Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 21 HANDKNATTLEIKUR Kristján Arason: ætla að taka því rólega svona fyrst um sinn enda hafa æfíngar verið miklar og strangar í sumar. Auk þess hef ég ekki tekið sumarfrí í þijú ár og því hætt við leiða ef ég slaka ekki aðeins á.“ Hann segist kunna því vel að búa úti enn um sinn og skoða sig svolítið um í heim- inum áður en hann flytji heim fyrir fullt og allt og byrji brauðstritið. „Það gæti verið spennandi að þjálfa þegar ég kem heim, en það er mjög tímafrekt ef gera á það vel. Og ég held að ég muni ekki hafa svo mik- inn tíma aflögu ef ég ætla að starfa hér sem viðskiptafræðingur í fram- tíðinni." Kristján kveðst eiga eftir að sakna liðsmannanna í Gummers- bach en að öðru leyti sé hann feg- inn að vera farinn frá Þýskalandi. „Þjóðverjar eru á heildina litið frem- ur leiðinlegir. Því er ég dauðfeginn að komast til Spánar þar sem menn taka sig ekki of hátíðlega. Ég skrif- aði undir eins árs samning á Spáni og líklegast verð ég eitthvað lengur ef allt gengur að óskum. Eina sem ég hef áhyggjur af er bágborin spænskukunnátta mín. Hjá liðinu tala menn enga ensku svo samskipt- in verða vafalaust eitthvað spaugi- leg í fyrstu. Ætli ég taki ekki bara spænskubækumar með mér til Seoul! Annars er ég að reyna að hugsa sem minnst um Ólympíuleik- ana til að forðast taugaspennu. Og ég fer með því hugarfari að annað- hvort gangi þetta eða ekki.“ - BF Tek spænsku- bækurnar með mér til Seoul Krístján Arason atvinnuleik- maður í handknattleik hefur ver- ið hér heima í sumar við æfingar fyrir Ólympíuleikana. Hann hef- ur nú sagt skilið við þýska liðið Gummersbach sem hann lék með sl. tvö ár og heldur í haust til Spánar þar sem hann hefur skrifað undir árssamning við handknattleiksliðið Teka i Sant- ander á Norður-Spáni. Hann er ókviðinn þó faríð sé að styttast í Ólympíuleikana og búferla- flutningana að þeim loknum. Takmörkuð spænskukunnáttu hans virðist þó vera honum áhyggjuefni. „Mér líkaði afskaplega vel hjá Gummersbach og hefði helst kosið að leika þar áfram," segir Kristján. „Hins vegar stefndi ég á ÓlymDÍu- leikana og af þeirri ferð hefði ekki getað orðið ef ég hefði enn spilað með þýska liðinu þar sem keppn- istímabilið hjá þeim er hafíð. Þetta vafðist dálítið fyrir mér. Löngunin til að fara á Ólympíuleikana varð þó yfírsterkari og því fór það svo að ég sleppti samningnum. Mér fínnst gífurlegur heiður að fá að taka þátt í leikunum og það verður stór stund að ganga inn á leikvang- inn á opnunardaginn." Aðspurður segir Kristján að það geti oft verið þreytandi að vera á stöðugum ferðalögum vegna handboltans. „Oft hefur maður orðið þreyttur á því að þvælast í rútu á milli borga. En þegar vel gengur á leikvellinum þá fínnst manni allt á sig leggj- andi. Það skiptast því á skin og skúrir í handboltanum eins og öðru. Það kemur þó einhvem tímann að því að mig fer að langa til að gera eitthvað annað. Fyrir tveimur árum sagði ég að eftir tvö ár ætl- aði ég að fara að snúa mér að því sem ég hef menntað mig í, við- skiptafræðinni. Ég segi ennþá að ég ætli að hætta eftir tvö ár. Ég er nú 27 ára og sagt er að hand- boltamenn séu á toppnum frá þeim aldri og fram til þrítugs. Ég verð því í þessu eitthvað áfram." Kristján er inntur eftir því hvort hann eigi einhver áhugamál, fyrir utan handboltann að sjálfsögðu. „í frítíma mínum geri ég nú hitt og þetta. Hef t.d. mjög gaman af því að leika golf og hef ég spilað nokk- uð í sumar með félögum mínum Sigurði Sveinssyni og Páli Ólafs- syni. Sömuleiðis með föður mínum, Ara Kristjánssyni. Ég hef sömuleið- is áhuga á ýmsu öðru svo sem skíðum en hef hreinlega ekki þorað að taka þá áhættu að slasa mig. Sem atvinnumaður í handbolta get ég ekki látið allt eftir mér, við því er ekkert að gera. Kristján segist eiga nokkur hross Kristján Arason á leið í golf. en þó vera fremur lítill hestamaður í sér. „Tengdafaðir minn, Gunnar Eyjólfsson, gaf mér folald fyrir þremur árum sem ég er voða hrif- inn af. En það er með hestamennsk- una eins og skíðin, í sumar t.d. þorði ég aldrei að fara á bak og eiga á hætta að meiða mig. Það hefði verið grátlegt svona rétt fyrir Ólympíuleikana. Kannski verð ég seinna mikill hestamaður, það er aldrei að vita. Ég veit bara að maður þarf að hafa mikinn tíma til að sinna hestum og hann hef ég ekki eins og stendur." Kristján kveðst ætla að taka sér þriggja mánaða frí frá landsliðinu að Olympíuleikunum loknum. „Ég . -X0*0*0- Kunnir handknattleiksmenn á golfvellinum við Korpúlfsstaði, Páll Ólafsson, Krístján Arason og Sigurð- ur Sveinsson. meira að hafa. Og nú munar mann um hveija krónu." Hann talar um það, að fjölskyld- an sitji alltaf á hakanum, ýmist sé hann í vinnunni eða á æfíngu. Því veiji hann öllum sínum frítíma með fjölskyldunni og reyni að sinna börnunum sem mest svo konan fái einhvem tímann frí. Hann segist vitanlega vera óánægður með þetta fyrirkomulag en svona verði það þó að vera á meðan hann sé í íþrótt- unum. Og hann ætlar ekki að hætta að æfa á næstunni. „Ég stefni hátt. Hef verið að bæta mig að undanförnu og verð líkast til í þessu nokkur ár í viðbót. Ólympíuleikamir verða vissulega spennandi en ég reyni að hugsa sem minnst um þá og líta frekar á þetta sem venjulegt fijálsíþróttamót þó að það sé nú svolítið erfítt. Ég er ekkert að stressa mig yfír því að eiga eftir að mæta heimsfrægum köppum, það em þeir sem eiga að hræðast mig! Nei, svona í alvöm talað, ég held að ég ætli ekkert að vera að horfa á þá keppa, sé þá frekar á myndbandi seinna." — Ætlarðu að beina börnunum þínum inn á íþróttabrautina? „Já, ég er alveg ákveðinn í því. Auðvitað neyði ég þau ekki en ég vona að þau eigi eftir að sýna þeim áhuga. Iþróttir eru holl hreyfing og ég er sannfærður um að þær séu gott uppeldisform og hafi góð áhrif á krakka." Nýja Ultra Fömpers bleian bindur vætu og vemdar húóina Kjarninn í ULTRA PAMPERS þurrblei- um er framleiddur úr hreinum papp- írsmassa og rakadrægu hleypiefni sem er nýjung í bleiuframleiðslu. Þegar væta barnsins blandast efninu myndar það hlaup sem helst innilokað í kjarnanum. Viðkvæm og rök barns- húð er opin og illa varin fyrir ertingu af skaðlegum áhrifum sýrugerla, en ULTRA PAMPERS bindur vætuna og barnið er þurrt Stillanlegir límlásar gera ásetningu auðvelda. Teygjuþræðir koma í veg fyrir leka meðfram lærum. AÐEiNS t>AÐ BESTA FYRIR BARMiÐ. —BF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.