Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 45

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 45 DI O kenns,ubók • vélritun fylgir |\C Y m I öllum ritvélunum frá okkur. Á myndinni sem tekin er við Oddskarðsgöng eru: Óla Björg Bergþórsdóttir, Friðbjörg B. Bjarnadóttir, Óskar Björnsson, Jóna H. Guðjónsdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Maria Jónsdóttir. Margrét Gísladóttir, Guðrún Elíasdóttir og sitjandi eru: Fjóla Bjarnadóttir, Óskar K. Sævaldsson, Ingvi Marteinn Þorgeirs- son, Lilja Sigfinnsdóttir, Ásgeir Lárusson, Jósafat Hinriksson, Hörður Hinriksson og Steingrímur Vil- hjálmsson. NESKAUPSTAÐUR: 50 ára f ermingaraf mæli Þann 5. júní síðastliðinn, hittust 16 fermingarsystkini, sem fermdust á 'hvítasunnudag árið 1938 í Norðfjarðarkirkju, og héldu upp á 50 ára fermingarafmæli. Sum þeirra höfðu ekki hitst í 30 ár. Fólkið kom vfða að og meðal ann- ars kom einn frá Spáni. Fermingar- böm höfðu verið 26 í upphafi, en þrír úr hópnum eru látnir. Gerðu fermingarbörnin sér glað- an dag, fóru meðal annars upp á Hérað og þáðu veitingar á koníaks- stofu þeirra Héraðsbúa „Sam- kvæmispáfanum". Kvöldverð snæddu þau í félagsheimili Norð- firðinga, „Egilsbúð", og var þetta í alla staði mjög vel heppnað ferm- ingarmót. Það er hér maður frá skattstofunni, sem vill tala við for- stjórann. SKÓLARITVÉLAR Ljúfir tónar Pónik laða þig fram á gólfið frá kl. 2300 — 03°° COSPER Brautarholt 20, Sími 29098 IKEA: Ríkasti maður Norðursins Ríkasti maður Norðursins er hann kallaður í amerísku tíma- riti, maðurinn sem stofnsetti IKEA keðjuna. Hann heitir Ingvar Kamprad er 62ja ára og einráður yfír 88 milljörðum árlega. IKEA er einkaframtak hans í gegnum 35 ár. Þann 28. september opnaði hann í Stafangri 77. vöruhúsið og daginn eftir það 78.í Lundúnaborg. Aðal- skrifstofur hefur hann í Kaup- mannahöfn, en sjálfur býr hann í Sviss. Híbýli hans eru skreytt antík- munum frá afa hans en að öðru leyti eru þar vitaskuld IKEA hús- gögn að fínna. Hann ekur um á gömlum Volvo Amazon, ferðast á öðru farrými, bæði í lestum og í flugvélum. Hann býr á hótelum utan stærstu borgar- kjama, í tveggja manna herbergj- um, stundum með syni sínum, og báðir þvo sjálfír af sér sokkana á ferðalögum. Hann ræktar tómata heima hjá sér, en annars eyðir hann mestum tíma sínum í að skoða stór- markaði víða um veröldina. Eini lúxusinn er sportbíll, en Ingvar er varfærinn ökumaður, fer aldrei hrðar en á 70 km. hraða. Nei hann selur ekki lengur kúlu- penna, gulrótarfræ, klukkur eða físk, eins og hann gerði á sínum unglingsárum. Og hann þvær ekki lengur einnota glösin. Nú selur hann IKEA vörur með 88 milljarða í ársveltu og er vöruskrá verslunar- innar prentuð í yfír 50 milljón ein- tökum á 12 tungumálum í 20 lönd- um. Hann á þrjá syni sem allir vinna hjá föður sínum. IKEA vörur komu á réttum tíma, skandinavísk hönnun á góðu verði. Hann framleiddi í byijun vörur sínar í Póllandi, en nú fer 52% framleiðsl- unnar fram í Svíþjóð. Bráðlega verður opnuð vérslun í Búdapest og rætt er einnig um IKEA verslun í Sovétríkjunum. Ingvar tjáir sig lítið um vel- gengni sína, en segir þó: „Fram- leiðslan er ein leið til þess að út- rýma fátækt og bæta lífsafkomu manna.“ Og á þessum vinnusama, metnaðargjama en nægjusama margmilljóner sannast orðin: „Mað- ur eignast aldrei peninga nema að fara sparlega með þá.“ twhirq BROTHER AX15 m/leiðréttingarborða kr. 18.760 stgr. OLYMPIA CARRERA m/leiðréttingarborða kr. 18.300 stgr. SILVER REEDEZ20 m/leiðréttingarborða kr. 19.800 stgr. SILVER REED EP10 lítil og létt kr. 13.950 stgr. SILVER REED EB50 lita- og blekpunktar kr. 18.900 stgr. SENDUM í PÓSTKRÖFU TÖLVULAND - B BRJlC/i LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM S. 621122 n 'd3S pltrjp Iv mvtHaU^ Metsölublad á hverjum degi! Ingvar Kamprad er auðugur maður, en hófsamur svo orð fer af. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmœlisdegi mínum með heimsóknum, blómum, stórgjöfum og skeytum. Sérstakar þakkir okkar hjönanna fyrir ógleyman- lega helgi í Þórsmörk. Guð blessi ykkur öll. ÓskarS. Ólafsson, Lovisa Ingvarsdóttir. ■4-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.