Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 17 byggingarriBfndar Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar félagsmálaráðherra leitaði umsagnar nefndarinnar um kæru íbúanna í Gijótaþorpi hefði niður- staðan verið sú, að ekki væru rök fyrir því að afturkalla byggingar- leyfið. Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins sagði að um væri að ræða lögfræðilegan ágreining um túlkun á gögnum frá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. Miðað við túlk- un skipulagsstjómar væm frávikin frá samþykktu deiliskipulagi það smávægileg, að þau réttlættu ekki afturköllun byggingarleyfísins, en úrskurður ráðherra væri byggður á öðmm forsendum. Á að reikna kjallara og bílageymslur með í nýtingarhlutfallið? í samtali við Morgunblaðið sagði Óskar Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Byggðaverks, að úrskurður félagsmálaráðherra væri byggður á misskilningi. „Til dæmis em for- sendumar fyrir útreikningum ráðu- neytisins á nýtingarhlutfalli hússins rangar. Það em bílageymslur í öll- um kjallara hússins og stómm hluta jarðhæðarinnar í bakhúsinu. Nýt- ingarhlutfallið er hlutfall milli flat- armáls hæða hússins og flatarmáls lóðarinnar, og ekki er eðlilegt að telja kjallarann og bflageymslumar með, þegar flatarmál hússins er reiknað út.“ Undir þetta tók Vilhjálmur Vil- hjálmsson formaður skipulags- nefndar Reylqavíkur. Hann sagði forsendur ráðherra fráleitar og í algeru ósamræmi við þær reglur, sem stuðst hefði verið við á síðustu áratugum, bæði hér á landi og er- lendis. „í grein 4.3.4. í skipulags- reglugerð er beinlínis gert ráð fyrir því, að ef um bifreiðageymslur neð-. anjarðar er að ræða, þá geti bygg- ingamefnd leyft hækkun frá stað- festu nýtingarhlutfalli. í sama kafla er líka gert ráð fyrir því, að kjall- ari, sem að öllu leyti er neðanjarð- ar, sé ekki reiknaður með í nýting- arhlutfallið. Ráðherra ákvað að reikna helming kjallarans og einn þriðja hluta bifreiðageymslunnar með. Það hefur aldrei gerst áður á íslandi," bætti Vilhjálmur við. Skrif stofur eða íbúðir? Varðandi landnotkunina sagði Óskar Valdimarsson að félagsmál- aráherra hefði ekki kynnt sér málið nógu vel. „í upphafi var aðeins gert ráð fyrir einni fbúð í húsinu, en nú er miðað við að þær verði 9. í bakhúsinu verða engar skrifstof- ur,“ sagði hann. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson benti á, að höfundar deiliskipulags hefðu sett fram hug- myndir um landnotkunina á ein- stökum hæðum hússins, en sjálfir tekið fram, að ekki væri óskað eft- ir staðfestingu á þeim hluta skipu- lagsins. Að mati Vilhjálms er því fráleitt, að láta þetta atriði hafa áhrif á úrskurðinn. Umsagnaraðilar hafa samþykkt teikningamar Vilhjálmur telur augljóst, að á lóðinni Aðalstræti nr. 8 sé um að ræða tvær húseiningar, þótt þær tengist með glerhúsi. „Það er mat allra þeirra aðila, sem um teikning- amar fjalla, að þetta atriði samrým- ist deiliskipulaginu fullkomlega. Reyndar hafa allir þeir aðilar sem fjallað samþykkt þessar teikningar og úrskurðað þær löglegar," bætti Vilhjálmur við. „Enn fremur hafa skipulagshöfundamir sjálfír gefið þá umsögn að teikningamar, sem ráðherra hefur nú ógilt, séu í fullu samræmi við deiliskipulagið. „Máls- meðferð ráðherra er að mínu mati vítaverð, og jaðrar við pólitískar ofsóknir gegn borgarstjómarmeiri- hlutanum í Reykjavík,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson að lokum. Stöðvun framkvæmda veldur miklu tjóni í samræmi við úrskurð ráðherra í málinu sendi Gunnar Sigurðsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík bygg- ingaverktökunum bréf á miðviku- dag, þar sem sagði meðal annars, að þar sem byggingarleyfi væri ekki lengur til staðar skyldi þegar stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Óskar Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Byggðaverks mót- mælti þessum úrskurði, en eftir fund hans með byggingafulltrúa og Hilmari Guðlaugssyni, formanni byggingamefndar voru fram- kvæmdimár stöðvaðar. Fyrirtækið mun þó áfram sjá til þess, að örygg- iskröfum á byggingarsvæðinu sé fullnægt, svo sem með viðhaldi girð- ingarinnar umhverfis svæðið og með því að dæla vatni upp úr grunn- inum. Óskar sagði, að þótt stöðvunin ylli miklu tjóni hefði ekki verið um annað að ræða, en að hlíta úrskurð- inum. „Byggingarfullrúi gerði mér grein fyrir því, að ef við gerðum það ekki gæti hann til dæmis svipt iðnmeistarana héma réttindum sfnum. Við hugleiðum hins vegar höfðun skaðabótamáls, enda höfð- um við öll tilskilin leyfi í höndunum þegar við hófum framkvæmdir hér í vor. Þessi ákvörðun félagsmála- ráðherra -kemur mjög á óvart, og ég treysti því að sá misskilningur, sem hér er greinilega á ferðinni, verði leiðréttur." ÍSLENSK VEISLA í HAGKAUP JÁ, í DAG OG NÆSTU DAGA BÝÐUR HAGKAUP ÞÉR AÐ EIGNAST 7 SÖLUHÆSTU ÍSLENSKU PLÖTURNAR í SUMAR Á SANNKÖLLUÐU HAG- KAUPSVERÐI. í KRINGLUNNI OG SKEIFUNNI FÁST EINNIG KASSETTUR OG GEISLADISKAR EINNIG Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI. BUBBI - 66 Ný plata fró Bubba, sem meðal annarra góðra, inniheldur titillagið úr Foxtrott. LP & KASS. CD MEGAS - HÖFUÐLAUSNIR Besta plata Megasar. Hún er svo góð, að þú hreinlega getur ekki án hennar veríð. LP & KASS. CD. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - SYNGJANDI SVEITTIR Mögnuð stuðplata, sem allir ættu að eiga. Inniheldur m.a. stuðlögin „Hey kanína" og „Á tjá og tundri". LP & KASS.: 799,- CD: 1.199,- BJARNI ARASON - ÞESSI EINI ÞARNA Fyrsta sólóplata Bjarna hefur slegið rækilega i gegn enda á henni topplög eins og „Það stend- ur ekki á mór“. LP & KASS.: 799,- CD: 1.199,- MANNAKORN - BRÆÐRABANDALAGIÐ Vandaðasta og besta Manna- kornsplatan hingaðtil. Lagasmiðir í sérflokki, t.d. „Eg elska þig enn“. LP & KASS.: 799,- CD: 1.199,- SUQARCUBES - LIFE’S TO GOOD Frábær plata og sú umtalaðasta hin siðari ár. Taktu þótt I sigrinum, misstu ekki af þessari. LP & KASS. CD. BONGÓBLÍÐA 12 af vinsælustu lögum þessa sumars á einni plötu. Ath. Kas- settan er með 4 aukalögum. LP & KASS.: 799,- AÐRAR GÓÐAR Á HAGKAUPSVERÐI: □ TRACY CHAPMAN - T.C. 719,- 0 LCHOEN-TMYOURMAN 719,- □ JIMMYPAGE-OUTRIDER 719,- □ KIM LARSEN -YUMMIYUMMI 639,- □ VAN HALEN-0U812 719,- □ PREFABS PROUT- FROM LANGLEY 719,- □ BILLYIDOL-110FTHE BEST 719,- □ MAXIPRIEST-MAXI 719,- □ SMÍTHS 789,- □ EUROPE - Ot/T OF THIS WORLD 719,- □ PRINCE-LOVESEXY 719,- Q GOOD MORNING AMERICA 789,- □ HUEY LEWIS - SMALL WORLD 719,- □ BROS-PUSH 719,- □ FLEETWOOD MAC-TANGOIN.., 789,- □ AHA - STAYONTHESEROADS 719,- □ DIRTY DANCING 789,- □ OFRA HAZA - SHADY 789,- □ BREATHE-ALLTHATJAZZ 719,- □ MORE DIRTY DANCING 719,- Q BRIGHT UGHTS BIG CITY 789,- Póstkröfusími 30980. Verslið góða tónlist ódýrt HAGKAUP M I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.