Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 50
50 MOR’GUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR '9/ SÉFTEMBÉR 1088 mnm „ Mi^ v/Antcur 5* l'ilrCL í U^bót oJr hvítu Loftma^mngu Ást er. . . ... að láta bréfið anga af ilmvatni. ‘ TM Reg. U.S. P»t OH.—»11 rightsreserved ° 1988LosAngelesTimesSyndicate Bara þó hefðir hringt fyr- ir hádegið, þá ... Nei. Það er ekkert sagt um brjóstmál Mjallhvítar í þessari bók ... Hundahald í Reykjavík Ágæti Velvakandi! I Reykjavík eru 815 manns með hundaleyfí eftir talningu, í fyrra. Sem betur fer! Hvers vegna sem betur fer, spytja margir sjálfsagt. Ju, því þá er haft eftirlit með hund- unum, auk þess sem dýralæknir sér um ormahreinsun og heilbrigði hundsins. Ef hundurinn veldur ónæði eða er með óspektir er mjög auðvelt að ná til hans því hann er á skrá hjá Heilbrigðiseftirlitinu og Hundaræktarfélagi íslands. Við vitum öll að hundar hafa verið í Reykjavík frá því hún byggð- ist.hvort sem lög hafa verið til stað- ar eða ekki. En við íslendingar erum svo gjamir á að brjóta lög og hér er flöldinn allur af hundum án leyf- is. Þar kemur í hlut okkar borg- arbúa að standa okkur. Við getum hjálpað til með að láta vita af þess- um hundum. Heilbrigðiseftirlitið gefur þessum hundaeigendum tækifæri á að skrá hundinn. Ef áhugi er ekki fyrir hendi á skilyrðis- laust að aflífa dýrið. Þeir sem ekki fara eftir lögum og reglum um hundahald hafa ekk- ert með hund að gera. Við sem höfum hundaleyfí og stöndum okk- ur vel þurfum nefnilega.að líða fyr- ir svörtu sauðina sem eru í miklum meirihluta. En eins og í öllu öðru þá ber meira á því neikvæða en því jákvæða. En mér fínnst tími til kominn að hafa hreinsun á köttum líka, því ekki veitir af. Um leið og þeir eru komnir fyrir utan veggi heimilisins veit fólk ekkert um gjörðir þeirra. Ég hef ósjaldan séð þá í sorpi borg- arbúa, étandi úldið sorp sem liggur við að skríði á móti manni. Kattar- eigendur ættu af sjálfsdáðum að fara með kettina í hreinsun einu sinni á ári. Með hundaleyfínu sjáum við til þess að hundum okkar líði vel og geti farið út með okkur að nóttu sem degi. Ekki láta þá þjást fyrir væntumþykju okkar. Öll okkar dýr í borginni eru upp- haflega úr sveit. Hjálpið okkur til að veita hundum okkar sama rétt og hestunum og köttunum, auk allra annarra húsdýra. Rétt til að lifa á meðal okkar borgarbúa. Með hjálp allra borgarbúa ættu allir að geta farið eftir lögum og reglum um dýrahald í borginni. Virðingarfyllst, Sigríður Asgeirsdóttir, Vest- urbæingur. Verndun lífsins Til Velvakanda. Það er mikilsvert að vemda líf einstaklinganna. Hvort sem þeir eru lifandi í móðurkviði eða lifa utan hans. Persónuleiki bama þróást snemma og mörg þeirra eiga eftir að þroskast til muna. Vemdum því líf ófæddra bama sem hinna fæddu. Líf án vináttu er ekkert líf. Ég óska öllum bamshafandi kon- um alls góðs. Bömin em vor framtíð. Búum því vel að æskunni. Það eru miklir möguleikar á ís- landi. Gemm rétt. Bjarki U. Högni er týndur Heimiliskötturinn Högni hvarf frá Reykjum í Lundareykjadal 12. ágúst. Högni er geldur, loðinn af angórakyni. Hann er grábröndóttur en ljós á kvið og mjög mannelskur. Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 96—41094 eða 96-42070. Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI Víkveiji gerði enn einn ganginn stofnanamálið að umtalsefni 1. september sl. og var þá m.a. vitn- að til Bemards Shaws, Bangsímons og embættis ríkisskattstjóra. Sfðastnefnda tilvísunin varð til þess, að einn lesandi Víkveija sendi „þýðingu" á upplýsingum ríkis- skattstjóra. Ummæli Víkveija um það efni vora þessi: „Víkveiji var að fletta upplýsingabæklingi um húsnæðisbætur, sem embætti Ríkis- skattstjóra gaf út fyrr á árinu. Þar segir meðal annars: „Frá heildar- ijárhæð húsnæðisbóta skal dregin sú upphæð sem svarar til þeirrar lækkunar á tekjuskatti sem viðkom- andi maður hefur notið vegna vaxtafrádráttar á ámnum 1984- 1987, eftir að sú fjárhæð hefur verið framreiknuð samkvæmt láns- kjaravísitölu frá og með júní á álagningarári til og með júni 1988““. Og þetta sagði vinurinn: „Eftir aðferðum Einars Arnórsson- ar og Péturs á Gautlöndum við skýr- ingar á skattalögunum 1921 mætti orða hið tilvitnaða ákvæði eitthvað á þessa leið: Nú hefur maður notið lækkunar í tekjuskatti vegna vaxtafrádráttar á ámnum 1984-1987. Skal þá við ákvörðun húsnæðisbóta skattþegns draga frá upphæð er svarar til téðr- ar lækkunar, en hana ber að fram- reikna eftir lánskjaravísitölu. Skal í þeim framreikningi miða við júní- mánuð hvers álagningarárs til jafn- lengdar á skattárinu, eða júní 1988, sá mánuður meðtalinn. Skerðast húsnæðisbætur um þá upphæð er þannig fæst.“ Víkveiji lætur lesendum sínum eftir að dæma, hvemig til hefur tekizt með „þýðinguna" og mættu menn reyndar hugsa sitt og freista þess að gera enn betur. .X X X En þessi skrif Víkveija urðu öðmm tilefni til að benda á skýrslu um framkvæmd búvöm- samninga og horfur árin 1985- 1992. Þar í stendur m.a. þetta: „Á sama hátt hefur við framkvæmd búvömsamninganna verið fallist á af báðum aðilum að ríkissjóður gerði óvirkan til framleiðslu eins mikið og unnt er af þeim fullvirðis- rétti er ella þýddi framleiðslu til útflutnings." Þessi skýrsla var sam- in fyrir landbúnaðarráðherra í maí sl. og efast Víkveiji ekki um að jafnskýr maður og Jón Helgason hafí skilið þetta á stundinni. En ekki er nú orðfærið fyrir okkur hina, eða hvað?. XXX Rúsínan í þessum pylsuenda skal svo vera úr fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu um viðræður íslendinga og Sovét- manna um viðskipti landanna. Þar segir m.a.: „Helstu útflutningsvömr em freðfiskur, saltsfld, ullarvömr og lagmeti... “ Og síðar: „Fram- kvæmd viðskiptabókunarinnar hef- ur gengið vel það sem af er þessu ári að öðm leyti en því að ekki hefur tekist að selja freðfisk, ullar- vömr og málningu í þeim mæli, sem getið er um í viðskiptabókuninni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.