Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R PÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Morgunblaðið/Ámi Sœberg Olafur Qottskálksson lék nvjög vel í marki Skagamanna í gærkvöldi. Varði hvað eftir annað mjög vel. Þama hefur hann handsmað knöttinn á undan einum Ungveijanum. Hvað sögðu þeir? Slgurður Lárusson, þjálfari ÍA: „ÉG er mjög stoltur af strákunum. Þeir stóðu sig mjög vel og gerðu allt sem fyrir þá var lagt. Ég var ánægður með vamarleikinn — hann tókst alveg eins og við vonuðumst til og varðandi leikinn í Ungveija- landi er ég hvergi smeykur — ef við spilum eins og í kvöld ættum við að geta staðið okkur." Ólafur Þórdarson, fyririUM ÍA: „Við spiluðum þennan leik mjög vel. Börðumst eins og ljón allan tímann en ég er afar óhress með að við skildum ekki ná að skora. En ég verð að segja eins og er að mér fannst þetta ungverska' lið ekki vera eins gott og ég bjóst við. Með sama hugarfari ættum við að geta komið á óvart í Ungveijalandi." Alexander Högnason: „Ég er að sjálfsögðu þokkalega ánægður með úrslitin. Við áttum að sigra í þessum leik. Að mínu mati var leikurinn nokkuð harður og baráttan hjá okkur var mjög góð,“ sagði Alexander sem lék sinn fyrsta ENrópuleik. Mlchael Caulfíeld, dómari: „Þessi fyrsti leikur minn í Evrópu- keppninni var alls ekki auðveldur. Leikurinn var mjög hraður og fast leikinn, án þess þó að vera grófur. Mér fannst Akranesliðið leika mjög vel miðað við að það er skipað áhugamönnum. Mér fannst mark- vörðurinn ykkar mjög góður, svo og leikmenn númer 8 og 10 [Ólafur Þórðarson og Karl Þórðarson].“ Þetta var fyrsti Evrópuleikur Caulfíeld, og stóð hann sig vel. Hann var varadómari á leik Fram og Barcelona í fyrrakvöld. Jósef Qórócs, aðalþjálfari ÚJpesti Dozsa: nÉg er þokkalega ánægður með úrslitin. I upphafí töldum við að þetta yrði afar léttur leikur gegn áhugamönnunum frá íslandi en eft- ir að ég frétti af úrslitum í lands- leik íslands og Sovétríkjanna vissi ég að hér væru greinilega sterkir knattspymumenn og því engin ástæða til að bóka sigur fyrirfram. Og eins og leikurinn var í kvöld get ég alls ekki kvartað undir úrslitun- um.“ Górócs er einn leikjahæsti Újpesti Dozsa. Hann lék með liðinu í 15 ár áður en hann tók að sér þjálfun og á einnig að baki 62 landsleikji fyrir Ungveijaiandi. Skagamenn óheppnir að sigra ekki SKAGAMENN voru frekar óheppnir að leggja ekki ung- verska stórliðið Ujpesti Dozsa að velli f gœrkvöldi í fyrri viður- eign liðanna í Evrópukeppni félagsliða, á Akranesi. Leikn- um lauk með markalausu jafn- tefli, þar sem Skagamenn lóku einn sinn albesta leik í sumar og fengu mun hœttulegri tæki- færi til að skora en Ungverjarn- ir. Skagamenn voru greinilega staðráðnir að beijast í þessum ieik og léku flestir leikmenn liðsins eins og þeir best geta. Það voru reyndar Ungver- Sigþór jamir sem áttu Eiríksson fyrstu sókn leiksins skrífarfrá strax á 2. mín. en þá varði ólafur mjög vel fast skot Kovacs úr þröngu færi; og gaf þar tóninn því hann átti eftir að standa sig mjög vel í leiknum. Fjórum mín. síðar átti Haraldur Ingólfsson fallega sendingu fyrir mark Újpesti en markvörðurinn greip fyrirgjöfína áður en Aðal- steinn náði til knattarins. A 13. mín. áttu Skagamenn mjög fallega sókn. Sigursteinn gaf út til hægri á Karl sem sendi viðstöðu- laust fyrir markið, þar sem Harald- ur Ingólfsson var mættur í dauða- færi en aftur var Brockhauser vel á verði og náði að góma knöttinn. Skagamenn héldu uppteknum hætti og um miðjan hálfleikinn tók Karl sína fyrstu af mörgum rispum, komst upp að endamörkum og gaf fasta sendingu að nærstönginni en Brockhauser varði enn eina ferðina. Skömmu síðar kom að þætti Ólafs Gottskálkssonar, en þá sýndi hann tvívegis snilldarmarkvörslu með aðeins tveggja mín. millibili — í bæði skiptin varði hann þrumuskot frá Balogh, sem var hættulegasti sóknarmaður Ungverjanna. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks voru Skagamenn enn í sókn og fengu gullið tækifæri til að ná for- ystunni — Karl einlék upp hægri kant, gaf fyrir markið þar sem*e~ Aðalsteinn kom aðvífandi og ætlaði að reyna að „klippa" boltann í markið en náði ekki almennilega til hans og skotið fór framhjá. Skagamenn héldu áfram sókn sinni í byijun seinni hálfleiks og áttu þá sinn besta kafla í leiknum. Voru óheppnir að ná ekki foryst- unni. Á 51. mín. komst Haraldur Ingólfsson í gegnum vöm Ungveij- anna eftir laglegt samspil og skaut þrumuskoti að marki rétt innan vítateigs, en Brockhauser varði meistaralega. Nokkrum mín. síðar varði Ólafur vel fyrsta færi Ungveija í síðari hálfleik er honum tókst að hirða knöttinn af tám Katona eftir góða sendingu inn fyrir vömina. Karl Þórðarson, sem átti stórleik, var enn á ferðinni stuttu síðar — lék þá nokkra Ungveija upp úr skónum, sendi knöttinn fast fyrir markið en títtnefndur Brockháuser var enn mættur og sló knöttinn frá. Ungveijar fengu sitt síðasta tækifæri á 70. mín. Þeir fengu aukaspymu rétt utan vítateigs sem fyrirliði þeirra, Kozma, tók og hann sendi lúmskan snúningsbolta sem stefni efst í markhomið en Ólafur varði vel. Tvö síðustu færin áttu Skaga- menn — Karl átti gott skot sem markverðinum tókst með naumind- um að veija í hom og síðan átti Mark Duffield naumlega yfír eftir homspymu. Eins og á upptalningunni sést vom það Skagamenn sem áttu flest tækifærin í leiknum og voru óheppnir að sigra ekki. Til að undir- strika það þá léku ungversku bolt- anum á milli sín síðustu mínútum- ar, léku mikið til baka á markvörð- inn. Þeir voru greinilega ánægðir með jaftiteflið. Skagaliðið í heild lék mjög vel en þó verður að nefna þijá sertf-* bestu menn liðsins — Ólafur Þórðar- son, Ólafur Gottskálksson og Karl Þórðarson. Einnig átti Mark Duffí- eld góðan leik. IA - Ujpesti Dózsa 0 : 0 Evrópukeppni félagsliða, Akranesvöllur, fimmtudaginn 8. september 1988. Gult spjald: Heimir Guðmundsson ÍA (71.) Áhorfendun 861. Dómars: Michael Caulfield frá frlandi. Línuverðir: McGrath og Daly, einnig frá frlandi. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, öm Gunnarsson, Sigursteinn Gíslason, Alexander Högna- son, Sigurður B. Jónsson, Heimir Guðmundsson, Aðalsteinn Vlglundsson, Ólafur Þörðar- son, Mark Duffield, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfsson. Lið Újpesti: Istvan Brockhauser, Istvan Schneider, Jósef Varga, Andras Szelpál, Istvan Kozma, Csaea Vojtekoucki (Milos Temesvári vm. á 88. min.), Lasos Schróth (Zoltan Vlink vm. á 84. mín.), Lazlo Szélpal, Istvan Balogh, Györgi Katona, Ervin Kovács. KNATTSPYRNA / U 21 ÁRS LANDSLIÐIÐ Sævar og Ragnar - valdirsemeldrimenníU-21 landsliðið JÚRÍ Sedov, landsliðsþjálfari U-21 árs liðsins f knattspyrnu, hefur valið 16 manna hóp slnn fyrir Evrópukeppnina sem hefst á þriðjudag f næstu víku. Hópurinn sem tilkynntur var f gær, er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Ólafur Gottskálksson, ÍA og Adólf Óskarsson ÍBV. Aðrir leikmenn: Hallsteinn Amarson Víkingi, Pétur Óskarsson Fylki, Einar Páll Tómas- son Val, Gestur Gylfason ÍBK, Þor- steinn Halldórsson KR, Rúnar Kristinsson KR, Alexander Högna- son ÍA, Ólafur Kristjánsson FH, Steinar Adólfsson Val, Baldur Bjamason Fylki, Amljótur Daví- ðsson Fram, Eyjólfur Sverrisson Tindastóli og Valsarinn Sævar Jónsson og Keflvíkingurinn Ragnar Margeirsson, sem eru eldri leik- mennimir í hópnum — en þeir tveir eldri leikmenn mega hveiju sinni vera með U-21 árs landsliðinu. ísland er í riðli með Hollending- um, Finnum og Vestur-Þjóðverjum. Fyrsti leikur Islands í riðlinum fer fram á þriðjudaginn, 13. septem- ber, á Valbjamarvelli er Holland kemur í heimsókn. r X Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson voru valdir sem eldri leikmenn í U-21 árs landsliðshópinn og leika því gegn Hollandi í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.