Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 28

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 — fMiOiriíni Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Glíman heldur áfram Stjómarflokkamir ákváðu í gær að halda áfram við- ræðum sínum um mótun nýrra tillagna um lausn á efnahags- vandanum. Forystumenn flokkanna eru allir sammála um að tíminn sé naumur og halda þurfí þannig á málum að niðurstaða fáist sem fyrst. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, lagði fram hugmynd að lausn á ríkisstjómarfundi í gærmorgun. Jón Baldvin Hannibalsson og ráðherrar Alþýðuflokksins hafa umboð þingflokks síns til að ræða við samstarfsflokkana á gmnd- velli tillagna flokksins. Steingrímur Hermannsson lagði niðurfærsluleiðina fram til bókunar á ríkisstjómar- fundi, enda hefði henni verið formlega hafnað. Framsóknar- menn töldu hins vegar eðlilegt að ræða málin áfram á gmnd- velli hugmynda forsætisráð- herra, enda færi hann með stjóm efnahagsmála. Taldi Steingrímur Hermannsson fráleitt að ræða áfram um nið- urfærsluleið, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn væri á móti henni og um jafn harða leið yrði að vera víðtæk samstaða. Þorsteinn Pálsson lagðist hins vegar gegn þessari margum- ræddu leið eftir að Alþýðusam- band íslands hafði snúist gegn henni. Þessi stutta lýsing á glímunni við efnahagsmálin undanfama tvo sólarhringa gefur örlitla mynd af stjóm- málaátökunum sem að baki búa og hafa í raun beint at- hyglinni frá kjama málsins. Við þetta bætast síðan yfírlýs- ingar stjómmálaforingja sem ganga í þá átt, að það fær byr undir báða vængi að stjómin sé að springa. Þar með em umræðumar komnar á allt annað stig og snerta hagsmuni stjómmálamannanna sjálfra, tilhugsun um þingrof og kosn- ingar ýtir öllu öðm til hliðar. Þegar á þennan punkt er kom- ið er stöðvað og snúið aftur til baka og tekið til við að ræða um efni málsins með þeim orðum að nú megi engan tíma missa. Ríkisstjómin greip til efna- hagsaðgerða í febrúar síðast- liðnum og síðan aftur í maí. Aðgerðimar í maí hafa því miður reynst haldlausar. Þær hafa ekki skapað þann stöðug- leika sem að var stefnt. Ríkis- stjómin er í því gamalkunna fari, sem hefur verið kennt við rokur, að þurfa að grípa til aðgerða á þriggja mánaða fresti. Reynslan af slíku stjóm- arfari er því miður ekki góð og hlýtur að vera kappsmál .þeirra, sem að ríkisstjóminni standa, að ná henni upp úr þessu fari. í hugmyndunum sem Þor- steinn Pálsson, forsætisráð- herra, lagði fyrir ríkisstjómina í gær er hvatt til þess að þann- ig sé haldið á málum að stöð- ugleiki geti haldist í 12 til 18 mánuði. Ráðherrann leggur höfuðáherslu á sama atriði og þeir sem skipuðu forstjóra- nefndina svokölluðu, að gætt sé aðhalds í fjárlögum ríkisins á næsta ári og þau verði af- greidd án rekstrarhalla og að lánsfjárlög einkennist af ströngu aðhaldi. Hefur þetta löngum verið lykilatriði í tillög- um allra sem vilja halda inn á nýjar efnahagsbrautir. Ætti að gefast gott tækifæri til að huga að því einmitt núna, þar sem ríkisstjóm og þingflokkar hennar standa nú frammi fyrir því verkefni að koma saman flárlagafrumvarpi og frum- varpi til lánsfjárlaga. Fjárlögin em raunar besta stjómtæki ríkisvaldsins og stjómmála- manna til að móta þróun efna- hagsmálanna, tæki sem þeir einir hafa á sínu valdi. Ef þeir einsettu sér að nota það til hins ýtrasta mætti lækna marga meinsemd með því. Glíman við efhahagsmálin heldur áfram, hvemig sem þessari lotu lyldar. Hún verður sífellt á dagskrá hjá þeim, sem landinu stjóma og þar skiptast áfram á skin og skúrir. Hitt er breytilegt, hveijir heyja þessa glímu úr ráðherrastól- um. Mörgum fínnst sem sam- eiginlegt átak þeirra þriggja flokka sem nú eiga þar fulltrúa verði æ máttlausara vegna sundurlyndis og deilna. Raun- ar má skilja margt af því sem forystumenn flokkanna hafa sagt síðustu daga á þann veg, að þeim fínnist sjálfum lotan þegar þeir standa saman í liði styttast óðfluga. Að öllu óbreyttu hafa þeir rétt fyrir sér. 4^ Brjósklos læknað án skurð BRIÓSKLOS LÆKNAÐ X Holri stálnál/-hníf er stungið um smáskurð inn í skaddaðan liðþófa. Stungunni er stjórnað með röntgen-geislum. Skaddaður lið- þófi þrýstir að mænunni LÆKNAR við sjúkrahús í Pitts- burgh í Bandaríkjunum hafa þró- að nýja aðferð við að lækna brjósklos í baki. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði bandaríska vikuritsins TIME. Skurðaðgerðar er ekki þörf en aðgerðin felst í því að stinga smágerðum hnífi sem stjómað er með röntgengeislum í skadd- aðan liðþófa á milli hryggjarliða. Hnifurinn sem er holur að innn- an er notaður til þess að sjúga hluta brjósklossins í burtu. Því er siðan skolað í burtu með vatns- dælu í hnífnum. Þessi aðferð hefur verið rejmd á um 15 þús- und bandarískum sjúklingum sem þjáðst hafa af brjósklosi. Sá annmarki er þó á aðferðinni að henni má aðeins beita hafi lið- þófinn ekki rofnað af völdum brjósklossins. Hin nýja aðgerð er mun einfald- ari en venjuleg skurðaðgerð við bijósklosi. Staðdeyfingar er einung- is þörf og því getur sjúklingurinn haldið til síns heima að aðgerð lok- inni. í stuttu máli felst aðgerðin í því (sjá skýringarmynd) að holum stálhníf er stungið um smá skurð inn í skaddaðan liðþófa. Stungunni er stjómað með röntgengeislum sem þýðir að læknirinn framkvæm- ir aðgerðina blindandi. Því næst er smáhluti bijósksins sogaður inn í hnífínn, hann sniðinn af og síðan skolað burtu með vatnsþotu innan í holum hnífnum. Þetta er síðan endurtekið þar til þrýstingi hefur verið létt af mænunni. Aðgerðin tekur að jafnaði um eina klukkustund. Sárið eftir stung- una er um það bil 2 mm að um- máli og því er óþarfí að sauma það saman. Þrátt fyrir ofangreinda kosti hentar aðgerðin ekki öllum þeim er þjást af bijósklosi. Hafí bijósklos sprengt liðþófa á milli hryggjarliða verður sjúklingurinn að gangast undir hefðbundna skurðaðgerð. Sá galli er á aðferð- inni að röntgengeislinn nemur ekki alltaf sprunginn liðþófa sem veldur því að 12-15% sjúklinga sem geng- ist hafa undir hina nýju aðgerð hafa þurft á hefðbundinni skurðað- gerð að halda síðar. Framkvæmdasjóður reis- ir hús við Tryggvagötu Vegfarendur, sem leið hafa átt um miðbæ Reykjavíkur, hafa margir rekið augun í bygginga- framkvæmdir á lóð við Tryggva- götu, gegnt Hafnarhúsinu og bak við verslun Álafoss. Eigandi lóð- arinnar og skúra sem á henni stóðu, er Framkvæmdasjóður ís- lands. Hefur sjóðurinn látið teikna tveggja hæða byggingu á grunni þeirra. Er ætlunin að húsið verði fokhelt fyrir áramót en óvíst er hvenær framkvæmd- um lýkur eða hvers konar starf- semi það mun hýsa. „Hér er fyrst og fremst verið að koma gömlum skúrum í verð og snyrta til í miðbænum," sagði Birg- ir Vigfússon, verktaki hússins. Að sögn Einars Pálssonar, bygginga- stjóra hjá Framkvæmdasjóði, hafa komið upp hugmyndir um að hafa í húsinu skrifstofur og matsölustað, svo eitthvíið sé' nefnt. Húsið er um 260 fermetrar að grunnfleti, teiknað af Páli Bjarna- syni. Framkvæmdasjóður keypti grunninn, ásamt húsnæði Álafoss á Vesturgötu 2, fyrir rúmum tveimur árum. Síðan þá hafa verið gerðar gagngerar endurbætur á Álafoss- húsinu og var röðin komin að skúr- unum við Tryggvagötu. Þeir voru byggðir í stríðsbyijun og hafa hýst margvíslega starfsemi, m.a. bif- vélaverkstæði. Undanfarin ár hafa þeir verið nýttir sem geymsluhús- næði. Framkvæmdir við tveggja hæða hú ágúst síðastliðnum. Ætlunin er að hú í byijun nóvember. Karpov og Shorttóku fo Tilburg, frá Hargeiri Péturssyni. EFTIR daufa fyrstu umferð á stórmóti Interpolis-tryggingaf élagsins í Tilburg í Hollandi var teflt af krafti í þeirri annarri. Jóhann Hjart- arson hafði hvitt gegn Hollendingnum Jan Timman, sem sigraði á mótinu í fyrra. Lauk skákinni með jafntefli í 38 leikjum eftir fjör- uga viðureign. Hinn Hollendingurinn á mótinu, John Van der Wiel, átti slæman dag og Karpov sigraði hann fremur auðveldlega. Nigel Short tefldi bezt í dag og vann Ungveijann Lajos Portisch nyög sannfærandi. Eitt stórmeistarajafntefi var samið í dag. Robert Hubner var ekki í baráttuskapi og lauk skák hans við Predrag Nikolic með jafn- tefli í aðeins 17 leikjum. Skýringin kann að vera sú að Hubner sé ekki við hestaheilsu, áður en hann tefldi skákina í dag átti hann viðræður við lækni mótsins. Staðan á mótinu eftir tvær um- ferðir er þannig: 1.—2. Karpov og Short IV2 v. 3.-6. Jóhann, Timman, Hiibner og Nikolic 1 v. 7.-8. Van der Wiel og Portisch V2 v. Alls verða tefldar tvær umferðir á mótinu. Hver keppenda teflir með hvítu og svörtu gegn öllum hinum. Þriðja umferðin verður tefld á morgun, fímmtudag, og hefur Jó- hann þá svart gegn Portich. Aðrar skákir eru Karpov-Timman, Nik- olic-Short og Hubner-Van der Wiei. Timman beitti Griinfelds-vöm gegn Jóhanni, uppáhaldsbyijun Gaiy Kasparovs, heimsmeistara. Hann fómaði snemma peði, en vann það til baka og skipti þá um leið upp á drottningum. Jóhann hafði frjálsara tafl, en Timman biskupa- parið og var mjög erfítt að meta stöðuna um tíma. í 24. leik hóf Timman að einfalda taflið og stefna á jafntefli og varð það niðurstaðan eftir 38 leiki. Hvitt: Jóhann Hjartarson. Svart: Jan Timman. Griinfelds-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5,4. Bf4 - Bg7,5. e3 - 0-0!? Gary Kasparov hefur jafnan leik- ið hér 5. — c5 gegn Karpov og einn- ig tvívegis gegn Timman sjálfum á þessu ári. Hrókunin felur í sér peðs- fóm, sem var mikið tefld á áttunda áratugnum, en er ekki í tízku um þessar mundir. 6. cxd5 — Rxd5, 7. Rxd5 — Dxd5, 8. Bxc7 — Ra6, 9. Bxa6 — Dxg2, 10. Df3 - Dxf3, 11. Rxf3 - bxa6, 12. Hcl - Bb7, 13. Ke2 - f6, 14. Hc5! Þessu mun fyrst hafa verið leikið í bréfskák 1985 og reyndist hviti þá mjög vel. Það er mjög erfítt fyrir svart að ná mótspili, í fram- haldinu getur hvítur teflt nokkuð áhættulaust upp á vinning. 14. - e6, 15. Hhcl - Hfe8, 16. Bg3 - Bf8, 17. Hc7 - Bd5, 18. Rd2 - e5. Nú fær svartur stakt peð á mið- borðinu, en hvítur hótaði að fanga biskupinn á d5 með því að leika 19. e4. Bxa2 er auðvitað aldrei mögulegt vegna b3 og biskupinn lokast inni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.