framgengt. Esmat Abdel-Maguid, utanrík- Ameríkubikarinn: Conner vann fyrstu kappsiglinguna létt San Diego. Reuter. HANDHAFI Amerikubikarsins, Dennis Conner, lék sér að þvi að sigra andstæðing sinn i fyrsta áfanga kappsiglingar sem fram fór á miðvikudag. Nýsjálendingarair sem kepptu við hann ásökuðu hann um að gera grín að sér, með þvi að sigla báti sinum mun hægar en hann hafði getu til. Conner kom í mark 18 mínútum og 15 sekúndum á undan Nýsjá- lendingunum. Hann neitaði ásök- unum um að hann hefði ekki kom- ið íþróttamannslega fram með því sigla ekki í beinni línu og sagðist einungis hafa verið að taka mið af breytilegum vindi. Keppinautar hans á skútunni New Zealand sögðu að þeir hefðu borið meiri virðingu fyrir honum hefði hann siglt eftir bestu getu og sigrað þá með eins og hálfs tíma mun. Þeir halda því fram að Conner vilji vinna þá með litlum mun til að sýna fram á að keppnin sé ekki ójöfn. Conner sagðist hins vegar vilja ljúka þessari áskoruna- rkeppni sem fyrst og gera keppn- ina um Ameríkubikarinn aftur að alþjóðlegum viðburði. í dag fer svo fram annar áfangi keppninnar og sigri Conner heldur hann Ameríkubikamum en tapi hann, munu úrslit ráðast í þriðja og síðasta áfanga keppninnar. Reuter Frá fyrstu kappsiglingunni f einvíginu um Amerikubikarinn. Til hægri er skútan Nýja Sjáland að reyna króksiglingu í þeirri von að komast stjóraborðsmegin fram úr bandarísku skútunni Stars and Stripes (t.v.). Þúsundir báta fylgdust með siglingunni og sjást nokkr- ir þeirra á myndinni. isráðherra Egypta, hefur fagnað boði Reagans en vestrænir stjóm- arerindrekar segja, að tímasetning fundarins veki gmn um, að Reag- an vilji leggja sitt lóð á vogarskál- ar Peresar í þingkosningunum í ísrael. Austur-Þýskaland: Hugsanleg- ur arftakí Honeckers fallinn frá Austur-Berlín, Reuter. WERNER Felfe, stjórnmálaráðs- maður og landbúnaðarráðherra Austur-Þýskalands, sem talinn var líklegasti arftaki Erichs Honeckers kommúnistaleiðtoga, lést í gær sextugur að aldri. í samúðarskeyti, sem Honecker sendi fjölskyldu Felfes, kom fram að hann hefði orðið bráðkvaddur, en í fréttaskeyti hinnar opinbem fréttastofu ADN sagði að hann hefði látist af völdum hjartasjúk- dóms. Felfe var ábyrgur fyrir land- búnaði Austur.-Þýskalands, en hann er tiltölulega vel staddur miðað við önnur ríki austan jámtjalds. Hann hafði verið meðlimur í stjómmála- ráði kommúnistaflokksins frá því árið 1976. Felfe var reyndar ekki einn um að vera talinn líklegur sem arftaki Honeckers. í þeim hópi vom einnig flokksforingi kommúnista í Aust- ur-Berlín, Giinter Schabowski, og sá stjómmálaráðsmaður sem farið hefur með örygismál, Egon Krenz, en á hann er oft litið sem „krón- prins“ Honeckers.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.