Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 19 Morgunblaðið/ Einar Falur Þá var setinn Svarfaðardalur í þingflokksherbergjum stjóraarflokkanna i Alþingishúsinu síðdegis í gær. Framsóknarmenn voru svo fjölmennir á löngum, rimmusömum fundi sínum að vart máttu allir sitja. Fram- kvæmdastjórn flokksins sat einnig fundinn, þar sem miklar hræringar voru i forystunni þess efnis hvort flokkurinn ætti að hætta þátttöku i rikisstjóm Þorsteins Pálssonar eða ekki. Niðurstaðan varð biðstaða fram til 17. september, en þá hefur verið boðaður miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins, sem mun taka ákvörðim um það hvort framhald verður á sijómarþátttöku Framsóknarflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins fylgist hér með úr dyragætt þingflokks sins, er Valur Amþórs- son, kaupfélagsstjóri K.E.A., verðandi Landsbankastjóri og einn framkvæmdastjórnarmanna Framsóknar- flokksins skundar til fundar við sína menn. íslands inn á einhvers konar „hókus pókus" lausn efnahagsvandans. Seg- ist hann aldrei munu taka þátt í slíkum leik og að Sjálfstæðisflokkur- inn standi heill að baki sér í þeirri afstöðu. Reiði framsóknarmanna og al- þýðuflokksmanna í garð forsætis- ráðherra stafar ekki síst af því, að þeir heyrðu það fyrst í útvarpi, að hann hefði hætt við niðurfærsluleið- ina. Um þetta gagnrýnisatriði sam- ráðherra sinna segir Þorsteinn: „Það lá fyrir alveg skýrt svar frá Al- þýðusambandinu. Það lá fyrir að ríkisstjómin hafði samþykkt að þessi leið væri því aðeins fær að hún væri farin í samráði við Alþýðusam- bandið. Þegar svar Alþýðusam- bandsins lá fyrir, þá var ekkert fyr- ir forsætisráðherra þessarar ríkis- stjómar að gera annað en að taka því eins og það var sett fram. Ég hlusta einfaldlega ekki á það, að forsætisráðherra svari ekki því sem að honum er rétt og þurfí vegna kröfu samstarfsaðilanna að láta hluti velkjast klukkutímum eða dögum saman í einhveijum óráðnum gátum, þegar hlutimir liggja alveg ljósir og skýrir fyrir. Auk þess þá myndi ég taka föðurlegum ráðleggingum um samráð, en menn standa misjafnlega sterkt að vígi hvað það varðar." Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur einatt verið talinn standa af hvað mestum heilindum að þessu stjómarsam- starfí. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi það skyldu forsætisráðherra, hver svo sem hann væri, að halda ríkis- stjóm saman. „Þegar verið er að athuga leiðir i efnahagsmálum, þá virkar það nú ekki mjög vel á sam- starfsmenn, þegar ákveðnar leiðir sem hafa verið til alvarlegrar athug- unar em blásnar af í útvarpi. Það virkar ekki heldur mjög vel á stjóm- arsamstarfíð, þegar forsætisráð- herra kemur fram í sjónvarpi kvöld- ið fyrir ríkisstjómarfund og er með yfírlýsingar eins og hann var með í gærkveldi. í mínum huga þarf for- sætisráðherra einfaldlega að sýna ’ fram á það, að hann vilji halda ríkis- stjóminni saman og koma fram með tillögur sem bera þess rnerki." Hall- dór kvaðst ekki telja að þær tillögur sem forsætisráðherra kynnti í gær bæru þess merki að hann vildi halda ríkisstjóminni saman. Halldór kvaðst telja að mikil sam- staða hefði verið um niðurfærsluleið- ina og sagðist hann gefa lítið fyrir orð forsætisráðherra um að sam- staða yrði að nást með verkalýðs- hreyfíngunni almennt. Sagðist hann ekki hafa nokkra trú á þvi að hægt væri að ná almennri samstöðu með verkalýðshreyfíngunni í máli sem þessu, og því væri það til lítils að bera slíkt fyrir sig þegar það hentaði. Þingmaður Alþýðuflokksins sagði að launþegahreyfíngin hefði að öll- um líkindum unað niðurfærsluleið þar sem verðlag og vextir hefðu verið lækkaðir samhliða launalækk- un, þó svo að hreyfíngin hefði mót- mælt því f orði. Forsætisráðherra hefði sýnt litla stjómvisku í meðferð sinni á málinu og það hefði verið fráleitt að tilkynna samráðherrum andlát niðurfærsluleiðarinnar í út- varpi. Aðspurður sagðist hann þó ekki vi\ja trúa því að það hefði verið skemmdarverk, frekar klaufaskap- ur. Hann sagðist samt sem áður hafa trú á að menn myndu ná sam- an, einfaldlega þar sem allir aðrir kostir en áframhaldandi samstarf væru verri. Sljómarslit og kosningar myndu skapa efnahagslegan glund- roða og hafa svipuð áhrif og stór gengisfelling. Hann sagði aðspurður að alþýðuflokksmenn litu á gengis- fellingu sem afar fjarlægan mögu- leika, hún leysti engan vanda. Framsóknarþingmaður sagði að samkvæmt hugmyndum Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks hefðu vextir og verðlag verið fært niður með lagasetningu samhliða lækkun launa, en áhrífamenn innan Sjálf- stæðisflokksins hefðu lagst gegn þvi að lækka vexti með „handafli". Til dæmis hefði Davíð Oddsson borgar- stjóri lýst sig andvígan slíkum að- gerðum. Almennt um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins tjl niðurfærsluleiðarinnar segir Þorsteinn Pálsson, að sjálf- stæðismenn hafi verið reiðubúnir að kanna hana í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Ekki væri hægt að fylgja eftir launalækkunum með lögregluaðgerðum. Þessi leið hafí einungis verið fær með almeqnri samstöðu um hana í þjóðfélaginu og hún hefði ekki reynst til staðar., Þorsteinn bendir á að fyrsta skil- yrði Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hafí verið að laun sjómanna yrðu ekki skert með sama hætti og annarra launþega. Bendir hann á óréttmæti þess að laun sjómanna séu óbreytt eða lækki minna en til dæm- is laun fiskverkunarkvenna. . . . „Það lá $ augum uppi þegar þessi skilyrði þeirra lágu fyrir að þeir meintu ekki mikið með því sem þeir voru að segja," segir Þorsteinn. í máli forsætisráðherra kemur fram að áður en farið var til við- ræðna við ASÍ hafí faglegt mat Þjóð- hagsstofnunar og Verðlagsstofnun- ar á því hvemig hægt væri að standa að niðurfærslu verðlags verið borið undir formenn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks á tveimur fundum. A þessum fundum voru einnig borin undir formennina svörin við spuring- um forseta ASÍ. „Það kemur mér því n\jög spánskt fyrir sjónir þegar ég heyri þá segja eftir á að þessu hefði átt að svara öðruvisi," segir Þorsteinn. Hann seg- ir einnig að það skipti ekki minnstu máli að á miðjum samráðsfundinum með ASÍ, er hann var að knýja á um svör ASÍ um lækkun launa og verðlags, hafí fjármálaráðherra varpað fram annarri hugmynd um launafrystingu og millifærslu . . . „Hvemig getur ábyrgur stjóm- málamaður sem gerir slíkt komið síðan fram eftir á og sagt að forsæt- isráðherra hafi hlaupið frá öllu sam- an. Ég spyr þessarar spumingar og svari nú hver fyrir sig. Hvor sýndi meiri ábyrgð?" segir ^orsteinn. _ Þessu svara alþýðuflokksmenn á þann veg að það hafi einfaldlega verið vegna óskar forsætisráðherra sem Alþýðuflokkurinn hafí verið til- búinn með aðra tillögu á samráðs- fundinum með ASÍ ef allt færi í óefni — þá leið sem þeir nefna „mini-niðurfærsluleiðina“. Á ríkisstjómarfundi í gær gerðist það svo að Steingrímur Hermanns- son lagði fram bókun um niður- faérsluleiðina í fundargerð ríkis- stjómarinnar. Þar með lauk umflöll- un um hana í ríkisstjórninni. „Mini-niðurfærsla“ Ein leið sem verið hefur til skoð- unar að undanfömu gengur undir nafninu “þriðja leiðin" og er eftir því sem næst verður komist sam- bræðingur þeirra Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Seðlabankans. Þessi leið gerir ráð fyrir því sem nefnt hefur verið manna á milli “mini-niðurfærsla". í henni er gert ráð fyrir launafrystingu í einhveija mánuði og verðstöðvun á sama tíma. Verðstöðvunin yrði síðan útfærð þannig að verðlagsyfirvöld fengju með lagabreytingum ekki aðeins heimild til að beita sektum heldur einnig tímabundnum lokunum og jafnvel sviptingu verslunarleyfa fyrir alvarleg brot'. Þessi leið gerir einnig ráð fyrir að í kjölfar mikillar hjöðn- unar verðbólgu lækki vextir hratt og þar með raunvextir. Stefnt yrði að því að gera slíkt í með samkomu- lagi við bankakerfíð, en með vald- boði ef það gengi ekki upp. Höfundar þessarar leiðar segja að nún komi verðbólgunni í 0% í desember en aðeins um stundar sak- ir. Þeir segja einnig að framangreint eitt og sér leysi ekki vanda frysting- arinnar og iðnaðarins, þar séu mörg fyrirtæki á heljarþröm og þurfí meira að koma til. í því sambandi er helst rætt um millifærslu úr Verð- jöfnunarsjóði. Frystinguna vantar 1,3 miHjarða króna á ársgrundvelli til að endar nái saman, en það er sú upphæð sem nú er í sjóðnum. Miðað við að fyrstu aðgerðir yrðu til hálfs árs þýddi það að 650 milljón- ir eða helmingur sjóðsins rynni til frystingarinnar. Sumir telja að þetta væri stjómarskrárbrot, þar sem sjóð- urinn sé deildarskiptur og ekkert fé ætlað frystingunni. Aðrir segja að verði virðisaukaskattinum frestað á næsta ári þá geti endurgreiðsla sölu- skatts upp á liðlega einn milljarð vegna uppsöfnunar hans komið til. Hægt sé að beina slíkum greiðslum með valdboði meir að fískvinnslunni en gert hefur verið. Deilt um ríkisfjármálin Einn þingmanna Framsóknar- flokksins sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við niðurfærslu- leiðina úti á landsbyggðinni, en flár- magnskostnaður væri að sliga mörg fyrirtæki þar. Hann sagði að fram- sóknarmenn vildu ekki útiloka geng- isfellingu til að leysa vanda sjávarút- vegsins, en hún væri gagnslaus án víðtækra hliðarráðstafana. Sjálf- stæðisflokkurinn virtist hafa hafnað þeim möguleika, auk niðurfærslunn- ar, og því yrði hann að leggja fram tillögur. sínar um aðgerðir. Eftir væri að sjá hvort hugmyndir Jóns Sigurðssonar um verðstöðvun og millifærslu væru sáttagrundvöllur, en þær gerðu lítið annað en að frysta núverandi vanda í einhvem tíma og leystu hugsanlega ekki neitt. Hann sagði hluta vandans við fjár- lagagerðina vera þann að menn hefðu borið hugmyndir um niður- skurð á borð fyrir fjölmiðla áður en þær hefðu verið kynntar í þingflokk- unum og það hefði hleypt illu blóði í marga. Ljóst væri að mikill ágrein- ingur væri um ríkisfjármálin, jafnvel innan Alþýðuflokksins. Þá myndu framsóknarmenn aldrei samþykkja kvótaskatt og fleiri hugmyndir sem Jón Baldvin hefði kynnt til að ná halialausum fjárlögum. Annar framsóknarþingmaður sagði að yrði niðurfærsluleiðin ekki farin væri ekkert úrræði eftir nema gengisfelling. Hin svokallaða „þriðja leið“ Jóns Sigurðssonar væri and- vana fædd og alveg vonlaus. Svipað- ar aðgerðir hefðu verið reyndar oft áður og mistekist. Varðandi ríkis- fjármálin sagði hann að ríkisfjár- málanefnd væri nú að fá svipuð plögg í hendumar og hún hefði feng- ið í byijun ágúst í fyrra. Það segði sig því sjálft, að það væri út í hött að tala um að ná samkomulagi um framkvæmd hallalausra fjárlaga löngu fyrir þingsetningu eins og Jón Baldvin segði að væri nauðsynlegt. Efnahagsaðgerðir þær sem grípa á til og fjárlög næsta árs em næsta samtvinnuð, þannig að vart er hægt að geta annars þáttarins án þess að minnast hins. Er mikill ágreiningur um fjárlögin innan ríkisflármála- nefndar. Einn af þingmönnum Sjálf- stæðisfiokksins segir að flokkamir þrír hafi mismunandi hugmyndir um hvemig fá eigi fjárlagadæmið til að ganga upp. Sjálfstæðismenn vilji ekki nýja skatta umfram þá sem lagðir vom á í ár en framsóknar- og alþýðuflokksmenn vilji blöndu af sköttum og niðurskurði. Þessi þing- maður segir að það sé sérkennilegt við flárlagagerðina nú hversu seint hún sé á ferðinni og jafíi stutt á veg komin og raun ber vitni. Þar valdi að sjálfsögðu miklu óvissan um til hvaða efnahagsaðgerða verði gripið. Jón Baldvin hafí haldið fjárlagagerð- inni í biðstöðu vegna þessa en ljóst sé að þetta allt stefni nú í ægilega tímaþröng. Þingmaðurinn segir að náist ekki samstaða um málin, bæði efnahagsaðgerðimar og fjárlögin, i þessum mánuði sé ríkisstjómarsam- starf á enda. Stjómin tórir Sjálfstæðismenn telja að málefna- legur ágreiningur um efnahagsað- gerðir á milli sijómarflokkanna sé ekki slíkur að það réttlæti á nokk- um hátt það ábyrgðarleysi að hlaupa frá stjómartaumunum nú, þegar brýnast sé að haldið verði í þá af öryggi og festu. Segjast þeir reyndar telja að verði Steingrímur Her- mannsson ofan á með sín sjónarmið á miðstjómarfundi Framsóknar- flokksins þann 17. þessa mánaðar hafi hann keyrt flokk sinn inn í blind- götu og út úr henni verði vandratað. Þegar öllu er á botninn hvolft virð- ist fátt geta sameinað stjórnarflokk- ana þijá til lengdar, úr þvi sem kom- ið er. Helst heyrist, að það sem haldi stjóminni á floti sé óttinn við nýjar kosningar og þá efnahagslegu og pólitisku óvissu sem þeim fylgdi. Kosningaóttinn er minnstur hjá Framsóknarflokknum en mestur hjá Alþýðuflokknum vegna skoðana- kannana. Reyndar sagði einn stjóm- arþingmanna að stjómarslit og 5 mánaða kosningabarátta við núver- andi efnahagsaðstæður jafngilti 25% gengisfellingu. Framsóknarflokkur- inn kynni þvi að þurfa að bita i það súra epli að sjá fylgið i skoðanakönn- unum hrynja ört yrðu framsóknar- menn til þess að sprengja stjómina. Því er ekki óeðlilegt að álykta á þann veg, að ríkisstjómin tóri enn um sinn — en um lífsmarkið skal engu spáð hér. Samþykkt Framsóknar Þingflokkur og framkvæmdastjóm Framsóknar- flokksins ítreka stuðning við niðurfærsluleiðina til lausnar á efnahagsvanda þjóðarbúsins enda yrði hún framkvæmd undanbragðalaust á öllum sviðum efna- hagsmála. Eftir að Sjálf8tæðisflokkurinn hefur hafnað þeirri leið er það skylda forsætisráðherra að leggja fram heilsteyptar tillögur til lausnar á efnahagsvanda þjóðarinnar. 1 þeim efnum má þó engan tíma missa. Dýrmætum tíma hefur verið sóað á meðan fram- leiðslufyrirtæki og fjölmörg heimili standa á barmi gjaldþrots. Framsóknarmenn munu því reiðubúnir að fjalla um slíkar tillögur enda verði unnið hratt og eftir- greindum grundvallarsjónarmiðum fullnægt: 1. Framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar verði skap- aður öruggur rekstrargrundvöllur. 2. Dregið verði verulega úr viðskiptahalla og erlend- um lántökum. 3. Dregið verði n\jög úr Qármagnskostnaði með lækkun raunvaxta og lánskjaravísitala afnumin svo og aðrar vísitölutengingar í samræmi við fyrri samþykkt ríkisstjómarinnar. 4. Dregið verði markvisst úr þenslu þannig að jafn- vægi náist í þjóðarbúskapnum og efnahagsað- gerðir haldi. Slíkt verði ekki aðeins gert með samdrætti í framkvæmdum á vegum ríkisins og hallalausum ríkisbúskap heldur einnig með sam- drætti í framkvæmdum sveitarfélaga og einkaað- ila á þeim svæðum þar sem þenslan er mest. 5. Verðbólga hjaðni hratt og örugglega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.